Alþýðublaðið - 07.01.1930, Side 2

Alþýðublaðið - 07.01.1930, Side 2
a '41 fi Þ Ý Ð U ■ 1§ A S19 Hver ð að borga ttsvMi? Um undanfarið fimtán ára tfmabil (borgarstjóratíð Knud Zimsens) hafa hinir römmustu afturhaldsmenn, þeir Knud Zim- sen og fylgilið hans, stjómað Reykjavikurbæ, öllum hans mál- efnum smáum sem stóram. Peir hafa alt af haft nægan meiri hluta til pess að berja alt í gegn, sem þeim sýndist, og allan tím- ann hefir bænum verið stjórnað með hagsmuni ótrúlega fámennr- ar klíku fyrir augum. Hagsmuna efnuðustu borgaranna og fyrir- tækjanna verið gætt fyrst og fremst, en almenningur látinn borga brúsann. Það hefir verið óskift álit alls porra Reykjavikurbúa um mörg undanfarin ár, að niðurjöfnunar- nefnd sú, sem Knud Zimsen og félagar hans í bæjarstjóminni völdu, legði óhæfilega há út- svör á verkamenn, sjómenn, fast launaða starfsmenn rikis og bæjar og yfirleitt á alla lágtekjumenn. Hefir ]>aö verið alltítt að menn annáðhvort ekki gátu borgað út- svör sín eða urðu að þrengja mjög að sér til að geta staðið í skilum með greiðslu þeirra. Þekkjast þess allmörg dæmi, að menn hafi beinlínis orðið að taka lán til að greiða útsvörin. Mætti þó svo virðast, sem ei hefði þurft að íþyngja lágtekjumönnum þessa bæjar svo mjög með út- svörum, þar sem upphæð sú, sero árlega er jafnað niður í Reykja- vik, er sízt há í samanburði við stærð bæjarins og 'þaffir hans pg auðmagn það, sem til er í bænum. Á himi bóginn hneykslaði það bæjarbúa mjög undanfarin ár, hve létt stóreignamenn þessa bæjar sluppu frá útsvörum, og 'þótti visit, að um eitt af tvennu væri að ræða: rangar grundvallarregl- ur um álagning útsvaranna, þannig, að eignamönnum væri ó- löglega ívilnað, eða undandrátt á eignum í framtölum manna og slælegt eftirlit með framtölunum. En menn vöndust, eins og títt er, við þetta ástand, og það mátti heita stór furða, hve efnalitlir gjaldendur þessa bæjar þoldu lengi átölulítið þetta vandræða- ástand. Ihaldsmenn hafa öll und- anfarin ár verið í yfirgnæfandi meiri hluta í bæjarstjórn og nið- urjöfnunamefnd, og bera þvi vit- anlega ábyrgð á þessari skatta- kúgun á almenningi, og dagblöð íhaldsins, „Vísir“ og „Morgun- blaðið“, þögðu vitanlega eins og steinar við henni. En stóreigna- og stórtekju-menn fögnuðu auð- vitað yfir þessum dýrðarthnum og var víst farið að dreýma um, að þeir mættu að eilífu njóta þeirra sældarkjara, að greiða sáralítinn skerf til þarfa bæjar- jns. Fyrverandi skattstjóri, Einar Amórsson, og íhaldsmeirihlutinn, sem ríkti til ársloka 1928, höfðu dyggilega fylgt fyrirmælum i- haldsklíku Knud Zimsens og meira að segja lagt á ólöglega há útsvör um mörg ár, eftir því sem Knud vantaði í kassann. Það lék einnig mjög sterkur grunur á að mesta ólag væri á framtölum ýmsra auðugustu gjaldendanna Og undi allur almenningur þessp framferði afturhaldsins í útsvars- inálunum afarilla. Um þær mund- ir átti einn fulltrúi frá Alþýðu- .flokknum sæti í nefndinni um 6 ár, en hann mátti sín lítils fyrir ofríki afturhaldsmeirihlutans og gat engum umbótum til vegar komið. Haustið 1928 lét Einar Arnórs- son svo af skattstjórastarfinu, en við tók Helgi P. Briem Nýja niðurjöfnunarnefndin, sem kosin var af bæjarstjórn í nóv- ember 1928, var skipuð 3 í- haldsmönnum og 1 jafnaðarmanni eins og áður auk hins nýja skatt- stjófa. Er nefndin tók til starfa í febrúar 1929 varð strax á fyrsta fundi hennar mjög mikill ágrein- ingur um skihúng á útsvarslög- unum. 1 4. gr. útsvarslaganna er svo látið um mælt: „Útsvar skal leggja á eftir efn- iim og ástœdum. Skal pá til greina taka: 1. Eignir adilja, hverjar pœr eru og hversu verdmœtar, hversu miklar skuldir hvíla á adilja og hversu miklxir eignir hann á af- gangs skuldum. ... 