Morgunblaðið - 17.10.1963, Síða 10

Morgunblaðið - 17.10.1963, Síða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. okt. 1963 Um 60 3ja-12 ára bðrn hafa slasast í umferðinni í Reykjavík í ár 380 flutningar úr umferðarslysum ÞAÐ sem af er þessu ári höf- um við fiutt 381 slasaða manneskju úr bifreiðaslysum, og þar á meðal 60 meira og minna slösuð börn á aldrinum þriggja til tólf ára, sagði Kjartan Ólafsson, slökkviliðs- maður í gær. — Það er áreiðanlegt að ég læt Huldu litlu ekki út fram- ar nema einhver haldi í hönd- ina á henni, sagði Gyða Magn- úsdóttir um þriggja ára dótt- ur sína, sem nýlega varð fyr- ir bíl en slapp lítið sködduð. — Eftir að umferð vex í bænum, hlýtur þörfin að verða ennþá brýnni að börn- in hverfi af götunni, og ég sé ekki að við getum snúið okkur til nokkurs betri aðila þegar börn eru annars vegar en foreldranna, sagði Krist- mundur Sigurðsson ,yfirmað- ur umferðardeildar rannsókn- arlögreglunnar. Við þessa þrjá aðila rædd- um við um þetta mikla vanda- mál, sem umferðarslysin eru, einkum með tilliti til barn- anna, þar eð óhug sló á okk- ur öll við upplýsingar Kjart- ans. Sleppi henni ekki aftur lausri Hulda litla Ragna er enn með svolitla hruflu á efri vör inni og enninu, en það er óð- um að hverfa. Fjölskylda hennar býr á Bergstaðastræti 15, pabbi hennar, Gestur Hall- grímsson, móðir hennar, Gyða Magnúsdóttir, og systkin hennar, stóra systir og þrjú ung systkin, 7 ára, 6 ára og eins árs og Hulda sjálf, sem verður fjögurra 'ára í desem- ber. Slysið varð fyrst I þessum mánuði. — Hún var rétt að ganga út úr dyrunum hér og ætlaði að hlaupa yfir götuna til bróður síns, sem var hin- um megin og lenti á bil sem fór um götuna. Ég heyrði bremsuhljóðið — og maður er alltaf dauðhræddur. Ég fór með hana í Slysavarðstofuna. Hún reyndist aðeins vera hrufluð á fæti og andliti. En ég ^issi nú ekki hvað það var mikið þá. — Þetta hefur verið mikil reynsla. — Já, það var mikil reynsla. En það hefur orðið okkur öll- um til varnaðar. Strákarnir eru miklu varkárari og Hulda sjálf er hálfsmeyk við bílana. Hún tekur fastar í höndina á manni, ef farið er mað hana yfir götu. Og sjálfri varð mér þannig við, að ég læt hana áreiðanlega ekki út aftur öðru vísi en annað hvort ég eða stóra systir hennar leiði hana. Þetta hefur orðið til þess að allir gæta sín betur. — Já, hér er enginn lokaður garður. — Ég hafði hana bundna í portinu framan af. En þá var fólk að segja við mig að hún yrði alveg ólm, þegar hún slyppi út á götuna. Það reynd ist þó ekki svo, að hún var of- ur róleg laus í allt Sumar. En nú sleppti ég henni lausri. Umferðin fer líka alltaf vax- andi hér um götuna. Lítil börn mega ekki vera eftirlitslaus — Já, umferðin er alltaf að aukast, segir Kristmundur, yf irmaður umferðardeildar rann sóknarlögreglunnar. Sem dæmi má nefna það að árið 1962 fóru umferðarslys á 6. hundrað fram úr því sem var árið áður og nú þegar eru þau orðin 200 fleiri en á ár- inu 1962. Alltaf hefur að vísu verið talsvert af óvitum, sem lent hafa í umferðarslysum, en mér finnst það áberandi hve Hulda litla með móður sinni, Gyðu Magnúsdóttur og bræðrunum Benedikt, 5 ára og Magnúsi, 7 ára. Hún slapp úr bifreiðaslysi með skrámur. mikið er um það nú í haust, segir hann ennfremur. Ekki hafa orðið nein banaslys á börnum enn sem komið er, og það verður með öllum ráðum að komast hjá þeim harm- leik, sem slíkt-er. Ef lögregla, skólar og ekki sízt foreldrar leggðust á eitt, mætti kannski afstýra einhverjum af þess- um slysum. Foreldrarnir geta mest gert í þessu. Það verður aneð einhverjum ráðum að koma fólki í skilning um að lítil börn mega ekki vera eft- irlitslaus á göt.unni. Eins