Morgunblaðið - 13.07.1963, Síða 2

Morgunblaðið - 13.07.1963, Síða 2
2 1UORCVJSBL4Ð1Ð Laugardagur 13. júlí 1963 Samstaða Breta og Bandaríkjanna á þr íveldaráðstef nunn i í Moskvu FULLTRÚAR Bandaríkjanna og Bretlands á þríveldaráðstefnunni um bann við tilraunum með kjarnorkusprengjur, en ráðstefna þessi hefst í Moskvu á mánudag, hafa ræðst við í London í dag. Haft er eftir áreiðanlegum heim- ildum að fulltrúarnir hafi orðið ásáttir um sameiginlega stefnu og samstöðu á öllum sviðum. Formenn viðræðunefndanna, Minningorsjóður með 250 þús. kr. irnmlogi 1 Ásbjörn Ólafsson, stór- kaupmaðúr, hefir í dag stofn- að sjóð til minningar um föður sinn, Ólaf Ásbjarnarson frá Innri-Njarðvík, en í dag eru liðin 100 ár frá fæðingu hans. Ásbjörn stofnar sjóð- inn með 250 þús. kr. framlagi. Sjóðurinn verður í vörzlu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, en nánari ákvæði um ávöxtun og úthlutanir set ur stofnandi síðar með skipu- lagsskrá. þeir Averell Harriman aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Hailsham lávarður, vísinda- málaráðherra Bretlands, áttu fyrst hálftíma einkaviðræður, en síðan komu viðræðunefndirnar saman til sameiginlegs fundar. Harriman ræddi I dag við Mac- Ólögmæt prests- kosning á Húsavík Prestkosning fór fram í Húsa- víkurprestakalli síðastliðinn sunnudag. Atkvæði voru talin í skrifstofu biskups í gær. Um sækjendur um prestakallið voru 2, séra Bjöm H. Jónsson og Hreinn Hjartarson, cand theol. Á kjörskrá voru samtals 976, þar af kusu 381. Séra Björn M. Jóns- son hlaut 245 atkvæði, en Hreinn Hjartarson 134. Auðir seðlar voru 2. Kosningin var ólögmæt. Leitað að humar- miðum millan forsætisráðherra og Home lávarð, utanríkisráðherra. En á fimmtudagskvöld ræddi A. A. Soldatov, sendiherra Rússa í London, við Macmillan um álit Krúsjeffs á ýmsum alþjóðamál- um. Sendiherrann er nýkominn frá Moskvu. Samkvæmt brezkum heimild- um óska viðræðunefndirnar fyrst og fremst eftir samningum um al gjört bann við tilraunum. En fá- ist það ekki, eru nefndirnar sam- þykkar takmörkuðu banni, þ. e. banni við tilráunum í geimnum, í andrúmsloftinu og neðansjáv- ar, en ekki néðanjarðar. Viðræðunefndirnar hafa aðeins umboð til að semja um tilrauna- bann, en formenn nefndanna munu að sjálfsögðu nota tæki- færið til að kanna möguleika á samkomulagi um fleiri vandamál, svo sem ekki-árásarsamning milli Atlantshafs- og Varsjárbanda- laganna. Ekki hefur enn verið skýrt frá því í Moskvu hver verði for- maður rússnesku viðræðunefnd- arinnar, en talið er líklegast að það verði Valerian Zorin, að- stoðar-utanríkisráðherra, sem verið hefur formaður rússnesku nefndarinnar á 17 ríkja afvopn- unarráðstefnunni í Genf. Húsmunir bornir út úr húsinu við HeiðargerðL (Ljósm. Guðjón Sveinbjörnsson). Eldsvoði í gær RÉTT fyrir kl. hálffimm í gær- dag var slökkviliðið kallað að Heiðagerði 86. Þar var mikill eldur í einnar hæðar íbúðarhúsi úr timbri. Eldurinn var í tveim- ur herbergjum í norðurenda húss ins. Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins og hindra, að hann kæmist í suðurhlutann, en þar er stofa, eldhús og forstofa. Norðurherbergin gereyðilögðust að innan og allir húsmunir í þeim. Ekki er víst um orsakir eldsins.' Hann stafar ekki frá olíukyndingu, sem er í húsinu, en grunur leikur á útvarpstæki sem var í norðurendanum. Hlaut styrk fyrir námsárangur ISLENZKUR námsmaður, Vil- hjálmur Hjálmarsson, sem leggur stund á húsagerðarlist við „Edin- burgh Sohool of Architecture" hlaut ferðastyrk fyrir námsárang ur við skólaslit 28. júní. Þetta er um 120 sterlingspunda styrk- ur, „The Andrew Grant Travell- ing Scholarship*', og skal verja honum til 2ja mán. kynnisferð- ar um helztu borgir Vestur- Evrópu. Vilhjálmur hefur áður hlotið ferðastyrk úr sama sjóðL Gert við sáldarverksmiði" una og bryggfur á Ingólfs- firði í sumar Azkenasy á Akureyri VLADIMIR Azkenasy heldur tón leika á Akureyri í dag, laugar- dag. Verða tónleikarnir haldnir í Borgarbíói, og hefjast kl. 5 síð- degis. Þetta eru síðustu tónleikar Azkenasys hér á landi að þessu sinni. FUNDUR sáttasemjara ríkisins með aðiljum að deilunni um kaup og kjör verkfræðinga stóð til kl. 6 á föstudagsmorgun. án þess að samningar tækjust. Á sams konar fundi með skipa stniðum náðist samkomulag kl. 6 um morguninn. Var samið upp á Gzísku konungs- hjónin komin heim Aþenu og London, 12. júlí (AP- NTB) PÁLL Grikkjakonungur og Frederika drottning komu til Aþenu síðdegis í dag að lokinni þriggja daga heimsókn til Lond- on. Við brottförina frá London voru birtar kveðjuorðsendingar, sem þau skiptust á Páll konung- ur og Elisabet II. Bretadrottn- ing. í orðsendingu sinni segir Grikkjakonungur m.a. að hann telji að heimsóknin haf-i orðið til þess að efla verulega vin- áttuböndin milli þjóðanna. Þakk ar hann drottningu móttökurn- ar, og óskaði henni, fjölskyldu hennar og brezku þjóðinni frið ar og gæfu og gengis. Elisabet drottning segir í svari sínu að heimsókn grísku kon- ungshjónanna hafi orðið sér, brezku stjórninni og þjóðinni tii mikillar ánægju. Kveðst hún vona að vináttubönd þjóðanna eigi enn eftir að eflast Akranesi, 12. júlí. Humarbátar, 4 talsins, lönd- uðu hér í dag samtals 9 tonnum af humar. Aflahæstur var Ás- björn AK með 4 tonn, Ásmund- ur II., Hrefna EA og Sæfaxi með 1.5 tonn hver. Hér hefur verið norðanhvass í dag, og í morgun var hann mekktur á Skarðsheiðina. Bátarnir héðan hafa verið und- anfarna daga að leita sér að nýj- um humarmiðum, aðallega vestur við Jökul. — Oddur samtals 13% kauphækkun (5 + 7%). Samningafundur deiluaðilja um kjör rafvirkja var haldinn á fimmtudag, án þess að samningar tækjust, en í gær hófst fundur aftur kl. 16, og á ellefta tímanum í gærkvöldi samdist um samtals 13% kauphækkun (5 + 7%). Gild ir sú hækkun frá og með degin- um í dag. Kl. 16 í gær hóf sáttasemjari fund með deiluaðiljum um kaup og kjör verkamanna og kvenna á Akranesi. Kl. 21 hófst fundur með deiluaðiljum um kaup og kjör múrara í Reykjavík. Stóðu þeir fundir báðir enn, þegar Mbl. fór í prentun. MBL. ræddi í gær stuttlega við þá útgerðarmennina Geir Thorsteinsson og Beintein Bjarnason, en þeir hafa í mörg ár rekið fyrirtækið Ingólfur h.f. sem rak og á síldarverksmiðjuna á Ingólfsfirði á Ströndum. Þeir hyggjast í sumar gangast fyrir töluverðum viðgerðum á verk- smiðjunni, húsum og bryggjum og mun sú fjárfesting nema um hálfri milljón króna. Ingólfur h.f. rak síldarverk- smiðjuna 1944 og var hún þegar stækkuð árið eftir og var þar síldarvinnzla í nokkur ár. Fyrir nokkrum árum var helmingur verksmiðjunnar seldur til Seyð- isfjarðar, en afköst verksmiðj- unnar á Ingólfstfirði eftir þá sölu mun vera um 2500 mál á sólarhring. Húsakostur nyrðra er góður og rúmur, þrátt fyrir margra ára notkunarleysi vegna hráefnis skorts. Þar er verksmiðjuhús úr steinf mjölhús fyrir um 10 þús- und mála afköst. Þá er þar lýs- istankur úr steini, sá eini á land- inu og tekur hann u.