Morgunblaðið - 16.06.1963, Síða 15

Morgunblaðið - 16.06.1963, Síða 15
f I ' íí ; ' » ! ei ' s;v :>• Sunnudagur 16. júní 1963 M Ö R C ÍI IS B t A Ð Í Ð — í fáum orbum Framhald af bls. 10 „Þau eru fæst þar, ó bless- aður,“ sagði Guttormur. „En segðu okkur eitt, voru foreldrar þínir ljóðelskir.“ „Þeir voru afskaplega fá- tækir og frumbýlislífið erfitt. Þau fluttust frá Fljótsdalshér- aði 1875. Þau sögðu mér að ástandið heima hefði verið mjög ömurlegt, ekki sízt vegna eldgosa, og lá aska yfir gróðri og grösum. Móðir mín saknaði alltaf fslands. Hún var bókmenntakona og orti sjálf ljóð, bæði í Framfara og Leif, sem voru eins konar undanfarar Heimskringlu og Lögbergs. Og bækur góð- skáldanna voru til á æsku- hgimili mínu. Hún sá fyrir því, að við fengjum þessar bækur lánaðar. Heimilisbóka- safnið var annars aðallega guðsorðabækur. Faðir minn trúði á Kanada. Hann áleit það yrði gott land fyrir af- komendur íslendinga vestan- hafs. Og þar var hann réttur. Börn landnámsmannanna hafa gengið vel fram. Kanada er á margan hátt gott land. En frá þeim tíma sem foreldrar mínir komu þangað og fram undir alda- mótin var þar ekkert nema ördeyða. Winnipeg var þorp með litlum umsvifum. Um- hverfis borgina akrar og teygðu sig eins og bleikir fingur í allar áttir, en mest bar á maís-stönglunum, sem gátu orðið 7 metrar á hæð. Nú er engu líkara en borgin hafi étið landið. Maísinn og akrarnir eru horfnir og borg komin í staðinn. Winnipeg sígur eins og hraun yfir gróðurlendið. Hún er ekki lengur þorp heldur stórborg. Faðir minn keypti tvær lóðir við aðalverzlunargötuna, sem nú er og heitir Princess Street, og greiddi þær niður með 100 dollurum. Seinna langaði hann út í sveitirnar að kynnast betur við land og fólk og þá seldi hann lóðirnar sínar við sama verði. Nú væri hægt að kaupa heilar sveitir fyrir það sem fengist fyrir þessar lóðir.“ „Átt þú nokkrar lóðir á Eyrarbakka?" spurði ég Ragn- ar. Hann brosti og gaf lítið út á spurninguna. „Veljið þið handa mér stóra köku,“ kall- aði hann til fraukunnar. En ég spurði Guttorm hvort hann hefði ekki þekkt Step- han G. „Jú,“ svaraði hann, „ég sá hann nokkrum sinnum og hafði bréfaskipti við hann.“ „Hvað varstu gamall, þegar foreldrar þínir dóu?“ „Ég var sjö ára þegar móð- ir mín dó, en fimmtán þegar faðir minn lézt. Þá létti ég akkerum og sigldi um allar sveitir Kanada í leit að at- vinnu og komstmeira að segja suður til Dakota. Þá byrjuðu hendurnar á mér að stækka. Síðan var ég um skeið í Winnipeg. Þá urðu þrjú flóða- sumur og flæddi yfir engjar og haglendi og þótti mér ráð- legast að fara vestur til Grunnavatns og gerast píón- eer í þessari frumbyggð. Þar eignaðist ég konuna mína, svo þessi ágæta byggð á þó nokkra hönk uþp í bakið á mér. Þeir höfðu ágætis lestrarfélag þar og ég las margar íslenzk- ar bækur, kynntist meðal ann- ars ljóðum Einars Benedikts- sonar og var fjarska hrifinn af þeim. En síðan missti ég áhuga á algyðistrú hans, þó ég haldi áfram upp á ljóðin. Mér finnst Stephan G. koma okkur meira við. Ég held að Paradís og Helvíti sé sami staður og skilyrði fyrir þá báða eru hvergi betri en hér á jörðu.“ „Hefurðu séð nokkuð ó- hreint?“ „Ég er sannfærður um að það eru bæði til draugar og andar og allt mögulegt fleira. Heimarnir eru tveir; sá sýni- legi er bara skugginn af hin- um andlega, en hann er aðal heimurinn. Ég hef reynt að lýsa. þessu í kvæði sem ég orti til Ragnars Kvarans, frænda míns, en það er önn- ur saga.“ ,Ertu trúmaður, Guttorm- ur?“ „Ég er skírður og fermdur í lúthersku kirkjunni, en svo er ég auðvitað kirkjuleys- ingi.