held ég að skólarnir gætu gert mik ið uppeldislegt gagn hvað þetta snertir. En það tekur vafalaust tíma að fá fólk til að skilja að Reykjavík er orð- inn bær með mikilli umferð. — Þið hafið nú rannsakað flest þessi slys og yfirheyrt alla aðila. Hefur glannalegur akstur valdið mörgum þessara barnaslysa? m — í mörgum tilfellum er mjög erfitt að gera við þeim og öðrum alveg ómögulegt. Umferðarslys á götu í Reykjavík Ég man nú satt að segja ekki eftir neinu umferðarslysi núna nýverið, þar sem ekið hefur verið fyrir vítaverðan glannaskap á börn. Ýms önn- ur slys má þó kenna glanna- legum akstri, svo sem bílvelt- ur og fleira. Fólk gerir sér ekki alltaf ljóst þegar slíkir harmleikir verða að banaslys verða á börnum, að ekki ein- ungis aðstandendur barnsins líða fyrir það, heldur einnig sá sem slysinu veldur. Maður hefur séð of mörg dæmi þess, að ökumaðurinn líður fyrir slys sem hann veldur og nær sér jafnvel aldrei. En það verður einnig að hafa í huga í sambandi við hina miklu aukningu á um- ferð, að 'hver einasti bifreiða- stjóri verður að gera meiri kröfur til sjálfs sín, bæði um aðgæzlu og ökuhraða, ef hann ætlar að komast klakk laust leiðar sinnar. Það er einhvern veginn of mikil spenna í umferðinni, allir troða sér fram við allar mögu legar og ómögulegar aðstæð- ur, og oftast sjá menn það eftirá að betra hefði verið að fara aðeins gætilegar, þó nokkrar sekundur töpuðust, en þá er það orðið of seint. Þetta sást bezt í dag, í fyrstu verulegu ísingunni á vetrin- um. Þá varð heil skæðadrífa af árekstrum. Ökumenn gerðu sér aðstæður ekki ljósar og höguðu sér ekki í samræmi við þær. . Annars megum við ekki gleyma því að mikið er af góðum og gætnum bílstjór- um, mönnum sem alltaf eru í mestu umferðinni, svo sem leigubílstjórar, ökumenn vöru bifreiða stórfyrirtækja o. fl., og sem nær aldrei kemur neitt fyrir. Þeir forða fjöl- mörgum slysum. Einn af þess um mönnum, sagði við mig um daginn þegar við ræddum um börnin: — Maður er allan daginn að hemla upp á líf og dauða; Að vísu eru þetta kannski svolitlar ýkjur, en það er of mikið til í þvL Óaðgæzla ökumanna — Það kemur fyrir að við þurfum að flytja 3—4 slösuð börn úr umferðarslysum sama daginn, segir Kjartan Ólafsson, brunavörður. Ef ég væri spurður að því hvað valdi þessum miklu og mörgu slysum á börnum, þá myndi ég hiklaust svara að það væri óaðgæzla og kæruleysi öku manna í umferðinni. öllum liggur þessi reiðinnar ósköp á. Hraðinn er að gera allt vit- laust. Menn eru í kappakstri á götum borgarinnar. Nýlega ók bilstjóri t. d. svo nálægt gangstétt, að hann ók yfir fót á barni, sem sat á gangstétt- inni. Maður heyrir líka oft af sökun fyrir ódæðinu að sólin hafi blindað, en blindur mað- ur á ekki að aka bíl áfram. Auðvitað á hann að stanza. Og ég tel það veikleikamerki í okkar löggjöf hve þeir sem slysunum valda í umferðinni sleppa vel. Mér er sagt að í Bandaríkjunum gildi þau lög að sá sem veldur dauðaslysi á barni í umferðinni misa'. ökuskírteini sitt æfilang*, enda verða þeir fullorðnu að hafa vit fyrir börnunum í um- ferðinni. Ef ég yrði spurður að því hvað yrði áhrifarík- ast til að draga úr slysabættu á börnum í umferðinni, myndi ég hiklaust svara: Svifta skal þann mann ökuskírteini á stundinni, sem veldur barni bana í umferðinni og raunar í mörgum tilfellum ef hann veldur stórslysi á fólki. Hin mikla slysaalda á börnum og fullorðnum er eitt mesta vandamál þjóðfélagsins í dag, Þetta er meginkjarninn í því sem þessir þrír aðilar, sem að undanförnu hafa kom ið svo nærri þeim harmleik, sem umferðarslys getur orð- ið, hafa óundirbúið að segja um þetta máL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.