Morgunblaðið - 05.05.1963, Page 1

Morgunblaðið - 05.05.1963, Page 1
24 siður og Lesbók 50. árgangur 100. tbl. — Sunnudagur 5. maí 1963 Prentsmiðja Morgunbiaðsins Harðorð ntótmæli vegna fram- ferðis Hunts skipherra íslendiugar krefjast framsals Smiths skipstjóra og bóta af hertdi brezku stjórnarinnar MBL. BARST í gær fréttatilkynning frá utanríkisráðuneyt- inu, þar sem skýrt er frá því, að ríkisstjórn íslands hafi ítrekað við brezku stjórnina mótmæli vegna Milvvood- málsins. Guðmundur í.-Guðmundsson, utanríkisráðherra, kvaddi í gærmorgun á sinn fund E. B. Boothby, ambassador Breta liér á landi, og afhenti honum mótmælaorðsendingu. í orð- sendingunni er þess m. a. krafizt, að brezka stjórnin sjái svo um, að Smitb, skipstjóri á Milwood, verði framseldur, og látinn standa fyrir máli sínu fyrir rétti liér á landi. Jafn- framt verði komið fram viðeigandi refsingu gegn þeim, er ábyrgir eru í málinu, og bætt á allan hátt fyrir það brot, sem framið hefur verið gegn íslenzkum yfirvöldum í máli þessu. Fer fréttatilkynningin hér á eftir: r „Utanríkisráðherra, Guð- mundur í. Guðmundsson, kvaddi í dag brezka ambassa- dorinn, E. B. Boothby, á sinn fund og afhenti honum orð- sendingu, þar sem enn á ný var krafizt framsals brezku stjórnarinnar á Smith, skip- stjóra á brezka togaranum Milwood, sem varðskipið Óð- inn stóð að veiðum í land- helgi fyrir sunnan land, eins fylgir blaðinu í dag og er efni hennar sem hér segir: Bls. ✓ ' 1 Sören Aabye Kierkegaard, 150 ára afmæli, eftir Jón Kr. Isfeld. 2 Svipmynd: Nadine Gordi- mer. 3 Afturgangan, smásaga eft- ir Riehard Hughes. Mér er sagþ ljóð eftir Jón Kára. 4 Hruni, fjórði hluti byggða- sögu Brunasands, eftir sr. Gísla Brynjólfsson. 5 Bókmcnntir: Frá Kierke- gaard til Sartres, eftir Poul Henning Jörgensen. Rabb, eftir SAM. 7 Lesbók æskunnar. 8 Mannskaðinn í Bolungar- vík 1905, eftir Valdimar B. Valdimarsson frá Hnífs- dal. Hvernig ferskvatnsdýr lifa af heimskautsveturinn, eft- ir dr. James Green. 9 Landið, sem flaut í mjólk og hunangi. Öryggisbelti. 10 Fjaðrafok. 11 — 15 Krossgáta. 16 Rafeindirnar í þjónustu umferðarinnar. Allt fyrir kvenfólkið í nýju bílunum: Sveiflu- stýri, málunartæki og barnapelar. og kunnugt er af fréttum. Ráðherrann tók fram við ambassadorinn, að ríkisstjóm íslands liti mjög alvarlegum augum á mál þetta, og ítrek- aði, að það væri skýlaus krafa af íslands hálfu, að Askenozy tll Moskvu? Londion, 4. maí — NTN SKÝRT hefur verið frá því í London, að fiKharmoniu- hljómisveitin í Moskvu hafi boðið Vladimir Askenazy, sov ézka píanistanum, í hljómleika för til Moskvu, i júná. Askenazy hefur enn ekki gefið neitt svar. Hann bað uim dvalarleyfi fyrir sig og komu sína, í>órunni Jóhanns- dóttur, í Bretlandi, fyrir skömrnu, svo sem skýrt hefur veirið frá í fréttum. skipstjórinn mætti fyrir ís- lenzkum rétti, til þess að standa fy^ir máli sínu. Þá var enn fremur tekið fram í orðsendingunni, að sú ákvörðun, af hálfu íslenzkra stjórnarvalda, að beita ekki löglegu valdi, fyrr en í ítr- ustu lög, til þess að forða lífi og eignum brezkra borgara, hefði verið misnotuð af Hunt, skipherra á Palliser, til þess að skjóta hinum meinta lög- brjót undan íslenzkri lög- sögu, og að brezka stjórnin yrði að bæta íslandi að fullu þetta augljósa og grófa brot, og koma fram viðeigandi refs- ingu gegn þeim,. sem á því bæru ábyrgð“. Tíminn ræðst á ermann Jénasson HELDUR ERU Tímanum mis- lagðar hendur, þegar hann ger ir. nú daglega tilraun til að ráðast að Bjarna