Morgunblaðið - 05.05.1963, Side 12
Í2
1
M O R C rnv R r 4 Ð I Ð
SunnudagnT 5. maf 1963
IttroginttMafrtfe
tJtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigi
Matthías johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristmsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakió.
„KOMPLEXAR “
EÐA STJÓRNMÁL
Fólk
Framsóknarmenn hafa val-
* ið þann kost að halda á-
fram þeirri stefnu, að íslend-
ingum beri að rifta land-
helgissamkomulaginu við
Breta, og hyggjast þeir heyja
þingkosningamar, sem fram-
undan eru, með þessa stefnu
óbreytta. Morgunblaðið benti
flokksþingi Framsóknar-
flokksins á, að það hefði tæki-
færi til að breyta þessari
stefnu. Þingið taldi ekki á-
stæðu til þess, heldur skyldi
hún óbreytt standa, og ber
málafylgja Tímans þess
glöggt merki.
Hvað er það þá, sem felst
í þessari stefnu? — Það er
hvorki meira né minna en
það, að á ný á að stofna til
algerrar óvissu í landhelgis-
málinu. Það á að rjúfa milli-
ríkjasamning og gera íslend-
inga þannig ómerka orða
sinna og lítilsvirt meðal sið-
aðra þjóða. Það á að stofna í
voða öllu því, sem áunnizt
hefur, þar á meðal viðurkenn
ingu Breta á hinum þýðing-
armiklu nýju grunnlínum.
Þetta á að gera, þótt hinar
lítilfjörlegu undanþágur
Breta til veiða innan 12 míln-
anná renni út eftir nokkra
mánuði.
Ekki getur slík stefna
byggzt á því, að formælend-
ur hennar telji þetta þjóðinni
fyrir beztu, og naúmast í-
mynda foringjar Framsóknar-
flokksins sér, heldur, að þetta
sé líklegt til ávinnings í kosn-
ingunum. Þá er ekki önnur
skýring eftir en sú, að um sé
að ræða hreina „komplexa“.
Allir þeir, sem lesið hafa
Tímann síðustu árin, vita, að
hann umhverfist í hvert
skipti sem minnzt er á er-
lenda menn og samskipti ís-
lendinga við þá. Morgunblað-
ið man ekki eftir neinni und-
antekningu frá þeirri reglu
nema lýsingu Þórarins Þórar-
inssonar á ánægjulegri dvöl
sinni í Austur-Berlín. Stöðugt
er látið að því liggja, að út-
lendingar sitji á svikráðum
við íslendinga og hafi mestan
hug á að koma sjálfstæði okk
ar fyrir kattamef. Hafa Dan-
ir jafnvel verið taldir í hópi
slíkra undirróðursmanna.
Menn með slíkt hugarfar
era að sjálfsögðu ekki færir
_um að stýra málefnum lands-
ins, hvorki inn á við né út á
við. Við höfum treyst sjálf-
stæði okkar með skynsam-
legri og traustri stjórn utan-
ríkismála. Illt væri vissu-
lega, ef breyting yrði á
stjóm innanlandsmála, jafn
vel og nú miðar fram á veg
inn, en hitt er þó meginatrið
ið, að það má aldrei henda ai'
breytt verði stefnunni í ut-
anríkismálum og óábyrgum
mönnum falin forysta þeirra
mikilvægu málefna.
HUNT OG SVIKIN
F'ins og Morgunblaðið skýrð:
frá í gær kemur þac
glöggt í ljós í skýrslu Þórar-
ins Bjömssonar, skipherra,
að brezki skipherrann, Nic-
olas Hunt, hefur gengið á
bak orða sinna, þegar hann
aðstoðaði Smith skipstjóra á
togaranum Milwood við að
komast undan yfir í Palliser.
Þessi framkoma skipherr-
ans á Palliser er auðvitað al-
gjörlega fordæmanleg, óg
jafnvel þótt ekki hefði verið
um brigðmælgi að ræða af
hans hálfu er bæði hann og
brezka stjómin ábyrg fyrir
gerðum hans.
Að vísu er ekki hægt að
fullyrða, að Hunt skipherra
hafi gert sér grein fyrir þvít
að með því framferði að taka
Smith skipstjóra um borð í
Palliser veitti hann honum
þá vemd brezkra laga að
gegn mótmælum hans mun
erfiðara um vik að fram-
selja hann, en það breytir
engu tun ábyrgð hans og yfir-
boðara hans, brezkra stjcrn-
arvalda.
Það er þess vegna, sem ís-
lendingar munu halda til
streitu ábyrgð brezku stjórn-
arinnar og krefjast aðgerða
af hennar hálfu í samræmi
við lög og rétt.
Morgunblaðlð hefur áður
lýst því yfir, að það vilji
ekki að óreyndu ætla brezk-
um stjórnarvóldum það, að
þau aðhafist ekkert í málinu.
Nú er komiö í ljós, að Hunt
skipherra beitti einnig svik-
um, og er þelm mun meiri á-
stæða til að árétta kröfu urú
aðgerðir gegn honum.
Það er nú á ábyrgð brezkra
stjórnarvalda, hvort mál
þetta á að leiða til vandræðá
í samskiptum Islendinga og
Breta eða ekki. íslendingar
hafa í einu og öllu staðið við
samninga sína, og það er
brezkra yfirvalda að sjá til
þess að hægt sé að koma lög-
um yfir þá, sem brotlegir
hafa gerzt.