2. Tekjur dðilja, pær er hann hafði síðast liðið ár ... pá skaj athuga, í hverju lekjurnar eru fólgnar, hversu mikil fgrirhöfn, kostnaður og áhœtta var samfara öflun peirra. 3. Ástæður aðilja að öðru leyti, svo sem fjölskijldu hans, heilsu- fcw hans og peirra, sem á vegum hans eru. ...“ Eins og sést af framan- greindum orðnm laganna, eru eignir taldar fyrstar sem gjaldstofn, og hlýtur þvi að vera tilætlun iöggjafans, að meiri hluti útsvara í hverju umdæmi sé lagður a eignir. Enda er þetta margsannað af greinargerð og umræðum á al- þingi um lögin árið 1926, er þau voru samþykt, skilningi á oröt- unum „efni og ástæður" alstaðar á landinu frá því árið 1872 og þangað til niðurjöfnunaraefnd Reykjavíkur fer að leggja sinn nýja skilning í þau orð, og hlífa eignunum að mestu eða öllu við útsvörum. Fulltrúi jafnaðarmanna í niður- jöfnunarnefnd og ■ sk^ittstjörinn héldu því þegar fram á fyrsfu fundum nefndarinnar í vetur, að það væri ólögleg aðferð, ef eigi væri lagður meiri hluti útsvar- anna á eignir. íhaldsmennimir, sem eru enn meiri hluti nefndar- innar, þvertóku fyrir að leggja nema örlítið brot af útsvörunum á eignir, eða um 100 þús. krón- ur samtals, sem er varla 1/17 hluti af þeirri upphæð, sem á skyldi lögð. Fulltrúi jafnaðar- rnanna bauð þá til samkomulags að leggja helming útsvaranna eða um 900 þúsund krónur á eignir, en skattstjórinn vildi jafnvel teygja sig lengra til samkomu- lags. Jafnaðarmaðurinn í nefnd- inni lét þá bóka eftirfarandi í gerðabók niðurjöfnunarnefndar, á 3. fundi nefndarinnar, 19. febr. þ. á.: „Auk þess sem ég hefi áður gert það að tillögu minni, að helmingi upphæðar þeirrar, er nú á að jafna niður, eða ca. 900 000 kr., verði jafnað niður á efgnir eftir hækkandi stiga, /4°/o til 21/2, geri ég það enn fremur að til- lögu minni, að afgangurinn eða ca. kr. 900 000 verði lagðar á eftir sama stiga og gildir fyrir tekjuskatt til ríkisins, að því breyttu að persónufrádráttur sé kr. 1500 fyrir einhleypa og kr. 2000 fyrir hjön og kr. 600 fyrir hvert barn innan 14 ára aldurs. Með nefndum tekjuskattsstiga fá- ist skatteining, sem sé síðan margfölduð með þeirri visitölu, er nægir til að fá nefnda upp- hæð, ca. kr. 900 000.“ En íhaldsmenn þverneituðu að verða við þessari tillögu, og það lengsta, sem unt var að teygja þá, var að lækka örlítið álagn- ingarstigann á tekjur, byrja að leggja á 1800 kr. tekjur í stað- 1500 kr. áður, en ekki fengust þeir með nokkru móti til að sleppa útsvarsálagningu á bláfá- tækar vinnu- og verka-konur, en allmiklu af tima nefndarinnar var varið í það að spreyta sig á að leggja frá 8—12 krónur á ná- lega 2400 gjaldendur, eða um 1/3 af öllum gjaldendunum. Upp úr krafsinu hafðist handa bænum nálega 22 þús. krónur. Varla er hugsanlegt, að af þeim útsvörum innheimtist meira en helmingur- inn, og afgangurinn