“ „Af hverju segirðu auðvit- að?“ „Ég trúi ekki á biblíuna sem guðsorð, að minnsta kosti er ég sannfærður um að Gamla testamentið er ekki annað en þjóðsögur og skáld- verk. En ég trúi á mannúðar- kenningar Krists. Ég vil sem allra minnst hætta mér útí trú arbrögð, því þau enda ávallt í einhverri flækju, sem enginn getur greitt úr. Svo er ég far- inn að eldast og hef ekki þá kappræðugleði sem áður var. Við vitum ekki hvenær við byrjum að eldast, það getur orðið okkur að falli. Ég þekki skáld, sem hafa eyðilagt mörg af Ijóðum sínum vegna þess þau fóru að breyta þeim á gamals aldri. Það á að segja okkur hvenær við erum orðn- ir gamlir, við finnum það ekki alltaf sjálfir." „En þú ert eins og ung- lamb,“ sagði Ragnar. „Þú ert ekkert farinn að eldast," sagði ég. „Jú, góði minn,“ og ég sá hann tók fastar um stafinn. III. Við.stóðum nú upp og þökk- uðum Ragnari fyrir kaffið, gengum út í Austurstræti og nokkurn spöl um bæinn og skáldið dáðist að öllu sem fyr- ir augu bar. Hann sá Reykja- vík með sömu augum og barnið kertaljósin á afmælis- kökunni sinni..„Er þetta aðal- markaðstorgið?“ spurði hann og benti á Hállærisplanið. Svo gengum við upp á skrifstofur Morgunblaðsins og bundnum endahnútinn á sam- talið. Þegar við vorum orðnir tveir einir bað ég hann að segja mér undan og ofan af lífi hans. Hann sagðist búa við íslendingafljót á landnáms- jörð föður síns, en nú væri sonur hans tekinn við búinu að mestu. Heimili þeirra er tæpar 100 mílur frá Winni- peg, eða um það bil þrjór mílur frá Sandy Bar, sem allir ljóðvinir hljóta að þekkja. „Jörðin okkar heitir Víðivell- ir,“ sagði hann, „og stendur við Riverton, sem er senni- lega enskasti bær sem til er í heimi fyrir utan London Hann hefur breytzt mjög mik- ið frá því ég man fyrst eftir honum. fslendingar eru þar nú í miklum minnihluta. Samt halda þeir trúnað við blóð sitt og uppruna. fslenzkan lif- ir góðu lífi vestan hafs og er töluð miklu betur og réttar en fyrir mannsaldri, en þá var enskt vatnsbragð af henni eins og þú getur séð af kvæð- inu Winnipeg Icelandic, sem er skrifað á vestur-íslenzku, eins og hún þá var töluð. Menn vanda sig nú miklu betur, þegar þeir tala móður- málið. Og mikið af yngri kyn- slóðinni talar og skilur ís- lenzku, ég vil kannski ekki segja af þeirri allra yngstu, en hún er mállaus anyway. Það er alltof mikið veður gert útaf því að íslenzkan sé að deyja í Vesturheimi. En það nær engri átt. í mörg ár hefur verið sagt að íslenzkan sé á seinasta sálminum, en hún hefur alltaf komið aftur jafn fersk, og enn heldur hún velli. Spurðu bara þá sem ferðast um fslendingabyggðir. Öll mín börn geta lesið Morg- unblaðið. En þú varst að spyrja um jörðina. Hún og móðurmálið eiga margt sam- eiginlegt, við eigum að rækta hvorttveggja. Það má víst heita að sonur minn sé stórbóndi. Við höf- um 40 kýr af Aberdeen Angus kyni, þær eignast kálfa í apríl eða maí og við seljum þá á haustin bandarískum kaup- mönnum í Winnipeg, en þeir flytja þá til Bandaríkjanna og gera úr þeim markaðsvöru með því að ausa í þá kostbæru fóðri. Við getum selt allt að 40 kálfum á hausti fyrir 100 —130 dollara hvern kálf. Þetta er miklu arðbærári at- vinnuvegur en akuryrkja. Áð- ur fyrr stundaði ég akuryrkju, en er nú hættur því. Naut- gripirnir ganga úti sjálfala allt árið og þola mjög vel kulda. Þeir þurfa auðvitað mikið hey, en við eigum gott land og góðar grasnytjar." „Hefur þér líkað vel að vera bóndi, Guttormur." „Ágætlega, það er bezta staða sem til er fyrir skáld. Maður getur þá ort við verk sín. Ég hef ort öll mín ljóð við vinnuna úti við. Ég geymi þau í huganum, þangað