Morgunblaðið - 06.06.1963, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.06.1963, Qupperneq 16
HÍBÝL.ARRÝÐI HF .Halfa rm Gla »lml 38177 124. tbl. — Fimmtudagur 6. júní 1963 Jö> [r þetta framlíðin? Framsóknarmenn og komm- únistar hafa boðað myndun nýrrar „vinstri" stjórnar, ef þeir hljóta þau 3 þingsaeti, sem þessa flokka skortir til þingmeirihiuta. Það yrði efni- leg forysta í landsmálum og utanríkismálum tslendinga. Einingin yrði mikil og þá ekki sízt stefnufestan. Hvor yrði utanríkisráðhcrra Þór- arinn á Tímanum eða Lúðvík Jósefsson? Verður Eysteinn forsætisráðherra eða fjármála ráðherra? Verður Hannibal dómsmálaráðherra eða for- sætisráðherra? Verður Einar Olgeirsson eða Gísli Guð- mundsson menntamálaráð- herra? Þessi „væntanlega" ríkis- stjórn er vissulega ekki gam- anmál. Það munar aðeins þremur þingsætum. Hér bregð ur teiknari Mbl. upp mynd af fyrsta fundi þessarar stjórnar Framsóknarmanna og kommúnista, nýju „vinstri" stjórninni. , « Drœtti NÝJA , VINSTRI STJORNIN f frestað V E G N A samgönguerfið- leika, sem torveldað hafa, að uppgjör bærist frá um- boðsmönnum happdrættis Sjálfstæðisflokksins í tæka tíð, hefur verið ákveðið að fresta drætti í happdrætt- inu þar til föstudaginn 21. júní. Allir, sem fengið hafa miða, eru beðnir að gera skil við fyrsta tæki- færi. Þeir fáu miðar, sem eftir eru, verða seldir næstu daga í skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins og í happ- drættisbílunum sem standa í Austurstræti. Eysteinn höftiðandstæð ingur einkaframtaks — þykist nú styðja það MÖRGUM hnykkti við, þegar Eysteinn Jónsson nefndi í út- varpsumræðunum stuðning sinn við einkaframtak og tal- aði um, að Framsóknarflokk- urinn væri forsvari þess — og var það að vonum. Höft og þvinganir, skattrán og skerðing athafnafrelsis hér á landi er jafn gamalt áhrif- tim Eysteins Jónssonar á ís- Axel Sverrir Ólafur Matthías Einar Hafsteinn Kjósendafundur i Hafnarfirði KJOSENDAFUNDUR D-listans í Hafnarfirði verður í Hafnar- fjarðarbíó i kvöld kl. 8.30. Avörp og ræður flytja: Ólafur Thors, forsætisráðherra, Matthías A. Mathiesen, alþm., Sverrir Júlíusson, útg.m., Axei Jónsson, fl.tr. og Einar Halldórsson bóndi. Fundar- Stjóri verður Hafsteinn Baldvinsson, bæjarstjóri. 1 fundarbyrjun leikur Eyþór Þorláksson og félagar, en eftir fundinn syngja Savanna-tríóið, svo og Kristinn Hallsson og Þórunn Olafsdóttir. lenzk stjórnmál. Ferill hans í stjórnmálum er í stuttu máli á þann veg, að hann hefur ætíð beitt sér fyrir skerðingu athafnafrelsis. Eysteinn Jónsson hefur gengið allra manna lengst í því að krefj- ast skattráns. Skoðun hans hefur verið sú að enginn væri færari um það en hann sjálfur að ráð- stafa fjármunum þjóðarinnar, þess vegna væri réttlætanlegt að taka sem mest fé af borgurunum og fá það ríkisvaldinu í hendur til ráðstöfunar, undir hans al- vitru fjármálastjórn. Þessi þáttur í starfsemi Ey- steins Jónssonar er svo kunnur, að um hann þarf ekki að hafa mörg orð, enda hefur það lengi verið almælt, að eymdin og Ey- steinn væru óaðskiljanlegir föru- nautar. En það er annar þáttur, sem vert er að vekja athygli