Morgunblaðið - 11.07.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.07.1963, Blaðsíða 2
♦ 2 MORCVNBL 'A ÐIÐ Flmmtudagur 11. júlí 1963 Ltanríkisviðskiptin 1962 : Innflutningur jdkst um 19%. útflutningur um 18% Viðskiptin v/ð Austur-Evrópu fara minnkandi VERULEG aukningf varð á inn- og útflutningi íslendinga á sl. ári. Innflutningurinn jókst um 19% frá árinu áður og nam 3.843 millj. kr. Útflutningurinn jókst um 18% frá árinu 1961 og nam 3.619 millj. kr. Ekki var um að ræða neinar stórvægilegar breytingar á samsetningi útflutningsins árið 1962. Viðskiptin við vöruskiptalönd in, sem aðallega eru kommún- istaríkin í Austur-Evrópu, héldu áfram að dragast saman, en við- skipti við frjálsgjaldeyrislöndin aukast að sama skapi. Á árinu 1962 komu 79.3% innflutnings þjóðarinnar frá frjálsgjaldeyris- löndunum, en 20.7% frá vöru- skiptalöndunum. Árið 1959 komu hins vegar 37.4% innflutningsins frá vöruskiptalöndunum, en 62.6 % frá frjálsgjaldeyrislöndunum. Á árinu 1962 fóru 80.1% út- flutnings þjóðarinnar til frjáls- gjaldeyrislandanna, en 19.9% til vöruskiptalandanna. Árið 1959 fóru hins vegar 39.6% útflutnings ins til vöruskiptalandanna, en 60.4% til frjálsgjaldeyrisland- anna. f nýútkomnu hefti af FjármáJa tíðindum, sem gefin eru út af hagdeild Seðlabankans, er yfirlit Happdrætti Háskólans Miðvikudaginn 10. júlí var dregið í 7. flokki Happdrættis Háskóla fslands. Dregnir voru 1100 vinningar að fjárhæð 2.010,000 krónur. Hæsti vinningurinn, 200,000 krónur, kom á hálfmiða númer 28,934 sem seldur var í umboði Jóns St. Arnórssonar, Banka- stræti 11, Reykjavík. 100,000 krónur komu á heil- miða númer 39,778 sem einnig var seldur hjá Jóni St. Arnórs- synL 10.000 krónur: 12137 14731 22747 24380 28933 32085 34163 38179 44690 46481 47030 49819 49885 56890 57351 57862 58136 59080 (Birt án ábyrgðar). 28935 31777 40370 42644 48245 4M71 57006 57076 58463 um utanríkisviðskipti fslendinga árið 1962 með nokkrum saman- burði við undanfarandi ár. Er þar greint frá því, áð árið 1962 hafi innflutningurinn aukizt úr 3.228 millj. kr. 1961 í 3.843 millj. kr., eða um 19%, en útflutning- urinn úr 3.075 millj. kr. í 3.619 millj. kr., en það er aukning um tæp 18%. Árið 1961 lækkaði verðmæti innflutningsins hins vegar um tæp 15%, en verðmæti útflutn- ings jókst um tæp 7%. Vöruskiptajöfnuðurinn 1962 varð nokkru óhagstæðari en árið áður, eða um tæpar 224 millj. kr. Árið 1961 var hann óhag- stæður um tæpar 154 mUlj. kr. Ekki var um að ræða neinar stórvægilegar breytingar á sam- setningu útflutningsins árið 1962, en smávægilegar hlutfallslegar breytingar verða jafnan frá ári til árs. Nokkur samdráttur varð á útflutningi ísfisks, saltfisks, skreiðar og fiskmjöls, en hins vegar hlutfallsleg aukning á út- flutningi freðfisks og síldaraf- urða. Á árinu 1962 voru um 4/5 hlutar inn- og útflutningsins frá frjálsgjaldeyrislöndunum, en 1/5 hluti frá vöruskiptalöndunum. — Innflutningurinn frá vöruskipta- löndunum minnkaði enn hlutfalls lega á árinu, eða úr 24.7% í 20.7% af heildarinnflutningi árs- ins. Útflutningurinn til þessara landa jókst hins vegar nokkuð á þessu ári, en annars hefur hann farið minnkandi frá ári til árs undanfarið. Jókst hann úr 15.9% 1961 í 19.9% heildarútflutnings- ins. Þessa aukningu er eingöngu að rekja til aukins útflutnings til Rússlands, en hann var óeðli- lega lágur 1961. Útflutningurinn til annarra vöruskiptalanda minnkaði almennt. Árin 1959—62 hafa viðskiptin við frjálsgjaldeyrislöndin og vöruskiptalöndin skiptzt sem hér segir í hlutfallstölum: INNFLUTNINGUR Fr jálsgjaldeyrislönd Vöruskiptal. 