Morgunblaðið - 31.10.1963, Qupperneq 2
z
MORCU N BLAÐID
Fimmtudagur 31. okt. 1963
Fyrsta söltunarsíldin til
Reykjavíkur í gær
GRANDARADÍÓ hafði ekki
undan að tilkynna komu síld-
arbáta til Reykjavíkur í gær,
í fyrsta sinn á nýbyrjaðri
Suðurlandsvertíð. Bátarnir
sigldu hver á eftir öðrum
inn höfnina sökkhlaðnir. Veð-
ur var bjart, rjómalogn, og
fjöllin handan við sundin fag-
urblá.
Bátarnir dreifðust um Höfn
ina. Á þriðjudaginn var hún
auð og lítið um að vera, ein-
staka skip á stangli, og fáir
menn við vinnu. — í gær
lifnaði hún við, -skipin lögð-
ust hvert upp að öðru, lönd-
unarbílamir óku til og frá og
höfðu ekki undan. Borgarbú-
ar gengu um bryggjurnar og
önduðu að sér söltu sjávar-
lofti og áfengri lykt af nýrri
síld, og silfrandi hreistur
loddi við skóna þeirra, er
þeir yfirgáfu bryggjurnar.
Sem við stóðum á Faxa-
garði og horfðum á uppskip-
un úr Hannesi Hafstein 'og
Vigra, sáum við hvar Jón
Jónsson frá Ólafsvík risti
djúpt lygnan sjóinn og stefndi
að verbúðarbryggjunum
gömlu. Við tókum á móti
bátnum og klifruðum upp í
brú til skipstjórans, Jósteins
Halldórssonar.
— Þú ert me"ð fullfermi?
— Já, svo til. Þetta eru ein-
ar 800 tunnur. Síldin er
óvenju stór og falleg af Suð-
urlandssíld að vera, og þeir
sögðu áð fitumagnið væri
milli 18 og 20%.
Ásdís Kristinsdóttir, ellefu
ára í síldarvinnu.
-— Hvað þurftirðu að kasta
oft?
— Þetta kom mest í einu
kasti. Við köstuðum um 50
mílur vestnorðvestur af Önd-
verðarnesi, torfan var um 40
faðma þykk og lá fremurofar
lega í éjónum.
— Eruð þið búnir að vera
lengi úti?
— Við fórum út á sunnu-
degi og kastið fengum við um
hálf þrjú í nótt. Það er um
það bil 13 tíma sigling frá
miðunum hingað til Reykja-
víkur og á þessum slóðum
hélt megnið af síldarflotanum
sig.
Og hvar leggið þið upp?
— Hjá Júpiter og Marz á
Kirkjusandi.
★
.Það fyrsta sem við sáum,
þegar við komum inn á Kirkju
sand, var bakhlutinn á kven-
manni 1 síldarpilsi, sem var
önnum kafinn að leggja ofan
' í tunnu. Hvert sem litið/var
sást í gul pils, marglita klúta,
iðandi hendur og flugbeitta
kuta. Sildin kom á færibandi
inn í salinn og var henni
dreift í kassana eftir þörfum.
— Hvað vinna margar stúlk
ur hér? spurðum við verk-
stjórann, Braga Björnsson.
— Þær eru 24 hér frammi
f söltuninni og um 40 við
Sigurveig leggur niður — og vekur óskipta athygli áhorf-
enda. — (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.).
frjígtinguna. Síldin er sorter-
uð frammi í nýrri vél, sem
Gísli Friðbjarnarson í Súða-
vogi fann upp, og er nú notuð
í fyrsta sinn.
— Er ekki nóg framboð á
stúlkum?
— Þær eru tæplega nógu
margar á daginn, en þegar
líða tekur á daginn bætast
margar við, einkum húsmæð-
ur, sem komast ekki að heim-
an fyrr en degi tekur að
halla.
— Ég- stalst að heiman,
sagði kona sú, sem næst okk-
ur stóð, og maðurinn og
krakkarnir verða sjálfsagt
steinhissa, þegar þau koma
að fómum kofanum . . . En
ég gat ekki staðizt sildina.
