Morgunblaðið - 17.10.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.10.1963, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Fimmtudagur 17. oíct. 1963 Á BÓKAUPPBOÐINU, sem Sigurður Benediktsson hélt í Þjóðleikhúskjallaranum í gær, var mjög léttur andi og gaman hent á lofti, en boðin voru í daufara lagi. Fyrsta númer á skrá var Almanak Þjóðvinafélagsins 1875 til 1957, sem Jónas Aðalsteins- son keypti á 1600 kr. Sjöunda var kassi af ýmsum nótna- bókum. Var lengi tregða á boðum, en Sigurður lýsti því yfir, að í kassanum kenndi margra grasa og vseri í hon- um fengur fyrir þá, sem músíkalskir eru. Tóku menn þá að bjóða og hreppti Guð- mundur Þorsteinsson hann loks fyrir 275 . krónur. Ula gekk að fá boð í íslenzk- Öll ritverk Laxness ■ frumprenti seld fyrir 30100 kr. á uppboði Séff aftur eftir salnum meðan á uppboðinu stóff. franska samtalsbók, prentaða í Kaupmannahöfn 1893. Benti Sigurður þá á það, að hún kynni að koma sér vel á ferðalögum, og var hún keypt á 50 krónur. Bjarni Guðmundsson keypti Gátur, þulur etc. eftir Jón Árnason og Ólaf Davíðsson á 1750 krónur. Biskupasögum Bókmenntafélagsins fylgdi úr hlaði 2500 króna boð og varð þá löng þögn í salnum. Loks bauð einhver .2550 krónur. „Það er greinilega yfirboð", sagði Sigurður. Biskupasög- urnar voru slegnar Jakobi Benediktssyni á 3000 krónur. Þá keypti Magnús Ólafsson Biskupasögur Sögufélagsins á 1050 krónur. Næst í röðinni var öll Árbók Ferðafélagsins í frumprenti, sem Viggó Jóns- son keypti eftir mörg boð og yfirboð. Var nú komið að öllum rit- verkum Halldórs Kiljans Lax- ness í frumútgáfu, alls 42 bindi í geitarskinni. Eigand- inn lét 30 þús. króna boð fylgja verkinu. Leit lengi svo út sem ekki yrði boðið í Laxness, þótt Sigurður lýsti því yfir, að ekki væri völ á honurn í betra ásigkomulagi. Guðmundur Benediktsson bauð þá 30100 kr.. og fékk verkið á því verðL Bandaríkjamenn ogRúss- ar eru sammála um bann v/ð kjarnorkuvopnum i geimnum — „Nýtt skref i átt til afvopnunar", segir Stevenson New York, 16. okt. — (NTB-AP) í D A G samþykkti stjórn- málanefnd Sameinuðu þjóð- anna tillögu um bann við því, að kjarnorkuvopn verði send út í geiminn. Var skorað á allar þjóðir heims að styðja tillöguna. — Sovtéríkin og tillöguna. — Sovétríkin og Bandaríkin voru meðal þeirra sem samþykktu tillöguna, og verður hún rædd á fundi Allsherjarþings SÞ á morgun. Ríkin 17, sem sæti eiga á afvopnunarráðstefnunni í Genf, höfðu forgöngu um til- löguna og flutti fulltrúi Mexíkó hana íyrir þeirra hönd. Tillögunni var vel fagn að í stjórnmálanefndinni. Eftir að tillagan hafði verið borin fram tók Adlai Stevenson, fastafulltrúi Bahdarikjanna hjá SÞ, til máls. Kvað hann tillöguna vera mikilvægt skref í átt til af- vopnunar og sagðist telja, að hún gæti orðið til þess að fleiii skref yrðu stigin í sömu átt. Steven- son endurtók fyrri yfirlýsingu Bandaríkjastjórnar þess efnis, að hún hygðist ekki senda kjarn- orkuvopn á braut umhverfis jörðu eða gera tilraunir með þau utan gufuhvolfsins, svo framar- lega sem aðrar þjóðir hefðu ekki forgöngu um slíkt. Fulltrúi Sovtéríkjanna, Niko- laj Federenko, lýsti einnig ánægju sinni með tillöguna og sagðist vona, að hún yrði sam- þykkt á Allsherjarþinginu. Geimfarar Sovétríkjanna, Júrí Gagarín og Valentína Tereskova, sátu fund Alisherjarþings Sam- einuðu þjóðanna