Morgunblaðið - 16.06.1963, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.06.1963, Qupperneq 10
M Ö R Ö t) N B' t 4 tí I Ð Sunnudagur Í6. júní 1963 I. ÞEGAR styrjöldin knúði dyra á íslandi eins og óvelkominn gestur sem ekki er hægt að úthýsa, fórum við • nokkrir smápattar í Vesturbænum að hugsa í hljóði. Að þeim tíma höfðum við ávallt hugsað upp hátt eins og drengir gera, sagt hug okkar allan eða spurt óhikað þeirra spurninga sem bærðust með okkur. Þá var enginn hemill lífsreynsl- unnar kominn inn í brjóst- holið, þar var ekkert nema áhyggjuleysi líðandi stundar og fjólublá rómantík Jökuls- ins. En nú breyttist þetta skyndi lega. Við gengum niður á höfn, og áður en nokkur vissi vorum við orðnir þátt- takendur í þeirri alvarlegu kokteilveizlu, sem kölluð var orustan um Atlanshafið; sá- um særða og dauða sjómenn flutta í land úr erlendum skipum og létum óátalið, þó stríðið mikla græfi til ábyrgð arríkari og viðkvæmari til- finninga í brjóstum okkar en þar höfðu áður bærzt. Síðan höfum við aukið spönn við lærdóm okkar, en samt hefur lífshrynjandin aldrei kom- izt nær því sem kallað er kvikan í sálarlífinu en þessa tvíbentu daga. Það er víst betra að eiga fyrir skuldum, heyrði ég full orðna fólkið oft segja í þá daga. Og þegar ég stóð á hafn arbakkanum og virti álengdar fyrir mér styrjöldina, spurði ég sjálfan mig. „Skyldu allir þessir menn eiga fyrir sínum skuldum?" Nú hefur þessi spurning kallað á aðrar. Hvernig má þetta vera? Að misvitrir leið- togar geti tekið út úr lífs- bankabók þessa lerkaða, tvíl- ráða fólks hvenær sem „þjóð- arnauðsyn krefur“? En þrátt fyrir allt er gaman að hafa lifað svo langan dag og fengið tækifæri til að taka þátt í heimsstríði Arnar Arnarsonar. Einhvern daginn þegar ég kom heim að aflok- inni rannsóknarferð niður á Sprengisand var flett upp í Illgresi Arnar með þeim afleiðingum, að hann og Churchill skipuðu sæti príma donnunar í Ijóði þess dags. Síðan hefur Örn ávallt verið kær og hollráður vinur. Það var því ekki út í hött að mér skyldi finnast ástæða til að hafa sérstakar mætur á þeim manni, sem Örn Arn- arson hafði ort til þessi mergjuðu orð: Þú siglir úr Vesturvegi og vitjar þíns ættarlands með forvitni ferðalangsins og feginleik útlagans, því ísland var ætíð þitt draumland........... Þannig réttir skáld skáldi hönd yfir haf og hvíta boða. Það var gaman að vera til í ferskri upplifun þeirra stóru stunda, þegar einhverj- ir ágætustu fulltrúar íslenzkr ar menningar austan hafs og vestan snertu hörpustreng hvor annars. Síðan hef ég ávallt séð Guttorm J. Gutt- ormsson í eilífðarljósi póe- tískrar viðkvæmni og óbil- andi drengskapar. Guttormur gefur öndunum (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) II. Og nú er Guttormur kom- inn í fylgd með Bergljótu dóttur sinni til landsins í boði Loftleiða og Þjóðræknisfé- lagsins og mér hefur orðið að ósk minni að hitta hann og rabba við hann nokkra stund og full ástæða eftir svo lang- an og vafasaman formála að taka til hendi og spinna þráð þessara örstuttu, en hlýju kynna. „Ég er sveitamaður", sagði hann og rétti mér höndina, „en þú ert borgarbarn, er það ekki? Mér líður vel í sveit- inni og þér í Reykjavík gæti ég trúað og ég skil það, því í engri borg hefði ég getað unað nema Reykjavík. Hún er einhver fegursta borg sem ég hef séð, hrein og göfug og góð eins og