Morgunblaðið - 22.05.1963, Page 9
Miðvíkuctagur 22. maí 1963
M O R C V V B r. 4 n 1 o
9
Bjarni Benediktsson, dóms málaiáíherra:
Kokhreysti leiöir til undan
VIÐ fáa menn er íslenzka þjóð-
in í meiri þakkarskuld en gæzlu-
menn landhelginnar. Mestur
vandi var þeim á herðar lagður
í „þorskastríðinu", þegar þeir
með varúð og festu áttu ómet-
anlegan þátt í að afla okkur þeirr
ar viðurkenningar á hinni nýju
fiskveiðilandhelgi, sem stjórn-
málamönnunum mistókst að fá
1958. Og er þó raunar hæpið að
segja, að öllum þáverandi valda-
mönnum hafi mistekizt, því að
sumir hirtu alls ekki um viður-
kenningu, .ældur vildu efna til
ófriðar.
Vandi gæzlumanna landhelg-
innar var að vísu mestux á ár-
unum 1958—1961, en starf þeirra
hefur þó bæði fyrr og síðar ver-
ið viðurhlutamikið og hættu-
samt. Mikið veltur á nákvæmni
þeirra og hófsemi í starfi. Að-
stæður til nákvæmni um öflun
sönnunargagna eru oft erfiðar og
eðlileg löngun til að ná ætluðum
lögbrjótum kann áður en varir
að leiða til ofurkapps með ófyr-
irsjáanle„ jm afleiðingum.
Yfirstjórnendur landhelgisgæzl
unnar verða að sjá fyrir viðhlít-
andi farkosti til gæzlunnar og
velja hæfa menn til forystu. í
henni þarf sívakandi áhuga og
óbilandi áræðni, ásamt gerhygli
og varúð. Fyrir þá, sem í landi
sitja, er lítill vandi að egna aðra
til stórræða og skella síðan sök
á þá, ef út af ber. Hitt er sæmi-
legra að hvetja ekki til þess að
teflt sé í tvísýnu fyrr en í fulla
hnefa en standa óbrigðull með
þeim, sem unnið hefur eftir beztu
samvizku, þó að stofuspekingar
geti eftir á sýnt fram á, að eitt-
hvað kunni að orka tvímælis af
því, sem gerðist þegar skjótar
ákvarðanir þurfti að taka.
Vegna undankomu Smiths
skipstjóra á Milwood hefur verið
höfð uppi gagnrýni á landhelgis-
gæzluna fyrir of mikla linkind.
í þeim efnum verður hver að
dæma eftir sinni sannfæringu.
Ber þá að sjálfsögðu fyrst og
fremst að sakast við mig, því að
það var með mínu samþykki, að
gætt var þeirrar varúðar, sem
hlotið hefur sumra gagnrýni.
Enn hefur ekkert komið fram,
sem bendir til þess, að önnur 'að-
ferð en sú, sem beitt var, hefði
orðið árangursríkari hvað þá
heillavænlegri. Togarinn náðist
og gat enginn séo fyrir, að skip-
stjórinn hefði þann hátt á að yf-
irgéfa skip sitt á undan sumum
skipverjanna. Þvílíka sjó-
mennsku þekkja menn ekki við
íslands strendur, þó að íslend-
ingar minnist þess, að skip-
stjóri þjóðarskútunnar hljóp
fyrstur fyrir borð, þegar verð-
bólgualdan var risin í desember
1958.
Hin ófrækilega undankoma
Smiths skipstjóra hefði og ekki
heppnazt nema fyrir hjálp brezks
skipherra, sem þar með gekk á
bak orða sinna og framdi réttar-
brot gegn íslenJingum. Brezka
ríkisstjórnin hefur n beðið af-
sökunar á þessu og viðurkennt á-
byrgð sína. Þessari tvímælalausu
viðurkenningu snúa stjórnarand-
stöðublöðin við og segja brezku
ríkisstjórnina halda fram sak-
leysi varðskipherra síns, þegar
hún berum orðum viðurkennir
ábyrgð sína á mistökum hans.
Erfitt er að ræða við þá, sem
þannig snúa augljósum stað-
reyndum við. Og áður hafði ver-
ið sagt í Tímanum, að um fram-
ferði hins brezka skipherra,
sem hans eigin stjórn hefur nú
viðurkent, að hún beri ábyrgð á,
væri ekki að sakast við Eng-
lendinga heldur undanláts-
semi yfirstjórnenda landhelgis-
gæzlunnar. Vegna þeirra ásak-
ana er rétt að íhuga, hverjir
starfshættir séu líklegastir til
raunverulegrar undanlátssem
við Breta og aðra útlendinga. Af
fenginni reynslu við landhelgis-
gæzluna r á mikið læra.
