Alþýðublaðið - 12.01.1930, Síða 2

Alþýðublaðið - 12.01.1930, Síða 2
2 SRIiÞVÐUBHABn Húsnæðið I Andstæðingar jafna'ðarmanna hafa tvær mótbárur mest á lofti gegn jafnaðarstefnunni og oftast •fcáðar í sömu andránni. Hin fyrri er sú, að jafnaðarstefnan sé hug- sjónalaust matarþref, að ein- göngu sé barist fyrir hærra kaupi, styttri vinnutíma, betri fatnaði og húsakynnum. Hin er: að þótt hugsjónir jafnaðarstefn- unnar séu góðar og^fagrar, þá séu þær óframkvæmanlegar. Þær séu að eins loftkastalar óhag- sýnna skýjaglópa. Hver meðalgreindur maður sér óðara og skilur, að ekki getur p.etta hvorttveggja staðist. Sé önnur ásökunin rétt, getur hin ekki haft við rök að styðjast. Þeir, sem nota báðar þessar á- sakanir jöfnum höndum, slá því vopnin úr höndum sér. Vissulega eru jafnaðarmertn hugsjónamenn. Þeir eru 'þess full- vissir, að hæfileikar mannanna til þess að taka framförum, verða þroskaðri, betri og vitrari, séu takmarkalausir. En jafnaðarmenn sjá það líka og skilja, að lifskjör- in, hin efnalegu skilyrði, valda miklu um það, hvort hæfileikinn til þess að taka framförum fær að njóta sin. Hungruðum manni er matur- inn dýrmætastur allra gæða, þyrstum drykkurinn, syfjuðum svefn, þreyttum bvild, köldum og klæðlausum húsnæði og föt. Lífskjörin móta mennina. Sá, sem alt sitt líf verður að strita baki brotnu til þess að afla sér og sinum matar og fata og þaks yfir höfuðið, metur þessi gæöi margfalt á við hinn, senr fær þau 'fyrirhafnarlaust eða fyr- irhafnarlitið og metur þau til jafns við drykkjarvatnið og and- rúmsloftið. Sá, sem hvert kvöld kemur heim dauðþreyttur af stritvinnu í köld og óvistleg húsakynni og strax verður aö leggjast til hvíld- ar til 'þess að safna kröftum und- ir erfiði næsta dags, á þess lítinn fcost að njóta heimilisunaðar, afla sér fræðslu og þekkingar eða gleðja sig við lestur góðra — dýrra — bóka. Sá, sem aldrei á til næsta máls, getur ekki veitt sér það að ferðast um og njóta náttúrufegurðar, eða skreyta hí- býli sin fögrum — dýrum — munum. Við jafnaðarmenn Iítum svo á, að til 'þess að mennirnir geti not- ið sín, hafist á hærra þroskastig, verði að létta af þeim bölvun fá- tæktar og réttarmismunar. í meira en 20 aldir hefir kristn- um mönnum verið kent að biðja: Gef oss í dag vort daglegt brauð. Þeim hefir verið sagt, að þetta væri ekki ölmusubæn. Þeim hefir verið sagt, að ef þeir bæðu á réttan hátt, í verkum sínum, Reykjavik. myndi þeim veitast daglegt brauð. Það þýðir: að hver, sem vill vinna, hvort sem hann getur það eða ekki, á rétt á þvi að fá daglegt brauð. Hvað er daglegt brauð? „Daglegt brauð er alt, sem heyrir til fæðslu likamans og þarfa, svo sem: klaéði, skæði, matur, drykkur, hús og heimili," hefir okkur verið kent að svara. Þessar eru hinar brýnustu nauðsynjar allra manna: daglegt brauð. „Og hver, sem okrar á brauði fólksins eða tekur það frá þvi, honum mun útskúfaö verða," stendur í biblíunni eða einhverri annari góðri bók. Hafa allir Reykvikingar nægtir daglegs brauðs? Því fer fjarri. Fjöldi fólks, sem vill vinna, sem vinnur baki brotnu, skortir daglegt brauð. Og hinir, sem ekki geta unnið eða ekki fá vinnu, eru enn þá ver famir. Og þó er ísland rikt land. Reykjavik auðug borg. En hlutur hins vinnandi manns er smár. Hann er afskiftur. Hann yfirborgar alt. Auðmennirnii’ verða að fá ardinn. Arðinn af vinnu hans, arðinn af inöskiftum hans, arðinn af húsnœdi hans. Þess vegna verður hlutur hins vinnandi manns :svo smár, þegar hann er búinn að skila aröi í alla þessa staði og enn fleiri. 