RÉTT AÐ FARIÐ
¥jað leikur ekki á tveim
* tungum, að rétt var að
farið, þegar í lengstu lög var
hlífzt við að skjóta á brezka
Nelson Rockefeller er nú kom-
inn í giftingarhugleiðingar og
fregnir herma að hann hyggist
ganga í hjónaband í næsta mán-
uði. Frá því hann skildi við konu
sína fyrir rúmu ári eftir þrjátíu
ára hjónaband hefur hann verið
orðaður við fleiri en eina, og á
tímabili héldu menn hann myndi
kvænast kvikmyndaleikkonunni
Grawford.
En Rookefeller er snar í sún-
ingum. Sá orðrómur gengur að
hann sé í þann veginn að kvæn-
ast fráskildri konu, Margaretta
Fitley Murphy, sem er 35 ára
gömul og fjögurra barna móðir.
Sjálfur á Rockefeller fimm börn.
Frú Murphy skildi við mann
sinn í marz-mánuði s.l., eftir 11
ára hjúskap.
Rockefeller hefur ekkert gefið
upp um hjúskaparfyrirætianir
sínar, aðeins brosað breiðu brosi,
þegar fréttamenn hafa spurt
hann um þær. — Og nú velta
menn því fyrir sér vestra, hvort
gifting hans verði til þess að
~
fréttunum
hann á að fagna hjá bandarisku
þjóðinni.
hann verði ekki í næsta forseta-
kjöri, en eins og sakir standa
er hann líklegasta forsetaefni
repúblikana í kosningunum
1964. Menn spáðu honum ó-
farnaði, þegar hann skiidi við
konu sína, en sá atburður hefur
ekki skert þær vinsældir, sem
Sonur Birgittu Svíaprinsessu
og Jóhanns Georgs, prins af Hoih-
enzollem, var ársgamall nú á
dögunum. f>au hjónin dvelja nú
í Monaco, þar sem Jóhann Georg
er að fullnuma sig í arkitektúr.
Drengur þeirra, Kristján, er
mesti tápdrengur og mikiljl1 fyrir
sér. Á afmælisdaginn fékk hann
gríðarstóra afmæiistertu með
einu kerti. Hann sýndi tertunni
engan áhuga og grét, þegar hann
átti að fara að borða þana. En
allt í einu, áður en nokkur fékik
rönd við reist, rak hann hönd-
ina á kaf í tertuna og makaði
rjómanum framan í sig. Þá breytt
ist gráturinn í hlátur. Meðfylgj-
andi mynd er tekin aí Kristjani
meðan hann snæðir afmælistert-
Og þá er það Eddi Fisher,
hinn kokkálaði eiginmaður Elísa-
betar .Taylors. Það hefur verið
heldur hljótt um hann síðustu
mánuðina, eða frá þvi hann og
Liz slitu samvisitum.
Upp á síðkastið hefur hann
grunsamlega oft sézt á skemmti-
stöðum með ungri sænskri leik-
konu, Ann Margret, sem vakti
athygli fyrir leik sinn í kvik-
myndinni „Bye, bye, bird“. Þau
voru á dansleik í Beverly Hills
fyrir nokkrum dögum og þá var
þessi inynd tékin. Þá ljóstruðú
þau því upp, að þau hefðu fund-
ið „stóru“ ástina.
★
22 taugaóstyrkir unglingar
tóku próf við konunglega leik-
húsið ' í Kaupmannahöfn seint
í apríl. Aðeins þrír, þeirra náðu
prófi, meðal þeirra var Lena
Tiemroth, sem er 19 ára göm-
ul.
Tiemroth-nafnið kemur okkur
íslendingum kunnuglega fyrir
sjónir. Lena Tiemroth er dóttir
Edvin Tiemroth, eins þekktasta
leikstjóra Dana, en hann setti á
svið Hamlet i Iðnó fyrir nokkr-
um árum. Móðir hennar er einn-
ig kunnur leikstjóri í Danmörku
Lena Tiemroth í skátastúlkuhlut-
verki í revýu
Clara Östö, hefur m.a. starfað
mikið við danska sjónvarpið.
Þess má geta, að Lárus Páls-
■son, leikari og Tiemroth voru
saman á leikskóla 1 Danmörku
á sínum tíma og eru góðir vin-
ir, og er Lárus guðfaðir Lenu.
togarann Milwood. Slíkar að-
gerðir hefðu að líkindum
kostað líkamsmeiðingar eða
manndráp, því að Smith skip
stjóri var augsjáanlega í þeim
ham, að slík átök hefðu orðið
illvíg.
Ef togarinn Milwood hefði
verið að sleppa frá Oðni
hefðu málin að sjálfsögðu
horft öðru vísi við. En spurn-
ingin sem yfirmenn land-
helgisgæzlunnar urðu að
svara var á þessa leið: A að
eyðileggja eignir eða stofna
mannslífum í bráða hættu
vegna þess að ekki er hægt
að bíða? Þeirri spurningu
svaraði landhelgisgæzlan
réttilega neitandi. Spurning-
unni um það hinsvegar, hvort
ætti að láta togarann sleppa,
hefði án efa verið svarað
þannig, að það komi ekki til
greina. En þá lá líka ljóst
fyrir að engra annarra kosta
var völ en að beita föstu
skoti.
Annars er það kátlegt að
kommúnistar skulj nú heimta
aukinn vopnabúnað land-
helgisgæzlunnar. Fram að
þessu hafa þeir haldið því
fram, að íslendingar ættu
sem minnst að koma nálægt
vígbúnaði og vopnaburði og
yfirleitt ekki verið neitt sér-
lega hrifnir af því að land
helgisgæzlan væri efld.