Morgunblaðið - 11.07.1963, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.07.1963, Qupperneq 8
8 JUORCVISBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. júlí 1963 — Azkenasy Framhald af bls. 1. — Já, geysimikil, enda er þar slíkur fjöldi góðra píanóleikara. — Og vel að þeim búið? — Já, afbragðs vel. Þeim eru tryggð rífleg laun fyrir ákveð- inn fjölda hljómleika á ári — og jafnvel þótt píanóleikari geti ekki af einhyerjum ástæðum haldið alla þá hljómleika, sem hann hefur samið um, fær hann laun sín fyrir þá óskert. — Hefur hin svokallaða „hláka“ í menningarlífi Sovét- ríkjanna og átökin þar að und- anförnu, náð til tónlistarmanna eins og rithöfunda? — Ekki til hljóðfæraleikara. — En tónskálda? — Um það vil ég ekkert full- yrða, ég er ekki tónskáld, hef ekki samið músik frá því ég var strákur. — Og hugsið ekki til þess framar? — Nei, alls ekki. — Við fréttum - hingað, að hljómsveitarstjórinn og tónskáld- ið, Aram Katchaturian, sem ís- lendingum er minnisstæður frá komu hans hingað, hafi í vetur tekið opinberlega undir kröfu sovézkra yfirvalda um, að tón- skáld haldi sér að sósíalrealisma í list sinni. Haldið þér að þau láti undan slíkum kröfum? — Um það vil ég ekkert full- yrða, en ég tel ólíklegt, að yngri tónskáld í Sovétríkjunum eða listamenn yfirleitt láti segja sér fyrir um það, hvernig list þeirra skuli vera. — Teljið þér að það frjálslyndi, sem vart hefur orðið í sovézku menningarlífi, muni fara vaxandi á næstunni — eða minnkandi? — Síðasta áratug hefur frjáls- ræði í menningarlífi Rússlands farið vaxandi og verulegar fram- farir orðið og ég tel víst, að þær haldi áfram. Það er ekki hægt að sporna við framförum, þær eru eins og afl, sem brýtur Demparar ný sending í flestar gerðir bifreiða. bílabónið Car-Skin komið aftur. Gefur sérlega góðan gljáa. Mikla endingu, þarf ekki að nudda. Hvítir dekkjahringir Aurhlífar framan og aftan Bremsuskálar Bremsudælur Bremsuslöngur Spindilkúlur Spindilboltar Stýrisendar Kúplingsdiskar Kúplingspressur Púströr Hl jóðkútar Bílamottur Sprautulökk til blettunar Tjakkar 1 14—1214 tonn Innihurðahúnar Luktarammar Flautur 6, 12 og 24 volt Fjaðragormar I BÍLANAUST HF. Höfðatúni Z. — Sími 20185. STAPAFELL Keflavík — Sími 1730. af sér allar hömlur, fyrr eða síð- ar. — Við heyrum um fátt meira rætt þessa dagana en hugsjóna- ágreining sovézkra og kínverskra kommúnista ....... — Já, ég hef verið að lesa um þetta, segir Azkenasy, og hlær við, — en spyrjið mig ekki um slíkt, ég er tónlistarmaður, ekki pólitíkus. — Eiga Kínverjar góða píanó- leikara? — Já, þeir eiga marga góða og duglega tónlistarmenn og tón- mennt fer þar vaxandi. Með þeim beztu er ég kann að nefna er Foutsong, sem nú er búsettur í London. Tveir aðrir Kínverjar hafa verið meðal verðlaunahafa í Tschaikowsky-samkeppninni. -- XXX ------- Spjall okkar leiðist nú að æsku árum Azkenasy ogtónlistarmennt un. Hann fæddist í Gorky, 6. júlí 1937, en fluttist tveggja ára með foreldrum sínum til Moskvu. Fað ir hans, David