Morgunblaðið - 31.10.1963, Qupperneq 8
8
MORGU N BLAÐIÐ
Fimmtudagur 31. okt. 1963
Maður
vanur kynditækjaviðgerðum óskast. Upplýsingar í
verzlun vorri, Suðurlandsbraut 4.
Olíufélagið Skeljungur h.f.
Mikið úrval
/
af eins manns svefnsófum. Verð frá kr. 2700,00.
Sófaborð úr teak. Verð frá kr. 1250,00.
Vandaðar vegghillur og símaborð.
Húsgagnaverzl. Hverfisgötu 50.
Sími 18830.
Járngrindahús
Okkur hefir borizt sérlega hagstætt tilboð um stór
járngrindahús með beinum veggjum, sem fást af-
greidd frá Englandi með stuttum fyrirvara.
Myndin er af 100 feta löngu húsi, 45 feta breiðu.
Veggjahæð er tvennskonar, 16 fet 'og 25 fet. Bygg-
ingar þessar er hægt að fá í öðrum stærðum.
Þeir, sem áhuga hafa fyrir þessum byggingum eru
góðfúslega beðnir að hafa samband við okkur sem
fyrat, þar sem búast má víð, að hús þessi verði
ekki lengi á boðstólum, sökum þess, hve ódýr þau
eru. *
Sisli <5. éoRnsan i/
Túngötu 7. — Reykjavík. — Símar: 12747 og 16647.
Skrifstofustarf
Opinbera stofnpn vantar, þann 15. nóvember n.k.,
stúlku , sem gæti annast vélritun og bókarastörf.
Þær, sem áhuga hefðu á slíku starfi sendi uppl.
um menntun og fyrri störf til afgr. Mbl., merkt:
„Skrifstofustarf — 5245“.
FLU6VALLARLEIGAN SF.
GÓNHÓL, YTR Í-NJARÐVÍK - - SÍMÍ 1950
Nau&synlegt að afurðalán
verði veitt út á garðávexti
Úr ræðu Ingólfs Jónssonar ráðherra
Á FUNDI í Sameinuðu þingi í
gær urðu nokkrar umræður um
fyrirspurn írá Páli Þorsteins-
syni Um framkvæmd þingsálykt-
unar um afurðalán vegna garð-
ávaxta. Upplýsti Ingólfur Jóns-
son við þetta tækifæri að af-
urðalán út á landbúnaðarvörur
yrðu á þessu ári um 430 millj.
kr. — v
Páll Þorsteinsson (F) bar
þingi. Kvað hann það lengi hafa
fram fyrirspurn
til landbúnaðar-
málaráðherra
um hvað liði
framkvæmd
þingsályktunar
úm afurðalán
vegna garð-
ávaxta er sam-
þykkt hefði ver-
ið á síðasta
verið áhugamál bænda að fá
svipuð lán út á garðávexti og
veitt væru út á sauðfjárafurðir.
Ingólfur Jónsson, landbúnaðar-
ráðherra, kvað það skoðun sína að
eins nauðsynlegt væri að lána út
á garðávexti eins og út á aðrar
landbúnaðarafurðir, en lán út á
garðávexti hafa aldrei verið veitt
fram að þessu.
Hann hefði átt
viðræður við
Seðlabankann
um þessa þings-
ályktun og ósk-
að eftir að slík
lán yrðu veitt
en ekki fengið
endanlegt svar
frá bankanum.
Hins vegar væri það ekki til
baga, þótt þetta svar hefði ekki
exm borizt, þar sem garðávextir
hefðu ekki verið meðhöndlaðir
þannig á þessu hausti að hægt
væri að leggja fram skýrslu á-
samt tilheyrandi vottorðum, sem
slíkri lánbeiðni þyrfti að fylgja.
Kvað ráðherrann að slík gögn
mundu ekki vera fyrir hendi fýrr
en seint í nóvember.
Afurðalán á þessu árl
430 milljón
Fyrst farið væri að ræða af-
urðalán, taldi ráðherrann rétt
að upplýsa það, að lán út á land-
búnaðarafurðir mundu að þessu
sinni aukazt mjög verulega. Á
síðasta ári hefði Seðlabankinn
lánað út á landbúnaðarvörur
294 millj. kr. Það hefði þó reynzt
of lág upphæð iil þess að geta
uppfyllt óskir framleiðenda.
Lánsfjárupphæðin hefði ve'rið
bundin við áætlað hámark en
framleiðsluaukningin hefði orð-
ið meiri en reiknað var með
og verðlag hækkað og því hefði
hámarkið verið of lítið. Hins
vegar hefði þetta hámark nú
verið afnumið og með því að
lána 55% að þessu sinni út á
Jandbúnaðarafurðir, gæti upp-
hæðin farið upp í 430 millj. kr.
Ráðherrann kvaðst hafa farið
fram á að hlutfallstalan yrði
hækkuð en Seðlabankinn teldi
það nokkrum erfiðleikum bund-
ið, að gera hvorttveggja í senn,
að hækka hundraðstöluna ein-
mitt þegar lánin hækka svo
mikið vegna framleiðsluaukning-
ar og hækkunar á verði. En
það væri þó gert ráð fyrir að
afurðalónin yrðu að þessu sinni
ekki minni en 55% en þó því
aðeins að Seðlabankinn fái auk-
ið fé af sparifjármyndun þjóð-
arinnar til varðveizlu.
Tryggja gjaldeyrissjóð
Tryggja gjaldeyrisvarasjóð
iandsins
Ráðherrann kvað þó Seðlabank
ann hafa öðru veigamiklu hlut-
verki að gegna en tryggja lán
út á sjávar- eða landbúnaðar-
afurðir. — Það væri að tryggja
gjaldeyrisvarasjóð landsins, sem
nú væri um 1100 millj. ter. Þessu
tvíþætta hlutverki yrði Seðla-
bankinn að geta gegnt og eina
leiðin til að svo væri mögulegt,
væri að auka fjármagn það sem
Seðlabankinn hefði yfir að ráða.
