Morgunblaðið - 30.01.1964, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 30.01.1964, Qupperneq 12
12 MORGUNBLADID r Fimmtudagur 30. jan. 1964 fllírrjpwM&M§> Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askrifturgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. HEFUR VIÐREISNIN BRUGÐIZT? Allt frá því að viðreisnar- ráðstafanirnarhófustfyr- ir fjórum árum hafa menn heyrt • stjórnarandstæðinga klifa á því, að viðreisnin ým- ist hafi brugðizt eða væri að bregðast. Það er því ekki nýtt af nálinni að heyra slíkar full- ýrðingar, en hins vegar skal játað, að fremur er ástæða nú en áður til að athuga þetta nánar. Um árangur viðreisnarráð- stafananna ætti ekki að þurfa að deila. Það vita allir lands- menn, þótt* sumir vilja ekki játa það, að hýr var hreint vandræðaástand, þegar við- reisnin hófst 1960. Landið var gjaldeyrislaust og lánstraust þorrið hvarvetna, öll verzlun var reyrð í fjötra og spilling uppbótakerfisins í algleym- ingi. Á skömmum tíma tókst að rétta við fjárhag þjóðarinn- ar. Verzlunarjöfnuður og gjaldeyrisstaða bötnuðu með hverjum mánuðinum sem leið. Verzlunarfrelsi var stór- aukið og uppbótafarganið upp rætt. . Þetta eru óumdeilanlegar staðreyndir.. Og hitt vita menn líka, að lífskjör hafa farið batnandi ár frá ári og framfarir á öllum sviðum at- vinnu og efnahagslífs hafa aukizt. Samkvæmt þessu er sannarlega erfitt að halda því fram, að viðreisnin hafi brugð izt. Þvert á móti hafa fram- farirnar Qg batnandi kjör byggzt á henni. En nú kunna menn að segja: Þetta er allt rétt, en síðustu vikurnar og mánuð- ina hefur þetta þreytzt og nú er verið að gera efnahags- ráðstafanir, sem illsamrýman Iegar eru viðreisnarstefnunni. Hefur því ekki viðreisnin brugðizt þrátt fyrir allt? Svarið við þeirri spurningu ætti raunar að vera augljóst. Svo mikill árangur var orðinn af viðreisninni, að hún gat staðið undir þeim miklu kaup hækkunum, sem urðu á miðju síðasta ári, án þess að óttazt væri um gengi krónunnar og hún hefði meira að segja get- að staðið undir nokkrum við- bótarhækkunum kaupgjalds í desembermánuði sl. eins og ríkisstjórnin gerði grein fyrir. Hitt er rétt, að við lausn • desemberverkfallanna var gengið skrefi lengra en nokk- urt efnahagskerfi gæti þolað án sérstakra ráðstafana. Við- reisnin hafði skapað lands- fólkinu síbatnandi lífskjör, en engu að síður voru knúðar fram kauphækkanir, sem leiddu til þeirra ráðstafana, sem nú er verið að gera. Við- reisnin hefur því ekki brugð- izt landslýðnum, fremur mætti segja, að fneð óhóflegri kröfugerð hafi menn brugðizt henni — og sjálfum sér um leið. ENGINN VOÐI U’nda þótt ráðstafanir þær, sem nú er verið að gera í efnahagsmálum, séu hvim- leitt sjálfskaparvíti, er engin ástæða til að örvænta um framtíðina, og byggist það að sjálfsögðu á hinum mikla árangri, sem orðið hefur af viðreisnarráðstöfununum. Við íslendingar eigum nú verulega gjaldeyrisvarasjóði, svo að ekki þarf að óttast það, að á ný þurfi að taka upp nein höft eða skömmtunar- pólitík, þrátt fyrir hinar óhóf- legu kauphækkanir, ef gott árferði helzt. Hitt segir sig sjálft, að hepþilegra hefði verið fyrir launþega og landsmenn alla að stilla kauphækkunum svo í hóf, að ekki hefði þurft að grípa til nýrrar skattlagning- ar og tekjuflutnings frá öllum almenningi til útvegsins, sem ofboðið hefur verið með kaup hækkunum. Þær ráðstafanir, sem nú er verið að gera til að létta byrð- um af útflutningnum, munu ekki leiða til þess vandræða- ástands, sem hér var á upp- bótatímanum, ef ekki verður lengra gengið á þessari braut, en nú er gert. En hitt er rétt að menn hafi í huga, að nýjar tilraunir til óraunhæfra kaup- hækkana hljóta að leiða til vandræðaástands. Þess vegna verða menn að gera sér grein fyrir því, að í kröfupólitíkinni er ekki hægt að ganga lengra. KAUPHÆKK- ANIRNAR í FYRRA ¥Tm langt árabil hafa verið ^ uppi háværar kröfur um það, að kjör opinberra starfs- manna verði bætt. Má segja, að allir, bæði einstaklingar og flokkar, hafi verið sam- mála um það, að kjör þessara manna yrðu að batna. En þegar óháðuf dómstóll kvað upp úrskurð sinn um kjör opinberra starfsmanna, fannst mörgum of rausnar- lega hefði verið af stað farið Móttaka í Moskvu. Myndin er tekin þegar Castro kom fyrir nokkru í heimsókn til Moskvn. Voru þeir þá mættir á flugvellinum til að fagna honum Krúsjeff forsætisráðherra og Leonid Brezhnev