Azkenasy, sem einnig er píanóleikari, er Gyðing ur en móðir hans rússnesk. Sex ára gamall hóf hann nám í píanó leik, en mesta hluta námsferils síns var Askenazy í sérstökum skóla, þar sém tónlisf er aðal- námsgrein, en jafnframt kennd- ar flestar námsgreinar venju- legra skóla, svo sem tungumál, stærðfræði, eðlisfræði o. s. frv. Eftir að Azkenasy vann 2. verð- iaun í Chopin-samkeppninni í Varsjá, hóf hann nám hjá hinum víðkunna Lev Oborin, sem hann segir oft halda hljómleika, þótt kominn sé á sextugsaldur. Árið 1956 van Azkenasy fyrstu verð- laun í píanósamkeppni í Brússel og 1962 hlaut hann, sem kunnugt er, 1. verðlaun í Tschaikowsky- samkeppni í Moskvu á- samt brezka pianóleikaranum, John Ogdon, sem búsettur er í London. Við spyrjum Azkenasy hvort eins sterk fjölskyldubönd séu meðal Gyðinga í Sovétríkjúnum og svo viða annars staðar í heiminum — og segir hann það vera. — Að vísu hefur þetta fremur lít ið komið til greina í minni fjöl- skyldu, þar sem móðir min er rússnesk — og sjálfur hef ég ekki verið í sérlega sterkum tengslum við ættingjana þar sem segja má, að mitt líf hafi lítið verið annað en nám og æfingar. En þegar ég hugsa um þetta svona úr fjarlægð held ég, að fjöl skyldubönd þeirra séu afar sterk. Úr því að Azkenasy minnist á æfingar, langar mig að spyrja ofurlítið um vinnubrögð hans, þegar hann æfir fyrir hljómleika. Hann kveðst æfa sig daglega 4—5 klst. en að öðru leyti fari tími hans til að íhuga verkefnin, ganga úti og halda sér í líkam- legri þjálfun — og lesa. — Ekki samt leynilögreglusög ur, eins og eitthvert tímaritanna sagði, ég held það hafi verið Newsweek, segir hann kíminn. — En? — Ýmislegt, t.d. Ijóð, ég hef mjög gaman af ljóðum. En nú að að undanförnu hef ég verið að lesa íslendingasögurnar í rúss- neskri þýðingu mér til mikillar ánægju — og amma Þórunnar gaf mér nú um daginn fornís- lenzk kvæði — Eddukvæði, einn ig í rússneskri þýðingu. — Einhversstaðar var sagt, að þér hefðuð leikið við útför Bor- is Pasternaks. Þekktuð þér hann? — Það var vitleysa, ég spilaði ekki við útför Pasternaks og þekkti hann ekki — og heldui ekki faðir minn. — Sú venja sovézkra Ijóð- skálda, að lesa upp verk sín á torgum í Moskvu og fleiri borg- um Sovétríkjanna hefur vakið verulega athygli hér. Er það ný- lunda, eins konar tízkufyrir- brigði, eða vísbending um al- mennan áhuga á ljóðlist? — Það er ótvíræður áhugi á ljóðum, sem hefur lengi verið mikill og almennur meðal Rússa. — Þekkið þér ljóðskáldið Év- tusjenko, sem svo tíðum ér í fréttum og hefur verið að fá skömm í hattinn að undanförnu? — Nei, ekki persónulega, en ég þekki Ijóðin hans. Þótt ég sé sammála mörgu því sem hann segir í ljóðum sínum finnst mér hann ekkert sérstaklega gott skáld — séð frá ljóðrænu sjónar miði einu. í Sovétríkjunum er til fjöldinn allur af ágætum ljóð- skáldum, sem eru með öllu ó-j þekkt erlendis. En ég er viss um, að Evtusjenkó er ærlegur og traustur Sovétborgari, sem vill þjóð sinni allt hið bezta. Eins myndi ég álíta um rithöfundinn