1959 62.6% 37.4% 1960 74.8% 25.2% 1961 75.3% 24.7% 1962 79.3% 20.7% ÚTFLUTNINGUR Frjálsgjaldeyrislönd Vöruskiptal. 1959 60.4% 39.6% 1960 74.3% 25.7% 1961 84.1% 15.9% 1962 80.1% 19.9% Rækjuverksmiðja starf- rækt í Ingólfsfirði í GÆR átti blaðið tal við Gunn- ar Guðjónsson á Eyri við Ingólfs- fjör5 á Ströndum. Þeir Gunnar og Ingólfur bróðir hans hafa ráð- izt í að byggja þar rækjuverk- smiðju með frystihúsi. Gunnari sagðist svo frá: — Hafizt var handa um bygg- ingu verksmiðjunnar í fyrra- haust og hóf hún vinnslu í vet- ur. í upphafi var fengin pillun- arvél eða skelflettivél öðru nafni. Var hún smíðuð á ísafirði eftir þýzkri teikningu. Vélin hefir ekki komið að notum til þessa, en þýzkur sérfræðingur er vænt- anlegur hingað í september til að stilla vélina og lagfæra svo sem þurfa þykir. Rækjan hefur því verið hand- úlluð og heilfryst en fremur lít- ill vinnukraftur er til þess hér á staðnum. 1 /^ NA tS hnútor | SV SOhnúhr X Sn/Honn • Oi! 7 Skúrir S Þrumur Wiz, KMukit ZS Hihtkit HHmt 1 rc T5—""7 7" HÆG N-átt er ríkjandi um Grænlandi og hafinu þar suð- norðanvert Atlantshaf og ur undan. Engar fregnir höíðu stilluveður. Grunn lægð yfir borizt af ísreki við Horn^ Norðurlöndum en hæð yfir strandir lsl. 15 í gær. Við tókum á móti milli 30 og 40 tonnum af rækju sl. vetur. Fólksfæð hamlar framleiðsluaf- köstunum, en nægilegt hráefni virðist vera fyrir hendi. Frágangi verksmiðjunnar er enn ekki að fullu lokið, enda ekki allur vélakostur kominn í hana. Ef þýzka vélin reynist vel, þegar sérfræðingurinn hefir farið höndum um hana stórbreytir það að sjálfsögðu afköstunum. Eins og er, er verksmiðjan aðalfram- leiðslutæki staðarins. Verið er nú að byggja upp bryggju síldar- verksmiðj unnar. Tekin var hálf- ur vélakostur henhar árið 1957 og fluttur til Seyðisfjarðar, en hinn helminginn er hægt að taka í notkun með dálitlum fyrirvara. Menn lifa stöðugt í þeirri von að aftur komi síld á norðvestur- svæðið. Hér á Eyri er nú fámennt orð- ið, eða um 20 manns. Þó flutti ein fjölskylda hingað nú nýlega. Sláttur er yfirleitt ekki hafinn hér nyrðra, en veðurblíða er dag hvem, þótt ísinn sé hér skammt undan. Sést hann greinilega ef gengið er nokkuð upp í fjalls- hlíðarnar, sagði Gunnar að lok- - Óeiröir Framhald af bls. 1. sem er í för með konungshjón- unum. Páll Grikkjakonungur og Fred erika drottning sátu seinna há- degisverðarboð sir Ralph Perr- ings, borgarstjóra í London, og var gestunum ákaft fagnað við komuna til Guildhall. Um kvöld- ið fóru þau í leikhús, eins og fyrr greinir, og sáu hátíðasýn- ingu á „Jónsmessunseturdraum", Shakespeares. „Á heimleið", höggmynd eftir Gunnfríði Jónsdóttur. Höggmynd Gnnnfríðor Jónsdóltur sett upp við skóln í Reykjnvík FYRIR nokkru birtust í Morg- unblaðinu myndir og