Á sínum tíma var þar skip-
herra að nafni Einar M. Einars-
son. Allir viðurkenndu, að hann
væri maður knár og hugumstór,
en ýmsir bæði innanlands og ut-
an gagnrýndu hann fyrir að fara
stundum óvarlega í störfum.
Framsóknarmenn, sem þá réðu
mestu í ríkisstjórn og fóru með
landhelgismál, máttu þó aldrei
heyra ó þær aðfinningar minnzt,
svo að þeir kæmu ekki Einari til
varnar. Þeir hófu hann þvert á
móti til skýjanna, töldu hann
bezta mann landhelgisgæzlunn-
ar og hvöttu hann til áframhald-
andi stórræða.
Fór svo fram þangað til hinn
11. nóvember 1937. Þá kom
brezki aðalræðismaðurinn hér til
fundar við Hermann Jónasson,
þáverandi forsætisráðherra, sem
jafnframt annaðist dómsmála-
stjórn og þ með landhelgis-
gæzlu. í viðtali þessu afhenti að-
alræðismaðurinn Hermanni minn
isblað um meðferð brezkra tog-
araskipstjóra, sem fiskuðu í ná-
grenni íslands, „Memorandum on
Treatment of Skippers of Brit-
ish Trawlers fishing in the Vic-
inity of Iceland", ásamt ágripi,
Hermann Jónasson
„Summary", og eru þessi plögg
enn til í Stjórnarráðinu.
Ágripið hefst með þessum orð-
um í íslenzkri þýðingu:
„Kíkisstjórn Hans Hátignar
hefur enga löngun til að setja ís-
lenzku ríkisstjórnina í vandræði
með því að ráðast opinberlega á
hegðun hvort heldur íslenzkra
dómstóla eða íslenzku landhelg-
isgæzlunnar.“
í framhaldi þessa eru taldar
ýmsar sakir á íslendinga og sett-
ar fram kröfur gegn íslenzku rík-
isstjórninni. Þeirra á meðal er
þessi:
„Til þess að yða þeim grun-
semdum, sem uppi eru, og forða
frá hættunni af frekari óhöppum,
er mikilvægt að til viðbótar sé
stigið það skref, að Einarsson
skipherra sé vikið úr stöðu, þar
sem hann hefur samskipti við
brezka skipstjóra."
. Síðan fylgir rökstuðningur fyr-
ir þessari kröfu, sem þá var og
enn mun einstæð af hálfu er-
erlends ríki um frávikningu ís-
lenzks embættismanns. Brezka
„ágripinu" lauk með ósk um, að
þar um ræddar „ráðstafanir
yrðu gerðar tafarlaust".
Ekki fara sögur af því, hvern-
ig Hermann Jónassön brást við á
meðan á heimsókninni stóð. En
svarið, sem hann gaf 11 dögum
síðar er enn til og er geymt í
afriti í Stjórnarráðinu. Það nefn-
ist einnig „Summary", ágrip, og
er á það ritað, vafalaust af Stef-
áni heitnum Þorvarðssyni:
„Samrit.
Afhent brezka aðalkonsúln-
um í Reykjavík í lok viðtals,
sem forsætisráðherra (H. J.) átti
við hann um þessi efni á skrif-
stofu sinni í stjórnarráðinu, mánu
daginn 22. nóv. 1937, kl. 10,30
f. h.“
VarSskipið Ægir
Undir eru stafirnir „S.Þ.“
í upphafi ágripsins er vísað til
samt Isins hinn 11. nóv. og í
fyrsta lagi tekið fram, I íslenzkri
þýðingu:
„Ríkisstjórnin metur mikils,
að kvartanir þær, sem ríkisstjórn
yðar segist hafa fram að færa,
eru af yðar hálfu settar fram
óopinberlega og á þann veg, að
hægt er að ræða málin hrein-
skilnislega og gera með vinsam-
legu móti tilraun til að leysa ó-
samkomulagið, sem risið hefur
milli íslenzku og brezku þjóð-
anna vegna togaravandamáls-
ins.“
Síðan er vikið að öllum sak-
aratriðum, sem talin höfðu ver-
ið í brezka ágripinu, þau skýrð
frá íslenzku sjónarmiði og kröf-
um Breta yfirleitt hafnað. AU-
ar kröfur Breta eru nefndar
nema ein, — sú óvenjulegasta,
krafan um, að íslenzkum skip-
herra skyldi vikið frá störfum- Á
þá kröfu minnis. Hermann Jón-
asson ekki einu orði. Hann nefn-
ir hvergi Einar M. Einarsson,
hvorki til varnar né ásökunar.
