Morgunblaðið - 05.05.1963, Qupperneq 23
Sunmidagur 5. maf 1963
m n r c r n n r4 r> 1 ð
23
Tryggvi Sigurðsson
frá þlngeyri — Kveðja
TRYGGVI Sigurðsson frá Þing-
eyri verður jarðsunginn á morg-
un frá Fossvogskapellu. Hann
vaknaði að vanda árla til starfa
sinna laugardaginn 27. apríl. >á
er hann hafði unnið um hríð,
fór hann upp í íbúð sína, og varð
þá ekki séð, að hann kenndi sér
meins. En eftir nokkrar mínút-
lu- var hanm látinn.
Tryggvi var fæddur á Þing-
eyri í Dýrafirði, 6. ágúst árið
1913. Sigurður faðir hans, er enn
á lífi og furðu ern og reifur. Hann
er sonur Jóhannesar Ólafssonar
frá Haukadal í Dýrafirði, en hann
var lengi hreppstjóri og mestur
ráðamaður í Þingeyrarhreppi og
fyrsti alþingismaður Vestur-ísa-
fjarðarsýslu eftir að hún var gerð
að sérstöku kjördæmi. Sigurður
stundaði sjómennsku, en hafði
vökulan áhuga á almenmim mál-
um og gerðist forystumaður í
hagsmunamálum verkafólks og
sjómanna í sveit sinni. Kona hans
og móðir Tryggva var Sigurbjörg
Einarsdóttir úr Reykjavík, mikil
kona og móðir. Þau Sigurður áttu
mörg börn, og var stundum ærið
erfiður róðurinn fyrir afkomunni,
en börn þeirra, sem upp komust
og héldu heilsu, urðu myndar-
legt fólk og dugandi. Sigurbjörg
er látin fyrir allmörgum árum.
Tryggvi var snemma fjörmikill
og kappsamur, jafnt til vinnu sem
leikja. Eins og flestir piltar í fjörð
um vestur fór hann á sjóinn
strax að lokinni fermingu, var
fyrst á vélbátum og síðan togur
um. Hann var allt í senn: lagvirk
ur, hraðhentur, kappsamur við
verk og öruggur til harðræða.
Hann tók fiskiskipstjórapróf I
Sjómannaskólanum árið 1938,
varð fljótt stýrimaður á vélbát-
um og tógurum og síðan skip-
stjóri. Einkuin á síldveiðum. En
haustið 1953 var heilsa hans tek
in að bila, og varð hann að hætta
sjómennsku, þótt ekki væri hon
um það að skapi.
Tryggvi kvæntist árið 1940
Jósefínu Kristjánsdóttur frá Móa-
búð í Grundarfirði. Hún er af
fólki vestur þar, sem hefur verið
með afbrigðum tápmikið, duglegt
og vel verki farið, og sjálf hefur
hún hlotið drjúgan skerf þessara
kosta. Þau Tryggvi hafa ávallt
verið með fágætum samhent, og
þó að hann bilaði á heilsu fertug
ur, kenndl einskis víls hjá þeim
hjónum. Þau höfðu árið 1952 kom
ið sér upp húsi í Melgerði 15, og
nú tók Tryggvi að stunda heima
hjá sér netabætingar. Hann
kunni vel til verka og var sam-
vizkusamur og orðheldinn, og
hlóðust nú á hann störf, sem
hann sinnti af slíku kappi, að
eftir fá ár hafði hann ofboðið
heilsu sinni eins og á sjónum. En
þau hjón dóu ekki ráðalaus. Þau
seldu húsið í Melgerði og reistu
annað miklum mun stærra í Búða
gerði 9. Og nú tóku þau að stunda
verzlun. Þau sinntu þeirri at-
vinnu af dugnaði og árvekni og
farnaðist með ágætum, enda var
ekki ráð ráðið, nema bæði stæðu
þau þar að, og að sama skapi var
samstarfið.
