Morgunblaðið - 17.07.1963, Page 14

Morgunblaðið - 17.07.1963, Page 14
14 MORCVHBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. júlí 1963 Sigurður Berndsen SIGURÐUR Berndsen var fædd- ur 17. desember 1889 á Skaga- strönd. Var faðir hans danskur maður, Fritz Berndsen, er ungur kom sem beykir til íslands og gjörðist síðan um f jölda ára kaup maður á Hólanesi í Höfðakaup- stað. Hann var stórbrotinn mað- ur og hinn mesti fjörmaður, hafði verið kvæntur íslenzkri konu, en var nú ekkjumaður, er þetta bar við, og átti f jölda barna mec konu sinni. Hann andaðist niræður 1927. Móðir Sigurðar Berndsen var Amfríður Sigurðardóttir frá Finnsstaðanesi í Höfðakaupstað Guðmundssonar og konu hans Solveigar Jónsdóttur Jónssonar Rafnssonar prests að Hjalta- bakka. En Rafn Jónsson klerkur var skáldmæltur og orti meðal annars erfiljóð um hinn mikla höfðingja Húnvetninga Bjarna Halldórsson ár Þingeyrum. Enda var Solveig móðir Arnfríðar talin ágætlega gefin og vel skáldmælt. Arnfríður og hennar systkin misstu föður sinn í fiskiróðri 1870. Dvaldist hún víðá í Húna- þingi en stofnaði eigi heimili, mátti hún því eigi hafa börn sín hjá sér. Arnfríður var einbeitt í skapi og dugnaðarmanneskja hin mesta, og trúkona mikil. Hún kunni vel að koma fyrir sig orði, og fór jafnan svo, að menn fóru halloka fyrir henni í orðaræðu. Hún dvaldist hin síðari ár á Blönduósi og Reykjavík á veg- um Sigurðar sonar síns og andað- ist í hárri elli í Elliheimilinu Eiginmaður minn GUÐJÓN HAFLIÐASON Skaftafelli, Vestmannaeyjum, andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 13. þ.m. — Jarð- arförin fer fram frá Betel, laugardaginn 20. þ.m. kl. 14. Blóm afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent á Kristniboðssjóð Betelsafnaðarins. Fyrir hönd aðstandenda.. Halldóra Þórólfsdóttir. Jarðarför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa JÓHANNESAR HELGASONAR kaupmanns, Njálsgötu 43a, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. þ.m. kl. 1,30 e.h. Eirný Guðlaugsdóttir, Eisa Jóhannesdóttir, Hilmar Magnússon, Dagmar Jóhannesdóttir, Katrín Jóhannesdóttir, Guðlaugur Jóhannesson og barnabörn. Maðurinn minn og faðir okkar ERLENDUR EINARSSON Langagerði 20, andaðist í Landakotsspítala aðfaranótt 16. þ.m. Jarðarförin verður auglýst síðar. — Fyrir hönd vanda- manna. Helga I. Helgadóttir, Guðmundur E. Erlendsson, Sigríður Erlendsdóttir. Þökkum af alhug auðsýnda vinsemd og samúð vegna andláts og jarðarfarar dóttur okkar og unnústu BJARKAR RAGNARSDÓTTUR frá Höfðabrekku Ragnar Þorsteinsson, Guðrún Gísladóttir, Isleifur Guðmannsson og annað vandafólk. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför systur okkar MARGRÉTAR HALL Hjördís Hall, Áróra Hjartar, Ingibjörg J. Hall, Ragnar Hall, Garðar Hall og aðrir vandamenn. Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu við andlát og útför ELÍNAR JÓHANNESDÓTTUR Svava Samúelsdóttir, Unnur Samúelsdóttir og systkini hinnar látnu. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall EGILS TRYGGVASONAR Víðikeri. Aðstandendur. Grund árið 1958, 97 ára að aldri. Sigurður Berndsen var fæddur hið mannvænlegasta barn, og var komið í fóstur. Átti hann mis jafna ævi og mun líklega hafa fengið beinkröm, er hann bar menjar alla ævi, auk þess sem hann bilaðist á fæti. Var hann oft mikið veikur í æsku. Um hríð dvaldist hann á Vindhæli hjá Guðmundi Sigvaldasyni og konu hans, Soffíu Lárusdóttur. Þá mun honum hafa verið leitað heilsu- bótar utan héraðs, enda leið hon- um vel á Vindhæli. En er Sigurð- ur var 8 ára og var farinn frá Vindhæli, bar það við, að hann leitaði á náðir mágkonu sinnar, og má segja það yrði honum til láns. Þessi kona var Steinunn, fædd Siemsen, kona Karls Bernd senar kaupmanns, hálfbróður Sig urðar. Var hún um marga hluti sérstæð kona fyrir manngöfgi og mikinn persónuleika, þó að hún væri hæg í framgöngu. Hún