Morgunblaðið - 09.06.1963, Síða 2
18
MORCUISBLAÐIÐ
Sunnudagur 9. júní 1963
Flughafnarbygging Loftleiða á Beykja víkurflugvelli rís af grunni.
Allra bragða beitt
KOSNINGABARÁTTA Fram-
sóknarflokksins hefur verið
forystumönnum hans til lítils
sóma. Allra bragða hefur ver-
ið beitt. Skrif dagblaðsins Tím
ans, átroðningur á heimili
Reykvíkinga og einkamál og
nú síðast sendibréf nokkurt,
sem Framsóknarfclag Reykja-
víkur sendi aldraða fólkinu á
Elliheimilinu Grund nýlega.
Það er reynt að hræða þá,
sem þar dvelja, til fylgis við
Framsóknarflokkinn með
„uppkastinu“ frá 1908 og með
því fylgir slíkur helgislepju-
væll, að undrun sætir.
Flestum er enn í fersku
minni, hvernig Framsóknar-
menn reyndu að beita sam-
bandslagafrumvarpinu frá
1908 fyrir sig í baráttunni
gegn kjördæmamisréttinu. Nú
er enn hafin baráttan gegn
Hannesi Hafstein og Heima-
stjórnarflokknum og nú í því
skyni að tæla aldrað fólk á
elliheimilinu til þess að kjósa
gegn Viðreisninni.
Ef fólki er ekki kligjugjarnt,
er því ráðlagt að lesa sendi-
bréf þetta, sem hér fer á eftir:
★
„Kæri vistmaður.
í tilefni þess, að nú fara i
hönd kosningar til Alþingis,
viljum við minna á B-listann.
Sennilega manst þú eftir ár-
inu 1908, þegar alþýðufólkið
reis á móti því, að ísland væri
innlimað í Danmörku. Þannig
hefur það oft verið, að ís-
lenzk alþýða hefur staðið á
móti frelsisskerðingu þjóðar-
innar, ag varðveitt „ástkæra
ylhýra málið“ í gegnum aldirn
ar. Og ennþá er þörf á, að ís-
lenzkur almenningur sé vel á
verði fyrir erlendri ásókn.
1908 söng alþýðan oft viðvíkj
andi ættjörðinni: „Aldrei,
aldrei bindi þig bönd, nema
bláfjötur ægir við klettótta
strönd“.
Þegar líður á ævina er un
aðslegt að finna, að gert hefur
verið rétt, eftir beztu vitund,
og jafnan hlynnt „að eiga, þeg
ar árin dvína eftir spor við
tímans sjá“.
„íslendingar viljum við all-
ir vera“ og tækifæri i verki
er hægt að sýna í alþingis-
kosningunum með því að
kjósa þann flokk, sem ávalit
hefur staðið traustan vörð um
frelsi okkar og sjálfstæði.
Kjósum því B-listann.“
X/’NAISKniif I / SV SOSnutor H Sn/Héma * ÚSi V Shirir E Þrumur 'WHSL KuUotM ZS HilatM H Hmt L 1*4»
ÞOKA var í gærmorgun víð-
ast hvar norðan til á landinu
Fjöldarannsöknir
■ sambandi við krabba-
mein í leghálsi
Stóraukin fræðsla um hættuna af
sígarettureykingum
AÐALFUNDUR Krabbameinsfél.
íslands var haldinn þann 29. maí
sl. í húsi félagsins í Suðurgötu 22.
Formaður félagsins, próf. Niels
Dungal setti fundinn og bauð
fundarmenn velkomna, og flutti
sl.ýrslu félagsstjórnar um starfið
á sl. ári.
Nú hefur félagið keypt alla
húseignina Suðurg. 22, og hefur
því rætzt úr húsnæðisvandræð-
unum. Bfsta hæðin er fyrir maga
krabbameinsrannsóknir sem hóf-
ust í fyrra fyrir styrk frá Nation-
al Institutes of Health í Washing-
ton og eru í fullum gangi. Við
þær vinna alls 7 manns. Neðri
hæðin er fyrir daglegan skrif-
stofurekstur Krabbameinsfélags
ísl. og Rvíkur og kjallarinn er
ætlaður fyrir leitarstöð og fjölda-
rannsóknir í sambandi við
krabbamein í leghálsi, sem félag-
ið hefur ákveðið að hefja, helzt
á þessu ári. Gerði prófessorinn
ýtarlega grein fyrir þessum fyrir
ætlunum félagsins og ræddi einn
io um þessa tegund af krabba-
meini, sem hann kvað auðvelt að
þekkja áður en það yrði illkynj-
aC þegar beitt væri frumurann-
sóknum, og þannig væri hægt að
koma í veg fyrir að meinið verði
lífshættuleg meinsemd. Hann
kvað hugmyndina að reyna að
ná til allra kvenna á aldrinum
25—60 'ira, fyrst í Reykjavík en
síðan á öllu landinu.
Einnig hefir félagið ákveðið að
stórauka fræðslu í barna- og
unglingaskólum um þá hættu,
sem stafar af sígarettureyking-
um, og hafa þegar verið keyptar
fræðslukvikmyndir og film-ræm-
ur í þessum tilgangi. Auk þess
hefur félagið keypt margar
f eðslukvikmyndir um annað
efni, meðal annars uim frumu
rannsóknir og krabbamein í leg-
hálsi.
Á árinu gaf félagið út bækling
fyrir konur um sjálfskoðun á
brjóstum, sem hefur verið dreift
allvíða, og fæst ókeypis í skrif-
stofu félagsins. Alþingi sam-
þykkti á síðasta þingi að skatt-
leggja sígarettur til ágóða fyrir
krabbameinsfélag íslands. Þakk-
aði prófessorinn sérstaklega land
lækni, ríkisstjórn og Alþingi fyr-
ir þann skilning, sem þessir að-
ilar sýndu á þessum málum. Hef
ur þessi skattur komið fótum
undir félagið fjárhagslega, og
gert því kleift að leggja út í þær
stórfenglegu rannsóknir, sem á-
formað er að hefja í sambandi
við krabbamein 1 leghálsi, auk
fræðslustarfsemi o. fl. o. fL
Framh. á bls. 27
-Jæja/ n“
V ~ L *bbí zA
nerwi tq
eUMi aá vera
meí þeV len^uK
Íyiieínn tnínn
og einnig á stóru svæði á haf-
inu umhverfis landið. Hún
hefur myndast í hlýja megin-
landsloftinu, sem undanfarna
daga hefur sótt vestur um
nyrzta hluta Atlantshafsins.
Engar snöggar breytingar
eru í aðsigi. Kosningaveðrið
í dag verður með því bezta,
sem orðið getur um allt land.
KJÖSUM SNEMMA