Þessa þögn var þó ekki svo að
skilja, að íslenzki forsætisráð-
herrann forsmáði kröfu brezku
stjórnarinnar um, að íslenzkum
skipherra skyldi vikið frá, því
að í ágripinu segir Hermann
Jónasson, að
„samtal okkar hinn 11. þ. m.
gefur mér einnig tækifæri til að
segja þetta:
a) --------
b) Stjórnir hefur ákveðið að
gera vissar ráðstafanir sem ég
treysti að muni alveg endur-
vekja traust ríkisstjórnar yðar á,
að ströngustu samvizkusemi
muni ætíð gætt, þegar staðreynt
er, hvort hægt sé að fullyrða að
erlent skip hafi brotið fiskveiði-
löggjöfina, og auðvitað er það
mesta áhugamál íslenzkra yfir-
valda, að enska þjóðin geti fylli-
lega treyst sanngirni íslenzku
þjóðarinnar í framkvæmd land-
helgisgæzlunnar."
Síðar í ágripinu segir Her-
mann Jónasson:
„í stuttu móli vil ég enn á ný
fullvissa yður um eindreginn
ásetning íslenzku stjórnarinnar í
að hindra, að svo miklu leyti,
sem á hennar valdi er, framtíð-
armöguleika til kvörtunar um
stöðvun togara, ónákvæma stað-
setningu og að málsókn á hendur
togaraskipstjórum öeti ekki stað-
izt hlutlausa gagnrýni siglinga-
fræðinga. Og ég vona, að þér
munuð af reynslunni sannfærast
um, hversu eindreginn ásetning-
ur íslenzku ríkisstjórnarinnar er
í þessu efni.“
Bretinn hafði óskað eftir „taf-
arlausum ráðstöfunum". Her-
mann Jónasson lét og ekki lang-
an úma l. ~a eftir samtalið kl.
10,30 f.h. hinn 22. nóv. 1937 til
að sannfæra Breta með reynsl-
unni og gera þá ráðstöfun, sem
hann treysti að mundi „endur-
vekja“ traust brezku stjórnarinn
ar, því að samkvæmt dagbók
varðskipsins Ægis stöðvaði hann
á ytri höfninni í Reykjavík kl.
24 hinn 22. nóvember 1937 og
sigldi síðan í höfn. Þar var hann
skjótlega „vel bundinn“ við
Hauksbryggju og var þar þangað
til mánudaginn 27. des. 1937, -ð
Einar M. Einarsson fór af skip-
inu og Jóhann P. Jónsson tók við
skipstjórninni í staðinn.
Um nánari atvik þess, að Einar
M. Einarsson var með beinni
skipun Hermanns Jónassonar
rekinn frá borði aðfaranótt hins
27. des. má les í Reykjavíkur-
bréfi hér í blaðinu hinn 12. maí.
Þar var vitnað til þessarra um-
mæla Hermanns Jónassonar í Al-
þýðublaðinu hinn 27. des. 1937:
„Einar M. Einarsson hefur
fengið frí um stundarsakir, en
heldur launum sínum, og Jóhann
P. Jónsson hefur aðeins verið
fenginn til að fara út með skipið
í þetta sinn.
Ástæðan fyrir þessu er sú,“
sagði forsætisráðherra enn-
fremur, „að álitið er, að Einar
M. Einarsson hafi farið nokkuð
óvarlega við töku togara, og má
benda á það, að nýlega haí_. þrír
hæstaréttardómar gengið á móti
honum.“
Hermann Jónasson treysti því,
að samtöl hans og brezka aðal-
ræðisr. nnsins höfðu farið fram
„óopinberlega“. Þess vegna gátu
þeir „hreinskilnislega“ og „með
vinsamleru móti“ komið sér sam
an um, að íslenzkum skipherra
Vík, 12. 5. ’63.
UM ÞESSAR mundir er mikið
um það rætt, hvort gerður verði
varnargarður austur á Mýrdals-
sandi nokkru fyrir austan Vík.