Nú skyldu menn ætla, að slík-
ar manneskjur hefðu verið mjög
aðsjálar og naumar á fé. En það
hefur reynzt síður en svo. Þau
hafa verið sérlega greiðvikin og
gestrisni þeirra frábær. Það hef
ur verið þeim sönn gleði að rétta
öðrum hjálparhönd, og gestum
hafa þau kunnað að fagna fágæt-
lega vel, hafa verið um þetta
jafnsamhent og um baráttuna fyr
ir afkomunni og þær framkvæmd
ir, sem þau hafa haft með hönd-
um.
um við þau kunningsskap, er
hófst vorið 1949, og síðan urðum
við vinir þeirra, höfum oft til
þeirra komið og aldrei nema okk
ur til sannrar ánægju.
Börn þeirra hjóna eru tvö,
Kristín, hárgreiðslukona, gift
Þorsteini Þórðarsyni verzlunar-
manni, og Jóhannes, sem stundar
nám í Verzlunarskólanum.
Með Tryggva Sigurðssyni er
horfinn maður, sem mikil eftir-
sjá er að. En hans er gott að
minnast — meðal annars fyrir
þær sakir, að heilsa hans bilaði
ekki vegna bílífis, heldur af því,
að kapp hans og samvizkusemi
við störfin, hvort sem var á sjó
eða landi, var meiri en hreysti
hans þoldi. Menn geta sannar-
lega hlotið stórum lakara hlut-
skipti en að falla í valinn fyrir
aldur fram sakir þess, að þeir
kunni ekki að hJífa sér. Meðan
það hendir marga íslendinga,
hver sem er vettvangur starfs
þeirra, ætti þjóðin ekki að þurfa
að kvíða, hvorki um afkomu sína
né menningu.
Guðmundur Gíslason Hagalín.
I.O.G.T
— Hitaveituhréf
Framhald af bls 24.
Greiðslustaður vaxta og
skuldabréfa er hjá borgar-
gjaldkeranum í Reykjavík.
Við innlausn bx'éfanna skal
afhenda alla vaxtamiða,
sem eru fallnir í gjalddaga
og bréfunum eiga að fylgja.
4. Borgarstjórninni er heimilt
hvenær sem er á lánstím-
bilinu, að greiða lánið að
fullu eða hluta þess, á hvaða
gjalddaga vaxta og afborg-
ana sem er, enda verði
slíkt tilkynnt í Lögbirtinga-
blaðinu, minnst sex mán-
uðum fyrir gjalddaga.
Til tryggingar láninu eru
eignir Reykjavíkurborgar.
— Bilainnflutningur
Frh. af bls. 24.
ið eitt meiri en hann hafði verið
næsta árið eitt fyrir valdatöku
bennar.
Þegar eftir uppgjöf vinstri
stjórnarinnar í árslok 1958 eykst
innflutningurinn svo að nýju, og
algjör þáttaskil verða á árinu
1961, þegar efnahagsmálastefna
Viðreisnarstj órnarinnar gerir
unnt að gefa innflutninginn
frjálsan.
Og það er ekki aðeins, að
fjöldi innfluttra bifreiða hafi
stóraukizt, heldur geta menn
nú einnig flutt inn bifreiðar hvað
an sem þeir vilja, í stað þess, að
áður var innflutningurinn að
mestu bundinn við ákveðin
lönd — og þá þau lönd, sem
menn sízt vildu skipta við.
Þetta er aðeins eitt dænii af
fjölmörgum um hinn þýðingar-
mikla árangur viðreisnairáðstaf-
ana núverandi ríkisstjórnar og
þingmeirihluta. Þeir munu sjálf-
eagt ekki margir, sem nú mundu
vilja hverfa aftur til stjórnar-
hátta haftastefnunnar og nefnda
valdsins, með því óréttlæti- og
ófrelsi, er þeim fylgd.u.
Tryggvi var maður vel greind-
ur og mjög athugull, einarður,
hreinskilinn og hispurslaus, ör í
skapi, en drengur góður og sér
lega trygglyndur. Hann var
manna glaðastur í hópi góðra
vina og kunningja, skopskyggn
og gamansamur, sagði vel frá og
hafði yndi af lit- og lífríkum frá-
sögnum. Og kona hans er svo
skapi farin, að. sízt spillir hún
gleði gesta sinna. Við hjónin höf
Barnastúkan Æskan nr. 1
Mætum öll í dag kl. 2.
Gæzlumenn.
Hafnarfjörður
St. Morgunstjaman nr. 11
Fundur mánudagskvöld kl.
