Morgunblaðið - 31.10.1963, Blaðsíða 24
FERDAÞJÚNUSTA OG
FARMIDASALA
ÍN AUKAGJALDS
LOWD<
■ oa fs
238. tbl. — Fimmtudagur 31. október 1963
laugavegi 26 simi 206 7Ö
Mikil síld-
veiði sl. nótt
Góðar horf ur í gærkvoldi
ÁGÆT síldveiði var í fyrrinótt
um 50 sjómílur VNV af Öndverð
arnesi. Fengu* 36 skip alls 34.900
tunnur af góðri síld, sem fer ým-
ist í salt eða frystingu. Aflahæst
voru Árni Magnússon með 2.200
tunnur og Hannes Hafstein með
2.000 tunnur. — 12 skip komu í
gær til Reykjavíkur með 15.050
tunnur.
Lanst fyrir miðnætti í nótt
voru veiðihorfur góðar á s.ömu
miðum og nóttina áður. I*ar var
gott veður. Vitað var um afla
þessara skipa (í tunnum): Grótta
1.600, Hamravík 1.500—1.600,
Víðir SU með fullfermi og Hrafn
Sveinbjarnarson m. 500 tunnur.
7 þús. tunnur til Akraness
Akranesi, 30. okt.
MOK-SÍLDVEIÐI var hjá bát-
um hér í. nótt 50-—60 sjóm. NV
af Jökli. 7 þús. tunnur af síld
bárust hingað í dag af sex bát-
um. Skírnir var aflahæstur með
1.700 tunnur. — Síldarsöltun
hófst í dag hjá Haraldi Böðv-
arssyni & Co. og í Fiskiveri
hf. Það, sem ekki er saltað, fer
í hraðfrystingu.-
Samhjálp á miðunum •
Sigurður AK var búinn að
kasta nótinni í nótt, en þá bil-
aði spilið. Faxi úr Hafnarfirði
var nærstaddur, kom og snurp-
aði fyrir hann, og það, sem
meira var, hann háfaðii 1000
tunnur fyrir Sigurð.
Forsetaheimsókn-
in í Bretlandi
EINS og áður hefur verið skýrt
frá, fara forseti íslands, Ásgeir
Ásgeirsson, og frú hans, Dóra
Þórhallsdóttir, í fjögurra daga
opinbera heimsókn til Bret-
lands í hoði brezku ríkisetjóm-
arinnar. Heimsóknin verður
18. — 22. nóvember. Meðal
þeirra, sem forsetahjónin hitta,
er Elísabet drottning, forsætis-
ráðherra Breta, utanríkisráð-
herra Breta og borgarstjórinn í
Lundúnum.
Forsetahjónin fara héðan með
flugvél frá Loftleiðum að
Framh. á bls. 2.
12 bátar komu með 15.050 tunnur af síld til Reykjavíkur í gær. Síldin var ýmist söltuð
eða fryst. — Hér er verið að skipa upp úr einum bátnum Jóni Jónssyni frá Ólafsvik. —
Sjá frásögn á bls. 2. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.).
Samiö um sölu á 16,600 tonnum
af hraðfrystri Suðurlandssíld
Svarar til 170,000 tunria
af fersksíld
SKV. frétt frá Sölumiðstöð hrað
frystihúsanna og sjávarafurða-
deild SÍS hefur verið samið um
sölu á 16.600 tonnum af hrað-
frystri Suðurlandssíld af kom-
andi vertíðarafla. 16.600 tonn
svara til um 170.000 tunna af
síld uppmældri úr sjó. — Auk
þess hefur verið samið um sölu
saltsíldar og sérverkaðrar síldar,
eins og sagt var frá í Mbl. í gær,
og samsvarar það sölumagn um
90 þús. uppmældum tunnum.
Bandaríkjamenn kaupa t. d. 12
þús. tunnur af sérverkuðum salt
síldarflökum, Pólverjar 40 þús.
tunnur af hausaðri og slógdreg-
inni saltsíld og Ísraelítar 2 þús.
tunnur af saltsíld.
