Morgunblaðið - 11.07.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.07.1963, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 11. júlí 1963 iu o k c r y rt r. 4 ð i ð 17 Guðrún Magnúsdóttir skáidkona — Minning GUÐRÚN Magnúsdóttir kennari andaðist í St. Jósepsspitala í Hafnarfirði þriðjudaginn 2. júlí síðastliðinn. Hún var fædd 15. sept. 1884 á Klukkufelli í Reykhólasveit, dóttir Magnúsar bónda þar, Pét- urssonar, síðar bónda á Kaldr- ananesi og síðast í Kálfadal í Gufudalssveit. Móðir Guðrúnar var Guðbjörg Björnsdóttir frá Asparvík, kona Magnúsar. Guð- rún ólst upp hjá foreldrum sín- um, þar til hún gekk í Kennara- skólann haustið 1911. Hún út- skrifaðist þaðan með kennara- prófi vorið 1914. Gerðist hún kennari þá um haustið í Þverárskólahéraði í V. Hún. og kenndi þar fjóra vetur. Veturinn 1918—19 kenndi hún í Gufudalssveit og aftur veturinn 1920—21 ásamt manni sínum. Árið 1922 fluttust þau til Bolung- arvíkur, og kenndi Guðrún þar meira eða minna fram til ársins 1941, er hún lét af kennarastörf- um. Kennarastörfin fóru Guðrúnu vel úr hendi, og það hafa kunn- ugir sagt mér, að henni hafi verið einkar lagið að hafa stjórn á nem endum sínum, eins þótt baldnir væru eins og oft vill verða í og með. Kennarastörf Guðrúnar út af fyrir sig í hátt á þriðja áratug eru ærið starf, auk móður- og húsmóðurstarfanna. Hún giftist árið 1919 eftirlif- andi manni sínum, Jóhannesi Teitssyni verkstjóra og kennara og eignuðust þau fjóra sonu, sem allir eru á lífi, dugandi menn og vel metnir borgarar hér í bæ. Þeir eru: Björn vélstjóri, Magnús húsasmiður, Pétur trésmíðameist ari og Baldvin skrifstofumaður. Auk þess ólu þau upp eina fóst- urdóttur, Guðlaugu Árnadóttur, sem er búsett hér í Reykjavík. Þau Guðrún og Jóhannes flutt- ust frá Bolungarvík til Reykja- víkur árið 1941 og hefur hann gegnt hér síðan ýmsum eftirlits- og trúnaðarstörfum wð verklegar framkvæmdir. Árið 1954 fluttust þau að Hraungerði í Garðahreppi og hafa búið þar síðan. Þar undi Guðrún vel hag sínum og skapaði manni sínum vistlegt heimili. Guðrún var mannblendin kona og félagslynd. Lengi var hún rit- ari í kvenfélaginu „Brautin“ í Bolungarvík. Og marga góða ánægjustund átti hún í Kvæða- mannafélagi Hafnarfjarðar. Enn er ótalið það í lífsstarfi Guðrúnar, sem henni var hvað hugleiknast. Hún var skáldmælt vel, og liggur eftir hana mikið af ljóðum. Hún mun hafa byrjað snemma að yrkja. Hún orti all- mikið, þegar hún var í Kennara- skólanum og birti sum kvæði sín í skólablaðinu Örvár-Oddi. Árið 1933 gaf hún út kvæðabókina Ómar. Er sú bók uppseld fyrir löngu. Mikið er til óprentað af kvæðum hennar, og er mér kunn ugt um, að hún hafði hug á því nú á síðari árum að gefa út ljóð sín. En ekki var það komið til framkvæmda, þegar um skipti fyrir henni. Ljóð hennar eru lipur og þýð, mótuð af því sama, sem ég hygg, að hafi ráðið mestu í lífsviðhorfi hennar öllu, fölskvalaus ást á öllu því, sem gott er og fagurt í tilverunni. Með línum þessum vil ég votta eftirlifandi manni hennar, son- um og fósturdóttur dýpstu samúð við fráfall hennar. Frcysteinn Gunnarsson. Jón Jónsson bóndi Birkibóli, áttræður í DAG, 11. júlí, á Jón Jónsson, bóndi að Birkibóli, Borgarhreppi, Mýrarsýslu, 80 ára afmæli. í tilefni þessara tímamóta í ævi hans, vil ég