Morgunblaðið - 13.07.1963, Side 12

Morgunblaðið - 13.07.1963, Side 12
12 MORGVISBLAÐIÐ Laugardagur 13. ]úlí 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. "Ritstjórn: Aðs.istræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. A GREINING UEINN ENDURSPEGLAST HÉR Á LANDI lTin alvarlega og illvíga deila rússneskra og kín- verskra kommúnista hefur einnig náð inn í raðir ís- lenzkra kommúnista. Kemur það vissulega ekki á óvart, því að áhrifa hennar hefur að undanförnu gætt í vaxandi mæli innan allra kommún- istaflokka heimsins. Enn hafa ekki átt sér stað neinar öpinberar umræður meðal kommúnista hér á landi um þessa örlagaríku deilu, svo að allerfitt er að mynda sér hugmynd um styrkleika hvors hinna and- stæðu sjónarmiða innan flokksins. Reyna foringjar Kommúnistaflokksins vafa- laust í lengstu lög að koma I veg fyrir slíkar opinberar umræður innan hans, eins og um önnur viðkvæm deilu- mál innan hinnar alþjóðlegu kommúnistahreyfingar, svo sem deilu Rússa og Júgóslava á sínum tíma, Stalínsmálið og Ungverjalandsmálið. Kommúnistaflokkurinn hér á landi er að erfðavenju sovétsinnaður, og forystu- menn hans hafa frá upphafi litið á rússneska komm- únistaflokkinn sem sjálfkjör- inn forystuflokk hinnar kommúnísku heimshreyfing- ar. Þrátt fyrir það hafa þó alltaf verið menn innan hans, sem verið hafa hvikulir í stuðningnum við sovétleið- togana. Þannig var nokkur hópur manna innan flokksins, sem fylgdi Júgóslövum að málum í deilu þeirra við Rússa, þótt hann væri að vísu ekki ýkja fjölmennur. Sömu- Ieiðis fer því fjarri, að allir íslenzkir kommúnistar hafi getað sætt sig við dóm Krús- jeffs og annarra sovétleið- toga um hið foma átrúnaðar- goð þeirra, Stalín, og m. a. s. menn í forystuliði flokksins telja Stalín enn hinn mesta speking og sómamann. Og þegar Rússar brutu á bak aft- ur með vopnavaldi þjóðbylt- inguna í Ungverjalandi lenti flokkurinn í mjög alvarlegum erfiðleikum vegna andúðar mikils hluta óbreyttra kjós- enda hans á atferli Rússa, en þá stóðu forystumenn flokks ins einhuga að baki Rússum. Þegar þetta allt er haft í huga og hin harða valdabarátta og mikla togstreita, sem hrjáð hefur Kommúnistaflokkinn í vaxandi mæii á undanförnum árum, þarf það ekki að koma mjög á óvart, þótt nú hafi •komið í ljós, að skiptar skoð- ' anir eru meðal íslenzkra kommúnista á deilu. hinna rússnesku og kínversku kommúnistaleiðtoga. Til þessa hefur málgagn Kommúnistaflokksins, „Þjóð- viljinn“ aðeins birt fréttir af ágreiningi Rússa og Kínverja, en gætt þess að taka ekki af- stöðu til deilu þeirra. Formað- ur flokksins, Einar Olgeirs- son, hefur einnig upplýst, að flokkurinn hafi ekki tekið af- stöðu til deilunnar, en fylgist hins vegar vandlega með henni. Er þetta í samræmi við fyrri afstöðu flokksins, en hann hefur yfirleitt hliðrað sér hjá að blanda sér opinber- lega inn í innbyrðis átök kommúnistaflokkanna, þó að hins vegar hafi sjaldnast farið á milli mála, hvaða aðili hafi notið samúðar flokksforyst- unnar og meirihluta flokks- manna. HVER VERÐA ÁHRIF DEILUNNAR ? ¥ grein, sem birtist hér í blað- ■*• inu í gær, var á það bent, að svo virtist vera sem út- gáfufyrirtæki Kommúnista- flokksins, Mál og menning og Heimskringla, séu höfuðvígi þeirra kommúnista hér á landi, er fylgja Kínverjum að málum í deilu þeirra við Rússa. Kunnugt er að aðal- ráðamaður þeirra, Kristinn E. Andrésson, hefur um nokk- urra ára bil verið mjög hand- genginn kínverskum komm- únistum, en hann hefur lengi haft veruleg áhrif innan flokksins. Á seinni árum hef- ur Kristinn gert sér mjög tíð- förult á fund kínverskra sendi manna í. Kaupmannahöfn, enda á hann meðal þeirra góða vini, að eigin sögn. Greinilegt er af bók þeirri, sem hann skrifaði eftir boðs- ferð til Kína fyrir fáeinum ár- um, að hann er mjög hrifinn af kínverskum kommúnist- um og leiðtogum