Alþýðublaðið - 12.01.1930, Qupperneq 3
ALÞÝÐUBLAÐÍÐ
3
,S!
Nýjar íyrsta flokks Virgmia cigarettur.
Three Bells
20 stfc. pabfclua fcostar fci>. 1.25. — Búnar tlE
h]á Brltlsta AmerScan Tobaeeo Co, London.
Fást f heildsiHu tajás
TóbaksverzL fslands h.f.
Einkasalar á ísiandi.
m
■
ÚTSALA.
Silkisjöl, handsaumuð, pau fallegustu, sem hér hafa sézt, og sem
áður hafa kostað:
Kr. 280.00 nú 220,00
— 180,00 — 140,00
-- 130,00 — 95,00
Sðmuleiðis seljast allar leðurvðrur með 25 o/° afslætti. —
Fallegt og vandað úrvai af siikisokkum. Allar aðrar vðrur
verzlunarinnar seijast með 10% afslætti tii 20. p. m.
KRAGH,
Bankastræti 4. Sira! 330.
Auglýsing
dci Atsvarsskýrslnr Dtansveitarmanna.
Samkvæmt lögum nr. 46, 15. júní 1926, um útsvör og reglur, 8.
növ. 1927 um útsvarsskýrslur utansveitarmanna ber að senda bæjar-
stjóminni skýrslur um atvinnu pá, er utansveitarmenn stunda í Reykja-
vik.
Þessir eru skyldir aö senda skýrslur um atvinnu sina í Reykja-
uik:
1. Mver sá einstaklingur eða félag, sem ekki á heimilissveit i Reykja-
vík, en
a. hefir hér heimilisfasta atvinnustofnun, einkaatvinnu eða útibú,
b. stundar fiskveiðar og leggur upp afla sinn i Reykjavik,
c. rekur hér atvinnu, svo sem verzlun, sildarkaup, verksmiðju-
iðnað eða slikt,
d. flyzt hingað búferluin.
2. Þeir, sem eiga hér ekki heímilissveit, en stunda atvinnu í Reykja-
vik að minsta kosti 3 mánuði samtals á gjaldárinu.
3. Þeír, sem eru lögskráðir á skip i Reykjavík að minsta kosti 3
mánuði samfleytt, en eiga hér ekki heimilissveit.
Enn fremur allir peír vinnúveitendur í Reykjavík, og peir, sem
hafa hér heimilisfasta atvinnustofnun, skyldir að senda skýrslur um
atvínnu peirra utansveitarmanna, sem stvrfa í pjönustu peirra.
Allar þessar skýrslur skal rita á eyðublöð, sem par til eru gerð
og fást í skrifstofu borgarstjöra.
Skýrslur fyrir árið 1929 ber að senda hingað í skrifstofuna nú
pegar og ekki síðar en fyrir lók febrúarmánaðar. að viðlögðum dag-
sektum eftir ákvörðun atvinnumála-ráðuneytisins.
Borgarstjórinn í Reykjavík, 11. janúar 1930.
E. Simsen.
reiknuð með. Kjallaramir eru
fullir af börnum. — Þeir, sem
reyna að fá' fólkið til að gleyma
þessum hörmungum, þessari
bæjarskömm og bæjaxmeinsemd,
og leiða huga pess frá henni með
íburðarmiklu slirafi, — þeir gera
gælur við ósómann.
H. G.
BæjanelrsUir og ihaldsmenn.
Guðmundur kartöflufræðingur
|skrifar i „MgbL“ um almennings-
bifreiðar. Er þar ýmislegt af viti
sagt, og er það alt fengið að
láni úr tillögum jafnaðarmanna f
bæjarstjórn. Hitt, sem Guðmund-
ur sjálfur leggur til málanna, er
auðþekt Skal hér fært eitt
dæmi: Guðmundor telur, að um
þrenns konar fyrirkomulag á
rekstrinum geti verið að ræða
og segir:
„1. Bæjarrekstur: Um þá úr-
lausn munu flestir Sjálfstæðis-
menn sammála, að muni ekki
vera heppileg.“
Hvers vegna?
