Morgunblaðið - 25.06.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.06.1963, Blaðsíða 10
10 TUORCVTSBL4Ð1Ð Þriðjudagur 25. júní 1963 Narfi selur fyrsta frysta fiskfarminn FYRIR helgina landaði tog- arinn Narfi fyrsta farmi sín- um af frystum fiski í Grims- by. Voru það 302 tonn af haus uðum fiski, mestmegnis þorski, sem seldust fyrir rúm lega 17 þúsund pund eða um kr. 2,1 milljónir. Morgunblaðið átti í gær tal af Guðmundi Jörundsayni útgerðar- manni, sem á togarann Narfa. Guðmundur er úti í Grimsby, og fylgdist með fyrstu lönduninni Benti hann á að salan væri að því leyti frábrugðin venjulegum ísfisksölum að frysti fiskurinn væri seldur cif Royal Dock í Grimsby, en ísfiskurinn er seld- ur á markaði og greiðir þá út- gerðarmaðurinn löndunarkostn að, til að fá sambærilega tölu miðað við ísfisk, er því óhætt að bæta 20% við sölu Narfa. — Aðalatriðið í sambandi við þessa sölu, sagði Guðmundur, er það hve kaupendum líkaði vel við fiskinn. Það eru Ross og Birdseys félögin, sem keyptu, og hafa bæði þítt fiskinn upp og gert á honum ýmsar tilraunir, sem bóru mjög góðan árangur. Löndunin vakti mikla eftirtekt hér í Grimsby, og komu eigendur fiskiðjuvera og útgerðarmenn langt að til að skoða aflann. Voru menn undrandi yfir því hvað fisk urinn var fallegur. — >að má segja að árangurinn af þessari fyrstu ferð hafi verið mjög góður. Við áttum von á byrjunarerfiðleikum en þeir reyndust smávægilegir. Aðeins smávegis lagfæringa þurfti með á tækjunum, og verður þeim lok ið á morgun (þriðjudag), sagði Guðmundur. Verður þá siglt af stað til Reykjavíkur þar sem hálf áhöfnin bíður. Skipstjórinn á Narfa, Helgi Kjartansson, gat ekki farið þessa fyrstu ferð vegna veikinda, Og er Jóhannes Sigurbjörnsson stýrimaður með skipið. : ; . ; : mmmm t Royal Dock í Grimsby, • y Séð ofan í lestina. $£jlan jafngildir yfir 20 þúisuiad ptonda ísfisksölu Fiskurinn búinn til flutnings í frystihús. t baksýn eru þrír af áhöfninni, þeir Halldór Kristen- sen, 2. vélstjóri, Bergleif Joensen, matsveinn og Benedikt Arason, háseti. Aflanum landað Áhugamenn víða að komu til að skoða fiskinn úr Narfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.