Morgunblaðið - 05.05.1963, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.05.1963, Qupperneq 2
2 MORCV N BT. 4 Ð1Ð Sunnudagur 5. maí 1963 Skrílsháttur í strætisvðgnum SVR hefur gefizt upp á viðhaldi biðskýla EIRlKUR Ásjeirsson, forstjóri Strætisvagna Rvíkur, skýrði Morgunblaðinu svo frá í gær, að fyrirtækið stæði ráðþrota vegna skemmdarverka, sem framin væru bæði í strætisvögnum og biðskýlum. Á þremur dögum bafa 11 sæti í 2 vögnum, sem báðir ganga um Bústaðahverfi, verið eyðilögð. Eru göt ýmist skorin eða stungin á áklæði og Akureyringar og Keflvíkingar keppa í dag BÆJAKEPPNI í knattspyrnu milli Akureyringa og Keflvík- inga fer fram í Keflavík kl. 1.30 í dag. Þetta verður fyrsti leikur Akureyringa á þessu keppnis- tímabili og mun án efa marga fýsa að sjá getu þeirra. Akur- eyringar eru í vandræðum með leiki að vorinu til og leita nú hingað suður til að reyna sig. Vantar vitni KL. 10 í morgun var tilkynnt til rannsóknarlögreglunnar, að ekið hefði verið á bíl á bílastæði hjá Egilskjöri. Bifreiðin, sem ekið var a er fólksbíll af Renault gerð, og var sýnilegt á um- merkjum, að þetta muni hafa gerzt seinni partinn í nótt eða morgun. Vörubifreiðastjórar, sem hafa verið þarna á ferð um þetta leyti eru beðnir að gefa sig fram til rannsóknarlögreglunn- ar, svo og vitni, sem' kunna að geta gefið upplýsirugar. Hafnarfjörður NÆSXKOMANDI mánudags- kvöld kl. 8,30 heldur Sjálfstæðis- kvennafélagið Vorboðinn í Hafn- arfirði fund I Sjálfstæðishúsinu. Ræðu flytur Auður Auðuns alþm. og síðan verða frjálsar umræður. — Kaffi verður framreitt á fund- inum. Félagskonur eru hvattal til að f jölmenna. Samkomni Kvöldsamkomur í Fríkirkjunni Þær síðustu að þessu sinni, sunnud. 5. og mánud. 6. maí. Vannebo syngur. Erling Moe. Fíladelfía Brotning Brauðsins kl. 4. Almenn samkoma í kvöld kL 8.30. Guðm. Markússon og Arni Eiríksson tala. Bræðraborgarstígur 34 Sunnudagaskóli kl. 1.00. Almenn samkoma kl. 8.30. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn Sunnudag kl. 11: Helgunar- samkoma. Kaft. Otterstad tal- ar. Kl. 2: Sunnudagaskóli. Kl. 4: Útisamkoma. Kl. 8.30: Hjálpræðissamkoma. — Frú Auður Eir Vilhjálmsdóttir cand. teol. talar. Allir velkomnir. það síðan rifið upp. Eirikur 'kvað furðu sæta, að farþegar skuli ekki tilkynna vagnstjór- unum, hvað fram fari aftur í vögnunum, því útilokað sé, að ekki séu vitni að einhverjum þessara skemmdarverka. 10 biðskýli hafa verið reist í Raykjavík og eru flest þeirra í úthverfunum. Svo hefur farið, að allar rúður eru brotnar í skýl- unum svo að segja jafnóðum og þær eru settar í og sagði Eirík- ur að fyrirtækið sæi sér ekki fært að halda þeim við lengur, enda væri það aðeins sóun verð- mæta að stilla upp rúðum, sem skotmarki fyrir götustráka. Fréttamaður Mbl. skoðaði í gær 7 biðskýli og eru á hverju þeirra 4 glugigar, en í öllum skýl- unum voru aðeins 3 rúður ó- brotnar. SVR fjarlægði um stund arsakir eitt biðskýlanna, sem einna harðast hafði orðið úti, en þegar það var fært á sinn stað aftur fór allt í sama horfið. íbú- ar hverfisins höfðu þó lengi bar- izt fyrir því að fá biðskýlið. Tveir nýir strætisvagnar verða teknir í notkun einhvern næstu daga og auk þess eru 7 vagnar komnir til landsins og er verið að byggja yfir þá í Bílasmiðj- unni. Þeir verða teknir I notkun með haustinu. 