vildi öllum vel, enda dáði Sigurður hana mikið. Hún lét útvega Sig- urði umbúðir við fót hans ef hann mætti réttast. Hjá- þessari ágætis konu var Sigurður fram yfir fermingaraldur og var hann henni hlýðinn. Snemma bar á þeirri hugsun hjá Sigurði, er sneri að viðskipt- um og gróða. Fór hann þar sínu fram. Hann var eigi hár í loftinu er hann kreppti hnefann og sagði: „Ég skal verða ríkur“, en því trúði enginn um þennan kög- ursvein. Sigurður var fjörmikill og eigi iðinn við nám, enda mun hafa þolað illa miklar setur. Var hon- um komið til Sigurðar Jónssonar, er þá bjó á Hofi á Skagaströnd, en síðar varð hreppstjóri Höfða- kaupstaðar. Skyldi Sigurður Berndsen læra þar kverlærdóm og aðra bóklega iðju hjá Sigurði Jónssyni, er þótti laginn barna- fræðari. Reyndist nafni hans litli Berndsen baldinn við lærdóms- iðkanirnar, læsti kennarinn hann þá inni í Hofskirkju vissan tíma á dag, en sá tími styttist brátt, því að Sigurður Berndsen var flugnæmur. En er kennarinn opnaði kirkjuna var nemandinn í prédikunarstólnum og þuldi fræði sín. Sigurður Jónsson hafði verið barnakennari líka utan Húnaþings og haft nemendur, sem urðu þjóðkunnir fyrir góðar gáfur og hæfileika. Sigurður Jóns son taldi Sigurð Berndsen eigi standa þeim að baki að náms- hæfni og skörpum skilningi. Vel kunni Sigurður Berndsen að meta kennsluna, gaf hann nafna sínum gullúr er hann varð sjötugur. Og þá Sigurður Jóns- son fór þá einu för sína til Reykja víkur sér til lækninga, veikur og háaldraður, sá Sigurður Bernd- sen um hann. Er Sigurður Berndseii óx ald- ur og þroski, fór þrá hans að vaxa til auðs og sjálfstæðis í líf- inu, þó var sá hængur á, að hann mátti eigi vinna nema takmark- að. Réðst hann ungur vestur til Bolungarvíkur og var lengst af í þjónustu hins mikla atorku- manns Péturs Oddssonar, sem bókhaldari. Dáði Sigurður Pétur mikið og sagði að ævilöng vin- átta hefði bundizt með þeim. En hugur Sigurðar leitaði heim á fornar slóðir, gjörðist hann nú kaupmaður á Blönduósi og kvænt ist um þessar mundir Margrétu Pétursdóttir frá Miðdal í Kjós. Eigi stóð verzlunarrekstur Sig- urðar lengi á Blönduósi og flutti hann nú búferlum til höfuðstað- arins, enda voru þar mestir mögu leikar að hafa sig áfram. Fannst Sigurði mikið um dýrð höfuð- borgarinnar, einkum þó um auð- sæld manna. Hóf hann nú verzlunarrekstur, en bæði var það, að hann þoldi illa búðarstöður, og hitt, að hann sá að seint gengi að afla auðs af kvintagróða af útíkasti og kram- vöru, ef hann ætti að setja til borðs með auðjöfrum Austur- strætis. Plóf Sigurður margháttuð viðskipti og hafði mörg járn í eldinum. Óx þá mjög auður og umsvif Sigurðar. Eignaðist hann þá mjög húseignir, er gáfu góðan arð. Kom svo, að hann taldist meðal auðmanna höfuðstaðarins. Öll þessi umsvif kröfðust þekk- ingar. Sigurður hóf líka snemma sjálfsnám í lögvísi og safnaði að sér lögfræðibókum. Átti hann meðal annars alla Hæstaréttar- dóma gyllta í sniðum. Hann átti og fjölda öndvegisrita, og mál- verk snillinganna prýddu skrif- stofur hans. Það fór eigi hjá því, að um Sigurð væri margt skrafað og skráð. En hvert er það mál- verk einnar mannsævi, er eigi finnast skuggar í, og eru eins og til þess að þau fái ljósblik er prýða lífsferil vorn verði skær- ari. Ég kynntist Sigurði á hans efri árum vegna móður hans, er var sóknarbarn mitt, enda bar fund- um okkar eigi ósjaldan saman, er hann heimsótti æskustöðvar sín- ar, og ræddum við þá margt. Sigurður var lesinn, viturleg spakmæli mætra manna voru honum liðug á tungu, og mikið kunni hann af ljóðum. Sigurður var líka skáldmæltur eins og hann átti kyn til. Hann þekkti marga og talaði vel um sína sam- borgara, og miklaðist eigi af auð sínum né sigrum, nema þá helzt ef einhverjir voru, sem ætlað höfðu að beygja hann af lærdómi sínum, en orðið höfðu að lúta í lægra haldi. Ósigra sína kenndi hann sjálfum sér. En