Morgunblaðið - 22.05.1963, Blaðsíða 6
0
M O R C l'TS Ji T 4 Ð 1 Ð
MiSvikudagur 22. maí 1963
Fjárhagsgrundvöll-
ur leiklístarstarf-
semi áhugamanna
MENNTAMÁLAP.ÁÐHERRA
Gylfi Þ. Gíslason boðaði til fund-
ar i Reykjavík dagana 16. og 17.
maí um leikhúsmál. Sátu fund-
inn fyrst og fremst fulltrúar leik-
félaga víðsvegar að af landinu.
Aðalverkefnin voru annars veg-
ar að ræða skiptingu fjárveiting-
ar í fjárlögum fyrir árið 1963
milli hinna ýmsu leikfólaga, en
Alþingi hafði falið menntamála-
ráðuneytinu það verk, og hins
vegar að ræða almennt um fjár-
hagsgrundvöll leiklistarstarfsemi
áhugamanna í landinu og sam-
starf leikfélaga við Þjóðleikhús
og Ríkisútvarp. Fyrir hádegi
fyrri fundardaginn fóru fram
almennar umræður, en eftir há-
degi störfuðu fimm nefndir, sem
hver um sig skilaði áliti. Síðari
daginn fóru fram almennar um-
ræður, og var einróma samþykkt
ályktun um eftirgreind atriði:
■■t 1) að æskilegt sé, að sett verði
löggjöf um fjárhagslegan stuðn-
ing við leiklistarstarfsemi,
2) að menntamálaráðuneytið
komi á fót nefnd, sem í sambandi
við undirbúning fjárlagafrum-
varps hverju sinni geri tillögur
um styrki til leikfélaga og Banda
lags þeirra,
3 að fjárveitingar séu öðru
fremur við það miðaðar, að fé-
lögum, sem leikstarfsemi hafa
með höndum, sé gert kleift að
afla sér aðstoðar við leikstjórn
og tæknileg atriði, þegar þau
taka erfið verkefni til meðferð-
ar, t. d. á þann hátt, að ráðu-
neytið launaði leikstjóra, sem
félögin fái til starfa án þess að
þau þurfi að greiða annað en
ferða- og dvalarkostnað, en þau
félög, sem ekki gætu notið að-
stoðar hinna föstu leikstjóra,
fengju greidda af opinberri hálfu
t. d. % hluta af launum þeirra
leikstjóra, sem þau sjálf réðu,
4) að veitt verði fé til þess að
verðlauna ný íslenzk leikrit og
Síld og humar
Akranesi, 20. maí.
Austan stormur var á miðum í
nótt og komu inn hinir fáu síldar
bátar, sem úti voru í gær. Skipa-
skagi einn fékk síld í gærkvöldi,
445 tunnur. Á sunnudagsmorgun
lönduðu Sveinn Guðmundsson
(250 tunnum) og Sigurfari 100
tunnum.
Humarbátarnir lönduðu í morg
un, Fram 3.7 tonn, Ásbjörn 3.8
tonn og Ásmundur 5.5 tonnum.
Anna ein á þorskanet í sjó, og er
í róðri í dag. — Oddur.
Kemur hljóm-
sveitarstjóri?
Ámi Kristjánsson, tónlistar-
stjóri Ríkisútvarpsins, dvelst nú
vestur í Bandariikjunum, en
þaingað var honum boðið til um
tveggja mánaða dvalar. Hingað
aftur er hann væntanlegur 3. júní
Kynnir hann sér bandarískt tón-
listarlíf. Um leið kannar hann
möguleika á >ví að ráða hingað
bandarískan hljómsveitarstjóra
handa Sinifóníuhljómsveit ís-
landis.
einnig þýðingar erlendra leikrita
á íslenzku, sem m. a. séu sér-
staklega miðuð við áhugamanna-
leikhús, enda hafi sérstök dóm-
nefnd fjallað um málið,
5) að veitt verði fé til þess
sérstaklega að styrkja sýningar
barnaleikrita,
6) að komið verði á fót bún-
inga-, leiktjalda- og leikmuna-
safni til afnota fyrir leikfélög.
Safnið hafi í þjónustu sinni leik-
tjalda- og búningateiknara. Mál
þetta verði undirbúið af nefnd,
skipaðri einum fulltrúa frá
hverjum þessara aðila: Þjóðleik-
húsinu, Leikfélagi Reykjavíkur
og Bandalagi íslenzkra leikfé-
1: ga,
7) að gera fjárhaglega kleift
að auka leikritaútgáfu í landinu,
8) að fulltrúa fyrir leiklistar-
starfsemi verði bætt í stjórn fé-
lagsheimilasjóðs,
9) að athugaðir verði mögu-
leikar á því, að leikfélög úti um
land, sem tök hefðu á að flytja
útvarpsleikrit, fengju aðstöðu til
þess,
10) að leiikfélögin fái betri að-
stöðu til leikritavals en verið
hefur,
11) að athugandi sé að fela
sérstökum leiklistarfulltrúa að
annast um samskipti ríkis og
leikfélaga,
12) að ríkisvaldið stuðli að því
að efla leiklistarfræðslu og leik-
0j Eysteinn^
af hYerju viltu endilejd
alltafveraí hafta-
skömmtunar’leik ?
listaráhuga í skólum, sérstaklega
í hinu frjálsa félagsstarfi skóla,
13) að leiklistarkynning yrði rík
ari þáttur í „listkynningu í skól-
um“ en nú er,
— 14) að séð verði fyrir fjár-
mununum til þess að hlaupa und
ir bagga með leikfélögum, sem
kunna að verða fyrir fjárhags-
legum áföllum við sýning dýrra
og vandasamra verkefna.
