Morgunblaðið - 16.06.1963, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 16.06.1963, Qupperneq 6
6 MORGVISBLAÐIÐ Sunnudagur 16. júni 1963 árfrá reisninm í Austur-Beriín Á morgun, 17. júní, eru tíu ár liðin frá hinni vonlausu uppreisn kúgaðra manna, sem kennd er við Austur-Berlín, en ætti fullt eins að kenna við Austur-Þýzkaland. Þessi dagur er hátíðlega haldinn um allt Austur-Þýzkaland, annars vegar með falsi, þegar Ulbricht lýsir yfir því, að fyr ir tíu árum hafi honum tek- izt að kveða fasista (!) í kút- inn, hins vegar í leyni á heim- ilum verkamanna. Hinir þýzku verkamenn settu kröfur sínar fram þennan dag, um leið og þeir lýstu því yfir, að þeir aetluðu ekki að flýja vestur yfir, eins og allur fjöldinn gerði: Við viljum, sögðu þeir, frjáls- ar kosningar, einingu Þýzka- lands, lýðræðislega kjörna ríkis- TRYGGIÐ ykkur miða í happdrætti Sjálfstæðis- flokksins og freistið gæfunnar. Fimm glæsilegir vinningar. Fimm glæsilegir bílar. Gangið við í Austurstræti lítið á hílana og kaupið miða í leiðinni. Þið, sem fengið hafið miða senda heim, gerið skil hið bráðasta. Skrifstofan í Sjálfstæiðs- húsinu er opin daglega, sími 17103. HAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS stjórn, hæfilega íangan vmnudag, viðunandi lífskjör, bæði í hús- næðismálum og matarverðlags- málum. Ekki voru nú kröfurnar harð- ari. Ulbricht og einræðisklíka hans hefði kannski viljað verða við hinum tveimur síðustu, en hinar fyrri, sem vestrænt fólk telur sjálfsagðar, voru náttúrlega útilokaðar. En, eins og Ulbricht sagði sjálfur, frekjan, — „die Frechheit“ — óskammfeilnin, að segja: við viljum, gekk einum of langt. Verkamenn áttu að fara kurteislega fram á kjarabætur. 16. júní 1953: Þremur mán- uðum eftir dauða Stalíns. Al- menningur í ríkjum kommúnista í Austur-Evrópu er „órólegur", svo að notuð séu orð Krúsjeffs. Byggingaverkamenn í Austur- Berlín fara í kröfugöngu, þá fyrstu, sem þar hafði sézt, síðan Hitler náði völdum. Þeir mót- mæla því, að lágmark vinnuaf- kasta sé hækkað án hækkaðra launa, sem nógu lág þóttu fyr- Mikill afli tvcggja togara til vinnslu BV JÚPITER landaði í Reykja- vík dagana 3.—6. júní 322 tonn- um og 170 kg af fiski. Aflinn var af Grænlandsmiðum og allt var verkað í skreið. Bv Marz landaði í Reykjavík 10.—11. júní 328 tonnum og 440 kg. Fór sá afli að mestu leyti til vinnslu í frystihúsi Júpiters og Marz á Krikjusandi. Aflinn var af heimamiðum. ir. Allsherjar-verkfall er boðað næsta dag, þrátt fyrir mótmæli allra verkalýðs„leiðtoga“ í Aust- ur-Berlín, sem sögðu: „Þetta er okkar stjórn, stjórn verkalýðs og bænda“. 17. júní 1953: Verkamenn leggja niður vinnu sína alls stað- ar í Austur-Berlín. Æ fleiri kröfu göngur ganga um miðhluta Aust- ur-Berlínar, þrátt fyrir geysilegt úrhelli. Grjóti rignir yfir hina svo kölluðu „Alþýðulögreglu“, sem beitir ekki skotvopnum fyrst í stað, heldur einungis bareflum, og það greinilega með hálfum huga. Ungir piltar og stúlkur rífa niður hið hataða rauða flagg af Brandenborgarhliðinu. Hinn svarti, rauði og gullni fáni Þýzka- lands, sameiningartákn þýzku þjóðarinnar, er