hann fann lika skugga gullsins, því hann sagði: „Það er enginn harðstjóri til sem peningavaldið". Þó bág lífskjör um eitt skeið í bernsku og líkamleg vanheilsa með þjáningum gjörðu hann kald an í lund, og að margra áliti kald geðja, átti Sigurður sínar tilfinn- ingar. Hann benti líka á brjóst sér og sagði: „Þessi er ekki merkilegur", en svo á höfuð sitt og sagði: „Þessi klikkar ekki“. Okkur var eitt sinn rætt um mannsævi nokkra, er var sér- stæð: „Ójá“, sagði Sigurður, „ég gat komið þar við sögu, ég átti allskostar við hann, ég lét hann eiga sig, ég fann ég mátti það eigi vegna hennar mömmu. Já, Pétur, það er merkilegt. Þá mað- ur gerir góðverk og ætlast til engra launa fyrir það, skal það ávallt bera ávöxt til sjálfra manns eða vorra nánustu". Ég fann að Sigurður hafði hér rétt að mæla. Sigurður var líka mörgum þeim vel og ættingjum þeirra, er voru honum góðir á hans æsku- árum. Hvort sem hann rétti þeim gullúr, útvarp, ísskáp eða peninga, var það gjört af heilum huga og án þess að miklast af, eða fjölyrða um. Móður sinni, Arnfríði, reyndist hann vel, þó hann ælist eigi upp með hennL Flaug hún suður til hans, er hún stóð á níræðu, og sýndi Sigurður henni þá Þingvelli og annað merkilegt sunnanlands, og er hún andaðist í Reykjavík, sendi hann lík hennar til greftrunar hingað norður. Mannsævin er með ýmsu móti, og vér hljótum að skoða hana frá því ljósi, er að oss snýr, svo heí- ur verið gjört hér, þó í litlu sé. Með Sigurði Berndsen er horf- inn af sjónarsviðinu vel gefinn maður, sérstæður persónuleiki, er í vissum skilningi minnti á Guðmund Bergþórsson, og á hinu leytinu á suma þá, er urðu auðugir mjög á síðustu öld. Pétur Þ. Ingjaidsson, Höskuldsstöðum. Garðar Hjálmarsson bifvélavirkl — Minniiig Þ A Ð er mikill og óbætanlegur mannskaði sem orðið hefur við fráfall Garðars Hjálmarssonar. Með þeim áhuga og árvekni í starfi sem honum var í blóð bor- in, samfara óvenjulegum rösk- leika, má fullyrða að miklu hefði hann fengið áorkað ef honum hefði enzt líf og heilsa. En hon- um voru önnur örlög búin. Hinn 8. júlí sl. var æviskeið hans á enda runnið og hafði þá aðeins staðið í tæp 26 ár, því Garðar var fæddur 15. ágúst 1937. Garðar var borinn og barn- fæddur Reykvíkingur, sonur hjón anna Ástu Guðbrandsdóttur og Hjálmars Sigurðssonar, sem nú eru búsett að Skúlagötu 74. Upp- eldisstöðvar Garðars heitins voru hinsvegar í Vesturbænum. Tók hann miklu ástfóstri við þann bæjarhluta og ól þar enda allan sinn skamma aldur. Hinn 6. desember 1958 kvænt- ist Garðar eftirlifandi konu sinni, Eddu Jónsdóttur. Eignuðust þau tvo drengi, Þór, sem nú er 5 ára gamall og Jón Björgvin 3 ára. Konan og börnin urðu Garðars yndi og eftirlæti og var fjöl- skyldulíf hans með afbrigðum hamingjuríkt. Þau ungu hjónin voru einhuga og samhent um alla hluti og kjarkur sá og um- byggja, sem Edda sýndi eftir að séð varð að hverju stefndi, var aðdáunarverð. Naut hún einnig í þeim efnum styrks frá foreldrum sínum að Ásvallagötu 39, þar sem hún átti athvarf fyrir sig og börnin hina síðustu mánuðina, og svo frá fjölskyldu Garðars. Garðar hóf ungur nám í bif- vélavirkjun hjá Bifreiðaverk- stæði SÍS og lauk þaðan námi, Fyrir 5 árum stofnsetti hann sitt eigið verkstæði, Bifreiðastilling- una hf., ásamt undirrituðum og við þann starfa vann hann þar til í janúar sl. að hann kenndi þess sjúkdóms, sem nú hefur dregið hann til dauða. Garðar Hjálmarsson var fríður sýnum, í hærra meðallagi og sam svaraði sér vel, dökkur á brún og brá. í framgöngu var hann glað- vær og einlægur og hinn drengi- legasti. Hann var verkmaður mikill og þrekmaður til allrar vinnu. Hann var mikill hæfileika maður 1 fagi sínu. Ég kveð þennan ágæta vin minn og félaga og blessa minn- ingu hans. Megi göfug minning um hinn ágætasta dreng verða ástvinum hans huggun harmi gegn. Bragi Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.