Morgunblaðið - 16.06.1963, Síða 5
Sunnudagur 16. júní 1963
M O R C 11 V B 1. 4 Ð 1
Ð
Uppeldismálaþing kennara . . 1
UPPELDISMÁLAÞING, hið
13. í röðinni, sem Samband ísl.
barnakennara og Landssam-
band framhaldsskólakennara
efna til, var sett í Melaskólan
um í gær kl. 10 árdegis. Skúli
Þorsteinsson, formaður SIB,
setti þingið, menntamálaráð-
herra, dr. Gylfi Þ. Gíslason
flutti ávarp, og dr. Broddi Jó-
hannessonð skólastjóri flutti
fyrirlestur, er hann nefndi
Uppeldi og fræðsla.
Þing þetta, sem ætlað er starf
andi kennurum barna- og ungl
ingastigsins mun einkum
fjalla um uppeldismál og hlut-
verk skólanna í þeim efnum.
Einnig verður sérstök áherzla
lögð á starfræn vinnubrögð
skólanemenda og hefur í því
sambandi verði komið upp í
Melaskólanum sýnishornura af
verkefnum, sem nemendur í
barna- og unglingaskólum í
Reykjavík og á Akureyri hafa
unnið að í sambandi við hinar
ýmsu námsgreinar.
Þorsteinn Sigurðsson, kennari, útskýrir teikningarnar, sem
hann hefur látið gera úr átthagafræði. Á teikningunum eru
númer við hvert einstakt atriði, en við hlið þeirra er tafla
með sömu númerum og viðeigandi nöfnum. Eru þessar
teikningar gerðar um húsakynni, farartæki o. fl.
Sýning á starfrænum vinnu-
brögðum skólanemenda
^UppeldismálaÞing kennara hófst
v.v.;.v.;.VAy.;.v.v.yx;.
Páll Einarsson, sem var nemandi í Hagaskólanum í vetur
og gat sér góðan orðstír í spurningaþætti Sveins Asgeirsson
ar um árið, hefir gefið skóla sínum safn skelja, sem komið
hefur verið fyrir á sýningunni í Melaskólanum. Er það á sér
stöku borði, sem sýnir fjöruna og helztu sjávardýr, sem þar
er að finna. (Ljósm.: Sveinn Þormóðsson).
Læknar fjarverandi
Árni Guðmundsson verður fjarver-
andi frá 5. júní til 8. júli. Staðgengill
Björgvin Finnsson.
Arinbjörn Kolbeinsson verður fjar-
verandi frá 3. maí um óákveðinn tima.
Staðgengill: Bergþór Smári.
Friðrik Einarsson verður fjarver*
andi til 12. júní.
Gunnlaugur Snædal, verður fjar-
verandi þar til um miðjan júlí.
Hannes Finnbogason verður fjar-
verandi frá 11. júní til 1 júlí. Stað-
gengill er Víkingur Arnórsson.
Jón Hannesson verður fjarvérandi
frá 4.—15. júní. Staðgengill Ragnar
Arinbjarnar.
Jón Nikulásson fjarverandi júnímán-
lið. Staðgengill er Ólafur Jóhannsson.
Kristín E. Jónsdóttir verður fjar-
verándi frá 31. maí um áókveðinn
tíma. Staðgengill Ragnar Arinbjarn-
ar.
Kristjana HeJgadóttir verður fjar-
verandi til 3. ágúst. Staðgengill er
Einar Helgason, Lækjargötu 2, kl.
10—11 nema fimmtudaga kl. 6—7.
Símaviðtalstími kl. 11—12 (í sima
20442), og vitjanabeiðnir í síma
19369.
Kristján Hannesson verður fjarver-
fjarverandi frá 15. júní til júlíloka.
Staðgengill er Erlingur Þorsteinsson.
Skúli Thoroddsen verður fjarver-
•ndi 24. þm. til 30 júni. Staðgenglar;
Ragnar Arinbjarnar, heimalæknir og
Pétur Traustason, augnlæknir.