hafinn að húni. Byggingar, þar sem kommúnistar hafa bækistöðvar sínar, eru grýtt- ar, „stormaðar" og brenndar. At- vinnukommúnistum er ekki gert neitt; þeim er leyft að fara heim í friði. Fólkið vorkenndi þeim og vissi, að þeir voru þarna meira og minna nauðugir. Orlofsheimilið Lombhoga KVENFÉLAGIÐ Sunna, Hafnar firði starfrækir í sumar orlofs- heimili að Lambha.ga í Hraunum, sumarbústað Lofts Bjarnasonar útgerðarmanns. Hafnfirskar kon ur eiga þar kost á að njóta ó- keypis dvalar, 10 daga hver hóp- ur. í Lambhaga er friðsælt og fag urt og hafa konur unað þar vel hag sínum undanfarin sumur. Ráðskona er frú Gróa Frí- mannsdóttir og aðstoðarráðskona frú Dagey Sveinbjömsdóttir. í orlofsnefnd eru Sigurrós Sveinsdóttir, Soffía Sigurðardótt ir og Hulda G. Sigurðardóttir. Nefndin verður til viðtals í Al- þýðuhúsinu þriðjudag 18. júní kl. 8—10 e.h. og eru þær konur sem óska eftir dvöl beðnar að láta skrá sig sem fyrst. Flóttamenn frá Austur-Þýzka- landi í Vestur-Berlín. í marz- mánuði 1953 komu þangað 58.605 Um kl. 12 á hádegi var fyrstu skotunum hleypt úr byssukjöft- unum. Sovézkir skriðdrekar og bryndrekar aka inn í miðborg- ina og þvinga mannfjöldann til þess að hörfa. „Kröfuspjaldamenn“, eins og kommúnistar kölluðu þá með fyrirlitningu, ráða þó enn öllu á götunum. Þá er það, að herstjóri Sovét- ríkjanna í Berlín, major-general Dibrova, lýsir yfir hernaðará- standi eftir kl. hálfeitt. „Alþýðu- lögreglunni“ er skipað að hefja skothríð á fólkið. Margir hlýða því ekki, en þeir eru samstund- is leiddir fyrir sovézk-„þýzkan“ herrétt og skotnir í hnakkann. Skotið er á fólk, sem hafði safn- azt saman fyrir utan ríkisstjórn- arbyggingar kommúnista. Handtökur hefjast í stórum stíl. Almenningur í Austur-Ber- lín segist aldrei hafa séð jafn- miklar fjöldahandtökur, — ekki einu sinni á dögum Hitlers. Upp- reisnin fer út um þúfur, enda skorti bæði undirbúning og leið- toga. Hinir dauðu og særðu eru bornir burtu af götunum. • Sama sagan gerðist í öllum öðrum borgum á hernámssvæði Sovétríkjanna í Austur-Þýzka- landi. í bréfi, sem sent var frá Leipzig til ættingja bréfritara í Vestur-Þýzkalandi, stendur: „Segið fólkinu frá þessu hin- flóttamenn. Þá var kúgunin hert með þeim árangri, sem birtist í uppreisninni 17. júní. um megin. Hjálpið okkur! Við getum ekki gert þetta einir, og, þegar öllu er á botninn hvolft, þá er þetta líka ykkar mál,... þetta skiptir okkur öll... “. Þetta skiptir okkur öll. Sams konar orðsendingar bárust frá útvörpum I Ungverjalandi, og ekkert var gert. Fólk frá Eystra- saltslöndunum horfir upp á það varnarlaust í Svíþjóð, Frakklandi og Kanada, að lönd þeirra eru fyllt af Rússum (skv. opinberri statistik Sovétríkjanna), meðan ættingjar þeirra eru fluttir út um alla Síberíu. Ekkert er gert. Svo eru þessir flóttamenn kall- aðir stríðsæsingamenn af hór- málgögnum kommúnista um all- an heim, þar á meðal á íslandi. Nazistar töpuðu stríðinu. En réttlætir sú staðreynd, að millj- ónir Þjóðverja voru fluttir nauð- ungarflutningi úr átthögum sín- um austur á bóginn? Sem betur fer tókst Vestur-Þýzkalandi