Morgunblaðið - 31.10.1963, Síða 12

Morgunblaðið - 31.10.1963, Síða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 31. okt. 1963 CTtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreíðslustjóri: Sverrir f>órðarson. Ritstjórn: Að\lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. STÖLDRUM VIÐ rátt fyrir miklar fram- kvæmdir blasa hér á landi við ný verkefni. Menn vilja ný og bætt húsakynni, aukn- ar skólabyggingar, betri vegi, fullkomnar hafnir o. s. frv. Það má því segja, að ekki sé óeðlilegur sá mikli fram- kvæmdahugúr, sem fylgdi í kjölfar batnandi efnahags, þegar árangurinn af viðreisn- arráðstöfunum fór að koma í ljós. Eftir því sem gjaldeyris- sjóðir landsmanna jukust og efnahagur almennings batn- aði, urðu menn bjartsýnni og fleiri og fleiri -vildu ráðast í nýjar framkvæmdir. En þótt þetta sé skiljanlegt' verða menn að gera sér grein fyrir hinni alvarlegu hlið þeirrar þróunar, sem hér hefur verið síðustu mánuði Kapphlaupið um vinnuaflið hefur leitt til-þess, að það hef- ur dregizt frá útflutnings- framleiðslunni og gert að- stöðu hennar erfiðari. Þannig höfum við notað meira vinnu- afl til að þjóna innlendum markaði en við enn höfum efni á, því að undirstaða auð- legðar þjóðarinnar eru þeir fjármunir, sem við getum afl- að okkur með viðskiptum við aðra. Þar að auki hefur hin mikla eftirspurn eftir vinnuafli oft orðið til þess að framkvæmd- ir urðu dýrari en ella, því að ekki hefur verið hægt að koma við samræmdum og heilbrigðum vinnuaðferðum, þegar starfsfólk hefur skort, og auk þess hafa framkvæmd- ir tekið lengri tíma en ella og þannig verið bundið í þeim óarðbært fé. Loks er það svo alkunna, að jafnvægisleysi * býður heim, hverskonar spákaupmennsku og óheilbrigðum gróða, eins fyrri tímum. Þegar allt þetta er hugleitt er ekki að furða, þótt almenn- ingsálitið leggist á þá sveifina að nú þurfi að staldra við og huga vel að aðstöðunni í dag, því að ella kynni það að glat- azt, sem áunnizt hefur síðustu árin. HÆGT AÐ LEYSA VANDANN t’rfiðasta viðfangsefnið eru ^ launamálin, ákvörðun um skiptingu tekna milli hinna einstöku þjóðfélagsstétta og einstaklinga. Um þessi mál hefur mikið verið rætt og rit- að, en í ræðu þeirri, sem Bjarni Benediktsson, formað- og íslendingar þekkja frá ur Sjálfstæðisflokksins, flutti um miðjan mánuðinn, dró hann upp nýja og skýra mynd af þróun launamálanna. Meginvandinn er sá, að bæði launþegar og vinnuveit- endur eru margklofnir og hef ur aldrei tekizt að koma fram sem sterkir og ábyrgir aðilar, sem gætu gert heildarsamn- inga og þar með tryggt rétt- láta tekjuskiptingu. Þvert á móti hefur verið um að ræða stöðugan skæru- hernað, þar sem einstök laun- þegafélög hafa gert kröfur og einstakir vinnuveitendur sam ið við afmarkaða hópa. Síðan hefur verið stöðugur meting- ur milli starfsstéttanna og hver um sig talið, að hún ætti rétt á hærri tekjum, þar sem aðrir bæru meira úr býtum. Þannig má í rauninni segja, að samtök launþega og vinnu veitenda hafi brugðizt því hlutverki sínu að koma á heil brigðri tekjuskiptingu án af- skipta ríkisvaldsins. Viðreisnarstjórnin boðaði það í upphafi, að hún ætlaði láunþegum og vinnuveitend- um að semja sín á milli um kjörin. En því miður hefur hvorki launþegum né vinnu- veitendum tekizt að sam- ræma svo störf sín og stefnu innbyrðis, að þeir gætu komið fram sem tveir heilsteyptir aðilar, sem væru þess um- komnir að semja um heildar- tekjur allra launastétta. Þetta vandamál verða sam- tök launþega og vinnuveit- enda að taka föstum tökum og finna á því heilbrigða lausn. LAUNAMÁLIN ERFIÐUST