þeirra. Kall- ar hann t.d. helzta foringja þeirra, Maó Tse-tung „foringj ann, sem leitt hefur kín- versku þjóðina aftur fram í dagsljósið“, og um kínversku kominúnistahreyfinguna not- ar hann ekki vægari lýsingu en „samkór fagnandi lífs á jörðu“. Það er því ekki nema eðlilegt, að kínverskir komm- Bræðslusíldveiði Norðmanna SÍLDVEIÐI Norðmanna við ísland, 'ianda norskum síldar- bræðslum, byrjaði þegar 12. júní í ár. Fyrstu skipin gátu haldið heim fullhlaðin eftir aðeins 2—3 daga veiði á mið- unum. Fyrsti farmurinn var afhentur í bræðslu í Kristian- sund 17. júní, en í fyrra ekki fyrr en 24. júní. Skipin nota herpinót og nótabáta. íslenzka hringnótin með kraftblökk er ekki orðin algeng ennþá hjá norskum síldarskipum við ís- land. Herpinót með bátum og kringum 20 manna áhöfn á skipi hefur fengið hefð eftir mörg góð veiðiár við Noregs- strendur, og ef herpinótin skil ar jafngóðum árangri eins og í fyrra og hittifyrra framveg- is, er þess vart að vænta að hraði verði á breytingu á veiði aðferðinni. Norsk bræðslusíldarveiði við fsland hófst vorið 1957, eftir að vetrarsíldveiðin við Noreg hafði brugðizt vonum. Vetrarsíldveiðin hafði verið árviss í heilan mannsaldur og eftir því sem nýtízku veiðiað- ferðir voru teknar upp — sér- staklega eftir síðari heims- styrjöld, fór aflinn sívaxandi. Metárið 1956 veiddust 12,3 millj. hl. af síld og var and- virðið frá fyrstu hendi 260 milljón n. kr. Þá var herpi- nótaflotinn nær 600 skip, rek- netabátarnir kringum 2000 kringum 30.000 manns tóku þátt í veiðunum. Aflabrestur- inn 1957, en þá veiddust 8.5 milljón hl., kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, en þó versnaði síðar. Árið 1958 varð vetrarsíldaraflinn aðeins 3,7 milljón hl., og nú var auðséð að það var sjálf undirstaðan — síldarstofninn — sem hafði brugðizt. Síðasti góði síldar- árganguriinn var frá 1950 og það var hann sem réð metafl- anum 1956. Reynslan sann- færði fiskimenn og yfirvöld um að nauðsyn bæri til að Eftir Skúla Skúlason taka upp aðra veiði til þess að bæta upp horfna vetrar- síldveiði. Og nú hófst bræðslu síldarveiði Norðmanna við ís- land. Árið 1957 voru það aðeins fá skip sem tóku þátt í þess- um veiðum og aflinn varð að- eins 64.000 hl. Þetta var ekki mikil búbót, en tilraunin sýndi að það var mögulegt að stunda herpinóttaveiði svona langt undan og flytja aflann til Noregs. Árið eftir héldu 108 herpinótaskip á íslands- mið og aflinn varð alls 650 þús. hl. árið 1960, 956 þús. hl. árið 1961 og í fyrra rúmlega 1.5 milljón hl. Meðalafli snurpinótaskipanna var kring um 3.600 hl. árið 1959, árið 1960 var hann 5.800 hl. og 1961 kringum 10.750 hl. En í fyrra varð meðalaflinn kring- um 12.600 hl. Fáein herpinótaskip reyndu í fyrra hringnót og kraft- blökk og gekk fremur vel, þó að þau skiljanlega fengi lægri meðalafla en með herpinót- inni, meðan menn voru að venjast nýju aðferðinni. í ársskýrslu „Islandsfiskernes Forening“ fyrir 1962 segir m.a. að þróunin muni smámsaman stefna í áttina að kraftblökk- inni, þó að Norðmenn, gagn- stætt íslendingum, verði að hafa síldarskipin»stór, svo að þau geti siglt með síldarafl- ann yfir opið, veðrasamt haf. Eigi má skilja þetta svo, að öll norsk herpinótaskip sigli heim með aflann sjálf. Síldar- bræðslurnar hafa komið sér upp sameiginlegri skrifstofu, sem sér um flutning á síld fyr- ir þau skip, sem vilja losna við aflann á miðunum til þess að hafa meiri tíma til veið- anna. í fyrra veiddu alls 120 herpinótaskip síld við fsland, af þeim .settu 58 afla sinn í flutningaskip. Stundum vant- aði flutningaskip, þó að skrif- stofan hefði 21 skip í förum til flutninganna. Ennþá er ekki fyllilega ljóst hve mörg norsk herpinótaskip taka þátt í bræðslusíldveið- inni við ísland í sumar. Hefur verið talað um 150—160 skip. Svo er að sjá sem að minnsta kosti helmingur skipanna geri ráð fyrir að flytja síldina til hófst höfðu aðeins 57 skip Noregs sjálf. Þégar veiðin flutningskap en 58 kváðust óskað að fá aflanum komið í mundu sigla til Noregs með aflann. Þá haffl skrifstofan samið við 18 flutningaskip og ráðgerði að bætd nokkrum við. Samkvæmt samningum áttu fyrstu flutningaskipin. að vera komin á miðin 15. júní. Það mun hafa komið bæði fiskimönnum og útgerðar- mönnum á óvart að síld fór að veiðast jafn snemma og hún hefur gert nú. Þegar fréttirnar um góða aflann bár ust til Noregs,- 13.