Fréttatilkynning SH og SÍS
fer hér á eftir:
Síðari hluta sumars og á þessu
hausti hafa Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna og Sjávarafurða-
deild SÍS samið um sölur á
hraðfrystri Suðurlandssíld af
komandi vertíðarafla, sem hér
segir:
Til V-Þýzkalands
— Sovétríkjanna
— Póllands
— A-Þýzkalands
— Tékkóslóvakíu
4.600 tonn
4.800 —
2.500 —
2.700 —
2.000 —
Samtals 16.600 tonn
Svarar þetta til um 170.000
tunna al fersksíld.
Allt þetta er stórsíld, þ.e.a.s.,
sem 3—6 stk. fara af í kílóið.
Nokkrar líkur eru fyrir, að hægt
sé að auka þetta magn allveru
lega með viðbótarsöluijn til Mið-
Bruna-
rústir
Eins og skýrf hefur verið fráj
í Mbl. brann íbúðarhúsið í (
Hömluholtum í Eyjahreppi að
faranótt sl. mánudags. Þessi
ömurlega mynd er af bruna-
rústunum og sýnir, að ekki
var ofmælt, að húsið hefði
brunnið til kaldra kola.
(Ljósm.. Ásgrímur Stefánss.).
Fékk yfir 12 kr. fyrir kg.
DALVÍK, 30. okt. Togskipið
Björgvin seldi 65 lestir af ísuð
um fiski í Grímsby í dag fyr-
ir 6.578 stgrlingspund. Feng-
ust því rúmar tólf krónur
fyrir kílógrammið, og er þetta
með beztu sölum á þessu
hausti.
Togskipið Björgúlfur fiskar
einnig fyrir erlendan markað,
en fiskur sá, sem togskipin
hafa fengið, er smár, og því
mun betri markaðsvara í
Bretlandi en ÞýzkalandL Fisk
urinn er veiddur úti fyrir
Norðurlandi. .
Sjö þilfarsbátar eru nú
gerðir út á línuveiðar héðan,
og hefur afli verið sæmilegur
síðustu daga, eða þrjár til
fjórar lestir í róðri.
Þá rnunu tvö skip héðan
stunda síldveiðar við Suður-
land í vetur. — Kári.
og Austur-Évrópu; ennfremur -
mun vera nokkur markaður enn
ónotaður í löndum Vestur-
Evrópu, enda þótt söluhorfur
séu ekki sem beztar á þessum
mörkuðum, vegna mikils fram-
boðs af síld,. sem veiðzt hefur
og veiðist enn í Norðursjónuíh
Ennfremur standa yfir athug-
anir á þvx að selja smærri síld
en að ofan greinir og fryst síld-
arflök.
Ráðgert er að afgreiða helm-*
ing ofangrends magns fyrir n.k,
áramót og eftirstöðvarnar á 1,
ársfjórðungi 1964.
Morío Rogn-
orsdóttii í
„Miss Woríd“
keppni
London, 30. okt. (AP).
Fegurðardrottningar frá 49
löndum koma til London til
að taka þátt í „Miss World“
samkeppninni, sem lýkur
fimmtudagskvöldið 7. nóvem-
ber n.k. Meðal þátttakenda er
María Ragnarsdóttir frá Hafn
arfirði.
Sigurvegarinn í samkeppn-
inni hlýtur 2.500 punda verð-
laun (um kr. 300 þúsund), en
næstu fimm stúlkur í röðinni
hljóta einnig verðlaun.
Kópavogur
FUNDUR verður haidinn í Sjálf.
stæðisfélagi Kópavogs fimmtu-
daginn 31. okt,
kl. 20,30 í Sjálf-
stæðishúsi Kópa
vogs. — Fundar-
efni: Bæjarmál,
Málshefjandi
Sigurður Helga-
son, hæjarstjóra
arfulltrúi. Sjálf-
stæðisfólk, fjöl-
mennið á fimd-
N