Alþýðublaðið - 06.01.1930, Síða 3
rp< m
ALÞÝÐUBLAÐID
Beztu egipzkn cigaretturnar í 20 stk, pökk-
um, sem kosta kr. 1,25 pakkinn, eru:
iSoussa
Cigarettur
frá Micolas Soussa fréres, Cairé.
Einkasalar á íslandi:
TétoaksTOrzBum jslands h.^f.
E33
ES3
Í&Ái'fe. Íí 1
Postulfn- leir- og glervðrar.
_______ ■wmmmm
Alnminium búsáhöld, Dömutöskur^og ýmis kon-
ar tækifærisgjafir. Barnaleikföng o. fl. i mesta úr-
vali ávalt ódýrast hjá
* ■ 1 í
K. Einarsson & Björnsson.
Fisklfélags íslands
verður haldinn í kauppingsalnum í Eimskipa-
félagshúsinu fimtudaginn 9. jan. og hefst kl. 1 e. h.
DAGSKRA:
1. Forseti gerir grein fyrir störfum félagsins á
liðnu ári.
2. Störf Fiskifélagsins (vélfræðingur, fiskifræð-
ingur, verkleg og vísindaleg störf).
3. Lagabreytingar.
4. Húsbyggingarmál félagsins.
5. Ýms önnur mál, sem upp kunna að verða
borin.
Stjórn Fiskifélags íslands.
ræöa refjar við sjómennina eða
viljandi er reynt að ófrægja Síld-
areinkasöluna og gera hana ó-
vinsæla hjá sjómönnum með því
að halda fyrir peinj fé þeirra og
kenna Einkasölunni um dráttinn.
Kanpið í bæjarvinnunni.
TUIaga um hækknn pess.
^ð lokaumræðuna á síðasta
bæjarstjórnarfundi um Eftir-
launasjóð Reykjavíkurborgar fyr-
ir fasta starfsmenn hennar (sem
hafa skipunarbréf og taka mán-
aðarlaun) benti, Haraldur Guð-
mundsson á, að bæjarstjörnin
parf einnig að muna eftir öðr-
nm starfsmönnum bæjarfélagsins,
*em hafa bæði enn lægra kaup
og stopulli vinnu, stundakaups-
mönnunum. Yfirleitt þyki flestum
öðrum borgum sómi að því að
gpra vel við verkamenn sína. T.
ff. greiði Kaupmannahafnarborg
sínum verkamönnum 5 aurum
hærra kaup um kLstund en aðrir
atvinnurekendur. Reykjavík hafi
f>ar annað lag. Hér er kaupið 10
aurum lœgra um klst. en hjá
öðrum atvinnurekendum yfirleitt
Sóma síns vegna geti bærinn ekki
haldið pví áfram að greiða
verkamönnum sínum ver en aðr-
ir atvinnurekendur. Að svo
mæltu flutti Haraldur svofelda
tillögu:
„Bæjarstjórnin sampykkir að
greiða fullgildum verkamönnum
í bjónustii bæjarins, sem reglu-
gerðin um Eftirlaunasjóð Reykja-
víkurborgar nær ekki til, lág-
markskaup samkvæmt kauptaxta
verkamannafélagsins „Dagsbrún-
ar“.“
Knútur borgarstjóri lét illa við
fiessari tillögu. Hann vaT ekki
kominn til að láta sannfærast og
hélt því fram, að kjörin í bæjar-
vinnunni væru sízt verri en hjá
öðrum atvinnurekendum. Kvað
hann „ótimabært" að bera tillög-
una frami til samþyktár á þess-
um fundi. Málið þyrfti að rann-
saka, — o. s. frv. o. s. frv., eins
og hans er vani, þegar hann vill
draga eitthvert þjóðþrifamál á
langinn.
Ólafur Friðriksson hrakti firrur
Knúts. Benti hann á, að yfirleitt
greiða atvinnurekendur fullan
kauptaxta, þótt þeir hafi menn í
stöðugri vinnu, nema bærinn
undir stjórn Knúts. Áður fyrr
greiddi bæjarfélagið sama kaup
og aðrir. En fyrir 2—3 árum
gerðist það tvent á sama bæjar-
stjórnarfundinum, að laun borg-
arstjórans voru hækkuð að mun
og að bæjarfulltrúunum var til-
kynt, að búið væri aÖ lækka
stundakaupið í bæjarvinnunnL
Þá lækkun ákvað Knútur á bak
viö bæjarstjórnina um leið og
flokkur hans hækkaöi launin við
hann sjálfan.