senda honum örlitla afmæliskveðju. Jón hefur alið allan aldur sinn á æskustöðvunum. Hann fæddist á Valbjarnarvöllum og þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum, Jóni hreppstjóra Guðmundssyni og Sesselju Jónsdóttur, konu hans. Eftir fráfall þeirra, tók Guðmundur bróðir hans við jörð- inni og hjá honum dvaldist Jón um árabil. En fyrir tæpum 30 ár- um, þá kominn á sextugsaldur, færðist Jón það þrekvirki í fang, að stofna nýbýlið Birkiból í landi Valbjarnarvalla. Þar byggði hann lítið, en snoturt íbúðarhús, ásamt viðeigandi útihúsum, hóf ræktun landsins og hefur síðan búið þar litlu, en arðsömu og snyrtilegu bui, sem hefur blómgazt í hönd- um hans og orðið til fyrirmyndar á margan hátt. Þegar Jón hóf búskap sinn, réð ist Jórunn Jónsdóttir frá Skaga- nesi, Mýrdaþ V.-Skaft., ráðs- kona til hans, og hefur hún dval- izt þar síðan. Allir, sem til þekkja vita, hve samhent þau hafa verið við öll störf og ber snyrtimennsk an og myndarskapurinn utan húss og innan þar gleggstan vott. Gestrisni þeirra er orðlögð og þeim ógleymanleg, er hennar hafa notið, enda eru þau vinsæl og vinmörg. Á æskuárum varð Jón fyrir alvarlegu slysi, er hafði þær af- leiðingar að hægri hönd og hægri fótur krepptust og við það lamaðist starfsþrek hans að mikl- um mun. En æðruleysi og seigla eru Jóni í ríkum mæli í blóð bor- in, ásamt græskulausri glaðværð ► ~ og óbilandi bjartsýni. — Þessir sterku þættir í skapgerð hans hafa aldrei brugðizt honum, þótt oft blési á móti, heldur fleytt honum farsællega yfir örðugasta hjallann hverju sinni. Því getur Jón nú í dag litið til baka yfir langan starfsdag og glaðst yfir unnum sigrum liðinnar ævi, þar sem hann hefur séð svo margar af sínum óskum rætast. Jón, ég vil í dag senda þér mín ar innilegustu þakkir fyrir liðnar samverustundir og allt gott, sem liðin tíð geymir. Þótt ég nái ekki til þín, til þess að óska þér til hamingju með daginn, finn ég samt handtak þitt, hlýtt og traust. Og ég veit, að það hand- tak mun í dag ylja þínum fjöl- mörgu vinum og kunningjum um hjartaræturnar og fylla hug þeirra þakklæti fyrir það, að hafa átt þess kost að kynnast þér og notið samfylgdar þinnar á lífs leiðinnL Tómas Einarsson. I DAG verður til moldar borin frú Guðrún Magnúsdóttir, skáld- kona, sem lézt 2. þ. m., að Jósefs- systra-spítala, Hafnarfirði. Hún var fædd 15. september 1884 að Klukkufelli í Reykhóla- sveit, og ólst upp hjá foreldrum sínum. Mín fyrstu kynni af henni voru er hún var í Kennaraskól- anum, hýr og góð, vel skáldmælt og skemmtileg í alla staði. 19. ágúst giftist hún Jóhannesi Teitssyni, trésmíðameistara, og eignuðust þau fjóra syni, sem eru hinir mestu dugnaðar- og fyrir- myndarmenn. Eina stúlku ólu þau upp, sem þau reyndust eins og beztu foreldrar. v. Næst þegar fundum okkar frú Guðrúnar bar saman, var það í Bolungarvík við ísafjarðardjúp, og þá höfðu hún og aðrar ágætis konur þar, undirbúið stofnfund fyrir Sjálfstæðiskvennafélagið Þuríði Sundafylli og fannst mér ágætt að mega vera þarna hjá þeim meðan félagið var stofnað og dugnaður þessa félags er til mestu fyrirmyndar í einu og öllu, og mjög mikill styrkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þau hjónin áttu heima í Bol- ungarvik frá 1924—1941, þá fluttu þau til Reykjavíkur. Strax og Guðrún