Morgunblaðið - 21.04.1963, Síða 24

Morgunblaðið - 21.04.1963, Síða 24
filiQrigmiMðfoitt 90. tbl. — Sunnudagur 21. apríl 1963 fauaw«a>- , Au^lýsingarSbira Utanhussaugfýsingar aKskonarskitti ofL AUGLYSINGAsSKILTAGERÐIN SF Bérgþörugbtu 19 Simi 23442 ísl. skutla smíöu Samikvæmt íréttum í norskum blöðum (Sunnm0rsposten og Norges Handel & Söfartstidende) á að smiða fyrsta íslenzka skut- togarann í Noregi, þ.e. í skipa- smíðastöðinni lllstein Mekaniske Verksted. í ljós kemur af fréttinni, að hér er ekki um togara að ræða í íslenzkum skilningi þess orðs, því að skipið á- ekki að vera nema 114 feta langt, og mun þvi sennilega vera um 200 tonn, eða minna en austur-þýzku togskip- in, sem kölluð voru almennt „tappatogarar“. Eftir fréttunum að dæma á skipið að verða út- búið flotvörpu og tveimur drag- nótum. Kært yfir illri oðbnð kindo og hænsno Mbi. hefur frétt, að kært hafi verið yfir illri meðferð á fénaði og alifuglum í Krísu- vík. Hefur sýslumannsembætt ið í Hafnarfirði málið til með- ferðar. Kærðir eru tveir að- ilar, annar fyrir vanhirðu á svokölluðum holdahænsnum, og hinn fyrir að hafa ekki ’ fóðrað nægilega vel 3—400 fjár. Áður hafa svipaðar fréttir birzt í norskum blöðum, án þess að slík skip væru smíðuð, enda mun ekki endanlega gengið frá samningum í þessu tilviki. Sigl- firðingar munu standa að þess- ari skipasmíð, ef af verður. ís- lendingar hafa þreifað fyrir sér um smíði slíkra skipa í Noregi, en jafnan hætt við að ganga frá endanlegum samningum. Víðavangshlaup- ið í Hafnarfirði VÍÐAVANGSHLAUP Hafnar- fjarðar fer fram eins og að venju á sumardaginn fysta og verður hlaupið frá Barnaskólanum við Skólabraut. Hlaupnar verða sömu leiðir og í fyrra. Keppt verður í þremur aldurs- flokkum, 17 ára og eldri. í þeim flokki gaf Stefán Jónsson bikar. í>á er 14—16 ára og gefur BP- umboðið í Hafnarfjrði bikar til að keppa um. í 3. aldursflokki, 13 ára og yngri er keppt um styttu, sem Ragnar og Þergþór Jónssyn ir og Ingvar Hallsteinsson gáfu. Þetta er fimmta árið í röð, sem víðavangshlaup fer fram í Hafn arfirði á vegum F.H. — Eru vænt anlegir þátttakendur beðnir að láta skrá sig í bókabúð Olivers Steins, eigi síðar en þriðjudag- inn 23. þ. m. Grimau líflátinn Madrid, 20. apríl (NTB): Spánski kommúnistaleiðtoginn Julian Grimau, sem dæmdur var til dauða á Spáni í gær, var tek- inn af lífi í morgun. Fjöldi erlendra manna og sam taka hafði beðið Grimau griða og í gærkvöldi voru famar mót- mælagöngur að sendiráðum Spán verja í Róm, Amsterdam og Par- ís. -'Fordæmdu göngumenn dóm- inn yfir Grimau. Kona Grimaus, sneri sér í gær til Home lávarðar, utanríkisráð- herra Breta og bað hann að beita áhrifum brezku stjórnarinnar til þess að maður hennar yrði náð- aður. í gærkvöldi reyndi frú Grimau, að ná símasambandi við Kennedy Bandaríkjaforseta, það tókst ekki, en hún kom skila- boðum til forsetans. Síðar var haft eftir áreiðanlegum heimild- um í Washington, að hið eina 9em Bandaríkjastjórn myndi gera í málínu væri, að tilkynna spánska sendiráðinu í borginni um beiðni frú Grimau. Stjórnin gæti ekki skipt sér af réttarmál- um í öðrum löndum. Það, sem