Morgunblaðið - 22.05.1963, Side 3
Miðvikudagur 22. maí 1963
M on CT’ \ R r. 4 ÐIO
3
KL.. 5 í dag efnrr Signrður
Benediktsson til málverkaupp
boðs í Þjóðleikbúskjallaran-
um. Einnig verða boðnir upp
silfurmunir, postulín og fleiri
gripir. Á skránni eru 33 mál-
verk og 26 aðrir listmunir. 15
málverkanna eru eftir Kjar-
val.
Sigurður Benediktsson
Jóhannes S.
115x145 cm.).
Kjarval: Ur Kárastaðanesi. (Olía á léreft t
Verömætasta safn listaverka
skýrði Morgunblaðinu svo
frá í gær, að hann hafi aldrei
áður haft eins mörg verðmæt
listaverk að bjóða eins og á
þessu uppboði. Kvað hann
eina Kjarvalsmyndina, „Úr
Kárastaðanesi", þá beztu, sem
hann hefði haft á uppboði, og
sagðist þó minnugur marga
góðra listaverka eftir. hann,
t. d. „Við Korpu“, sem einnig
verður á uppboðinu í dag.
Þessar tvær myndir ásamt „Úr
Þingvallahrauni“, eftir Ás-
grím Jónsson, og „Súlum“, eft
ir Jón Stefánsson, bjóst Sigurð
ur við að færu á geysiháu
verði og einhverjar þeirra
áreiðanlega á metverði. Hæst
hafa málverk verið slegin á
40 þúsund krónur hjá Sigurði
(eftir Ásgrím Jónsson og Þór-
arin B. Þorláksson).
Fjögur málverk eftir Gunn-
laug Blöndal verða á upp-
boðinu, m.. a. ein konumynd,
en síðasta konumynd Blön-
dals, sem boðin var upp, fór
á 31 þús. kr. Einnig er ein
blómamynd eftir Kristínu
Jónsdóttur. Síðasta mynd
hennar á uppboði fór á 21 þús.
kr. og kvað Sigurður verk
hennar hafa u.þ.b. fjórfaldast
í verði á síðustu árum.
Kjarvalsmyndirnar eru 15
talsins, og eru 11 þeirra í eigu
listamannsins sjálfs.
Af öðrum munum ber helzt
að telja 6 manna mokkasett
sem boðið hefur verið upp hér,
segir Sigurður Benediktsson
úr Royal Worcester postulíni,
lögðu gulli. Sagði Sigurður, að
Worcester postulín væri hið
verðmætasta í heimi, og vildu
t. d. þjóðhöfðingjar gefa sér-
stakar virðingargjafir, yrði
það oft fyrir valinu. Hann
kvaðst hafa séð það á upp-
boði erlendis, er gömul, brotin
og sprengd mjólkurkanna úr
Worcester postulíni var slegin
á 1680 sterlingspund (kr.
191.600).
Meðal munanna er rauðvíns
kanna, sem Matthías Jochums
son, skáld átti, og fylgir sú
saga, að hann hafi unnið hana
í skotkeppni á skólaárunum.
Einnig er silfurbúinn rýtingur
með áletruninni: „Betri er rýt
ingur ofbeldismannsins en
tunga rógberans".
Ásgrímur Jónsson: Úr Þingvallahrauni. (80x100 cm.).
Utank|urstaðakosning
UTANKJÖRSTAÐAKOSNING er nú hafin. Þeir sem ekki
verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýslumönnum,
bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavík hjá borgarfógeta.
Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum sendiráðum og ræðis-
mönnum sem tala íslenzku.
Listi Sjálfstæðisflokksins er D-listi
—•—
Kosningaskrifstofa borgarfógeta í Reykjavík er í Melaskólan-
um. Skrifstofan er opin sem hér segir: alla virka daga kl. 10—12,
2—6, 8—10, sunnudaga kl. 2—6
Kosningaskrifstofa
Sjálfstæðisflokksins
er í Valhöli við Suðurgötu, veitir hún allar upplýsingar og að-
stoð í sambandi við utankjörstaðaatkvæðagreiðslu. — Upplýsingar
um kjörskrárkærur eru veittar á sama stað.
--«----
Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er beðið að gefa skrifstof-
unni upplýsingar um fólk sem verður fjarverandi á kjördegi, inn-
anlands og utanlands.
--•----
Símar skrifstofunnar eru 23118 og 22136.
— Viðreisnin
Framh. af bls. 16.
af þessum sökum jafnvel enn
betri en tölurnar í yfirlitinu hér
að framan benda til, því að mjög
mikil birgðaaukning hefur orðið
í landinu á undanförnum 3 ár-
um, og mun ekki ofmælt, að
birgðaaukningin svari til vöru
kaupalánanna.
Þegar málgögn og málsvarar
andstöðuflokkanna bera saman
stöðu landsins út á við, annars
vegar nú og hins vegar í lok
vinstri stjórnar tímabilsins
miða þeir ætíð við árið 1958 og
segja, að erlendar skuldir um-
fram innstæður séu jafnmiklar
nú og þá var. Þessi fullyrðing
er nærri lagi, en hún skiptir
ekki máli í sambandi við sam-
anburð á viðreisnarstefnunni
og vinstri stefnunni.