Stefán Ólafsson verður fjarverandi
til 1. júlí. Staðgengill: Ólafur Þor-
•teinsson.
Þórarinn Guðnason verður fjarver-
•ndi tU 18. júni. Staðgengill Magnús
Bl. Bjarnason, Hverfisgötu 50; kl.
1.30—3.
Qgp/ Gunnar M. Magnúss, rithöf
** undur, hefur séð um val og
uppsetningu þessara sýnis-
horna, en einkenni þeirra eru
samstarf og félagsandi nem-
endanna. Verkefnin eru aðal-
lega úr sögu, náttúrufræði og
landafræði, og liggur mikil
vinna að baki þeirra við öfl
un heimilda og svo niðurröð
un þeirra í vinnubækur og við
eigandi teikningar.
Áherzla er lögð á það að
hafa sýningu þessa sem fjöl-
breytilegasta og láta útfærslu
hinna ýmsu aldursflokka
koma sem gleggst í ljós.
Á þessari sýningu eru líka
teikningar, sem gerðar hafa
verið af Halldóri Péturssyni í
umsjá Þorsteins Sigurðssonar,
kennara. Hafa þær verið notað
ar með góðum árangri við
átthagafræði, gera námið í
senn auðveldara og skemmti-
legra.
Sýningin verður opin al-
menningi á mánudaginn 17.
júní kl. 10—7.
Stjörnubíó sýnir um þessar mundir norsku gamanmyndina „Allt
fyrir bílinn“, sem er eins konar framhald af myndinni „Allt fyrir
hreinlætið<l, sem sýnd var hérna fyrir nokkrum árum við miklar
vinsældir.
Fstnalur
Útlend karlmannaföt frá kr. 1640,00.
Drengjaföt frá kr. 630,00.
Stakir jakkar kr. 985,00.
Buxur kr. 375,00.
Hattar kr. 258,00 — 322,00.
Manchester
Skólavörðustíg 4.
17. júní hátíða-
höldin í Hafnarfirði
Kl. 13,15 Safnast saman við Ráðhúsið og farið í skrúð-
göngu að Hörðuvöllum. Lúðrasveit Hafnar-
fjarðar og lúðrasveit drengja leika fyrir göng-
unni.
Kl. 14 Hátíðin hefst að Hörðuvöllum.
Hátíðin sett.
Lúðrasveitir leika.
Karlakórinn Þrestir syngur.
Hátíðarræða, Jóhann Hannesson, prófessor.
Ávarp fjallkonunnar.
Einsöngur, Kristinn Hallsson.
Handknattleikur kvenna, F. H. — Víkingur.
Handknattleikur karla, Suðurbær Vesturbær.
Skátaleikir.
Kl. 17 Barnaskemmtanir í báðum kvikmyndahúsum.
Kvikmyndasýning.
Skemmtiþáttur, Klemens, Bessi og Árni.
Kl. 20 Við Fiskiðjuver Bæjarútgerðar.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur.
Ávarp, Hafsteinn Baldvinsson, bæjarstjóri.
Karlakór Hafnarfjarðar syngur.
Skemmtiþættir: Savannatríóið
Akrobatikstúlkur úr Ármann
Þáttur Róberts og Rúriks.
Dans, hljómsveit Andrésar Ingólfssonar leikur.
i Múlakaffi
á þjóðhátíðar-
daginn
Hátíðarmafseðillinn
Kjörsveppasúpa
Steikt skarkolaflök m/remolaðisósu.
Lambasteik m/agúrkusaladi
Wínarschnizel garni
Hangikjöt m/rjómakartöflum
Svínasteik m/rauðkáli
Buff béarnaise m/frönskum kartöflum.
Vanilluís
Ferskjur m/rjóma
Triffli
Einnig allan daginn
Wínarpylsur m/kartöflusaladi
Köld svið m/kartöflumauki
★ Drekkið síðdegiskaffið með hinu fjölbreytilegasta
úrvali af heimabökuðu kaffibrauði eða snittum.
Opnað kl. 11 árd. og opið til kl. 20.
Múlakaffi við
Hallarmúla