Julian Grimau var gefið að sök, voru pyntingar á tímum borgarastyrjaldarinnar og skipulagning starfsemi hins bannaða kommúnistaflokks Spánar. MælifeEIshnJúki til Mont Blanc FYRIR nokkrum dögum sagði Mbl. frá útflutningi á útflutnings hrossum héðan til Sviss. Þessir farþegar í hol- lenzku flugvélinni vöiktu mikla athygli í Alpalandinu, og Zúrioh. Sýnir hún íslenzku hest- er myndin tekin úr dagblaði í ana ganga niður landganginn frá vélinni líkt og væru þar virðu- legir diplomatar á ferð. Útflytjandinn er firmað Sig. Hannesson & Co hér í Reykja- vík, og hefur Gunnar Bjarna- son sagt blaðinu, að Þjóðverj- inn, Ulricih Marth, sem er einn af eigendum fyrirtækisins, hafi unnið frábært starf á þessu sviði og hann sé mun raunhæfari í Leikur ÍBK og Akraness EINS OG skýrt var frá í Mbl. i gær, keppa Keflvíkingar og Akur nesingar í knattspyrnu í dag, og er það einn liður bæjarkeppninn ar milli þeirra og Hafnfirðinag. í fréttinni stóð, að leikurinn hæfist kl. 4, en nú hefur því verið breytt svo að leikurinn hefst kl. 2 e.h. öllum sínum ráðstöfunum i hest* verzluninni en aðrir, sem við hana hafa fengizt, bæði innlend- ir og erlendir aðilar. Verið er að athuga um frekari útflutning á hestum loftleiðis bæði til Evrópu og Ameríku. Svíor, Dcnir, Norðmenn og Eretor ræðn einohagsmól EFTA London 20. apríl (NTB) i SKÝRT var frá því í dag, að Svíar, Danir og Norðmenn, sem. allir eru aðilar að Fríverzlun- arbandalaginu (EFTA), muni innan skamms hefja viðræður við Breta um efnahagsmál innan bandalagsins. Haft var eftir áreiðanlegum heimildum, að Danir myndu aðal lega ræða tolla á landbúnaðar- vörum, Norðmenn tolla á fisk- afurðum og Svíar efnahagsmál almennt. Bretar og Norðmenn hófu viðræður um fiskútflutn- ing 9. apríl s.l. og verður þeim haldið áfram í lok mánaðarins, eftir hálfs mánaðar hlé. 140 tonn Akranesi, 20. apríl: — Alls bárust hingað í gær 140 tonn af fiski af þorskaneta- og línu- bátum. Síldarbátamir urðu ekki varir. Aflahæstur var Sigurður með 42 tonn, næst Sigrún með 19 tonn. Nokkuð margir bátar eru á sjó í dag — Oddiur. .. Aðalfundur Blaða* mannafélagsins er í dag Aðalfundur blaðamannafé- lags íslands verður haldinn í dag sunnudaginn 21. apríl, og hefst kl. 2 síðdegis. Fundarstaður er Klúbburinn við Lækjarteig. Áríðandi er, að félagsmenn fjöl menni. r Arsþing iðnrekenda Ársþing iðnrekenda 1963 hófst í Leikhússkjallaranum kl. 10 ár> ■degis á laugardag. — Fundar- stjóri var Kristján Friðriksson. l’inginu var slitið kl. 4 síðdegis. Nefndir skiluðu álitum un» morguninn, og þegar blaðið fór í prentun, höfðu þrjár ályktanir verið samþykktar. Voru þær um lóða- og byggingamál, tollamál og innlent tollvörugjald, og lánsfjármál iðnaðarins. Verða ályktanir þingsins allar birtar hér síðar í Morgunblaðinu. „AIbertu veitir aðstoð EINS OG frá var skýrt í laugar- dagsblaðinu, áttu sjá bátar net í sjó vestan og norðan Hegraness. þegar óveðrið dundi yfir. Að þv| loknu fundust þau, um 100 tals- ins, í nokkrum hnútum. Á laug ardagasmorgun var varðskipið „Albert“ að hjálpa bátunum að draga netaþvæluna úr sjó.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.