Þegar bera á saman þessar
tvær stefnur, verður auðvitað að
miða við skuldaaukninguna á
hvoru tímabilinu um sig, við-
reisnartímabilinu og tímabilinu
fram til 1960, þegar horfið var
frá vinstri stefnunni.
Allt stjórnartímabil vinstri
stjórnarinnar fcru erlendar
skuldir þjóðarinnar umfram inn
stæður sífellt hækkandi, en eft-
ir að viðreisnarráðstafanirnar
fóru að segja til sín, hafa. þær
farið sílækkandi.
Það eru þessar grundvallar-
staðreyndir, sem taka verður til-
lit til. Það eru þær, sem sýna
þann meginmun, sem er á hinum
tveim stefnum, viðreisnarstefn-
unni og vinstri stefnunni.
Jón Stefánsson: Súlur. (51x63 cm.).
Enn barizt í Laos
Viantiane, 21. maí — NTB.
Frá því er skýrt í fréttum frá
Vientiane í dag, að enn geisi
miklir bardagar á Krukkusléttu
í Laos. Hafa harðir bardagar
Verið þar undanfarna daga.
Bardagarnir standa milli her-
liða kommúnista, Patet, og her-
liða hlutlausra, undir stjórn
Kong Le.
í stjórnaryfirlýsingu, sem gef-
In var út í Vientiane í dag, segir
ennfremur, að Patet Lao hafi nú
borizt allmikill liðsauki. (Ekki
er greint hvaðan). Eru norðan-
menn sagðir búnir góðum vopn-
um.
í gær lýsti forsætisráðherrann,
Souvanna Phouma, foringi hlut-
lausra, því yfir, að hann væri
þess reiðubúinn, hvenær sem er,
að ræða við leiðtoga Patet Lao,
og leita lausnar á deilumálunum.
Kommúnistar halda því fram,
að Bandaríkjamenn hafi tekið í
sína þjónustu glæpamenn og ó-
aldarlýð, í þeim tilgangi, að seil-
ast til yfirráða í landinu. Því
hafi orðið að grípa til vopna á
nýjan leik.
Framsókn vildi kaupbind-
ingu og verkfalfsbann í 2 ár
ALÞÝÐUBLAÐIÐ birtir í gær
frumvarp Framsóknarflokks-
ins að nýrri vinnulöggjöf, sem
flokkurinn lagði fram í vinstri
stjórninni árið 1957. Kemur
þar m.a. fram, að flokkurinn
vildi þá lögbinda verkfalls-
bann og kaupbindingu í 2 ár.
í frétt Alþýðublaðsins segir
m.a.:
„Stærsta atriði þessa fram-
sóknarfrumvarps er þó í 15.
grein þess, en hún hljóðar svo:
„Aftan við lögin bætist á-
kvæði til bráðabirgða svo-
hljóðandi: Allir gildandi kjara
samningar skulu framlengj-
ast til 1. nóvember 1959.“
Samkvæmt þessu var það
meining Framsóknarflokksins
haustið 1957 að láta Alþingi
lögfesta það, að allt kaupgjald
yrði óbreytt til haustsins 1959.
Verkalýðsfélögin áttu ekki
einu sinni að fá að endur-
skoða samninga sina áður en
kaupbindingu yrði skellt á
Það átti þegjandi og hijóða-
laust að lögfesta alla gildandi
kaup- og kjarasamninga í 2
ár, en það hefði að sjálfsögðu
þýtt verkfallsbann á sama
tíma. Þannig var hugur fram-
sóknar til verkalýðsins haust-
ið 1957“.
Frumvarp þetta var samið
af þriggja manna nefnd, sem
starfaði á vegum Framsóknar-
flokksins 1957. Skilaði hún á-
liti sínu 11. nóvember það ár.
í nefndinni áttu sæti þessir
menn: Karl Kristjánsson, al-
þingismaður, Vilhjálmur Jóns
son, lögfræðingur og Svein-
björn Dagfinnsson, lögfræð-
ingur.
Það hlýtur að vekja nokkra
eftirtekt, að Karl Kristjáns-
son móðuharðindaþingmaður
framsóknar er meðal höfunda
þessara verkfalls- og kaup-
bindingafrumvarps Framsókn
arflokksins. Svo sem kunnugt
er, var hann meðal þeirra
leiðtoga Framsóknarflokksins,
sem hvað harðast gekk fram
í svikasamningum SÍS og
kommúnista sumarið 1961 um
stórkostlega hækkun alls
kaupgjalds i landinu, sem
leiddi til gengisfellingarinnar
á því ári.
Það virðist því vera skammt
öfganna á milli hjá þessum
framsóknarþingmanni, eins og
þeim reyndar fleirum.
Þegar Framsóknarflokkur-
inn situr í ríkisstjórn vill
flokkurinn láta banna hinar
minnstu kauphækkanir og
verkföll sneð lögum.
Þegar Framsóknarflokkur-
inn er hins vegar utan ríkis-
stjórnar, þá beitir hann sér
fyrir langvinnum verkföllum
og svo stórkostlegum kaup-
hækkunum, að atvinnulífið
fær með engu móti undir
þeim risið!