1 þessari grein skal að eins rætt um eina tegund daglegs brauðs: húsnæðið. Húsnæðismálið hefir um langt skeið verið eitt mesta vandamál Reykjavikurbæjar. Á stríðstímun- um stöðvuðust byggingar að mestu, en fólki fjölgaði óðfluga í bænum. Versnaði þá ástandið um allan helming. Segir svo um þetta í „Sögu Reykjavikur" eftir Klemenz Jónsson: „Þetta notuöu húseigendur sér, sögöu leigjendum sínum upp og settu leiguna upp úr öllu mldi. Adrir keyptu hús hærra veröi en edlilegt var og seldu aftur meö uppsprengdu verdl. Varö úr pessu öllu mjög óheil- brigt brask.“ Svo Langt gekk þessi óhæfa, að árið 1917 neyddist alþingi til þess að setja húsaleigulög fyrir Reykjavík. Með þeim var hús- næðisnefnd gefið vald til að á- kveða hámark húsaleigu, ógilda uppsögn leigusamninga og banna að taka íbúðarherbergi til annara nota. Lög þessi gerðu talsvert gagn. Um tíma, héldu leigunni nokkuð í skefjum, enda var^ íhaldinu og öllum þeim, er áttu hús til að leigja út, afar-illa við þau. Smám saman fékk íhaldið lögunum breytt sér í vil, unz það loks, er það hafði öll ráð á alþingi, árið 1926, nam þau alveg úr gildi. Þegar stríðinu lauk og enginn hörgull varð á byggingarefni, væntu ýmsir, að úr vandræðunum myndi leysast af sjálfu sér. Svo varð þó eigi. Húsaleigan fór sí- hækkandi eftir þvi sem slakajÖ- var á húsaleigulögunum og fram- kvæmd þeirra. Húsabyggingar voru ekki svo miklar að nægði fyrir fólksfjölgunina S bænum. Á- standið versnaði ár frá ári. Jafn- aðármenn í bæjarstjórn (Hallbj. Halldórsson) komu með tillögu um, að bærinn tæki lán, 2 millj. króna, til verkamannabygginga. 1- haldið drap þessa tillögu, en eyddi í þess stað mörgum hund- ruðum þúsunda króna til þess að hrófa upp „Pólunum". Jafnað- armenn kröfðust þess, að frekari ráðstafanir væru gerðar til þess að halda húsaleigunni niðri. 1- haldið svaraði með því að slaka enn á húsaleigulögunum. Jafnað- armenn kröfðust þess, að ítarleg rannsókn væri gerð á húsnæði og leigukjörum í bænum. Ihaldið drap allar tillögur um það. Þá tóku konur úr kvennadeild Jafnaðarmannafélagsins sig til og söfnuðu merkilegum skýrslum um húsnæðisástand og leigukjör. Sýndu skýrslur þessar, að ástand- ið var ögurlegt, þröngbýli langt úr hófi og leigan okurleiga víða. En alt kom fyrir ekki. íhaldið í bæjarstjórn skelti skolleyrum við öllu þessu, taldi skýrslurnar ekkert sanna. Síðan hefir staðið sífeld deila um húsnæðismálið I bæjarstjórn. Knútur og íhaldsliðið alt hafa stöðugt verið á móti öllum til- íögum jafnaðarmanna, er hnigu að því, að auka húsnæðið og að lækka leiguna, og líka gegn því að rannsaka húsnæðisástandið Svarið var alt af eitt og hið sama: að ástandið væri vel sæmilegt, að frásagnir jafnaðar- manna um ilt og óholt húsnæði, óhæfileg þrengsli og okurleigu væri tilbúningur