frásagnir af listaverkum, sem prýða eiga höÆuðborgina í framtíðinni. Nú er nýkomin til landsins bronzaf- steypa af höggmynd Gunnfríðar Jónsdóttur, sem heitir „Á heim- leið“. Reykjavíkurborg keypti styttuna fyrir nokkru og ætlar að setja hana upp við einhveru skóla. Höggmynd Gunnfríðar „A heimleið“ var á Norðurlandasýn ingunni í Stokkhólmi 1947, og var eina styttan eftir íslenzka konu á þeirri sýningu. Selstran darve gur tilhúinn í haust Bílfært kringum Steingrímsfjörð UNNEÐ er nú að svonefndum Selstrandarvegi í Steingrímsfirði. Ligur hann frá Drangsnesi, yzt við Steingrímsfjörð norðanverð- an, og inn með firðinum að Háls götugili, þar sem hann kemur á Reykjarfjarðarveg. Áður var vegasamband við Drangsnes yfir Bjarnarfjarðar- háls, út með Kaldrananesi og suður fyrir Bjarnarnes, en sá vegur lokast yfirleitt á vetrum. Hefur Drangsnesingum því ver- Syndið 200 metrana Akranesi, 10. júlí: — Klukkan 12 í dag voru 620 manns búnir að synda hér 200 metrana. Keppnin stendur yfir til 15. sept- ember. Flestum þykir sýnt að landsmenn verði að herða sókn- ina ef þeir eiga að vinna. Sund laugar í landinu, sem búið er að verja offjár til að byggja, þurfa allar að vera í nothæfu ástandi til 15. sept. Verðlaunagripurinn kvað vera undrafagur. Vegna á- lits þess, sem Norðurlönd njóta mun orðstír þess lands, sem sig- ur vinnur í sundkeppninni, berast um allan heim. — Oddur. Leiðrétting í FRÁSÖGN um ferð umboðs- manns Síldarútvegsnefndar í Finnlandi, Kai Juuranto ræðis- manns í Helsinki, og finnskra síldarkaupmanna til Siglufjarð- ar í blaðinu í gær var það rang hermt að Sveinn Benediktsson væri formaður Síldarútvegsnefnd ar. Erlendur Þorsteinsson er for- maður nefndarinnar. Hins vegar á Sveinn sæti í nefndinni og er formaður Félags síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi og í stjórn Síldarverksmiðja ríkis- ins. ið það kappsmál að fá vega- samband meðfram Selströnd, norðan Steingrímsfjarðar. Samkvæmt því, sem vegamála stjóri, Sigurður Jóhannsson, tjáði Mbl. í gær, eru um tveir kíló- metrar eftir af vegarlagning- imni, og ætti því að verða ak- vegur kringum allan Steingríms- fjörð í haust. Skipun síldar i útvegsitefndor VEGNA fyrirspnma, sem blaðinu hafa borizt skal hér skýrt frá skipun síldarútvegs- nefndar. í sildarútvegsnefnd eiga sæti 7 menn. Alþingi kýs þrjá menn í nefndina, og eru þeir Erlendur Þorsteinsson, for- maður, Jón L. Þórðarson frá Laugabóli, varaformaður og Jón Skaftason, alþingismaður. Aðrir nefndarmenn eru Val- týr Þorsteinsson, útgerðarmað ur, kjörinn af Landssambandi ísl. útvegsmanna, Sveinn Benediktsson, kjörinn af Fé- lagi síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi, Ólafur Jóns- son frá Sandgerði, kjörinn af Félagi síldarsaltenda á Suð- ur og Vesturlandi og Hanni- bal Valdimarsson, tilnefndur af Alþýðusambandi tslands. Formaður og varaformaður síldarútvegsnefndar em til- nefndir af atvinnumálaráð- herra og skulu þeir samkvæmt lögum um Síldarútvegsnefnd vera valdir meðal hinna þing kjörnu nefndarmanna. Kjör- tímabil síldarútvegsnefndar er þrjú ár, og er þetta annað árið, sem núverandi nefnd starfar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.