Nekrassov, sem er vinsæll í Sov- étríkjunum, en hefur að undan- förnu verið gagnrýndur harðlega fyrir skrif sín um Bandaríkin. Mér virtust lýsingar hans á bandarísku þjóðinni og Banda- ríkjunum yfirleitt óhlutdrægar og sannar og tel að hann hafi alls ekki verið skilinn á réttan hátt. — Við höfum heyrt það síðast af Nekrassov, að á nýafstöðnum fundi miðstjórnar kommúnista- flokksins, hafi verið ákveðið að vísa honum úr flokknum. — Jæja, já — það kann að vera, þótt ég hafi ekki heyrt um það. Annars er ekki ólíklegt, að afstaðan til þessara manna eigi eftir að breytast. Menn hafa mis- jafnar skoðanir á hlutunum í Sov étríkjunum eins og annars stað- ar. Við vitum hve miklar breyt ingar hafa orðið þar síðasta ára- tug, eftir að Stalín lézt. — Á hans dögum var öllu haldið í skefjum. Margir þeirra manna, sem þá voru fordæmdir hafa síðan fengið uppreisn æru og eins geta skoðanir manna á skáldum og listamönnum átt eftir að breyt ast á næsta áratug, — það sem menn telja slæmt í dag, finnst þeim e.t.v. ágætt síðar. Slíks finn ast dæmi hvarvetna, í öllum löndum heims. — Hvernig er afstaða fólksins sjálfs til þessa? — Um það get ég alls ekkert sagt, sumir eru eflaust sammála, aðrir ekki. — Að lokum langar mig að spyrja, hvert ferðinni sé heitið héðan? — Héðan förum við til Eng- lands, en síðast í þessum mánuði á ég að leika í Hollandi. Enn- fremur hefur mér borizt boð um að halda hljómleika í Banda- ríkjunum en ég veit ekki hvort af því getur orðið nú. — Er bandaríski píanóleikarinn RÉTTARHÖLD fóru fram fyr ir luktum dyrum í Karlsruhe í gær í máli njósnaranna Heinz Felfe og Hans Clemens. Þeir voru áður starfsmenn vestur-þýzku leyniþjónustunn ar, en eru sakaðir um að hafa á sama tíma stundað njósnir fyrir Sovétríkin. Mynd þessi er tekin af Hans Clemens sl. mánudag, þegar hann var á leið til réttarhaldanna, sem hófust þann dag. Frager, sem þér lékuð með í Moskvu, kominn heim? — Já, það var einmitt hann, sem símaði mér þetta boð. — Eru slíkar hljómleikaferðir ekki óhemju erfiðar? — Jú oft er það, en ég hef afskaplega mikla ánægju af því að ferðast og kann þessu lífi því vel. Ég var einmitt að biðja Pét- ur að athuga fyrir mig hvort ekki væri hugsanlegt að halda hljómleika á Grænlandi, segir Azkenasy glettnislega, — þangað held ég sé skemmtilegt að koma. Spurningin er bara hvort nokk urt píanó fyrirfinnst á Græn- landi. — Mbj. Vel heppnuð INIoregsferð Euðraðsveitar drengja LÚÐRASVEIT drengja er nýkom in heim úr hljómleikaför til Berg en. Stjórnandi sveitarinnar var Karl Ó. Runólfsson. Honum sagð ist svo frá, er blaðið átti tal við hann um förina: Dragefjellets Guttemusikkorps tók á móti okkur með dynjandi músík og sá um allan undirbún ing. Ferðin gekk ágætlega, við spiluðum 5 sinnum og fengum góða dóma, þóttum spila hreint og dáðst var að prúðri framkomu drengjanna. Fyrst spiluðum við á Jóns- messuhátíð (st. Hans) við Eiðs- vog, þar tók á móti okkur skóla- lúðrasveit Eiðsvogsskóla. Við spiluðum saman þjóðsöngvana, siðan hver í sínu