Skammt frá henni stóð
yngsta söltunarstúlkan, Ásdis
Kristinsdóttir, 11 ára gömul,
í plássi með móður sinni. Hún
var að hausskera og slóg-
draga og vandaði sig hvað
mest hún.mátti. Á móti henni
var fljótasta stúlkan á stöð-
inni, Sigúrveig Sigvaldadótt-
ir frá Raufarhöfn, sem salt-
ar 3—4 tunnur af Norður-
landssíld á klukkustund, og
gekk drjúgan úndan henni.
Allar kepptust Við, enda nóg
að gera. Verkstjórinn sagði, að
liklega yrðu saltaðar milli
5—600 tunnur á stöðinni í
dag, en samtals yrði unnið
úr 2800 tunnum af síld þenn-
an fyrsta dag.
Þannig hleypti síldin nýju
blóði inn í atvinnulíf borgar-
búa í gær.
Rafmagn j Snæfjallahreppi
Sáttolundir
SÁTTASEMJARAR ríkisins
hófu í gærkvöldi sáttafundi með
verzlunarmönnum, yfirmönnuim
á síldarflotanum, prenturum og
bókbindurum. Fundir stóðu enn,
er blaðið frétti siðast í gærkvöldi
hjá verzlunarmönnum o*» yfir-
möniwm, en sáttafundir með
prenturum og bókbindurum
urðu stuttir og árangurslausir.
— Forsetaheimsókn
Framh. af bls. 24
morgni 18. nóv. Lent verður á
Gatwick-flugvelli, sem er ná-
lægt Lundúnum, en þaðan fara
forsetahjónin með járnbrautar-
lest til Viktoríu-brautarstöðvar-
innar í Lundúnum.
Þá um kvöldið sitja þau kvöld
verðarboð heima hjá forsætis-
ráðherra, Sir Alec Douglas-
Home. Næsta dag snæða þau há-
degisverð með Elísabetu drottn-
ingu í Buckingham-höll.
Meðan á heimsókninni stend-
ur hittir forseti og fylgdarlið
hans utanríkisráðherra Breta,
R. A. Butler að máli. Kvöld-
verður verður haldinn forseta
íslands til heiðurs í Guildhall,
í boði borgarstjóra Lundúna-
borgar. Þá mun forsetinn heim-
sækja brezka þingið, Tate GaU-
ery listasafnið, British Museum
og dómstóla í Lundúnum. For-
setahjónin munu sjá leiksýningu
í National »Theatre, þar sem
„Hamlet“ verður leikinn. Einnig
mun forsetinn fara til Oxford
í boði háskólarektors þar.
20. nóv. taka forsetahjónin á
móti íslendingum, búsettum í
Bretlandi, og brezkum íslands-
vinum í Dorchester Hotel.
Utanríkisráðherra, Guðmund-
ur í. Guðmundsson, og kona
hans, frú Rósa Ingólfsdóttir,
verða í fylgd með forsetahjón-
unum ásamt forsetaritara, Þor-
leifi Thorlaciusi, og konu hans,
Guðrúnu E. Thorlaciusi.
Orðu-
veitingar
FORSETI íslands hefir í dag, 30.
okt., sæmt eftirgreinda riddara-
krossi hinnar íslenzku fálkaorðu.
Ársæl Sveinsson, útgerðar-
mann, Vestmannaeyjum, fyrir
störf að sjávarútvegs- og bæjar-
málefnum.
Guðmund Óskar Einarsson,
fyrrv héraðslækni, Reykjavík,
fyrir störf að menningar- og
félagsmálum.
Guðríði Jónsdóttur, forstöðu-
konu geðsj úkrahússins að Kleppi,
fyrir störf í þágu geðsjúkramála.
Hall Þorleifsson, söngstjóra,
Reykjavík, fyrir störf í þágu is-
lenzkrar sönglistar.
Hjálmar Vithjálmsson, xáðu-
neytisstjóra, Reykjavík, fyrir
embættisstörf.
(Frá orðuritara).
Sjálfstæðisfélag
Carða- og Bessa-
staðahrepps
Sjálfstæðisfélag Garða- og
Bessastaðahrepps efnir til fyrsta
spilakvölds félagsins í Samkomu-
húsind Garðaholti í kvöld kl. 8.30
Ók á ljósastaur
AKRANESI, 30. okt.
Svo ólánlega vildi til í morg-
un, að bíllinn M 813 ók á ljósa-
staur á móts við sjúkrahúsið.
Vinstri fram-aurhlífin gereyði-
lagðist, en hvorki haggaðist staur
inn né sprakk peran. — Oddur.