var komin hingað suður gekk hún í Sjálfstæðis- kvennafélagið Hvöt, og var þar styrk og góð félagskona, og til dæmis á hverjum afmælisfagn- aði færði hún félaginu mjög fög- ur, frumort ljóð. Ennfremur fór hún í sumarferðalög með okkur og var þar hrókur alls fagnaðar, því að hún kunni ógrynni af ljóð- um eftir ýmsa höfunda, sem hún fór með fyrir okkur. Þar á meðal Skúlaskeið eftir Grim Thomsen, sem hún fór með meðan við ók- um yfir Kaldadal, ásamt frum- ortum ljóðum eftir hana sjálfa. Eg óska manni hennar, sonum, tengdadætrum og fósturdóttur og allri fjölskyldu hennar alls hins bezta í lífinu. Frú Guðrún var mikil trúkona og dásamlegt að tala við hana um eilífðarmálin, og vona ég fast- lega að við eigum eftir að hittast á lífsins landi. Nú er þessi ágætis kona horfin sjónum okkar og ætla ég að láta fylgja þessum fáu og fátæklegu orðum síðasta af- mælisljóðið er hún orti til Sjálf- stæðiskvennafélagsins Hvatar, á afmælinu i marz í vetur sem leið. Kæra vinkona, vertu marg bless- uð með þakklæti fyrir allt og allt. María P. Maack. AfmæHsljóð 1963 til Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar Stefndu létt á ljóssins pól leystu allan vanda sjáðu af þínum sjónarhól sól til beggja handa. Vertu ávallt holl og heil hverju réttu máli, hopaðu aldrei hálf né veil hörðu beittu * stáli. Verndaðu blómin veik og smá vaxtaðu frelsins pundin brjóstvörn þína blessar þá borgin út við sundin. — Bezt að auglýsa i Morgunblaðinu — GÍSLI GUÐMUNDSSON: FERÐASPJALL VEGAKERFIÐ okkar hefur að moða hér syðra og er það þanizt mikið út á undanförn- geymt en ekki gleymt. um árum að kílómetratölu og Fyrir nokkrum árum síðan tilheyrandi yfirvöld eru ó- birti ég óskalista, í einu dag- spör á að hampa því. Sízt vil blaði borgarinnar um vegi, ég verða til að gera lítið úr sem mér fannst mikil nauðsyn því, sem gert hefur verið, en ^ ag fa sérstaklega vegna sum þó er mér samt ofar í huga arferðalaga. Það er mjög á- margt sem hefur verið van- nægjulegt að geta sagt að rækt eða látið ógert. Hvern- þessi óskalisti er nú að veru- ig stendur t.d. á því að ýmsir iegu leyti orðinn að veruleika mestu umferðarvegir landsins ega verður það á þessu og bæði í nágrenni Reykjavíkur næsta ári en hann var á og víðar, hafa verið látnir þessa leið: Hringakstur um standa að mestu óhreyfðir Suðurland. Búið er að gera þrátt fyrir það að umferð sumarveg um Lyngdalsheiði um þá hefur margfaldazt að fra Gjábakka til Laugarvatns tölu farartækja og ekki síð- og það er fögur leið; svo er ur þunga þeirra farartækja ágætur vegur hið efra um er um þá aka. Eins og um- Laugardal og Biskupstungur ferðinni er nú háttað er það að Geysi (gaman væri að fá tæplega forsvaranlegt að láta meg tímanum veg inn með brýr og önnur vegamanna- Brúará inn undir Brúarskörð). virki standa undir álagi, sem Á næsta sumri er svo væntan- þau voru aldrei gerð fyrir. Á legur hinn langþráði vegur, öllum helztu þjóðvegum lands fra Geysi beint austur yfir ins er tæpast hægt að þver- Tungufljót að Gullfossi. Svo fóta, ef svo má að orði kom- þarf nauðsynlega að laga veg- ast, fyrir fornfálegum brúm, jn um Brúarhlöð því Hreppa- stuttum ræsum, kröppum leiðin er afar skemmtileg. beygjum, hættulegum veg- Hringakstur um Suðurnes. köntum og ekki sízt afar lé- >ag vantar