til ég er orðinn ánægður með þau, eða eins ánægður og ég get orðið, en þá skrifa ég þau nið- ur á blað og hreyfi ekki við þeim nema kannski ég breyti orði og orði á stöku stað. En ég tel það ekki markvert, sem ég hef ort. Bóndinn getur ekki setið með púða undir fótunum og starblínt á naglahausa í veggnum og nagað margar pennastengur, meðan hann bíður eftir innblæstri. Hann verður að moka flór, sitja á rakstrarvél, gefa skepnunum, hugsa, yrkja. Mér er óhætt að fullyrða að Stephan G. hafi ort meira við vinnuna úti við en margir halda. Dóttir hans sagði mér einhvern tíma, að hann hafi stundum komið hlaupandi heim, hripað niður á blað fáein orð eða setningu sem hann vildi ekki gleyma, og svo út aftur. Hann var mik- ill starfsmaður og vann baki brotnu, það er rétt. En við skulum ekki gleyma því að hann átti góða konu, já skör- ung, og hún leit eftir búinu. „Yfirleitt leiðist mér sá söng- leikarinn sízt, sem grípur oft- ast og bezt í sem flestasta strengi," skrifaði hann mér eitt sinn í bréfi, sem nú er löngu glatað. Mér finnst Stephan mesta skáld íslands fyrr og síðar. Líttu á kvæðabálkinn „Á ferð og flugi“. Hann er stórkostlegt andlegt afrek. Ég met Stephan G. mest allra skálda, en hef líklega einna helzt lært af Þorsteini. Af honum lærðu allir.“ „En þekktirðu Káin?“ spurði ég Guttorm að lokum. „Hvort ég þekkti!“ „Kanntu nokkra vísu eftir hann, sem hefur ekki verið prentuð?“ „Ég held þessi vísa hafi ekki verið birt á prenti. Hún er eldgömul. Hún er svona: Sól til viðar sígur svefninn lokar brá, fugl til hreiðurs flýgur, fellur húmið á, fölnar aftanroða rós; á villigötum Vesturheims vantar meira ljós. En hefurðu heyrt söguna af því, þegar hann fór inn í ránd- húsið, þar sem þeir snúa við lestunum. Þangað mátti eng- inn fara og lágu við þungar sektir. Nú kemur Káinn inn í eitt slíkt hús og er svínkað- ur og hefur líklega villzt þarna inrt. Járnbrautirnar höfðu sérstaka lögregluþjóna, og nú rekst Káinn á einn þess- ara varðmanna í rándhúsinu. Hann gengur til Káins og spyr: „Til -hvers kemur þú hingað inn?“ „Ég kom til að snúa mér við,“ svaraði Káin. Það lét pólitíið gott heita. Káinn orti mikið af ljótum vísum og skömmóttum. Hann sagði einu sinni við mig: „Ká- inn hefurðu kynnzt, en Kristjáni Júlíusi ekki.“ Káinn var aðeins einn flöturinn á þessum sérstæða manni." M Árnesingafélagið í Reykjavík H reppamenn Jónsmessunótt A Arnesinga verður að Flúðum í Hrunamannahreppi laugardaginn 22. júní n.k. og hefst kl. 21:30. Meðal skemmtiatriða verður kórsöngur, Söngfélag Hreppamanna syngur undir stjórn Sigurðar Ágústssonar í Birtingaholti og Karl Guðmundsson leikari flytur skemmtiþátt. Hljóm- sveit Óskar Guðmundssonar leikur og syngur fyrir dansi. Heiðursgestir mótsins verða Ingibjörg Jónsdóttir frá Háholti, Bjarni Jónsson frá Galtafelli og frú og Kjartan Jóhannesson á Stóra-Núpi. Bílferð frá Bifreiðastöð íslands kl. 14. Kvöldverður verður snæddur í félagsheimilinu á Flúð- um kl. 19. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku í síðasta lagi fimmtudaginn 20. þ.m. í símum 17875, 24737 og 32465 og verða þar veittar allar nánari upplýsingar. Árnesingafélagið í Reykjavík. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu - Proven Pumps Bmnndælur — lensidælur — olíudælur Vélknúnar og rafknúnar frá WESTERN BRASS- WORKS U.S.A. fást nú í miklu úrvali fyrir stór og smá vélskip, bændabýli, sumarbústaði, gosbrunna, tjaldstæði (camping), iðnað o. fl. Rafdælur fyrir 6, — 12, — 24, — 32 og 110 volt jafnstraum og 220 volta riðstraum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.