Alþýðublaðið - 03.01.1930, Side 2
2
' T!-r%
1929.
Enn er ár liðið. Annað nýtt
byrjað. — ,
Liðná árið hófst með kaup-
deilu, einni hinni stórfeldustu, er
háð hefir verið hér á landi. Eig-
endur , botnvörpuskipaflotans
kröfðust nokkurrar lækkunar á
kaupi sjómanna. Sjómenn neit-
uðu, vildu ,fá hækkun. Eigend-
umix létu binda skipin og af-
skrá sjómennina. ' Meira en 2
mánuði lágu skipin bundin. At-
vinnuleysið og fylgjur þess
kreptu að sjömönnum, en Jþeir
hvikuðu hvergi. Allra bragða var
leitað til f>ess að rjúfa samtök-
in — árangurslaust. Meiri hluti
stjórnar Eimskipafélags íslands
dró Eimskipafélagið inn í deiluna
og voru nokkur skip pess stöðv-
uð um hríð til pess að reyna
að hjálpa útgerðarmönnum. Að
yfirvarpi'var haft ágreiningur um
að eins 11000 krónu kaupupp-
hæð á flota pess öllum. En, sam-
tök sjómanna vstóðust hverjá
raun. Loks ,urðu útgerðarmenn að
sætta sig við að hækka kaupið
um 15—17o/o. Höfðu þeir þá mist
af 2 beztu aflamánuðum ársins
og bakað sjálfum sér og þjóð-
inni stórtjón með offorsi og ó-
bilgirni. Samningi þeim, sem
gerður var við togaraeig-
endur er deilunni lauk, var eigi
sagt upp í haust, og gildir hann
því óbreyttur þetta ár út.
Þetta var byrjunin. Fleiri fóru
á eftir. Um alt land hafa stéttar-
samtök alþýðu, yerklýðsfélögin,
eflst og styrkst á árinu, og víða
hafa þau komið fram veruleg-
um kauphækkunum , og hags-
bótum fyrir hinn vinnandi lýð.
Á sviði stjómmálanna hafa al-
þýðusamtökin einnig unnið á.
Tilraun ihaldsins til þess að lög-
festa vinnudóm, þrælalögin, var
hnekkt. Á liðnu ári viðurkendi
alþingi loks þá skyldu hins op-
inbera, ríkis og bæjarfélaga, að
létta af eignaleysingjunum böli
okurleigu og illra húsakynna. Á
þessu ári deggja ríkissjóður og
bæjarsjóðir í (fyrsta sinn fram
fé til þess að styrkja verkamenn
j, kaupstöðum ©g kauptúnum til
þess að eignast sæmilega ódýr
húsakynni, svo jrúmgóð og búin
þægindum, að $iðuðu fólki sé
samboðið. Of igkamt var stigið,
framlagið skorið §vo naumt við
neglur, að tekki verður bætt nema
iað litlu iúr bölinu í bráð. En
viðurkenningin er fengin. Brátt
mun næsta iskrefið, stærra, verða
stigið.
Ungir menn ,pg ungar konur
á aldrinum £1 til 25 ára hafa tij
þessa af |öggjöfum þjóðarinnar
verið sett á bekk með fábján-
um og pieinað með öllu að hafa
áhrif á qneðferð opinberra mála-
Fátæklingarnir, sem yeyöst hafa
til þess, -vegna óhæfilega lágra
launa og ^lélegrar atvinnu, veik-
inda eða öðrum ástæðum, að
fá örlítinn istyrk af almannafé til
framfærslu börnum |SÍnum, hafa
orðið að iborga styrkinn með
verið sviftir , kosningarrétti og
kjörgengi eins og glæpamenn. Á
síðasta alþingi var loks nokkuð
bætt úr hinu herfilega ranglæti,
er þetta ,fólk hefir verið beitt.
Næstu daga fara fram bæjar-
stjórnarkosningar um land alt
Þá greiðir ,unga fólkið og fátæk-
lingarnir, er styrk hafa þegið, í
fyrsta sinn atkvæði, kjósa sér
fulltrúa.
Alþýðúfélögin hér hafa á liðnu
ári eignast hús, stórt og veglegt.
í Vestmannaeyujm . hafa þau
bygt stórhýsi. ,
Liðna árið yar „hagstætt" ár.