stuttan spotta frá legri framræslu. Um þessi Stafnesi suður á Hafnaveginn hættusvæði þeytast svo hundr sv0 ag hægt sé að fara hring uð fólksbíla á dag í kapp við um Garðskaga. Veginn frá 40-50 manna rútur og vöru- Höfnum suður að Reykjanes- bifreiðar, sem sumar hverjar vita þarf nauðsynlega að laga, eru töluVert yfir 15 tonn full- minnsta kosti að bera ofaní hlaðnar. Ég Vil aðeins leyfa hann. Hinn nýi OddsVegur mér að nefna eitt slíkt mann- frá -vitanum til GrindaVíkur virki, sem þegar hefur sýnt er allgóður og nú í sumar er merki um uppg'jöf og þreytu mér sagt að lokið verði við °g getur hvaða dag sem er veginn frá Grindavík um ís- valdið stórslysi, en það ér ólfsskála til Krýsuvíkur. Ég brúin yfir Fnjóská hjá Skóg- hlakka til að fara þá fornu um. Hvernig er hægt að bú- ieið. Hringakstur um Snæ- ast við því að þessi mjóa og fellsnes. Næsta sumar verður léttbyggða brú úr meira en væntanlega lokið við þennan hálfrar aldar gamallri stein- glæsilega hring með veginum steypu og þreyttu járni geti fyrir Ólafsvíkurenni, — en staðið undir farartækjum á ýmsar endurbætur eru mjög borð við frystibílinn, sem nauðsynlegar, svo sem nýjar flytur álinn frá Hornafirði til brýr á Haffjarðará og Núpá. Reykjavíkur (má vera að hann sé þó ekki þyngstur). íbúB (3-4 herbergi) Maður í góðri stöðu óskar eftir íbúð á leigu f. o. m. 1. okótber n.k. Skilvís greiðsla og góð umgengni. Tilboð merkt: „4 í heimili — 5133“ sendist afgr. Mbl. fyrir 20. júlí. — Einnig eru enn erfiðir kafl ar í Fróðárhreppi og Helga- Ekki bætir það úr skák að fellssveit og þó að Skógar- ef þessi brú skyldi bregðast strandarvegur hafi tekið mikl myndu allir þungaflutningar um stakkaskiptum eru þar þó til austurs frá Akureyri og að enn slæmir kaflar. — Svo austan teppast því núverandi þarf, sem fyrst að ljúka við brú hjá Dalsmynni er of mjó veginn norður Rauðamels- fyrir stærri farartæki og veg- heiði um Heydal. — Vegir í urinn að og frá brúnni frammi Borgarfirði. Nauðsynlegt er að í Fnjóskadal þolir ekki þunga fullgera veg um Svínadal yf- umferð. Aðra vandræða stað- ir Geldingardraga og yfir reynd get ég bent á í þessu Hestsháls. Einnig nýjan veg sambandi. Öll umferð til Aust upp Stafholtstungur inn Norð urlands liggur nú um Mývatns urárdal au^tan ár að brúnni sveit og austur yfir Jökulsá hjá Glitstöðum. Ég vil benda hjá Grímsstöðum. Frá Einars- ferðamönnum á skemmtileg- stöðum í Reykjadal og austur an hringakstur, sem nú er að Grímsstöðum má ségja að hægt að fara um Þverárhlíð um einungis einn veg sé að og svo einnig hringinn um ræða og ef hann teppist, eins Hvítársíðu, Kalmannstungu, og skeði í fyrri viku, orsak- Húsafell, Hálsasveit og Reyk- ar það meiriháttar umferðar- holtsdal. En sá vegur, sem tafir og öngþveiti. Það er því ég nú hefi efst á óskalista er mjög aðkallandi að koma á vegur upp með Jökulsá á góðu vegasambandi úr Mý- Fjöllum vestan ár að Detti- vatnssveit, helzt norður um fossi og svo þaðan suður á Hólsslandi til Reykjahverfis Austurlandsveg. Svo er það eða þá norður með Laxá að líka smá vegspotti upp með vestan. Þó ég hafi rætt hér Jökulsá á Sólheimasandi að um Norðurland er ekki svo skriðjökulssporðinum þar sem að skilja að ekki sé úr nógu áin kemur undan jöklinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.