fólkið". Svo ták hann þéttingsfast í hönd mína og ég fann, að þessi orð voru mælt af væmnislausri viðkvæmni og í þeim lá eitthvað af því sem ég hafði fundið í orðum séra Matthíasar, þegar hann segir: Munið að skrifa meginstöfum manna vit og stórhug sannan. Handtakið eins og undir- skrift undir flekklausa yfir- lýsingu. Þetta voru ekki inn- antóm orð gamals manns, ekki skjall, heldur álög. Og Guttormur hélt áfram: „Ég hef ekki kynrizt æsk- unni“, sagði hann, „en ég veit að hún er góð. Og íslenzkar stúlkur eru þær fallegustu í heimi. Ég vildi ég gæti farið heim með fangið fullt af ís- lenzkum stúlkum, þær eru blóm“. Við gengum eftir Austur- stræti og vorum á leið með Ragnari Jónssyni upp í Tröð að fá okkur kaffi. Ragnar kom aðvífandi þar sem við stóðum, enginn vissi hvaðan, hvernig né hvers vegna; hann flaug bara til okkar fyrir til- verknað einhverra misvinda eins og dagblaðið sem ein- hver hefur skilið eftir á skemmtigarðsbekk og maður er feginn að fá allt í einu upp í hendurnar fyrir lítinn pen- ing. „Komið þið upp í bílinn, strákar, við skulum fá okkur kaffi“, sagði hann í símjm létta tóni. „Það er svo óum- ræðilega gaman að lifa. í morgun gerði ég samninga um útgáfu á verkum tveggja skálda, Stefáns frá Hvítadal og Davíðs Stefánssonar. Það er ekki til ein lína eftir Davíð í bókabúð, ekki ein einasta lína. Og þjóðin sættir sig ekki við það“. Guttormur sagði: „Ég dáist að öllu hér heima, bókmenntunum, lifn- aðarháttum fólksins, starfsvilj anum, þrekinu. Þið hafið jafn vel menntamenn aflögu og getið sent þá til útlanda og mér er sagt, að íslenzkir húsa meistarar hafi teiknað húsin hér í Reykjavík, það er stór- kostlegt. Margir hafa fengið vinnu vestanhafs fyrir það eitt að þeir hafa verið af ís- lenzku bergi brotnir. fslend- ingar ættu að vera dreifðir um öll lönd, þá mundi heim- urinn batna. . Ég veit ekki til þess að nokkur íslendingur hafi verið settur í tugthús í Kanada". „Hvað hefur komið þér mest á óvart hér á landi?“ spurði ég. „Á óvart. Ekki neitt. Ég fylgist dyggilega með fram- förunum og veit að ekkert er svo lygilegt, að það geti ekki gerzt hér heima. En nú fer ég að hætta að geta fylgzt með, það er kominn tími til ég dragi inn hornin". „Þú ert of ungur til þess“ skaut Ragnar inn í. „Blessaður, þú hefðir átt að sjá mig fyrir tveimur árum, þá fann ég ekki fyrir elli. En þá missti ég bæði konuna og eina dótturina og næstu þrjú árin þar á undan var lögð á mig sú raun, að horfa upp á veikindi þeirra án þess að geta aðhafzt. Þá fór að sjá á mér. Ég átti góða konu og myndardóttur. Ég hef lifað langan dag og verið mjög hamingjusamur, notið lífsins og gleðinnar, og með dálítilli varúð og fyrirvara mætti segja að lífið hafi leikið við mig. Árferði hefur engin áhrif á mig. Mér er alveg sama, hvort það er gott eða illt í ári. En á ég að segja ykkur yfir hverju ég gleðst mest. Ég gleðst mest yfir því að ég veit, að ritmennska er á háu stigi hér heima. Hér hafa alltaf verið mörg ágæt skáld og eru enn. Það er alltof lítið fyrir íslendinga að hafa að- eins fengið eitt Nóbelsskáld, alltof lítið. Samanborið við flestar aðrar þjóðir ættuð þið nú að geta státað af þremur eða fjórum Nóbelsskáldum. Ég hef lesið flest þessi er- lendu Nóbelsskáld og þau standa mörgum íslenzkum skáldum að baki“. „Þú sagðist fylgjast með hér heima, Guttormur. Færðu blöðin?" „Já, ég