þ.b. 2500 tonn af lýsi. Á Ingólfsfirði eru tvær bryggj ur, löndunarbryggja og hafskipa- bryggja. Á löndunarbryggjunni eru tveir löndunarkranar, sem geta landað 1000 málum af síld á klst. við góð skilyrði. Þar er einnig húsrými fyrir um 120 manns. Á Ingólfsfirði búa nú um 20 manns, þar af tveir eftirlits- menn með, verksmiðjunni. Þar hefur verið rækjuvinnsla í vetur og er þar einn rækjubátur. Þeir Geir og Beinteinn sögðu að nauðsynl. gæti verið og hagkv. að hafa þarna verksmiðju, ef síldin fer að færa sig vestar. Hafa þeir mikinn hug á því, að hægt verði að notfæra þessa verk smiðju. UNDANFARIÐ hefur dvalið í Reykjavík viðskiptanefnd frá Póllandi til að semja um við- skipti landanna fyrir tímabilið 1. okt. 1963 til 30. sept. 1964 á grundvelli viðskiptasamnings, Lík Lárusar á Stekkum fundid Á FIMMTUÐAGSKVÖLD voru menn úr Ölfusi að leita að líki Lárusar Gíslasonar, bónda á Stekkum, sem drukknaði í Ölfusá 15. júní sl., þegar hann var að setja grjót í laxakláf á móts við Sandvík. Leitarmenn fundu lík Lárusar heitins á eyrum í miðri á, á milli Kaldaðarness og Arnar- bælis. Snjóar nyrðra KULDAKAST hefur verið nyrðra í gær og fyrrinótt. Víða hefur snjóað í fjöll, allt ofan í miðjar hlíðar. í gær var kalsaveður fyr ir norðan, rigning eða súld, og slydduél í Grímsey og á Gríms- stöðum á Fjöllum. sem undirritaður var í Varsjá 18. nóv. 1949. Samkvæmt vörulistum, sem nú hefur verið samið um, er gert ráð fyrir, að ísland selji, eins og áður, saltsíld, frysta síld, fiski- mjöl, lýsi, saltaðar gærur, auk fleiri vara. Frá Póllandi er m.a. gert ráð fyrir að kaupa kol, vefn- aðarvörur, efnavörur, sykur, timbur, járn- og stálvörur, vélar og verkfæri búsáhöld, skófatnað, kartöflur og aðrar matvörur, auk fleiri vara. Gert er ráð fyrir um 20% aukningu í viðskiptum land anna frá því sem var á siðasta samningstímabili. Af íslands hálfu önnuðust þessa samninga dr. Oddur Guð- jónsson, viðskiptaráðunautur, Pét ur Pétursson, forstjóri, Yngvi Ólafsson, deildarstjóri, Björn Tryggvason, skrifstofustjóri, Gunnar Flóvenz, forstjóri og Ulfur Sigurmundsson, fulltrúi. Bókun um framangreind við- skipti var í gær undirrituð af utanríkisráðherra. Guðmundi f. Guðmundssyni og Mr. Michal Kajzer, forstjóra í utanríkisverzl unarráðuneytinu í Varsjá. (Frá utanríkisráðuneytinu). í Rauðu bókinni, leyniskýrslum SÍA, segja kommúnistar frá hinni hörðu valdabaráttu, sem stöðugt geisar innan flokks þeirra. -^- í Rauðu bókinni, leyniskýrslum SÍA, lýsa kommúnistar ástandinu í kommúnistaríkjunum — þeim þjóðfélagsháttum, sem þeir vilja koma á hér á landi. -^- Aðeins hluti skýrslnanna hefur áður birzt. -^- Nákvæm nafnaskrá fylgir bókinni. Lesið Rauðu bókina, og þér munuð skilja, hvers vegna Einar Olgeirsson krafðist þess að leyni skýrslurnar yrðu brenndar. -^- Rauða bókin er 275 bls., en kostar aðeins 92.70 kr. — Bókin fæst hjá bóksölum um land allt Samið nð rafvirkfa og skipasmiði á gær Aukin viðskipti við Póllond

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.