fer trúlega í innheimtukostnað. Það þarf ekki að taka það fram, að í hvérju einasta siðuðu landi í -heiminum eru slíkar lágtekjur skattfrjálsar. Álagningarstigi sá á tekjur, sem íhaldsmenn þvinguðu minnihluta nefndarinnar til að vinna eftir, var, auk þess sem hann var alt of hár á öllum lágtekjum og miölungstekjum, beinlínis hlægi- legur að því leyti, að t. d. maður með 2100 kr. tekjur fékk að eins 5 kr. lækkun á útsvari vegna barns hvers, en þeir sem hærri höfðu tekjuraar en 10 þús. kr., fengu 1000 kr.. frádrátt fyrir hvert barn, og varð það á tekjuhæstu mönnum til að lækka útsvarið um 250 kr. fyrir hvert barn. I lönd- urn, þar sem heilbrigð skynsemi ræður í skattamálum, er hætt að veita frádrátt vegna ómaga, «g kemur upp í 10>—15 þús. kr. tekj- ur. , Það virtist því í byrjun ekkl líta efnilega út um mikla breyt- ingu í rétta átt á niðurjöfnuninni, en brátt kom tvent í ljós. Fyrst og fremst það, að undanfarið hafði niðurjöfnunaraefnd jafnvel farið langt fram úr Iiinum háa álagningarstiga sínum á lágtekj- urnar. Með því einu að krefjast þess, að haldið yrði sér að álagrn ingarstiga þeim, sem meiri hlut- inn samþykti í byrjun, tókst að fá útsvör lágtekjumanna allmjög lækkuð frá því, er verið hafðí árið 1928. Annað mikilvægt at* riði kom þá og til greina. Menn’ höfðu þegar í byrjun orðið varir. við röggsemi hins nýja skattstjóra og mun allmikið af framtölum. hafa „Iagast“ af sjálfu sér, frá þvi, er áður hafði tíðkast. Ena fremur gekk skattstjórinn allhart eftir ýmsum upplýsingum um eignir og tekjur manna og hluta-* félaga, þannig, að mikið kom f ljós af eignum, er áður höfðu eigi verið taldar fram. Árið 1928 voru taldar fram 37 milljónir skattskyldar eignir og um 16 milljónir skattskyldar tekjur, en árið 1929 eru taldan fram yfir 50 milljónir króm skattskijldar eignir eða 13 millj ónum króna meiri eignir en árið áður, enda þótt skattskyJ dar. tekjur, sem 1929 urðu fram tald-i ar um 21 milljóna króna, hækk-i uðu að eins um 5 milljönir króna. Það reyndist og svo, laust eftir miðjan maí-mánuð, er niðurjöfn-i unamefnd hafði lokið álagning-= unni, að lagt hafði verið á ca' V-tmilljón meira en niðurjöfnun« arnefnd hafði ætlast til. Fulltrúi jafnaðarmanna lagði þá til og léf bóka í gerðabók niðurjöfnunaix nefndar: „Af þeim 248 þús. kr., sem að lokinni niðurjöfnun í dag hafði verið jafnað niður umfram þær, 1720 þús. kr.v sem niðurjöfnunar-< nefnd hafði komið sér saman um að jafna niður alls, legg ég tij. að: 30 kr. útsvör og þaðan a| lægri falli niður, en því sem þá’ verður eftir af því, sem umfrarn: var á lagt, verði varið þannig, að öll útsvör að upphæð 100 kr, pg þar fyrir neðan verði lækk* uð um helming, en það sem þá stendur eftir verði dregið „pro- centvis" frá öllum útsvörum frá 100 kr. upp í 1000 kr., en öll önnur útsvör, sem nú hafa verið á lögð, og hærri eru en 1000 kr... verði látin standa óbreytt.“ Skattstjórinn vildi teygja sig það lengst til samkomulags, að 20 kr. útsvör og þaðan af lægri yrði strikuð út, en afgangurinn dreginn að jöfnum hundraðshluta ’irá öllum útsvörum. Við þetta var þó eigi komandi. Ihaldsmenn beittu enn meirihlutavaldi sínu, þverneituðu að fella niður íægstu útsvörin og samþyktu að draga

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.