Hugmyndin með þessu mann-
virki mun vera sú, að vatnsflóð
frá Kötlugosi skelli ekki á Vík-
urkauptúni.
Brandur Stefánsson vegavinnu
verkstjóri fór nýlega ásamt verk
fræðingi frá Vegamálaskrifstof-
unni til þess að athuga aðstæð-
ur í sambandi við þessar fram-
kvæmdir.
Brandur segir svo um þetta
mál: „Verkfræðingurinn skoðaði
allar aðstæður og gerði mæling-
ar og leizt vel á framkvæmd
þessa mannvirkis. Meiningin er,
ef af framkvæmdum verður, að
fylla skarðið milli svokallaðs
Höfðabrekkujökuls og Höfða-
brekkuháls. Yrði þá ýtt þarna
upp garði með jarðýtum og á
það að vera mjög auðvelt, en
ekki sérlega kostnaðarsamt. —
Varnargarðurinn yrði tæplega
300 m langur og 5—7 m hár.
Bílvegurinn mundi svo liggja yf-
ir þennan garð.
Líkurnar fyrir því að vatns-
flóð frá Kötlu stefni í áttina til
Víkur, eru miklu meiri núna en
í síðasta gosi árið 1918. Þessu
veldur einkum tvennt: Múla-
kvíslarfarvegurinn er nú mun
víðari ofan til en þá. Djúpur
skyldi vikið frá starfi samkvæmt
kröfu brezku rÚ_„_tjór..arinnar.
í stað þess að greii— frá hinu
sanna samhengi fór Hermann
Jónasson opinberlega undan í
flæmingi og skaut sér bak við
Hæstarétt íslands til að komast
hjá að skýra frá, að það var und-
anltássemi við „ríkisstjórn Hans
Hátignar", sem hér birtist í fram-
kvæmd.
Einar M. Einarsson hélt fullum
skipherralaunun. í nær 5% ár
eftir að hann var rekinn frá
borði og hefur nú með sam-
þykki Alþingis hlc úð eftirlaun á
18. gr. fjárlaga. Enginn fékk
„opinberlega“ að vita, hvaða
sakir voru á hann bornar, dóm-
stól áttu ekki kost á að dæma
í máli hans og almenningur fær
ekki fyrr en nú staðfestingu á,
að Einar er eini fslendingurinn í
mikilvægri trúnaðarstöðu, sem
vikið hefur verið úr henni vegna
kröfu erlendrar ríkisstjórnar.
Sá atbu’-Ú-. er út af fyrir sig
frásagnarverður, og hefði hann
þó mín v. _na legið í þagnargildi,
ef hérlendir ábyrgðarraenn hans
hefði ekki gefið ríkt efni til, að
frá honu. - væri skýrt.
Þet'. dæmi sýnir, hvernig kok-
hreysti leiðir til auvirðilegrar
undanlátssi--- or hlýtur um alla
framtíð að minha menn á nauð-
syn þess að gæta festu og varúð-
ar í landhelgisgæzlunni.
Bjarni Benediktsson.
farvegur, sem Sandvatnið mynd-
aði milli Seljafjalls og Hafurs-
eyjar, er nú ekki lengur til. Allt
stuðlar þetta að því, að vatns-
gangur á þessum slóðum leiti nú
frekar vestur á bóginn.
Hinn fyrirhugaði varnargarður
við Höfðabrekkujökul er hið
mesta nauðsynjamál og mjög að-
kallandi. Hann ætti að geta var-
ið nýbýlið, sem reist er frá
Höfðabrekku niðri við sandinn
og ekki fékkst byggt áður vegna
hættu af Kötluhlaupum. Einnig
ætti garðurinn að verjá nýrækt
neðan við Fagradal og seinast en
ekki sízt, ætti hann að verja Vík-
urkauptún. En af þessu, sem
nefnt hefur verið, sést, að mörg
mannslíf geta verið í húfi auk
milljóna verðmæta í mannvirkj-
um.
í næstsíðasta Kötlugosi og
þremur gosum þar á undan kom
vatnsflóðið í gegn um þetta
skarð, sem sjálfsagt er að fylla
upp með áðurnefndum varnar-
garði.
Svo er líka auðvelt og sjálf-
sagt að gera varnargarða aust-
ur hjá Álftaveri. Annan hjá flug
vellinum þar, svo að hann verði
öruggur og hinn ofan við miðja
byggðina".
Þannig fórust Brandi Steíáns-
syni orð um þetta mál, sem nú
er mjög umræit.
Fréttaritari.
Kötlugarður