52 vagnar eru nú í eigu fyrrtækisins. Sýning IHyndlistarskólans VORSÝNING Myndlistasfcólans verkum nemenda stendur nú yfir og eru sýnd verk úr öllum deildum skólans, málverk, högg- myndir, teikningar ' úr fullorð- insdeildum. Úr barnadeildum leir vinna, föndur og teikningar. Skólinn starfaði í 4 kvölddeild um fyrir fullorðna. Kennarar voru Ásmundur Svélnsson, Haf- steinn Austmann, Hringur Jóhana esson, Ragnar Kjartansson: Þrjú námskeið voru haldin í bama- deildum og 3 deildir í hverju námskeiði. Kennari var Krist- björg Jónsdóttir. Skólann sóttu um 200 nemendur á vetrinum. — Sýningin er opin kl. 2 til 10 laugardag og sunnudag. Saksóknari krefst halds togarans Milwood meðan máliö er í rannsókn Eigendur bjóða bankatryggingu fyrir værttanlegum sektum f GÆR var haldið áfram rann- sókn landhelgismáls skozka togar ans Milwood í dómþingi Reykja- víkur undir stjóm Loga Einars- sonar yfirsakadómara. Hallvarður Einvarðsson mætti í dómþingi sem fulltrúi Saksókn- ara ríkisins. Að ósk hans var les- in upp —í dóminum bókun um kröfu eigenda togarans frá því í fyrradág um að togarinn verði af hentur umboðsmanni eigenda, Geir Zoega, Vesturgötu 10. Hallvarður Einvarðsson óskaði eftirfarandi bókað af hálfu Sak- sóknara ríkisins: „Þar sem að rannsókn málsins stendur enn yfir og skipið er að lögveði fyrir væntanlegri sekt og afli ög veiðarfæri kunna að verða Hitaveituframkvæmdir fyrir 70-80 millj. á þessu ári Unnib oð verkefnum um allan bæ A F O R M eru um að hitaveitá verði komin í öll hús í skipu- lögðum hverfum í Reykjavík ár- ið 1965, sem kunnugt er. Eru þegar mikiar framkvæmdir í gangi og áætlað að kostnaður við framkvæmdirnar á yfirstandandi ári verði 70—80 millj. kr. Jó- hannes Zoega, hitaveitustjóri, veitti í gær blaðamönnum upp- lýsingar um þau verkefni, sem unnið er að, en öll verkin eru boðin út. Lokið á þessu ári Verkefnin sem ljúka á fyrir næstu áramót eru: 1. Laugarneshverfi, 2. og 3. á- fangi. Búið er með 2. áfanga, sem nær upp að Dalbraut, nema örfá hús, og verið að ljúka tengingu 3. áfanga ofan Dalbrautar. 2. Tengiæð í Borgartúni milli Laugarneshverfis og eldra hverfis. Þetta verkefni er nær búið nema seinasti spottinn á Snorrabrautinni. 3. Hlíðarhverfi, 4. og 5. áfangi. í fyrrnefnda áfanganum er lokið götulögn og verið að tengja, en í 5. áfanga er unn- ið í götulögnum. Á að vera hægt að tengja í nýju húsin við Hjálmholt, Vatnsholt, Ból- staðahlíð, Stigahlíð og aust- urenda Skipholts áður en flutt er inn í þau. 4. Mýrarhverfi og nýtt hverfi austan Háaleitisbrautar. — Götulagningu er að mestu lokið í Mýrarhverfi og byrjuð tenging austan Kringiumýr- arbrautar og norðan Miklu- brautar. Á að ljúka þessu í ágúst. Hið nýja hverfi aust- an Háaleitisbrautar á að tengjast við Mýra.rhverfið. 5. Aðalæð frá Kringlumýrar- braut að Hlíðardælustöð og dælustöð í Fornhaga. Þetta eru aðfærsluæðar frá aðalæð að hverfisdælustöðvunum. Er löghinni að Eskitorgi lokið, en eftir lögnin vestur með Hringbrautinni hjá Háskól- anum að Fornhaga. 6. Dælustöð í Vesturbænum við Fornhaga, sem þegar er byrj- að á. 7. Hagahverfi, vesturhluti. — Verið er að ganga frá samn- ingum um þetta verk, en ætl- unin er að ljúka vesturhlut- anum, vestan Fornhaga, í sumar. 8. Jarðboranir í Reykjavík. Er áætlað að nægilegt vatn fáist með fyrirhuguðum borunum á árinu til að ljúka þeim. — Hitaveitustjóri sagði að önn- ur og þriðja hver hola reynd- ist við boranir góð, þ. e. a. s. gefa yfir 15—20 sek. 1. Vatns- magnið í bænum að óvirkjuð- um holum meðtöldum, er nú 230 sek. 1. af 125 stiga heitu vatni, en frá Reykjum koma 280—320 sek. L af 86 stiga heitu vatni. Hafið á þessu ári Ýmis önnur verk verða hafin á þessu ári, og efu þau öll í und- irbúningi: 1. Byggð verður dælustöð við Grensásveg, á gatnamótum Suðurlandsbrautar og verður hún fyrir öll austurhverfin. 