(Frá Menntamálaráðunaytinu).
Alvarleg
slagsmál
Vínarborg, 14. maí. — NTB —
ÞÆR fregnir bárust til Vínar í
dag, að til alvarlegra götuslags-
mála hefði komið í Prag síðast-
liðinn laugardag milli afrík-
anskra stúdenta og tékkneskra
ungmenna. Hafi átök þessi stað-
ið yfir í rúman stundarfjórðung.
Áttust við nokkrir Afríkumenn
og um það bil 300 tékkneskir.
Nokkrir Afríkumannanna munu,
hafa særzt illilega.
Fregn þessi er höfð eftir
nokkrum ferðamönnum, sem
komu frá Prag í gær. Segja þeir,
að lögregla hafi ekki blandað
sér í þessi átök. Hins vegar hafi
hún komið á vettvang er til slags
mála kom milli þriggja ungra
Tékka og tveggja afrískra stud-
enta fyrir utan Hótel Ambassa-
dor í Prag. Hafði ónafngreindur
afrískur sendiráðsstarfsmaður
komið þar að í bifreið sinni og
reynt að stilla til friðar. Áður
en lögregla greip í taumana
höfðu Tékkarnir eyðilagt hjól-
in undir bíl Afríkumannsins.
Að sögn sjónarvotta fengu
Tékkarnir þrír rækilega að
kenna á hnefum lögreglumann-
• Bréfaruslið
á götunum
„Vesturbæingur skrifar:
„Fyrirskipanir um lóðahreins
un eru birtar á vorin í blöðum
og útvarpi, og auk þess mæl-
ast blöðin til þess við og við,
að fólk fleygi ekki bréfarusli á
göturnar.
Þó er alls staðar fullt af bréf-
um og alls konar umbúðum.
Ekki er kannske að undra, þótt
smákrakkar fleygi slíku á göt-
urnar, en þó dettur manni í
hug, að væri brýnt fyrir þeim
á heimilunum að gera það ekki,
mundu mörg þeirra hlýða því.
„En það eru ekki allar syndir
guði að kenna.“ Ég hefi t.d.
margoft horft á hópa af stórum
strákum úr skóla hér vestur-
frá, sem skreppa i frítíma upp
í búðir og koma svo æðandi
eftir miðri götunni með mjólk-
urhyrnur í annarri hendi, en
einhvern brauðmat í pappír í
hinni. Svo þegar búið er að
láta innihaldið ofan í sig, er
umbúðunum fleygt á götuna.
Hyrnurnar eru áberandi vegna
litskrúðsins. Einu sinni taldi ég
20—30 á bletti á götunni. Mér
datt í hug, hvort piltarnir
hefðu verið í tíma í umgengni.
Þetta bréfarusl kemur víða
að, þegar hvessir, sem auðvit-
að stafar af því, að því er sleppt
lausu, en ekki sett í sorpílátin.
Sunnudagsmorgun einn fyrir
skömmu var austurhluti Aust-
urstræti alþakinn pappírsrusli,
sem fauk þar um allt í storm-
inum. Hvaðan kom það? Stund
um missa krakkar, sem bera út
blöð, eitthvað af þeim á götuna,
en er það ekki af því að illa
sé um búið?
Orsakirnar eru víst margar,
en bréfaruslið í bænum er bæði
óþrifalegt og leiðinlegt, og ættu
blöðin að reyna að skapa sterkt
almenningsálit til varnar þess-
um ófögnuði. — Vesturbæing-
ur.“
Velvakandi er „Vesturbæ-
ingi“ sammála um það, að
aldrei verður að gagni komið í
veg fyrir rusl á götunum, fyrr
en skapað hefur verið sterkt
almenningsálit. í sumum borg-
um erlendis þykir það slík goð-
gá að kasta rusli á götur, að
vegfarendur áminna sóðann og
hika ekki við að kalla á lög-
regluþjóna, sem geta sektað
hann á staðnum. Hér hefur á-
standið batnað, en til skamms
tíma hafa sorpílát í ljósastaur-
um verið skemmd jafnharðan
af næturfuglum, sem þurfa að
reyna krafta sína á einhverju.
• Himnastrompurinn
Fýlubani
Vegna tíðra skrifa í dálkum
Velvakanda um lyktina, sem
lagt hefur frá Síldar og fiski-
mjölsverksmiðjunni á Kletti við
Köllunarklettsveg, þykir Vel-
vakanda hlýða að birta hér
mynd af smíði strompsins
mikla, sem á að eyða allri. ó-
lykt. Myndina tók Sveinn Þor-
móðsson síðastliðinn sunnudag.
Var Fýlubani þá orðinn 36—37
metra hár, en fullsmíðaður
verður hann 70 metra hár.
Kostnaður við hann verður
ekki undir tveimur milljónum
króna, svo að hið fíngerða
lyktarskyn Reykvíkinga verð-
ur verksmiðjunni dýrt. Stromp-
urinn hækkar um þrjá metra
á sólarhring, svo að þegar þetta
birtist verður hann orðinn um
níu metrum hærri. Stigi liggur
upp í turninn, sem tiltölulega
auðvelt á að vera að klífa, og
efst verður pallur með hand-
riði, svo að ólofthræddir Reyk-
víkingar geta skoðað borgina
úr 70 metra hæð, þegar stromp-
urinn verður fullgerður.
% ^
COPEMHAGtH
AEG
Raftæki
Útsölustaðir:
Verzl. Stapafell, Keflavik.
Verzl. Staðarfell, Akranesi.
Kjartan R. Guðmundsson,
ísafirði.
Elís Guðnason, Eskifirði.
Verzlunarfélag Austurlands,
Egilsstöðum.
Leifur Haraldsson, Seyðisfirði.