Morgunblaðið - 31.10.1963, Side 1

Morgunblaðið - 31.10.1963, Side 1
50 árgangur 238. tbl. — Fimmtudagur 31. október 1963 PrentsmiSja MorgrnblaSsina Njdsnarar teknir í Bandaríkjunum Þremur fulltrúum Rússa hjá SÞ vísað úr landi New York, 30. okt. (NTB-AP) í DAG voru tveir menn hand- teknir í New Jersey, sakaðir um njósnir. Er annar þeirra bandarískur verkfræðingur af rússneskum ættum, en hinn ökumaður rússneska verzlunarfélagsins Amtorg. Hefur Bandaríkjastjórn kraf- izt þess að þrír af fulltrúum Rússa hjá SÞ fari nú þegar úr landi, þar sem þeir hafi verið viðriðnir njósnirnar. Menn þessir eru friðhelgir á sama hátt og starfsmenn sendiráða, en þeim hefur ver- Framhald á hls. 23. Á sunnudagskvöld var unnf að koma hljóðnema niffur til þýz ku námumannanna þriggja, sem innilokaðir eru 80 metrum fyrir neffan yfirborff jarðar. Hér sézt Heinrich Momber frá þýzka útvarpinu ræffa við þremenningana, en hann varð fyrstur til að hafa samband við þá. Laxness / ísrael í tlu daga boði stjórnarinnar Haifa, ísrael, '30. okt. (A). ÍSLENZKA Nóbelsskáldið Halldór Kiljan Laxness kom í kvöld ásamt konú sinni til Haifa í tíu daga heimsókn til fsraels sem gestur ríkisstjórn arinnar. Meðan á dvölinni stendur munu þau hjónin ferðast um iandið. í Jerúsalem taka Zal- man Shazar, forseti héraðs- stjórnarinnar, og Abba Eban á móti þeim. Hinn 5. nóvem- ber flytur Halldór Laxness fyrirlestur í Tel Aviv á veg- um félagsins ísland—ísrael, og nefnir hann fyrirlesturinn „húmanismi gegn andhúman- isma“. Aðalræðismaður ís- lands í fsrael, F. Naschitz og kona hans tóku á móti Lax- neshjónunum er skip þeirra lagðist að bryggju hér í kvöld. Alsír og Marokkd fallast á Afríkuráðstefna um endanlega lausn landamæradeilunnar Bamako, Mali, 30. okt. — (AP-NTB) — HASSAN n. konungur Marokkó og Ben Bella forsætisráð- herra Alsír undirrituðu í dag samning um vopnahlé í landa- mærastyrjöld landanna. Hefst vopnahléið á miðnætti á föstudag. Verður landamæradeilu Alsír og Marokkó vísað til sér- Ktakrar ráðstefnu Bandalags Afríkjuríkja, sem stofnaö var í Addis Abeba fyrr á þessu ári. í vopnasamningnum er einnig gert ráð fyrir að báðir leiðtog- arnir beiti sér fyrir því að blöð og útvarp beggja landa hætti án tafar gagnkvæmum persónuleg- um árásum og óhróðri. Marokkó- stjórn fellst á að flytja herlið sitt burt af landsvæði því, sem Alsír gerir tilkall til, og verður svæði þetta fyrst um sinn undir eftirliti Mali og Eþíópíu þar til gengið hefur verið frá endan- Iegum samningum á ráðstefnu Afríkjuríkjanna. Þar verður Þeir Haile Selassie Eþíópíukeisari og Modibo Keita forseti Mali undirrituðu einnig vopnahléssamninginn, og voru um 100 fréttamenn viðstaddir undirritunina í forsetahöllinni í Bamako, höfuðborg Mali. einnig reynt að komast að nið- urstöðu um það hvor deiluaðil- anna á sök á styrjöldinni og hvar landamæri skuli vera. Nást námumenn- irnir í dag? Vonazt til ab borun Ijúki um hádegid Lengede, V.-Þýzkalandi, 30. okt. (AP-NTB). ÞYZKU námumönnunum' þremur, sem innilokaðir' hafa verið frá því á fimmtudag í síðustu viku, var tilkynnt í dag að ekki yrði unnt að bjarga þeim upp úr námunni fyrr en í fyrsta lági á morg- un. Segja talsmenn námufé- lagsins að mennirnir þrír hafi sofið vel í nótt og að þeim líði eftir atvikum vel. Þremenningarnir eru á sillu um 80 metrum fyrir neðan yfir borð jarðar, og verið er að bora göng niður til þeirra. Hætta varð borun um tima i dag til að styrkja veggi borholunnar með steinsteypu. Framkyæmda- vopnahlé stjóri námunnar, Rudolf Stein, sagði að mjög mikillar varúðar yrði að gæta síðasta áfangann niður til mannanna. Loftþrýst- ingur niðri í námunni er meiri en uppi á yfirborðinu. Ef loft- ið í námunni nær að komast út, getur vatnsborðið 'hækkað, en það nær nú upp að sillunni, sem mennirnir eru á. Eftir er að bora um 19 metra niður til þremenninganna. Kom- ið hefur verið fyrir sjálfvirkum lokum í göngunum, sem eiga að lokast um leið og borinn nær niður í loftrúmið hjá mönn- unum. Segir Stein að ef loftið nái að komast út um göngin, sé úti um námumennina. Ekkert þýddi fyrir þá að reyna að hlaða stíflu umhverfis silluna, hún yrði aldrei nægilega rammbyggð til að halda vatninu. STRANDHÖGG í KÍNA. Taipei, Formósu, 30. okt. (AP). SKÆRULIÐAR frá Formósn gerðu innrás í Kina s.l. föstu- dag, en eru nú komnir heilu og höldnu heim. Segir Form- ósustjórn að skæruliðarnir hafi náð sambandi við kín- verska andkommúnista, sem halda uppi stöðugri baráttu gegn Kínastjórn. Flugslys Munchen, 30. okt.' — NTB. VESTUR-ÞÝZK orrustuþota hrapaði í dag niður á þorp eitt í Bayern og varð tveim- ur konum og tveimur börn- um að bana. Auk þess meidd- ust tíu manns, átta þeirra alvarlega. Flugmaðurinn gat bjargað sér í fallhlif. Þotan var á æfingaflugi ásamt mörgum vélum öðrum. Þegar hún var stödd inni í skýjaþykkni bilaði hreyfill- inn, og flugmaðurinn varð að stökkva út í fallhlíf án þess að vita hvar hann væri. Lenti flugvélin á sveitabæ, þar sem íbúarnir voru nýsetztir að snæðingi. Kviknaði í bæn- um og nálægu íbúðarhúsi, sem bæði eyðilögðust.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.