Morgunblaðið - 17.07.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.07.1963, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 17. júli 1963 MORCVMBLAÐ1Ð II iiínaðarsamband Kjalarnesþings Postudagirun 3. mad 1963 Jiétt Búnaðarsamband Kjal- arnesþings aðalfund sinn að Hlégarði í Mosfellssveit. Formaður sambandsins Jóhann Jónasson, Sveinskoti, setiti fund- inn og bauð fundarmenn vel- komna til starfa. Hann minntist síðan með nokkruim orðum tveggja manna er látist höfðu á árinu, þeirra Gísla Gunnarsson- ar kaupm., Hafnarfirði, sem um langt ára.bil hafði verið fulltrúi Hafnfirðinga á aðalfundum sam- bandisins og Magnúsar Einars- sonar búfræðikandidats, er tekið hafði við ráðunautsstarfi hjá samibamdinu á s.l. ári, en fórst af slysförum í janúar í vetur. Fundarmenn vottuðu minningu hinna látnu manna virðingu með því að rísa úr sætum. Formaður flutti síðan skýrslu stjórnarinnar um starfsemi sam- bandsins á árinu, og gat þesss meðal annars að Pétur Hjálms- son, sem áður hafði verið ráðu- nautur sambandsins um nokkurt órabil, væri, nú ráðinn aftur til sambaindsins í s>tað Magnúser heitins Einarssonar. Af öðrum málum, sem um getur í skýrslu formanns, mætti nefna, að sambandið sá um dreií- ingu áburðar á afréttarlönd sam- bandsvæðisins á s.l. ári, alls var dreift 29 tonnum af áburði. Kostn eður við dreifinguna var 100 þús. krónur. Þar af greiddi Sand- græðsla ríkisins 50 þús. krónur, en hinn hlutinn af upphæðinni, var framlag búnaðarféiaga, eveitarsjóða, sýslusjóða, bæjar- ejóða og f járeigenda á sambands- svæðinu. Til þess að framikvæma þessa dreifingu varð að búa til tvo flugvelli, sem kostuðu rúm- ar 16 þúsund krónur, en sá feostnaður var greiddur úr sjóði samibandsins. í>á gat formaður þess að áætlað væri að gera tvo flugvelli til viðbótar á Kjalar- nesi og í Kjós, til þess að hægt yrði að koma við áburðardreif- ingu á öllu sambandssvæðinu. Formaður gat þess, að stjórn sambandsins hefði fest kaup á íbúðarhúsi í Lágafellslandi í ná- grenni við verkstæði sambandsins og væri það ætlað til iibúðar verkstæðisformanni, eða öðrum stairfsmanná sam'bandsins elár þvi sem ástæður þættu tiL I>á lagði Kristófer Grimsson framkv.stj. sambandsins fram endurskoðaðan reikning sam- bandsins og voru niðurstöðu- tölur hans kr.394.744.04, hagn- aður á árinu var rúm 85.000.— krónur. Á fundinum mætti Jóhannes Eiríksson ráðunautur Búnaðar- félags íslands og ræddi um breytingar á tilhögun kúasýn- inga, sem fyrirhugaðar eru á sambandssvæðinu í sumar. í skýrslum ráðunautanna kom fram að jarðræktarframkvæmd- ir á árinu hefðu orðið með minna móti, hinsvegar hafði þeim kúm sem sæddar voru á árinu fjölgað nokkuð frá því sem var á árinu á undan. Fjórar nefndir störfuðu á fund inum og skiluðu allmörgum til- lögum um ýmis áhugamál bænda og voru þessar helstar. 1. Aðalfundur Biúnaðarsam- bands Kjalarnesiþings hald- inn að Hlégarði 3. maí 1963, beinir því til Framlelðsluráðs landbúnaðarins að búnaðar- málasjóðsgjald af gróðurhúsa- afurðum, grænmeti og eggj- um, verði innheimt svo sem mögulegt er og jafnt af þeim, ísíendingar erlendis VEGNA greinar Valdimars Krist- jnssonar í Morgunblaðinu sl. sunnudag, langar mig að gera ör- litla athugasemd. Það er auðvitað rétt að margir burtfluttir íslend- ingar og niðjar þeirra sýna gamla landinu litla ræktarsemi og of margir hverfa því að mestu eða öilu leyti. En um hið gagnstæða eru einnig fjölda mörg dæmi. Af hverju heldur V. K. að t.d. hin drengilega þátttaka Vestur-ís- leiidinga hafi verið, þegar Eim- skipafélag íslands var stofnað? Finnur fslendingur, sem fer víða um önnur lönd og rekst þar ©ft á íslenzkt fólk, fullt af rækt- arsemi til íslands, engan yl af ís- lenzku þjóðerni, þegar hann mæt ir þar