forseti. Kúba er „á kúpunni“ FIDEL Castro hefur orðið þegnum sínum dýr. Fjand- skapur hans gegn Bandaríkj- unum hefur leitt af sér, að Kúba hefur misst bezta mark- að sinn og þjóðin lifir við sult. Kúba er eilítið stærri en ísland og framleiðsla þjóðar- innar er nærri því eins ein- hæf og íslendinga. Af út- flutningnum er nær 90% syk- ur og 5% tóbak, og nær 70% af þessu hefur undanfarið selzt í Bandaríkjunum, en um 85% af innflutningi til Kúbu kom frá Bandarikjunum. Þess ar tölur sýna, hve viðurhluta- mikið það var að óvingast við USA. Á Kúbu lifa 5—6 milljón manns og um % hlutar þjóð- arinnar eru hvítir — flestir af spænskum ættum — en hitt svertingjar og múlattar. Col- umbus fann Kúbu í fyrstu vesturför sinni og Spánverjar settust þar að og héldu völd- um eftir að þéir höfðu misst Mexíkó og Mið-Ameríku. En skömmu fyrir síðustu aldamót varð uppreisn gegn Spánverj- um á Kúbu, Bandaríkin skár- ust í leikinn eftir að herskipið „Maine“ hafði verið sprengt í loft upp á höfninni í Hav- ana 1898, og í jan. 1899 urðu Spánverjar að hörfa burt, en herstjórn USA réð yfir Kúbu þangað til vorið 1908, er Kúba var viðurkennd sjálfstætt ríki. Stjórnarfarið var skrykkjótt framan af og 1906—09 höfðu Bandaríkin völdin þar. En síð an 1909 hefur éyjan talizt frjálst og fullva la ríki, en þó fjárhagslega háð USA. Banda- ríkjamenn ráku miklar fram- kvæmdir á Kúbu. Þegar Castro steypti ein- valdanum Batista af stóli litu Bandaríkin velvildaraugum á það fyrst í stað, þangað til ljóst varð að hann var að stofna útibú frá Moskvu þarna rétt undir handarjaðrinum á USA. Andstæðingar Castros flýðu land og hugðust gera innrás á Kúbu og steypa Castro, og Bandaríkjaforseti samþykkti þá ráðagerð. Inn- rásin er gerð í apríl 1961, en mistókst algerjega og engin uppreisn var gerð gegn Castro, en hann var öruggari í sessi en.áður. Kennedy fékk ámæli af þessu, en hratt því af sér hálfu öðru ári síðar, er hann neyddi Krúsjeff til að hætta hergagnasendingum til Kúbu og kalla lið sitt heim. RAUNASAGA KÚBU En hvernig var afstaða Cast- ros til þjóðarinnar og hvernig líður henni undir stjórn hans? Kúba er frjósamt land „þar drýpur sykur af hverju strái“, en samt líður þjóðin skort. Blaðamaðurinn Dudley Free- man hefur nýlega lýst daglegu lífi á Kúbu eftir að Castro lagði viðskiptalíf þjóðarinnar í rústir: „Tæplega mun nokkur vest- ræn þjóð fá jafn lítið að borða og á Kúbu, þó hún eigi heima í óumræðilega frjósömu landi. Ég bjó m.a. 12 daga á einu svokallaða 1. flokks hótelinu í Havana, þar sem maturinn var annar og óendanlega miklu betri en hjá almenningi á Kúbu. En samt gat maður aldrei fengið mjólk, smjör, egg, nýtt kjöt eða grænmeti. Kúbubúar hafa orðið að sætta sig við síminnkandi matarskammt síðustu tvö ár- in, þó jörðin sé svo gjöful, að hún gefi uppskeru þrisvar á ári. Að nafninu til á fólk að fá einn kjúkling, 5 egg, 1.5 kg. af kjöti, 0,5 kg af osti, 750 gr. af grænmeti og flösku af öli á mánuði. En það er sjaldgæft að verzlanirnar hafi þessar vörur á boðstólum, svo fólk fær þær ekki út á seðlana sína. Við allar stærri verzlanir stendur alvopnaður dáti frá þjóðhernum til þess að hindra að soltinn almúgi ræni búð- irnar. Nýja mjólk fá ekki aðr- ir en börn yngri en 7 ára, og þó ekki reglulega. .Verksmiðju maður sagði við mig: „Síð- ustu 18 mánuði hefur mér tek- izt þrisvar að fá ostskammt- inn minn.“ Svarti markaðurinn blómg- ast: 12 kr. fyrir eitt egg, 430 kr. fyrir kjúkling. Starfsfólk gistihúsanna grátbænir gesti, sem eru að fara, um að skilja eftir tanripastaskálpinn, rak- véiarblað eða hálfslitna skó. Framh. á bls. 16. og byggðu ýmsar stéttir kröf- ur á því, að opinberir starfs- menn hefðu fengið of miklar hækkanir. Talið er, að launahækkanir opinberra starfsmanna hafi samkvæmt kjaradómi að með altali verið eitthvað nálægt 45%. Á síðasta ári hafa flest- ar stéttir aðrar fengið um 30% kauphækkun. Samkvæmt því hefur launa hlutfall batnað opinberum starfsmönnum í hag að meðal- tali um 15% og þó ekki svo mikið, því að reynt hefur ver- ið að draga úr aukagreiðslum til þessara stétta. í samræmi við fyrri skofV anir um það, að opinberir starfsmenn ættu að fá kjara- bætur, virðist því ekki, þegar þessum hring í kröfugerðinni ér lokið, unnt að byggja nýjar kröfur á því, að opinberir starfsmenn beri hlutfallslega of mikið úr býtum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.