Benedikts- syni, dómsmálaráðherra, fyr- ir það að hann skyldi ekki fyr- irskipa að skjóta á brezka tog- arann Milwood. Sannleikurinn er sem sagt sá, að föstu skoti hefur einungis þrisVar verið skotið á erlenda togara og aldrei í sjálfu „þorskastríð- inu“, þegar átökin voru þó al- varlegust. Nú er þess að gæta, að í vinstri stjórninni var dóms- málaráðherrann, æðsti yfir- maður landhelgisgæzlunnar, enginn annar en þáverandi for maður Framsóknarflokksins, Hermann Jónasson. Hann lagði fyrir landhelgisgæzluna að forðast álvarlega árekstra. Hann gekk meira að segja svo langt, að einu sinni skipaði hann landhelgisgæzlunni að láta lausan togara, sem hún hafði tékið og hafði á valdi sínu. Það var 25. september 1958, þegar Óðinn og María Júlía höfðu togarann Paynter á valdi sínu og höfðu' sett 14 menn um borð í hann, en var fyrirskipað að yfirgefa hann. Engu slíku var til að dreifa að því er varðaði togarann Milwood nú. Þar var engum rétti afsalað. Hinsvegar tókst með svikum, sem landhelgis- gæzlan fékk ekki við ráðið, að koma skipstjóranum undan. Bjami Benediktsson, dóms- málaráðherra, - þarf ekki að óttast dóm þjóðarinnar, hvorki um stjórn hans á utanríkismál um né landhelgisgæzlu. Hins vegar hefur Tíminn kveðið upp dóm yfir Hermanni Jónas syni. 39 láta lífið í flug- slysi í Brazilíu Um 330 hafa farizt i 70 flugslysum i Braziíiu á rúmum tveimur árum Sao Paulo, Brazilíu, 4. maí NTB TALIÐ er, að a.m.k. 39 hafi látið lífið, er Convair flugvél frá brazilíska flugfélaginu „Cruz eiro de Sul“ féll til jarðar á í- búðarhús í Sao Paulo í gærkvöldi Með flugvélinni voru 44 far- þegar og 5 manna áhöfn. 35 þeirra, sem með flugvélinni voru létu þegar lífið. Aðrir liggja í sjúkrahúsi, sumir lifshættulega særðir. 4 létu lífið, er brunaliðsbifreið ar, er voru á leiðinni á slysstað- inn, lentu í árekstri. Alls hafa þá um 330 manns farizt í flugslysum í Braziliu frá því í febrúar 1960. í þeim mánuði létu 61 lífið, er tvær flugvélar rákust á yf- ir flugvellinum við Rio de Jan- eiro. í júní sama ár létu 53 lífið, er flugvél' féll til jarðar við Rio de Janeiro. í nóvemiber 1961 féll flugvél til jarðar við Recife, og þá fórust 45. 24 fórust 10. mai 1962, eir farþegaflugvéd frá „Cruzeiro de Sul“ féll til j arðar við borgina Vitorio. 31. j'úlí sama ár létu 10 lífið, er> herflugvél féll til jarðar við Rio de Janeiro. 26. nóvemiber í fyrra rálkust tvær flugvélar á nærri Río, og þá fórust 26. 14. desember létu 47 lífið, er flugvéi hrapaði í Amazon-fljót. 15. janúar sl. fórst flugvél frá „Cruzeiro de Sul“ oig þá fórust 13. Sú flugvél féll einn- ig niður í íbúðarhverfi . Kozlov sagður mikið veikur Moskva, 4. maí — NTB: — Opinber tilkynning hefur verið gefin út í Moskvu, þar sem greint er frá veikindum Frol Kozlov, sem lengi hefur verið talinn einn af nánustu sam- starfsmönnum Krúsjeffs, for- sætisráðherra. Kozlov hefur einnig verið talinn liklegasti arftaki Krúsjeffs. Tilkynningin segir, að Kozl- ov liafi ekki getað tekið þátt í 1. maí-hátiðahöldunum, vegna veikinda. Brezka útvarpið skýrði frá því í gær, að Kozlov væri tal inn hafa fengið heilablóðfall, og væri hann lamaður að nokkru leyti. Fréttamenn í Moskvu herma að Kozlov hafi el^ki sézt op- inberlega um nokkurra vikna skeið. Tekið var fram í frétt um brezka útvarpsins, að til- kynnt hefði verið um veikindi Kozlovs með nokkuð öðrum hætti, en venja væri til í slík- um tilfellum. Kozlov er 55 ára að aldri. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.