sínum samlöndum, sem hafa rutt sér þar braut til góðrar veimegunar, en eru þó enn fullir ef tryggð og ást á gamla landinu sínu? Þannig hefur sá er þetta skrifar fundið íslendinga í öllum heimsálfuniun, sem hefur verið að finna, þótt langflestir hafi þeir verið í N-Ameriku. En sam- eiginlega þjóðernið hefur jafnan verið aðalsamtengingaraflið. Sumar þjóðir gera mikið að þvi að auka og viðhalda sam- bandi burtfluttra sona og dætra eíns eigin lands. Þar framarlega eru t.d. Norðmenn, er hafa fé- lagssamband milli Norðmanna um allan heim. — Þá er oft við- brugðið ræktarsemi og sam- heldni Þjóðverja í víðri veröld um mál og menningu. í byggð- um Þjóðverja í Suður-Brasilíu og Chile komst ég að því, að þeir þýzkættuðu þar töluðu þýzku engu lakara en forfeður þeirra hefðu gert, sem fluttu þangað euður fyrir 100 árum. Þó að ís- lendingar, sem fyrst fluttu til N- Ameríku fyrir meira en hundrað árum séu nú að mestu búnir að tapa íslenzku máli, sem þeim hef- ur heldur aldrei verið rétt nein hjálp til að halda við, þá trúi ég varla öðru en að V. K. þætti hress andi að vera í elzta kauptúni ís- lendinga vestanhafs meðal 350 myndarlegs fólks, sem enn telur sig íslendinga þar. En þeim er stolt og heiður að varðveita þar sum íslendings einkenni, sem þetta fólk telur sína fátæku for- mæður og forfeður hafa fært með sér heiman frá íslandi. Og enn fjarlægari ættartengsl varðveitast t.d. á milli íslendinga og Norðmanna. Sá, er þetta rit- ar, hefUr ekki orðið var við í nokkru landi heimsins, að íslend-. ingum væri jafnhlýléga og inni- lega vinsamlega tekið eins og yfirleitt í Noregi. Nei, ættar- tengslin haldast víða lengur en gert er ráð fyrir, a.m.k. af þeim, er sjá ofsjónum yfir að 2. og 3. ættlið vestan um haf sé óþarf- lega vel tekið, þegar þeir koma heim í stutta heimsókn til frænda sinna. Sök vor heima fslendinganna er oft mikiþ að halda minna við en vér gætum ættar- og þjóð- ernistengslum við frændur og vini í fjarlægð. Kuldayrði eins og í áður- nefndri grein: „Það skiptir ís- lenzku þjóðina litlu máli hvort ís- lenzkan hjarir í Vesturheimi nokkrum árum lengur eða skem- ur“, ættu helzt ekki að heyrast, né kuldaorð um samlanda okkar, sem koma í heimsókn af ræktar- semi við gamla Frón. Veri Vestur-íslendingar alltaf velkomnir heim til fsiands. Vigfús Guðmundsson. ®eim selja utan við söhisam- tök fraimleiðenda. 2. Aðalfundurinn samiþykkir að sambandið veiti viðurkenn- ingu á 1. verðlaunagripum á sýninguim á samibandssvæð- inu t. d. með heiðursskjali. Einnig árituðum skildi, seim farandgrip, handa bezta grip í hverri búgrein. 3. Aðalfundur Búnaðarsaon- bands Kja.lamesþings lýsir yfir að gefnu tilefni að nauð synlegt sé að brýna fyrir sveitarstj órnum á sambands- svæðinu að fylgjasit vel með fénaðanhöldum og forða- gæzlu . 4. Aðalfundur Búnaðarsam- bands Kjalarnesþings beinir þvi til hreppabúnaðar- og fjáreigendafélaga á sam- bandssvæðinu, seim grund- velli fyrir fjáröflun til áburð- ardreifingar og ræktunar á afréttar og beitilöndum, að fjáreigendum verði gert að greiða krónur 2.00 á hverja vetrarfóðraða kind, er renni til þessarar starfseimi á veg- um búnaðarsambandsins. Ennfremur að hreppabún- aðarfélögin styrki starfsotmi þessa með árlegu fjárfram- lagi og leiti aðstoðar sveitar- og bæjarsjóða í sama skyni. Þá var einnig samþy’kkt áskor Un á stjóm sambandsins um að beita áhrifum sínum til þess að glæða áhuga manna fyrir auk- inni framræslu og reyna að finna leiðir, sem létti fyrir mönnum framræslukostnaðinn. Allar þessar tillögur, sem hér eru greindar og nokkrar fieiri, voru bornar fram af nefndum og voru yfirleitt samþykktar af fundinum með samhljóða at- kvæðurn. Auk þess komu fram tvær til- lögur, undirritaðar af nokkrum