Hallgrímur Benediktsson sá,
hvað Knútur vildi vera láta og
lagbi til, að tillögu Haralds værj
vísað til fjárhagsnefndar.
Haraldur benti á, að ágætlega
færi saman aö gera þá samþykt,
sem tillagan hljóðaði um, sam-
tímis þvi að eftirlaunamál föstu
starfsmannanna væri afgreitt.
Hann hefði áður hreyft þessu
máli á bæjarstjórnarfundi og
óskað, að fjárhagsnefndin taékj
það til athugunar, en það hefði
hún ekki gert. Það væri því aug-
sýnilega að stinga málinu undir
stól að visa því til hennar, nema
jafnframt væri svo ákveðið, að
hún skyldi skila tillögum um það
fyrir næsta bæjarstjórnarfund. —
Það er næsti fundur fyrir kosn-
ingar. Lagði Haraldur til, að því
tímatakmarki væri bætt við til-
j
lögu Hallgrims, ef hann vildi
halda fast við að leggja til, að
málið færi til nefndar. Viðauka-
tillaga Haralds var samþykt
með 7 atkv. gegn 5, og tillaga
Hallgríms um að visa aðaltillög-
unni til nefndar samþykt svo
breytt. Skal fjárhagsnefndin sam-
kvæmt því skila tillögu Haralds
um kauphækkunina í bæjarvinn-
unni aftur fyrir næsta bæjar-
stjórnarfund. _______
Erfiesid ssimskeyti.
FB., 4. jan.
Slysið á Shrewe.
„United Press“ tilkynnir:
Síðustu fregnir frá Shrewe í
Ohio herma, að 5 piltar og bif-
reiðarstjórinn hafi beðið bana, en
6 piltar og þrjár stúlkur meiðst
hættulega.
(Eftirprentnn bönnuð.)
'Frá sjómðnnanum.
FB., 4. jan.
Farnir til Englands. Vellíðan.
Kveðjur til vina og vandamanha.
Skipverjar á „Hafsteini“.
”„Hlutafélagið TarðarMsið".
í næstsíðasta Lögbirtingi er
birt tilkynning til firmaskrárinn-
ar um stofnxm
„Hlutafélagsins Vardarhúsid“.
Tilkynningin er dagsett 15. maí
1929 og uþplýsir fyrst, að heimili
félags þessa og vamarþing sé í
Reykjavík. — Og enn fremur:
„Félagið er myndað til pess að
kaupa og slðan leigja út eða lána
húseignina „Varðarhúsið“ við
Kalkofnsveg l Reykjavík á peim
grundvelli, að félagið með starf-
semi sinni styðji og efli lands-
málastefnu lhaldsflokksins.“ (Ekki
Sjálfstæðisflokksins.) Meðal stofn-
enda eru: Jón Þorláksson verk-
fr., Guðmundur Jóhannsson kaup-
maður, Bjarni Jónsson bíóstjóri,
Magnús Guðmundsson og Sigur-
gísli Guðnason. Þrir hinir síðast
töldu eru í stjóminni og er
Maghús fonnaður.
Ojæja!
Húsið á að leigja út ag lána
á peim grundvelli, að félagið með
starfsemi sinni styðji og efli
fandsmálastefnu íhalclsflokksins.
— Það er engu líkara en að höf-
undur eða höfundar ávarpsins tff
drottningarinnar hafi samið 'þessa’
tilkynningu.
Þegar tilkynningin er dagsett
og send lögreglustjóra, 15. máf
s. 1., var búið að tilkynna öllum
landslýð hátíðlega með blöðum,
bréfum, simskeytum og ræðum,
að Ihaldsflokkurinn væri dauður,
'steindauður með öllum syndum
og vondum gimdum. En samt er„
samkv. tilkynningunni, tilganguxv
inn að fremja útleigingamar „á
þeim gmndvelli“ að „efla og
styðja landsmálastefnu íhalds-
flokksins".
Þetta mun og standa óbreytt
í lögum hlutafélagsins enn þá.
Heima hjá sér halda íhalds-
mennímir Ihaldsflokksnafninu,
þeir kunna að vonum bezt vi9
það. — „Sjálfstæðinu" á svo að
veifa framan i háttvirta kjósend-
ur.
Það er eins og að fara í hreinai
skyrtu á hátíðiun utan yfir þá'
skitugu.
Til Strandarkirkju.
Áheit frá konu 3 kr. og ann-
að, frá J. G. 3 kr.
Linuveiðararnir
eru að fara á veiðar. Var lög-
skráð á þrjá í gær, „Sigríði",
„Fjölni" og „Pétursey". Hinir
munu og fara næstu daga.