fæ alltaf Morgun- blaðið. Þegar ég kom hingað heim 1938 í boði ríkisstjórn- arinnar, var mér tekið tveim- ur höndum af öllum, en fóir sýndu mér eins mikla og góða vináttu og Valtýr Stefánsson. Ég sakna vinar í stað. Hann var yndislegur maður. Valtýr sagði við mig: „Þú færð Morg unblaðið, meðan þú lifir“. Og það hefur hann staðið við hingað til. Ég fæ það reglu- lega. Valtýr skrifaði mér mjög hlýtt og vinsamlegt bréf, en skrift hans var svo .ein- kennileg, að ég hefði getað spilað óperu á píanó eftir stöfunum, þeir voru eins og nótur í laginu, en einhvern veginn komst ég fram úr þeim. Kannski var það vegna þess að ég kann dálítið fyrir jp SafJ[ mér í lúðraspili, en það er ekki mikið. Ég hugga mig við það, að enginn er svo mikill meistari að listin eigi ekki eitthvað inni hjá hon- um“. „Og á hvað spilaðirðu, trompet? “ „Nei, kornet. Trompetin eyðileggja allar lúðrasveitir nú á dögum.Þauhafaskerandi hljóð. Ég vona að Reykvík- ingar hafi ekki trompet í sín- um hljómsveitum. Þið þurfið ekki að taka þetta svo há- tíðlega after all, því það er bara venjulegur skussi sem talar“. „Lífið hefur leikið við þig, sagðirðu". „Já, ítrekaði Guttormur. „En þú hefur leikið við Ijóðlistina?" Það kom eins og hik á hann við þessi áleitnu orð og það var gott að geta fengið sér kaffisopa og úthugsa svarið. „Þú segir það“ sagði hann dræmt. „Mér datt aldrei í hug að ég ætti eftir að verða lið- tækur í ljóðlistinni. En svo einn góðan veðurdag kom viðurkenningin eins og vor- boði héðan að heiman. Sigurð- ur Júlíus Jóhannesson kom til Vesturheims og fór að hrósa skáldskapnum mínum. Það kom flatt upp á mig. En hann var Austur-íslendingur og í mínum augum var það sama og hann væri einherji úr Valhöll. Hvað átti ég að gera eða segja við þessum orðum? Lúinn bóndi og basl- hagmenni". „En af hverju byrjaðirðu að yrkja?“ „Af einskærri lotningu við íslenzka ljóðlist. . Hún' er bezta ljóðagerð sem til er, ef ég dæmi af þeim kynnum sem ég hef haft af heimsbók- menntunum, og þau eru nú orðin allnáin því ég hef jafn- vel lesið bókmenntir eftir eskimóaþjóðflokka. Ég held því fram að Frakkar séu fremri öðrum Kanadamönn- um í skáldskap, þó enginn þeirra hafi komizt fram úr Stephani G En eitt merkileg- asta skáld Kanada var indí- ánastúlka, Pauline Johnson hét hún. Hún var dóttir enskr ar konu og indíánahöfðingja í Ontario. Hún skrifaði á ensku. Hún er frumlegasta skáld Kanada. Hún orti mest um indíána og líf þeirra, og harðræðið sem þeir voru beittir af hvítum mönnum. Ég ætla ekki að snerta við því að vitna í ljóð hennar, því minnið er farið að bila. Ég er orðinn 85 ára gamall. En hitt man ég að segja ykkur frá, að henni var boðið að koma til hirðar Edwards kon- ungs og lesa upp ljóð eftir sig, og það gerði hún. Og Kanadastjórn hefur gefið út stamp eða frímerki, eins og þið kallið það, með mynd af henni. Aftur á móti er raun að horfa upp á það, að Ox- fordháskóli, sem nú hefur gefið út úrval úr enskri ljóða- gerð í Kanada, lætur undir höfuð leggjast að birta eitt einasta ljóð eftir hana. Menn- ingin er ekki alltaf mest þar sem titlarnir eru fínastir. En þeir létu sig hafa það að birta ljóð eftir alls konar leir- skáld í þessari bók.“ „Jæja, ég hélt þaS væru ekki til leirskáld neins staðar nema á fslandi," sagði ég. Framhald á bls. lö.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.