fulltrúum, sem nefndirnar höfðu ekkj orðið sammála um, voru þær samþykktar af fulltrúunum með nokkrum atkvæðamun. Á fundinum var tekin upp sú nýlunda að teknar voru á segul- band raddir nokkurra fundar- manna, sem um langt árabil hafa átt sæti á aðalfundum sam- bandsins eða starfað að máhnm MIKIÐ hefnr veriff gert á ísa- firði undanfarið til að bæta aðbúð ferðamanna. Hjálpræð- isherinn hefur lengi rekið þar gistihús, en auk þess eru þar nú tvær ágætis matsölur, Eyrarver og Mánakaffi. Á báðum þessum stöðum fæst prýðis matur og furðu ódýr. Þá eru á ísafirði tvær bíla- leigur, þar sem fá má nýjar Völkswagen bifreiðir til að skreppa um Vestfirðina. Ein nýjungin enn bættist við i sumar þegar tveir ungir menn keyptu sér braðbát, sem þeir leigja út. Báturinn er úr plasti, búinn 25 hesta utan- borðsmótor, og fieyta kerling ar á Skutulsfirðinum Hefur báturinn náð miklum vinsæld- um á ísafirði, bæði hjá heima- mönnum og ferðamönnum. Þegar meðfylgjandi mynd var tekin, voru fjórir Reykvik- ingar i skemmtisiglingu. ViS stýrið situr Magnús Blöndal Jóhannsson tónlistarmaður, en með honum eru leikarar frá Leikfélagi Reykjavikur þau Guðrún Ásmundsdóttir, Steindór Hjörleifsson og Karl Sigurðsson. Námskeib fyrir myndlistarkennara þess. Úr stjórninni gengu eftir hlut- kesti Ólafur Andrésson og Einar Halldórsson, en voru báðir end- urkjörnir. Stjórnina skipa nú: Jóhann Jónas®on, Sveinskoti; Björn Kcwi ráðsson, Vifilsstöðuim; Einar Ólafsson, Lækjarhvammi; Ólaf- ur Andrésson, Sogni; Einax Hall- dórsson, Setbergi. ATHUGIÐ 1 að borið saman við útbreiðslu er luii gtum ódyrara að auglysa * Morgunblaðinu en öðrum bloðum. NÁMSKEH) fyrir myndlistar- kennara verður haldið i Handiða- og myndlistaskólanum 20.—29. sept. 1963 á vegum Handíða- og myndlistaskólans, Félags ís- lenzkra myndlistarkennara og Fræðslumálastjórnarinnar. A námskeiðinu mun Kurt Zier skólastjóri flytja fjögur erindi um sálfræðilegan og uppeldis- fræðilegan grundvöll listkennslu. Sá háttur verður hafður á að fyrst verða flutt fremur stutt er- indi með skuggamyndum og síð- an verða almennar umræður um efni fyrirlestursins. Efni fyrirlestranna fjalla um: 1. Þróun barnateikninga á íyrstu sex árunum. 2. Þróun teikninga 7—12 ára barna. 3. Vandamál listkennslunnar á gelgjuskeiðinu. 4. Þróun listar á æskuárunum. Þá verða einnig erindi og um- ræður um kennslufyrirkomulag, verkefnaval, fjölbreyttari vinnu- aðferðir, tækni og föndur fyrir yngstu nemendur barnaskólanna. Gert er ráð fyrir að erindaflutn- ingur fari fram frá kl. 9—11 dag hvern, en frá kl. 14-18 er gert ráð fyrir sýnikennslu og kennslu- fræðilegum æfingum. Fyrirhugað er að fá erlendan uppeldisfræðing í listkennslu til þátttöku í námskeiðinu, en enn e óráðið hver verður fyrir val- inu. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Handíða- og mynd- listaskólans, Skipholti 1. Þátt- tökutilkynningar sendist Hand- íða- og myndlistaskólanum, Skip holti 1, fyrir 1. sept. nk. Allar nánari upplýsingar veita skóla- stjóri Handíða- og myndlista- skólans Kurt Zier, simi 1 98 21, og Þórir Sigurðsson, Vesturbrún 6, sími 3 63 59. HKK ★ Aðeins hluti skýrslnanna hefur áður birzt. Rauða bokin er 275 bls., en kostar aðeins SI2.7U kr. — Bókin fæst hjá bÓKsölum um iand allt í Rauðu bókinni, leyniskýrslum SÍA, segja kommúnistar frá hinni hörðu valdabaráttu, sem stöðugt geisar innan flokks þeirra. + í Rauðu bókinni, leyniskýrslum SÍA, lýsa kommúnistar ástandinu í kommúnistaríkjunum — þeim þjóðfélagsháttum, sem þeir vilja koma á hér á landi. Ar Nákvæm nafnaskrá fylgir bókinni. ★ Lesið Rauðu bókina, og þér munuð skilja, hvers vegna Einar Olgeirsson krafðist þess að leyni skýrslurnar yrðu brenndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.