Því svarar Guðmundur í næstu
málsgrein, segjandi:
„2. Einkaleyfi. Um þá leið er
það að segja, að bæjarstjórninnj
munu hafa borist tilboð um slikar
ferðir, og sýnir það, að ýmsir
fésýslumenn álíta fyrirtæki sem
þetta arðvænlegt"
Þarna er frómt frá sagt. I-
haldsmenn eru sammála um, ad
bœfarrekstur sé ekki „heppileg
úrlausn“ af pví, „að ýmsir fé-
sýslumenn álíta fyrirtœki sem
petta arðvænlegt.11 — Bærinn má
aldrei hafa atvinnurekstur, sem
einstaklingar geta grætt á. En
hann má reka grjótnámið með
margra tuga þúsunda tapi á ári;
hann má tapa hundruðum þús-
unda á mótöku Jóns Þorláks-
sonar, kartöflurækt Guðmundar
o g Pólabyggingum Knúts. —
Þama talar ósvikinn íhaldsmaður.
Um dagimt og vegiuBH.
Næturlæknir
er í nótt Ólafur Jónsson, simi
959.
„FIónið“
verður leikíð kl. 8 i kvöld.
Ritstjóraskilti
eru orðin að »Timanum«. Hefir
Jónas Þorbergsson látið af rit-
stjórninni, en við tekið Gísli Guð-
mundsson, ritstjóri »Ingólfs«, kosn-
ingabl aðs >Framsóknar«-flokksins.
Alþýðublað Hafnfirðlnga.
í dag byrjar hafnfirzk alþýða að
gefa út blað. Heitir það Alpýðu-
blað Hafnfirðinga. Ritstjóri er Þor-
valdur Árnason bæjarfulltrúi. Enn
er óákveðið um framtíð blaðsins,
en það væntir stuðnings alþýð-
unnar og einkum hafnfirzkrar al-
þýðu.
Kosningaskrifstofa Aiþýðuflokks-
ins.
1 Reykjavík í Alþýðuhúsinu við
Hverfisgötu, sími 2394. I Hafnar-
firði á Linnetsstíg 1, sími 236.
Skrifstofurnar eru opnar alla
virka daga.
Togararnir.
»Geir« kcm ai veiðum í gær
með um 400 kassa ísiiskjar.
Veðrið.
í gærkveldi var norðaustan-
hvassviðri um alt landið og hríð
á öllu Norður- og Austur-landi, en
yfirleitt léttskýjað á Suðvestur-
landinu. Leit út fyrir, að áttin
haldist óbreytt í dag, en dragi
heldur úr veðri. (Frá Veðurstof-
unni.)
Alþýðublaðið
er 6 síður í dag.
Skipafréttir.
»ísland« var væntanlegt hingai
i morgun frá Kaupmannahöfn.
Eriend símskeyti
komu ekki í gærkveldi vegns
simabiiana.
Ungir jafnaðarmennf
Komið í dág kl, 2 i Alþýðuhus-
ið við Hverfisgötu.
IþróttavöIIuiriiin.
Sagt er, að íhaldið ætli sér a&
flytja íþróttavöllinn aftur, til þess„
að hann sé ekki fyrir Claessen og
uppeldissyni hans, er þeir fara út
á Skildinganesið sitt. — »Aldrei
að víkjal* sagði Jón Sigurðs'on,
»Alt verður að vikjal* segir Claes-
sen og skattflóttaliðið. — Ait verð-
ur að vikja fyrir hagsmunura
flóttamannanna. X.
Fyrirspurn.
Vill Alþýðublaðíð gefa mér upp-
íýsingar um, hvort bæjarfulltrúar
hafi nokkur laun fyrir setu sina i
bæjarstjórn. SpurulL
Svar: Bæjarfulltrúar hafa engin
laun fyrir starf sitt. Ritstj.
JórnsmiBanemafélag Reykjavikur
heldur fund kl. I1/* í dag í Góð-
templarahúsinu við Templarasund
uppi. Merk mál á dagskró. Jára-
smiðanemar! Mætið allirt Þ.
Hverjlr
voru á móti 21 árs kosningar-
rétti? íhaldsmenn. Hverjir voru á
móti þvi, að styrkþegar fengju
kosningarétt? íhaldsmenn. Aftur-
haldið hefir ætið spyrnt gegn öll-
um framförum, og því hefir það
tapað að fullu völdunum mjög
víða.
Jafnaðarmenn
eru i hreinum meirihluta í Kaup-
mannahöfn, Stokkhólmi og Osló.
Reykjavik er eina höfuðborgin á
Norðurlöndum, er gefið hefir aftur-
haldinu grið.
Bæjarstjórnarkosningaraar á Isa-
firði.
Af þeim bárust engar fregnir í
gærftveldi vegna símsUta. Algerð
símsHt voru beggja megin við