einn, kosninga- beita. (Frh.) Haraldur Guömundsson. ,Vöp w H danðnr. »Morgunblaðið« tilkynti í gær, að »Vörður« myndi látast í dag eða næstu daga. Hefir líðan þessa höfuðmáttarstólpa íhaldsins verið afar-slæm undanfarið og þóttust allir sjá það fyrir, að æfi hans væri brátt á enda. í dag lézt svo »Vörður« eftir stutta, viðburðalitla og vesæla æfi. Hefir andi hans hiaupið í »ísafold« gömlu og þanið hana mjög út; er hún nú tvíbreið. — Árni frá Múla, sem lengi hefir átt afætuathvarf hjá hinum látna, hef- ir nú hlaupið i eldhús »ÍsafoIdar« og á að fylla hana við og við. ,Mogga‘ og Hermaimi lögreglustjóra hefir orðið all-tíð^ rætt um orðaskifti okkar Her- manns á fundinum í K.-R.-húsinu,. Skal því skýrt nokkuð frá þeim hér. Það er rétt, sem Hermann segir, að fleiri en einn gripu fram í ræðu hans og verið gæti, að and- svar hans hafi verið, eins og; hancí segir í „Ingólfi": „Ég þekki oft mennina, sem gripa fram í fyrin mér; — ég hefi haft með sumas þeirra að gera áður," þótt ég heyrði ekki, að orðið „ofta væri í svarinu. En það skiftir minstu máli. Fundannentt höfðu fullkomna ástæðu til þess að ætla af orðum Hermanns, að hver og einn, sem þeir höfðti. heyrt grípa fram í fyrir honum, væri lögbrjótur eða sakborinn eða sekur 'fundinn hjá lögreglu- stjóra um einhver afbrot. Grun- inum var varpað á alla, sem gripu fram í ræðu hans. Á þetta benti ég Hermanni og skoraði é hann að skýra frá því afdráttar- laust og í áheyrn fundarins, hvort: nafngreindur piltur, er var eina þeirra, sem gripu fram í ræðut hans, hefði verið sakborinn eða fundinn sekur um einhver afbroþ svo að lögreglustjóri „hefði haft með hann að gera áður“. Her- mann svaraði þessu samstundis og afdráttarlaust neitandi. Var þá’ fengin sú yfirlýsing, sem ég ósk- aði eftir, og lét ég þvi útrætt um þetta mál, en benti Hermanm hóglátlega á að haga ekki orðurp sínum svo gálauslega framvegis, að hann óviljandi varpaði grun á saklausa menn. Að í orðum mín« um hafi falist „illkvittni" í garð Hermanns er að eins heilaspunl sjálfs hans; eins og það líka er tilhæfulaus uppspuni „Ingólfs"- skrifaranna, að ég hafi talað gegnt því, að bærinn léti gera góða bamagarða og hafi kallað það að „gera gælur við svínariið". Egj kvaðst álíta góða bamagarða nauðsynlega og gagnlega mjög,. en kallaði það fáránlegan bama- skap að halda, að þeir væm bót allra meina, eins og ræða Her- manns gaf í skyn. Bömin þurfa fleira en bamagarða. Þau þurfæ hollan og nægan mat, hlý föt„ góða skóla, góð heimili, vistíeg og loftgóð húsakynni. ,Alt er þettai enn þá nauðsynlegra en bama- garðarnir, þóttr góðir séu. Hús-« næðisástandið hér I bænum er svo ægilegt böl, svo örðugur Þrándur i götu alls góðs og þroskavænlegs uppeldis, að þv|- má aldrei gleyma. Utn 400 böm búa í heílsuspillandi íbúðum, að þvi er skýrslur herma, köldum, rökum, dimmum og loftillum, hreinustu gróðrarstíum fyrir sótt- kveikjur og alls konar óheil- næmi. Viða eru 4—8 böm í einní herlrergiskytru auk fullorðins fólks. Yfir 1000 börn búa í svo þröngum íbúðum, að. ekki kemur nema 3—15 ríunmetrar lofts á íbúa hvern', þótt eldhúsin séi*.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.