Tíðarfar var milt, aflabrögð á-
gæt, skepnuhöld góð og hey-
fengur í betra lagi. Landsmenn
hafa framleitt .vörur og selt til
útlanda fyrir ;um 70 milljónir
króna. Mun láta nærri, að verð
aðkeyptrar vöru ,nemi svipaðri
upphæð; liklega þó heldur lægri.
En þess ber vel áð gæta, að stór-
mikill hluti .af aðkeyptum vam-
ingi er ekki eyðslufé, heldur
varanlegar eignir , og verðmæt
framleiðslutæki. Enginn , minsti
vafi er á því, að eignir íslend-
inga hafa aukist mjög á síð-
asta ári. Jaröabætur, símar, brýr,
vegir og þess háttar mannvirkj
hafa verið gerð fyrir milljónir
króna; vélar, skip og önnur
framleiðslutæki keypt Jyrir millj-
ónir, og hús verið reist fyrir
hátt upp í milljónatug. Alt eru
þetta varanlegar og verðmætar
eignir, eignaaukning. ,
Þrjú árin síðustu hafa verið
stórkostleg gróðaár. , Mun láta
nærri, að verð útfluttrar vöru
hafi þessi ár numið 20—30 millj-
ónum króna rneiru en verð inn-
flutningsins. Þó hefir á þessunj
3 árum meira verið gert að
kostnaðarsömum framkvæmdum
og eignaauknnigu en nokkru
sinni fyr á jafnstuttum tíma. Er
nú svo komið, að hver einasta
vinnandi hönd hér á landi getur
skapað margfalt verðmæti á við
það, sem unt var fyrir tæpum
mannsaldri. Hver einasti íslend-
ingur ætti því nú að geta notið
margfaldra lífsgæða, margfalds
öryggis um .afkomu sína og
sinna, á yið það, sem þá var.
Svo er þó ekki.
Enn býr .allur þorri íslendinga
við fátækt og fullkomið öiygg-
isleysi. Enn , hafast þúsundir
karla, kvenna og barna við i
viöbjóðslegum kompum, , stór-
hættulegum allri ,heilbrigði og
proska. Enn , skortir þúsundir
manna nauðsynlegt Jæöi og fatn-
að. Enn ,greiðir hið opinbera,
sem fátækrastyrk, hart nær 2
milljónum króna ár hvert, að
mestu vegna þess, hve atvinnu-
rekendur vangjalda .vinnu verka-
lýðsins. Enn (skortir allan þorra
þjóðarinnar nauðsynlegan bóka-
kost, og menningartæki.
Hvers, vegna ?
Vegna þess, að „gróðinn", það,
sem fólkið í landinu hefir fram-
leitt og ,selt umfram það, sem
keypt hefir verið að og eytt,
hefir runnið , til nokkurra ör-
fárra manna. , Alþýðan, sem
veiddi og verkaði fiskinn, rækt-
aði jörðina, sló og rakaði og
hirti um skepnurnar, sem bygðj
húsin og vegina, brýrnar og sím-
ana, hefir pkki fengið „gróðann“
í sinn hlut. Hann hefir áð mestu
runnið til þeirra, sem „eiga“
framleiðslutækin, ráða yfir veltu-
fé þjóðarinnar og skattleggja
viðskifti hennar stór og smá.
Fyrir 3 árum áttu einir 120
menn fullan þriðjung af öllum
skattskyldum eignum í landinu.
13 menn áttu samtals nærri 11
milljónir samkvæmt eigin fram-
tali. Fullir 4/5 hlutar þjóðarinnar
áttu alls ekkert.
Þeim skal gefið, sem eiga.
Gróði þessara þriggja síðustu
ára hefir að langmestu leytj
runnið til 'þessara 120 manna,
sem áttu íyrir fullan, þriðjung
af öllum þjóðarauðnum.
Því er pem er, að meira en
4/5 hlutar þjóðarinnar hafa tæp-
ast til hnífs og skeiðar þrátt
fyrir „góðærið", og þúsundir búa
við sáran skort, ná hvorki and-
legum né líkamlegum þroska og
deyja fyrir aldur fram.
„Þúsunda lif þarf í eins manns
auð,“ segir góðskáldið spaka,
Einar Benadiktsson.
Bæjarstiórnaikosninoamar
á Seyðisfirði.