Landbúnaðarráðherra skýrði
frá því að til viðbótar fjármagn-
inu senr Seðlabankinn hefði yfir
að ráða hefðu sjávarútvegur og
landbúnaður fengið nokkur lán
í viðskiptabönkum, sem væru
yfirleitt um 12—15%. Því hefði
verið hægt að greiða strax út
á afurðirnar'um % hluta verðs-
ins.
Að lokum sagði ráðherrann að
enda þótt ekki hefði verið unnt
að veita meiri lán út á úfurðir
en 55%, þá væri að því stefnt
að hækka lánin, bæði út á sjáv-
ar- og landbúnaðarafurðir. En
til þess að svo gæti orðið þyrfti
að auka það fjármagn sem
Seðlabankinn hefur nú yfir að
ráða.
Páll Þorsteinsson (F) tók aft-
ur til máls og kvaðst ekki hafa
fengið nógu skýr svör hjó land-
búnaðarráðherra.
Eysteinn Jónsson (F) taldi að
ráðherrann gæti mjög auðveld-
lega greitt fyrir láninu, þar sem
ríkisstjórnin réði algjörlega yíir
Seðlabanka íslands. í sambandi
við afurðalánin kvað hann
Seðlabankann hafa áður lánað
67% út á afurðir en hins vegar
væri talan nú komin niður í 55%
og taldi ræðumaðurihi), það bera
augljósan vott um öngþveitið,
sem ríkir í efnahagsmálum
þj óðarinnar.
Ingólfur Jónsson landbúnað-
arráðherra sagðist hafa álitið,
að þær upplýsingar, sem hann
hefði gefið í upphafi ræðu sinn-
ar, hefðu verið nógu skýrar.
Varðandi þær athugasemdir, sem
E. J. hefði gert um, að Seðla-
bankinn hefði veitt lán er næmu
67% af verðmæti afurða á dög-
um vinstri stjórnarinnar, þá
kvað landbúnaðaráðherra það
hafa leitt til verðbólgu. Þá hefði
ekki verið hugsað um að koma
upp gjáldeyrissjóði heldur að-
eins safnað skuldum. Þetta hefði
hins vegar breytzt í núverandi
stjórnartíð, þar sem unnið væri
markvisst að því að styrkja
gjaldeyrisvarasjóðinn. Það hefði
tekizt með því að lána ekki
meira út úr Seðlabankanum en
raunverulega væri fyrir hendi,
sagði landbúnaðaráðherra að
lolcum.
Sameinað þing í gær
Ragrnar Jónsson 1. varamaður
landskj. þm. Sjálfstæðisflokksins
tók í gær sæti
á Alþingi í fjar
veru Matthías-
ar Bjarnasonar,
sem verður fjar
verandi um
nokkrar vikur.
Ragnar hefur
eigi áður setið
á Alþingi og
undirritaði því
eiðstaf um að halda stjórnar-
skrána.
Endurskoðun laga um
Bjargráðasjóð
Jónas Pétursson (S) 3. þm.
Austurlands fylgdi úr hlaði
þingsálytkunartillögu um endur-
skoðun laga um Bjargráðasjóð
o. fl. sem hann flytur ásamt
Magnúsi Jónssyni (S) 6. þm.
Norðurlands
eystra. Tillagan
hljóðar svo:
Alþingi álykt-
ar að fela ríkis-
stjófninni að
láta endurskoða
lög um Bjarg-
ráðasjóð íslands
í þvj skyni, að
komið verði á
fót tryggingarkerfi fyrir land-
búnaðinn í heild, sem geti að
mestu leyti mætt tjónum, sem
koma fyrir af náttúruhamförum
og annarri óáran.
Bér þá að athugá, hvort Bjarg-
ráðasjóður í þeirri mynd eða
svipaðri, sem hann er nú, er
eðlilegasta formið á lausn alls-
herjartryggingarmála landbúnað
arins, eða sjálfstæð tryggingar-
stofnun, og á hvern hátt er fært
og eðlilegt að afla aukinna tekna
til þessara trygginga. Þessari
endurskoðun og athugun verði
hraðað eftir föngum, enda verði
kvaddar til undirbúnings máls-
ins þær sérstofnanir, er telja má
málið skyldast.
Tillaga þessi hefði verið flutt
á síðasta þingi og taldi J. P. að
mikill stuðningur væri fyrir
samþykkt hennar meðal þing-
manna, þar sem fram hefðu kom
ið 3 aðrar þingsályktunartillögur
um svipað efni. Taldi J. P. hér
vera um aðkallandi nauðsynja-
mál að ræða. Ekkert áhlaupa-
verk væri að framkvæma þessa
endurskoðun sem farið er fram
á í tillögunni og því væri þýð-
ingarmikið, að hún yrði afgreidd
sem fyrst. Var tillagan að lokirfni
ræðu flutningsmanns vísað til
nefndar og umræðu frestað.
Kaffisnittur — Coctailsnittur
Smurt brauð, heilar og hálfar
snexðar.
Rauða Myllan
Laugavegi 22. — Sími 13628
Málflutningsskrifstofa
JOHANN BAGNABSSON
héraðsdómslögmaður
Vonarstræti 4. — Sími 19085.
Sandgerði
Vandað einbýlishús á góðum stað til sölu.
Upplýsingar gefur:
j
EIGNA- og VEBÐBRÉFASALAN
Keflavík. — Símar 1430 og 2094.