á, þegar Framsóknarmenn taka að tala um það, að borgararnir eigi að hafa fjárhagslegt sjálfstæði og yfirráð fjármunanna. Síðustu áratugi hefur Eysteinn Jónsson haft mest áhrif allra manna á stjórn Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga. Sam- vinnufélögin voru eins og kunn- ugt er stofnuð til þess að létta mönnum lífsbaráttuna og gera þeim kleift að koma undir sig fótunum. Þar ríkti lýðræði og heilbrigður félagsandi framan af. Eysteinn Jónsson hefur hins- vegar beitt áhrifum sinum til þess að þjappa öllu valdi í Sam- bandi ísienzKra samvinnufélaga saman a fáar hendur, þar sem hann er hinn sterkasti þeirra sterku. Hann hefur krafizt þess að sambandskaupfélögin væru undir beinni stjórn SÍS, að með- limir samvinnufélaganna hefðu engin áhrif á stjórn þeirra, held- ur væri þeim stjórnað ofan frá. Þessi þáttur í starfsemi Ey- steins Jónssonar er í fullri and- stöðu við þær frjálslyndishug- I sjónir, sem ryðja sér nú til rúms í lýðfrjálsum löndum og Sjálf- stæðisflokkurinn hefur tekið inn í stefnuskrá sína. Þessi stefna hefur verið nefnd auðstjórn al- mennings. Hún miðar að því að sem mestur hluti þjóðarauðsins sé á hendi borgaranna sjálfra, þeim sé gert kleift að eignast íbúðir, smáfyrirtæki, bifreiðir og annað til eigin nota. En auðstjórn almennings mið- ast þó enn fremur að hinu, að borgararnir verði virkir þátttak- endur í stærri atvinnurekstri, ekki á þann hátt að fáir menn sölsi til sín yfirráð yfir fyrir- tækjunum og noti þau í persónu- legum eða pólitískum tilgangi, heldur þannig að fólkið sjálft ráði stjórn þeirra og njóti arð* af rekstri þeirra. Morgunblaðið mundi vissulega fagna því, ef Eysteinn Jónsson vildi styðja þessa stefnu, en fram að þessu hefur ekki á því borið, að hann væri henni fylgjandi, hvað sem segja má um frjáls- lyndari Framsóknarmenn. Hermann ræðir um pestina HELDUR hefur borið lítið á Ilermanni Jónassyni, fyrrver- andi formanni Framsóknar- flokksins, nú í kosningabar- áttunni. í gær tekur hann þó rögg á sig og birtir ávarp til kjósenda. í því er að vísu fátt nýtt eða athyglisvert, en „ ar stendur hinsvegar þetta: „Með lýðræðisþjóðum, sem náð hafa sæmilegum þroska hefur kommúnisminn fjarað út eins og pest, sem menn hafa orðið ómóttækilegir fyr- ir. Kommúnistar hafa því reynf að fela sig undir ýms- um nöfnum og ýmsir lýðræð- issinnar hafa látið hafa sig til þess að fremja það illvlrttl að hjálpa kommúnistura til að villa á sér heimildir." Var einhver að spyrja, hvort „pestin“ hafi „fjarað út“ í huga Hermanns, hvort sjór væri hálffallinn, hvort ekki yrði aðfall aftur, ef hann ætti, þott ekki væri nema smávon um völdin. Eða getur Hermann Jónasson nú í ver- tíðarlokin bent á einhvern þann, sem „hefur látið hafa sig til þess að fremja það ill- virki að hjálpa kommúnistum til að villa á sér heimildir“ rækilegar en þessi sami Her- mann Jónasson? Kópavogur SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Kópavogi halda skemmt- un í Sjálfstæðishúsinu, annað kvöld kl. 21. Skemmtiatriði og síðan munu Jói og Skafti leika fyrir dansi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.