2. Aðalæð að dælustöð við Grensásveg og liggur hún meðfram Suðurlandsbraut. 3. Götulagnir í Hálogalands- hverfi, þ. e. a. s. Heimana og hluta af Vogum. Það verk verður boðið út bráðlega. 4. Hluti af Múlahverfi, sunnan Suðurlandsbrautar. 5. Noklcur önnur verkefni eftir því sem vinnumarkaður leyf- ir, t. d. virkjun á borholum, breytingar á keríi í gamla bænum til að bæta úr þrýst- ingi o. fl. Hitaveitustjóri sagði, að vegna þess að frost og snjóar á vetrum gerðu oft erfitt fyrir um fram- kvæmdir, væri aðalvinnutíminn hjá hitaveitunni frá apríl og fram í október-nóvember. — Þá bættist einnig skólafólk á vinnu- markaðinn. Ekki yrði starfsfólk hitaveitunnar mjög vart við skort á vinnuafli, enda væru öll verkefni boðin út núna. Tilboð hafa borizt frá 6 aðil- um á rúmu ári en fjórir bjóða stöðugt í verkefnin. Standast yf- irleitt áætlanir verktakanna og fara þær ekki mikið fram yfir fyrirhugaðan tíma. Þeir sem hafa verk á hendi fyrir hitaveituna nú eru Vél- tækni hf., Verk hf., Almenna byggingarfélagið og Sandver sf. Þá sjá tveir byggingarmeistarar um dælustöð Vesturbæjar. Verk- legar framkvæmdir hafa eigi tekið að sér verk fyrir hitaveit- una. —• gerð upptæk er fram kominnl kröfu -af hálfu eigenda togarans um afhendingu hans mótmælt og þess krafizt að rannsókn málsina verði haldið áfram“. Þá óskaði Gísli G. ísleifsson, hrl. sem mættur var af hálfu eig enda, eftirfarandi bókáð: „Þar sem ráð virðist vera gert fyrir því skv. 172. gr. laga nr. 82 1961, að úrskurður sé kveðinn upp um hald á munum, er þess krafizt að úrskurður verði kveð- inn upp um atriðið. Jafnframt er það tekið fram, að eigendur tog- arans Milwood A-472 eru reiðu- búnir til þess að setja bankatrygg ingu eftir mati dómsins fyrir öll um þeim greiðslum er hugsanlega kynnu að verða dæmdar á hend- ur John Smith skipstjóra á togar anum Milwood A-472 gegn af- hendingu togarans". Eftir réttarhlé var lesin bókun dómsins þar sem rakin er í stuttu máli gangúr töku togarans og bók að að togaranum verði haldið hér meðan rannsókn fer fram þar til öðru vísi verði ákveðið. Var i þessu sambandi vitnað til með- ferðar opinberra mála í bókun dómsins. Þessu næst óskaði Gísli G. ís- leifsson að gerð væri eftirfarandi bókun: „Því er lýst yfir af hálfu eig- enda togarans Milwood A-472 að ekki verði kærð til Hæstáréttar bókun dómsins um hald á togar anum, sem gerð var í Sakadómi Reykjavíkur í dag. Jafnframt er þess óskað að dómurinn taki svo fljótt, sem unnt er ákvörðun um það, hvort eigendum togarana verði leyft að setja bankatrygg- ingu gegn afhendingu togarana sbr. bókun í þinghaldi í dag“. Er þessu hafði fram farið var kvaddur fyrir dóminn Robert Duff háseti af togaranum. Gaf hann skýrslu sína, er ekki hafði inni að halda annað nýtt en hann hafði verið kvaddur til að vera kyrr í togaranum að ósk Hunts skipherra á Palliser er skipshöfn- in yfirgaf hann. Hann vissi ekki hvert báturinn frá Palliser hefði farið með skipstjóra hans John Smith. Hann ásamt Georga Stephen háseta voru einu menn- irnir, sem voru í Milwood allan tímann, sem aðförin að skipinu stóð. Kl. 2,15 síðdegis í gær kom George Stephen fyrir dóminn og var skýrslu hans ekki lokið er blaðið fór í prentun. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæzlunnar var í athugun í gær að skipa upp afla þeim, sem er í lestum Milwood, en það eru talin 13—15 tonn af fiski. Afl- inn liggur undir skemmdum, ef hann er látinn v^g lengur í lest- unum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.