rátt fyrir þau vandamál, sem íslendingar standa nú frammi fyrir, er langt frá því að nokkur voði sé á ferð- um, ef nú er stungið við fót- um, þótt hitt sé jafn Ijóst, að frekari víxlhækkanir kaup- gjalds og verðlags megi undir engum kringumstæðum verða á næstunni. Þótt nokkuð hafi að undan- förnu gengið á varasjóð lands ins, stendur þjóðin samt enn sterk, ef hún staldrar við. Það er ekki þörf á að grípa til neinna þeirra ráða, sem notuð voru fyrr á árum til að fleyta framleiðslunni gangandi frá mánuði til mánaðar. Framleiðslan hefur verið mikil hér að undanförnu og framleiðni hefur mikið aukizt með bættum vinnubrögðum, nýjum tækjum og marghátt- uðum umbótum. Allt þetta auðveldar þær um Nordahl Grieg Góibók Harald Grieg: Nordahl, min bror. Gyldendal Norsk Forlag. FYRIR skömmu er komin út í svonefndri „Fankel-seríu“ Gyldensdals-bók eftir for- stjóra bókarforlagsins, Har- ald Grieg, um „Nordahl, bróð- ur minn“. Fyrir fimm árum gaf hann út stórt rit í tveim bindum: „En forleggers er- indringer“, vandaða og skemmtilega bók. En sá* kafli hennar, sem flestum mun hafa þótt minnisverðastur, fjallaði um skáldið Nordahl Grieg. Nú er hann kominn út sem sjálfstæð bók í ódýrri en fallegri útgáfu: „Nordahl, min bror“. í upphafi bókarinnar segir frá uppvexti og sambúð þeirra bræðranna í heimahúsum, og þar nýtur hin ágæta frásagn- argáfa Haralds Griegs sín að fullu. Hann var 8 árum eldri en Nordahl en tvær syst- ur á milli, og má sjá að hann hafi snemma viljað gerast ráðunautur bróður sins. Það varð hann líka alla tíð þang- að til leiðir þeirra skildu, 10. okt. 1940. Báðir fengust þeir við skáldskap á náms- árunum og báðir luku prófi (í málfræði og bókmenntum) en að svo búnu réðst Harald Grieg til danska forlagsins Gyldendal, sem þá hafði um langt skeið verið útgefandi norsku öndvegisskáldanna, og tókst með dugnaði að stofna norskt útgáfufyrirtæki, Gyld- endal Norsk Forlag, og kaupa útgáfuréttinn að ritum Ibsens, Björnsons, Jonas Lie og Hams uns. En Nordahl fór ekki þá leið. Hann var orðinn skóld þegar hann varð stúdent, og var staðráðinn i að verða meira skáld. Og svo var hon- um í blóð borin útþrá, sem hann reyndi ekki að hemja. ^ð oknu stúdentsprófi ræðst hann sem léttadrengur á skip, sem fer til Ástralíu. Ávöxtur- inn af þeirri ferð varð fyrsta bók hans: „Skipet gár vid- ere . . .“, óþyrmileg lýsing á sjómannslífinu, sem vakti athygli um allan' Noreg fyrir bersögli og raunsæi. Eftir þá ferð tók hann til við háskólanámið og vann öðrum þræði að blaða- mennsku hjá „Tidens Tegn“. Hann dvaldi eitt ár í Oxford og þar mun að finna ræturn ar að bók hans „De unge döde“, sem kom út ca. 20 árum síðar og v^r mörg ár í smíðum. Hann lauk háskóla- prófi lofsamlega árið 1925 og fékk að svo búnu „Conrad Mohrs Legat“ — 4500 kr. utan fararstyrk, sem þótti rausn- arlégur á þeirra tíma mæli- kvarða — og nú fer hann í Frakklandsför, sem stendur heilt ár, og uppfró því má segja, að ævi hans hafi ver- ið sífellt ferðalag. Hann eirir sjaldan til lengdar á sama stað; hvort heldur hann er heima eða- erlendis verður hann að skipta um vistarver- ur, og í Noregi er það sér- staklega Finnmörk sem heill- ar hann — Bosekop — Kautok eino, en stundum kann hann vel við sfg í Holmestrand. En hann kann aldrei vel við sig í Osló: — mér verður ekkert úr verki þar, segir- hann og hávaðinn á götunni fer í taug arnar á honum. — Hann fer til Kína, fyrir „Tidens Tegn“, hann ferðast um Vestur-Evrópu og dvelur lengi í Rússlandi og er hrif- inn af leikhúsunum þar, en þess á milli er hann „einhvers staðar í Noregi“. En hann