Þúfum, N.-ís., 30. okt.
BTRJAÐerá byggingu raf-
stöðvar í Snæfjallahreppi. Virkja
á Mýrará, sem fellur ofan fjall-
ið á milli Mýrar og Unaðsdals. —
Talin eru góð virkjunarskilyrði
þar. — 9
Daníel Kristjánsson, bygging-
Anglíufundur
FÉLAGIÐ Anglia heldur aðal-
fund sinn og skemmtikvöld í
Sjálfstæðishúsinu (Sigtúnum) í
kvöld kl. 8,30.
Fjölbreytt skemmtiatriði verða
á kvöldinu, frú Álfheiður Björns
son syngur einsöng, Ómar Ragn-
arsson annast skemmtiþátt og
Ingibjörg Björnsdóttir dansar
listdans. Síðan verður dansað til
kl. 2 eftir miðnætti.
Smádrengir týn-
ast og finnast
UM kl. þrjú í gærdag fóru tveir
yngissveinar að heiiman frá sér
í Kópavogi, annar fiimrn ára, en
hinn sjö ára. Þegar þeir voru
ófcomnir aftur á tíunda tímanum
í gærkvöldi, létu foreldrar þeirra
Kópavogslögregluna vita. Leit
var þegar hafin að þeim í Kópa-
vogi, Hafnarfirði og Reykjavík.
Auglýst var 'eftir þeim í útvarp-
inu. Hjálparsveit sfcáta í Hafnar-
firði var bvödd út, og brá hiún
avo skjótt við, að fyrsti leitar-
flokkur hennar var faTinn af
stað innan tíu mínútna frá út-
kalli. Náð var í sporhundinn
Nonna, en um leið og hann átti
að leggja upp í leitina, uim kl.
háiLfellefu, tilkynnti Reykjavík-
urlögreglan, að bún hefði fund-
ið drengina nálægt Shell-stöð-
inni við Suðurlandsbraut.
armeistari á ísafirði, vinnur nú
að smíði stöðvarhússins ásamt
aðstoðarmönnum. Áætlað er "að
ljúka byggingu hússins nú í haust
og setja síðan vélar niður í vet-
Næturvörður-
inn átti frí
í SAMBANDI við frétt í blað-
inu í gær um innbrot í verzlun-
ina Herraföt, Hafnarstræti 3,
skal það tekið fram, að nætur-
vörður er að jafnaði í húsinu.
Hann átti hinsvegar frí þessa
nótt, annars hefði þjófsins trú-
lega orðið vart.
ur, eftir því sem aðstæður leyfsu
Áður var hafin lagning vegar
upp að væntanlegri stíflu, en haf-
izt verður handa um gerð henn-
ar á næsta sumri. Stefnt er að
þvf, að rafstöðin verði fullgerð
fyrir veturinn 1964 eða haustið
það ár. Að þessu verki standa
allir bæir í hreppnum, sem só
Mýri, Unaðsdalur, Lyngholt og
Bæir, og gert er ráð fyrir því,
að rafmagn verði leitt til Æðeyj-
ar. Hér er um mikilsverða og
merka framkvæmd að ræða, sem
vonandi tekst vel og giftusam-
lega. Það sýnir dugnað og stór-
hug bændanna í Snæfjallahreppi,
að þeir skuli ráðast í þetta fyr-
irtæki. — P. P.
/* NA /5 hniitr H SnjMtat I V Stúrir t 0S1 E Þrvmar '/////Rtjn- //y//traV KaUtM V HifttkR H H*l 1 L-íssiX
“ T ■■ Yfög 10\0 1020
UNDANFARNA daga hafa
verið hlýindi hér á landi og
ekki einu sinni komið nætur-
frost. í gær var kyrrt veður
og blíðviðri með 7—9 stiga
hita á Suður- og Austurlandi,
en á Vestfjörðum og við Húna
flóa var þokuslæðingur og
2—4 stiga hiti.
Vestast á kortinu sér á
lægð, sem hreyfist norð-aust-
ur eftir af talsverðum kraft
og fylgir bæði snjókoma c
regn. Þetta er fellibylurin
Ginny, sem hefur verið
sveimi undan austurströn
Ameríku síðustu daga. í kjö
far hans kemur önnur læg
og munu þessar tvær eig
eftir að hafa áhrif á veðv
hérlendis fljótlega.