að taka við þeim flóttamönnum sem þangað leituðu. Vestur-Þýzkaland er nú eitt öflugasta lýðræðisríki veraldar. íbúar þess ríkis hugsa oft til 16- 17 milljóna frænda sinna, sem eru lokaðir inni fyrir austan múrinn hryllilega. Við íslendingar eigum líka að hugsa til Þjóðverja austantjalds. Okkur eru huguð sömu örlög af hálfu kommúnista, en við mun- um ekki láta þau henda okkur. Verum á VARÐBERGI. Kona hringdi til Velvakanda fyrir nokkru og bað hann koma þvi á framfæri og fólk hefði almennt ekki nógu náið samband við lögregluna. Hún nefndi sem dæmi að hún hefði fundið fjögurra ára telpu í reiðuleysi að kvöldi til. Þann ig háttaði til, að foreldrar telp unnar höfðu farið með hana í kunningjaboð og hún sloppið út og rataði ekki inn í húsið aftur. Að sjálfsögðu var enginn heima hjá telpunni, én hún gat sagt til heimiiisfangs síns. Konan lét lögregluna vita þegar í stað um telpuna og hafði hana síðan hjá sér í þrjár klukkustundir, en þá loksins hafði fólkið sam band við lögregluna, en hafði sjálft eytt öllum tímanum í leit að telpunni og notað til þess tvo bíla. Nú hefir það hent unga dótt ur þessarar fyrrgreindu konu að hún tapaði gleraugunum sín um. Bæði hefir verið leitað til lögreglunnar og spurzt fyrir um hvort þeim hafi verið komið þangað og einnig hefir verið auglýst en allt án árangurs. Hér mundi ekki vera rekizt frekar í þessu máli, ef gleraugun væru ekki mjög sérstæðrar gerðar, en í þeim eru sjónskekkjugler, mjög dýr. Fari svo að einhver lesi þenn an pistil og kunni að geta gef- ið upplýsingar mun Velvakandi koma þeim áleiðis, þótt það sé ekki vani hans. En þar sem hér er um sérstætt mál að ræða ger ir hann undantekningu. • PRJÓNARAUNIR Velvakandi heflr fengið bréf ritað á danskri tungu og fjallar það um prjón og vandamál prjónakvenna. Með góðra manna hjálp hefir Velvakanda tekist að snúa bréfinu, en hann er því miður ekki sérfræðingur i prjóni. „Kæri Velvakandi! Lopi er ágætis efni bæði hlýtt og sterkt. En af hverju getum við ekki fengið upp- skriftir sem hæfa lopanum? Eins og nú háttar verðum við að notast við uppskriftir, sem miðast við útlent garn o,g ef maður fer eftir þeim verður niðurstaðan sú að maður situr upp með heljarstórar peysur og við fyrsta þvott stækka þær enn um ca 5 cm. bæði á sídd og breidd. Auðvitað er hægt að breyta uppskriítunum, en það er erf- itt þegar um er að ræða græn- lenzkar peysur, að fá mynztrið og úrtökin til að passa. Sem stendur er mikið prjónað til að selja ferðamönnum og það verk vinna fyrst og fremst æfðar prjónakonur sem hafa mikla reynslu í þessu efni. 1 n það á jafnt við um þjálfaðar prjónakonur sem óþjálfaðar að bezf er að prjóna eftir uppskrif-t sem gerð er fyrir efni það sem prjónað er úr; Hvernig stendur á því að ullarverksmiðjurnar hafa ekki í sinni þjónustu sérfræðing I prjóni, sem getur samið mynzt ur, og gefið fólki góð ráð? A.G.K.“ Eitthvað á þessa leið hljóð- aði bréfið. Vonandi er að lopa- framleiðendur sjái sér fært að leysa vanda bréfritarans. BOSCH á Sjálfvnka þvotta- vélar K.E.A., AKUREYRI.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.