er iðinn bréfritarL Harald bróð- Höggmynd af Nordahl -Grieg ir hans á kringum 300 bréf frá honum, og úr þeim forða hefur hann valið svo góð sýnis horn, að þau gefa frábæra lýsingu á bæði manninum og skáldinu Nordahl Grieg, sem • stækka og skýrast við svar- bréfin frá „bróður hans og forleggjara“, sem jafnframt er bókmenntalegur ráðunaut- ur hans. Þegar Nordahl er í vafa um eitthvað, sem hann er að semja, ber hann vand- ann undir Harald bróður sinn. Og sá bróðir var góður ráðu- nautur, bæði að því er snerti rit Nordahls undir prentun og líka við að koma leikritum hans á svið. Það er skemmti- legt að lesa um bréfaskiptin viðvíkjandi Johanne Dybwad í samþandi við leikritið „En ung manns kjærlighet“. Þar átti skóldið í barningi. Bet- ur gekk með „Barj^bas". Um leikritið „Vár ære og vár magt“ voru talsverðar stimp-, ingar í stjórn leikhússins í Bergen; sumum þótti það meiða útgerðarmenn, en^í leikhúsráðinu urðu þeir út- gerðarmaðurinn Joh. Ludv. Mowinckel, margssinnis for- sætisráðherra Noregs, og Hákon Shetelig, fornfræði- prófessor, þyngri á metunum. Ef ráðið hefði ekki leyft þessa sýningu, ætlaði leikhússíjór- inn (Hans Jacob Nilsen) að segja af sér. Um „Nederlaget“, sem talið er bezta leikrit Nordahls Grieg, urðu hins- vegar engar deilur. Hann var orðinn sigurvegari þegar hann sendi það frá sér. — íslendingar hafa haft meiri kynni af Nordahl Grieg, bæði persónulega óg sem skáldi, en flestum ef ekki öllum útlendum samtíðar- manna hans. Hann dvaldist hér við og við fyrstu stríðs- árin og orkti hér sum þeirra ljóða,. sem birtust í „Frihet- en“, eina erlenda ljóðasafn- inu, sem komið hefur í frum- útgáfu á íslandi. Þeir fáu, sem kynntust honum á ís- landi, fagna því að hafa haft kynni af þessu óeirna, draum- sæa raunveruskáldi, og muna hann meðan þeir lifa. Og margir aðrir hafa kynni af ljóðskáldskap hans. Þessvegna fannst mér rétt að benda íslenzkum lesendum á „Nordahl, bror min“. Ég 'hef lesið talsvert mikið af því, sem skrifað hefur verið á norsku um þetta ágætis- skáld, sem dó í blóma lífsins, en ekkert hef ég lesið, sem lýsir manninum og skáldinu betur en þessi bók bróður hans. Hún er þannig úr garði gerð, að hún opnar fylgsni. Hún byggist á bræðraskrifum, þar sem engu er leynt, en allt sagt, undirhyggjulaust og svikalaust. > Þetta er ævisaga Nordahls Grieg. En þó ekki öll. Bók- inni lýkur 10. apríl 1940, er Nordahl er að flýta sér frá Osló, til þess að gefa sig fram í herinn, og kveður bróð ur sinn í húsdyrunum hjá honum, „Ég fylgdi honum nið ur og veífaði til hans er hann sveigði út úr garðshliðinu. — Ég frétti ekkert frá honum síðar. — En eftir að Noregur varð frjáls færði Gerd (Grieg) mér handritið að kvæðinu „Til de tyske soldat- er“. Á fremsta blaðið hafði Nordaihl skrifað: Til Harald — det blir vanskettg & dikte uten dig for Gerd og mig. Pd gjensyn snart. — Nordáhl. Með þessum orðum lýkur bókinni um „Norda'hl, min bror“. Ég ræð öllum unnend- um og aðdáendum Nordahls Grieg til að lesa hana, vegna þess að ég veit að þeir hafa ánægju af því. Ekki sízt þeir, sem hafa lesið hina fallegu bók Gerd Grieg um mann- inn sinn. Þessar tvær bækur gefa heildarlýsingu á þessu frábæra unga skáldi, sem aldrei var í rónni, en alltaf var að leita friðarins og sann- leikans. Skúli Skúla-son. ráðstafanir, sem nú þarf að gera, og allt þetta er þess eðlis að lifskjör munu halda’ áfram að batna hér á landi. Þess vegna er langt frá því að menn þurfi nokkuð að ótt- ast vandræðaástand, þegar skynsamlegar ráðstafanir hafa verið gerðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.