FB,, 2. jan.
Frá SeyðisfirÖi er símað: Bæj-
arstjórnarkosning fer fram hér
16. þ. m. FramboÖsfrestur rann
út í dag. Þrír listar eru fram,
komnir. Nánar á morgun.
Bæ j arstjórnarkosning-
arnar á Akureyri.
Akureyri, FB., 2. jan.
Þrír listar eru fram komnir við
bæjarstjórnarkosninguna hér. —
Efstu menn Mstanna eru:
Á Msta jafnaðarmanna:
Erlingur Friðjónsson alþm.,
Elísabet Eiríksdóttir kenslukona,
Einar Olgeirsson framkv.stj.
Karl Magnússon sjómaður,
Steiriþór Guðmundsson kfennari,
Þorsteinn Þorsteinsson verzl.m.
Halldór Friðjónsson ritstjóri,
Á Msta íhaldsins: Sigurður
Hlíðar dýralæknir, Hallgrímur
Davíðsson verzlunarstjóri, Ólafur
Jónsson, framkv.stj. Ræktunarf.
Nl., Tómas Björnsson kaupm.,
GísM Magnússon bókhaldari,
Páll Einarsson fiskikaupm., Ste-
fán Jónasson skipstjórí.
Á lista , Framsóknar“-manna:
Ingimar Eydal skólastjóri, Bryn-
leifur Tobíasson kennari, Jón
Guðlaugsson bæjargjaldk., Böðv-
ar Bjarkan lögfr., Jóhannes Jóns-<
son verkstjóri, Vilhjálmur Guð-i
mundsson verkam., Jónas Þóí
verksmiðjustjóri.
Slysið á „Dratipni",
Slysið á togaranum „Draupni“?
sem sagt var frá hér í blaðinií
I gær, varð með þeim hætti, að
sjór kom á skipið aftanvert og
gekk yfir það, er það var að
toga, og tók Hallgrím heátinni
Jónsson út með sér. Var þó all-
hijög dregið úr veðrinu þegais
slysið varð, móts við það, sem.
verið hafði þá undanfarið.
HainarljgrBnr.
Jólatrés-hátíð.
Verkakvennafélagið „Framtíö^
in“ heldur jólatrés-fagnað fyrir
börn félagskvenna á morgun ■#.
bæjarþingsalnum (gamla barna-
skólanum). Félagskonur eru beðm
ar að vitja um aðgöngumiða' kl,
12—4 á morgun ,
Erlengl símskeyti*.
Lundúnum, FB., 2. jan.
„United Press“ tilkynnir:
Slys í Suður-Ameríku.
Slys varð með þeim hætti í
Olivos, einni útjaðraborg Buenos
Ayres, að farþegabifreið rakst á
járnbrautarlest. Sjö menn. biðu
bana, þar af 6 úr sömu fjölskyld-
unni, en einn maður hlaut alvar-
leg meiðsli.
Frá Indverjum.
Frá Lahore er símað, að sam*
þykt hafí. verið á þingi indverska
þjóðernissinna, að þingið kom*
næst saman í Karachi í febrúar.
eða marz 193L — Á lokáþing-
fundi, seinni hluta dags á mánui
dag, hvatti Moailal Nehru alla
þá, sem þátt höfðu tekið í þing-<
störfunum, til þess að stuðla að
því, að allir Indverjarj
sem hafa störf á hendi fyrif,
hið opinbera, segi af sér störfunj
sínum og tilkynni landsstjóranum
það þegar formlega.
Frelsishreyflng i nýlendum
Hollendinga í Asíu.
Frá Amsterdam er símað, að'
fregnir hafi borist þangað frá!
Batavíu, þess efnis, að komist
hafi upp um samtök þjóðernis*
sinna gegn yfirráðum Hollend-
inga i nýlendum þeirra í Asíu,
Þátttakendur í samtökum þessunti
eru fjölda margir og virðast þeir
eiga sér fylgismenn út um allar
nýlendurnar, Nokkur hundruð
þeirra hafa verið handteknir.
Fregnum 'þessum fylgir, að ,'á
bækistöðvum samtaksmannanna
hafi fundist skjöl, sem sanni, áð
þeir háfi staðið í sambandi við
starfsmenn rússnesku stjórnarinn-
ar. — (Batavia er höfuðborgin á
Java.)