—14. júní, fóru þeir sem ekki voru ferð- búnir að flýta sér. Þegar líður að Jónsmessu; munu siðustu skipin verða komin á miðin, og fæst þá nokkurn veginn yfirlit yfir þátttökuna. Þessi veiði við ísland hefur verið síldarbræðslunum mikil blessun. Áður fengu þær að jafnaði mikið magn af vetrar- síld, því að um 80% af veið- inni fór í bræðslu. En síðustu þrjú árin hefur svo að segja ekki verið um vetrarsíld að ræða, og verksmiðjurnar hafa flestar verið aðgerðalausar. Þ( að Íslandssíldin sé ekki jafn mikil og bræðslurnar fengu áður af vetrarsíldinni, nægir hún þó til þess að verja vélarnar hrörnun. Alls eru það 26 síldarbræðslur, sem munu taka við blessaðri ís- landssíldinni í ár. únistar hafi trúað Kristni manna bezt fyrir því að hafa yfirumsjón með dreifingu á áróðri þeirra hér á landi. Hef- ur Heimskringla nú um nokk urt skeið séð um útgáfu á hinum svokölluðu „fréttatil- kynningum frá sendiráði kín- verska lýðveldisins í Dan- mörku“, sem að miklu leyti hafa verið árásir á afstöðu rússneskra kommúnista. Fyr- ir nokkrum dögum dreifði Heimskringla m.a.s. hinu harðorða bréfi Kínverja til Rússa frá 14. júní sl., og hafa kommúnistar sennilega sjald- an eða aldréi hraðað eins út- gáfu nokkurs rits hér á landi, og bendir það vissulega til þess, að mikið sé talið við liggja. í viðtali við Morgunblaðið sagði Einar Olgfeirsson, að ekki hefði orðið vart við, að þeir flokksmenn hans, sem fylgja Kínverjum að málum, hafi með sér skipulögð sam- tök, en vafalaust nytu þeir fylgis einhverra einstaklinga innan flokksins. Hér er áreið- anlega ekki of sterkt að orði kveðið, enda eru Kína-komm únistar sennilega miklu sterk ari innan Kommúnistaflokks- ins en e.t.v. Einar og sjálfsagt allur almenningur gerir sér grein fyrir, ekki sízt meðal menntamanna og ákveðins hluta af yngri mönnum flokks ins. En þrátt fyrir það njóta sovétleiðtogarnir meiri stuðn- ings, bæði meðal forystu- manna flokksins og óbreyttra flokksmanna. / þessu stigi er að sjálf- sögðu erfitt að segja fyrir um það, hvalTa áhrif deila Rússa og Kínverja muni hafa á ís- lenzka kommúnistaflokkinn í náinni framtíð. Heldur ér þó talið ólíklegt, að í bráð muni magnast miklar deilur um þetta efni innan flokksins, enda vissulega ekki á ágrein- ingsefnin bætandi. Hitt er jafnvíst, að skiptar skoðanir eru innan flokksins um deilu Rússa og Kínverja og sá skoð anaágreiningur mun halda á- fram, en sjálfsagt mun sú stefna, sem deilan tekur á al- þjóðlegum vettvangi, ráða miklu um það, í hve ríkum mæli ágreiningurinn endur- speglast hér á landL Tekkneskur nómsstyrkur TÉKKNESK stjórnarvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til átta mánaða háskólanáms I Tékkóslóvakíu námsárið 1963—« 64. Styrkurinn nemur 700 tékk» neskum krónum á mánuði, kennslugjöld eru engin, og styrk- þega verður séð fyrir húsnæði og fæði í stúdentagarði með sömu kjörum og tékkneskir stúdentar njóta. Ætlazt er til, að styrkþegi komi til Tékkóslóvakíu eigi siðar en 1. september nk. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Stjórnarráðshúsinu vi3 Lækjartorg, fyrir 6. ágúst nk. og fylgi staðfest afrit prófskírteina, svo og meðmæli. Umsóknareyðublöð fást f menntamálaráðuneytinu. (Frá menntarr.álaráðuneytinu) Syndið 200 metrana

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.