8.30. St. Einingin úr Reykja-
vík heimsækir.
Félagslál
England
Gott tækifæri til að full-
komna sig í ensku, gefst
ungri stúlku að dvelja á góðu
heimili í háskólabænum
Leeds. Frítt fæði og húsnæði
ásamt vasapeningum, gegn
lítxlsháttar húshjálp með hús-
móðurinni. Upplýsingar í
sima' 16566.
SkemmtiatriðL
Kaffidrykkja.
Fjölmennið — Æt.
St. Víkingur nr. 104
Fundur mánud. kl. 8% e.h.
Venjuleg fundarstörf. Eftir
fund verður sameiginleg kaffi
drykkja í tilefni merkis-
afmæla Guðgeirs Jónssonar,
Halldórs Pálssonar og Axels
Clausen.
iVIætið vel.
Stúkan Framtíðin nr. 173
heldur fund annað kvöld
(mánudag).
Æt.
KROSSVIÐUR
Nýkominn finnskur birkikrossviður
3 — 4 — 5 og 12 mm.
Einnig fyrirliggjandi:
Furukrossviður 4 mm.
UKOLA krossviður 4—5 mm
í hurðarstærðum.
Harðtex 4x8 fet.
LUDVIG
STORR
Sími 1-33-33.
feMHI
TOMAS HALLGRIMSSON
hreppstjóri,
frá Grímsstöðum, Álftaneshreppi, andaðist á Landsspítal-
anum 3. maí. Útförin verður ákveðin síðar.
Systkinin og fóstursystkin.
Robeson afneitar
kommúnisma
segir Parisarblaðib „Le Figaro"
PARÍSARBLAÐIÐ „Le Fig-
aro“ skýrði frá því á fimmtu-
dag, að bandaríski negra-
söngvarinn Poul Robeson
hafi sagt skilið við kommún-
ismann. Hefur blaðið það eft-
ir söngvaranum, að hann
hafi orðið var við mim hættu
legri kúgun í Sovétríkjunum,
en í nokkru öðru landi. Sú
kúgun sé fyrst og fremst
hættuleg, vegna þess, að hún
sé framkvæmd 1 nafni frelsis-
ins. -
„Le Figaro“ skýrði enn frem-
ur frá því, að Robeson sé farinn
til Bandaríkjanna, og sé hann
nú „niðurbrotinn, gamall mað-
ur“. Sagði blaðið, að Robeson
hafi trúað á kommúnsmann,
eins og hann sé framkvæmdur
í Sovétríkjunum. Hann hafd
fórnað ættjörð sinni og frægð
fyrir þá trú. Hins vegar hafi
hann komizt að því, að hann
hafi orðið fórnardýr „stórkost-
legrar blekkingar". Hefur bíað-
ið þessar setningar eftir Robe-
son, orðrétt:
„Ég var um langt skeið full-
viss þess, að þjóðarbrot nytu
fullkomins frelsis í Sovétríkjun-
um, en ég komst að því, að þetta
er ekki satt. Gyðingar, Armeníu-
menn og þjóðarbrot frá Balkan-
löndunum verða að vísu ekki
fyrir líkamlegu ofbeldi. Þetta
fólk er heldur ekki neitt til þess
að sækja önnur veitingahús en
venjulegir Sovétborgarar, en
það er neytt til þess að taka upp
sovézka lifnaðarhætti. Fólkinu
var gert ljóst, að menning þess
var álitin standa sovézkri menn-
ingu að baki. Einu rithöfundarn-
ir, sem eru nokkurs virði, séu
þeir sovézku. Vestræn list er tal-
in úrkynjuð og vestræn hljómlist
sömuleiðis. Ég varð fyrir von-
brigðum, þar sem ég komst að
raun um þá kúgun, sem er hættu
legri en öll önnur, af því að
henni er beitt í nafni írelsis-
ins“.
Poul Robeson er fæddur 1898,
en varð frægur 1925, fyrir söng
sinn. Hann hefur leikið í mörg-
um, frægum bandarískum söng-
leikjum.
tttd ÖMBDÐIÐ KR. KRISTJÁNSSON H.F
SUDURLANDSBRAUT 2 v S.iMI 3 53 00