í dag. Voru þau ákaft hyllt, er þau gengu í sal- inn. Geimfararnir komu til New York í boði U Thants, fram- kvæmdastjóra samtakanna. Kasta í Kolluál SEX síldarbátar fóru út á veiðar héðan í dag, en margir munu bætast í hópinn næstu daga. Bátarnir héldu vestur á Kollu- ál. Seint £ kvöld voru þeir að byrja að kasta, en ekki er vitað um aflabrögð. Þarna eru og fleiri bátar úr öðrum verstöðv- um. STAKSTEINAR Betra þjóðfé’ag ALÞÝÐUBLAÐIÐ gerir í gæ T aff umtalsefni í forystugrein. sinni hina stórfelldu eflingu al- mannatrygginga undir forystu Viffreisnarstjórnarinnar. Blaðið minnist á fjárlagafrumvarpið fyrir 1964 og segir aff þaff leiffi í Ijós aff ríkisstjórnin hyggist halda áfram að auka ýmiss kon- ar þjónustu við almenning. Lýst sé yfir aff bætur almannatrygg- inga eigi að hækka til samræm- is viff launahækkanir undanfar- inna mánaða og sé von á frum- varpi með nánari ákvæffum um þau mál. Alþýffublaffiff kemst síðan að orði á þessa leið: „I heild er variff til félagsmála yfir 600 millj. kr. og til skóla og annarra menntamála yfir 400 millj. Fara til þessara tveggja málaflokka 40 aurar af hverri krónu ríkisútgjalda. Hefur orðið voldug aukning á fjárframlögum á þessum sviffum í tíff núver- andi stjórnar og stefnir það mjög til betra þjóðfélags." Kommúnistar báglega staddir Kommúnistar töpuðu eins og kunnugt er einu þingsæti í al- þingiskosningunum í sumar og eiga nú 9 þingmenn á Alþingi. Afleiffing taps þeirra er m.a. sú, aff nú fá þeir ekki fulltrúa kosna í fimm manna nefndir i Sam- einuffu þingi effa Neffri deild. Stjórnarflokkarnir fá þar þrjá fulltrúa en Framsóknarflokkur- inn tvo. í Efri deild höfffu kommúnist- ar hins vegar möguleika á að fá mann kosinn í fimm manna nefnd ir með hlutkesti á móti öðrum manni á framboðslista Framsókn arflokksins viff nefndarkjör. í fyrradag fóru svo fram átta hlut kesti viff nefndarkjör í Efri deild. Voru þá kommúnistar þar mjög óheppnir. Framsóknar- menn unnu sex hlutkesti, en kommar aðeins tvö. Var það Gils Guðmundsson, fyrrverandi þingmaffur Þjóffvarnarflokksins, sem vann bæffi þessi hlutkesti og komst í tvær þingnefndir. Nýr flugvöllur í Önundarfirði „Vesturland," blaff Sjálfstæð- ismanna á ísafirffi, birtir nýlega samtal viff oddvitann í Flateyr- A. Pétursson í tilefni af því, að byggffur hefur veriff í sumar nýr flugvöllur í Önundarfirffi. Skýrir oddvit- inn frá því að framkvæmdir viff hinn nýja flugvöll, sem er í landi hins merka prestseturs Hoits i Ön- undarfirði, hafi hafizt síðast i júlí. Byggff hefur veriff 600 m flugvallarbraut, sem er 30 metra breiff. Rafn Pétursson kemst m. a. að orffi á þessa leið í samtali sínu viff Vesturiand: „— Affstæffur viff hinn nýja flugvöli eru einstaklega góffar. Affflugiff er mjög gott, því fjörð urinn er þarna mjög víffur og flugmenn telja þetta eitthvert bezta flugvallarstæði á Vest- fjörðum. „— Viff Önfirffingar teljum að þessi flugvöllur verffi okkur mikil samgöngubót, bæði sumar og vetur, og þarna getur 16 manna flugvél Björns Pálssonar hæglega lent. Flugvallargerffin í önundar- firffi er eitt af þeim stóm átök- um sem þingmenn okkar Sjálf- stæðismanna hafa hrundið i framkvæmd á þessu nýbyrjaffa kjörtímabili," segir Rafn A. Pétursson, oddviti Flateyrar- hrepps aff lokum. arhreppi, Rafn Rafn Péturss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.