lagi. Spiluðum við svo aftur eftir ósk fólks, sem komið hafði seinna. Þetta var ánægjuleg skemmtun með báli, flugeldum o. fl., og enginn mað ur sást drukkinn. Við skoðuðum söfn, kirkjur og Hákonarhöllina í Bergen, fórum í hringferð um höfnina og upp á Flöjen, skoðuðum Fantoft Staf kirkjuna og Troldhaugen og fór- um með svifbraut á Ulrikken. Þar spiluðum við á barnaspítala. Á leiðinni í járnbrautinni til Voss og Flam, hittum við telpna-lúðra sveit. Sungum við til skiptis við þær norska og íslenzka söngva á klukkutíma samferð. Á fimmtudag spiluðum við svo á aðaltorgi Bergen við góða á- heyrn, en á laugardag var loka- hóf á Hótel Montana, og var þar skipsts á gjöfum og ræðum. Ræð- ismaður íslands, hr. Rittland sat hófið, bauð okkur í ferðalag um nágrenni Bergen, og ók með okk ur út á flugvöll og þar spiluðum við fyrir biðgesti og aðra áheyr- endur í dásamlegu veðri, en það hafði verið mest allan tímann sem við vorum í Bergen. Móttökur og samfylgd eldri (50 til 60 ára) og yngri félaga úr Dragefjellets Guttemusikkorps var með afbrigðum og mun seint gleymast fr'ekar en allt ferðalag- ið. Flest blöð í Bergen minntust á komu Lúðrasveitarinnar og sem fyrstu heimsókn lúðrasveitar frá íslandi, tóku myndir og buðu okkur velkomn? Góð sprett? við Djúp Þúfum, 10. júlí: — Heyskapur er að komast hér i fullan gang. Tún eru yfirleitt vel sprottin svo útlit með heyskap er gott. Grasvöxtur virðist mun betri en í fyrra. — P.P. ÍTALSKA sveitin, sem keppir á Evrópumótinu í Þýzkalandi, sem hefst í næstu viku,- er þannig skipuð: Forquet, Garozzo, Bian- chi, Brogi, Messina og Pabis Ticci. Þýzku sveitirnar verða þannig skipaðar: Opni flokkurinn: Den- eke, Rammensee, Piosti, Auhag- en, Júrgens og Júrgens. Kvenna- flokkur: Gotthelf, Reimann, Nitz, Neher, Múcke og Grossman. Ranik Halle, formaður norska bridgesambandsins, varð nýlega Noregsmeistari í tvímennings- keppni og var það í tíunda sinn sem hann hlýtur þennan titil. Fé- lagi hans var hinn kunni spilari Björn Larsen. Þeir munu báðir spila á Evrópumótinu í Þýzka- landi og verður það í tíunda sinn sem Halle keppir á Evrópumót- um. Svíar hafa í mörg undanfarin ár sent sterkar sveitir til keppni á Evrópumótum og hafa nokkrir sænskir spilarar hlotið heims- frægð, eins og t.d. Wohlin og Werner. Að þessu sinni verða sveitirnar eingöngu skipaðar ný- liðum, sem lítið eða ekkert hafa spilað erlendis og enginn hefur fyrr spilað á Evrópumóti. Sveit- irnar eru þannig skipaðar: Opni flokkurinn: Balkström, Sunder- lin, Lindström, Lundman, Gust- avsson og Maripuu. Kvennaflokk ur: Lundman, Stigen, Rosengren, Svensson, Bjurvill og Hövden. Dönsku sveitirnar verða þann- ig skipaðar: Oplni flokkurinn: Faarbæk, Astrup, Andersen, Brokholm og Lizzie og T. E. Schalts. Kvennaflökkur: Fraenc- kel, Damm, Skotte, Petersen og Hulgárd. — Allir þessir spilarar hafa áður spilað á Evrópumót- um. Ákveðið er að Ólympíumótið fari fram á tímabilinu 2. maí til 13. maí 1964 í New York.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.