Morgunblaðið - 30.01.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.01.1964, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 30. jan. 1964 MORCUN BLAÐIÐ 13 Yfir 300 bátar verða á netavertíðinni Auk þess nokkur skip með nót allt árið 1 FRÉTTAAUKA útvarpsins í fyrrakvöld flutti Kristján Ragnarssou fulltrúi athyglis- vert erindi við upphaf vertíð- ar um bátaútveginn. Honum fórust svo orð: „Vetrarvertíð hófst nú fyrstu dagana í janúar eins og venja er til. Meginhluti bátaflotans er gerður út með línu eða um 215 bátar, 54 bátar eru gerðir út til síldveiða og einn bátur hefur haf- ið veiðar með þorskanetum og er það óvenjulega snemmt. Auk þessa eru milli 60 og 70bátar yfir 30 rúmlestir að stærð, sem liggja 1 höfn og verða ekki gerðir út fyrr en á veiðar með þorskanetum, sem verður væntanlega um mán- aðamótin febrúar—marz, ef þá tekst að fá á þá sjómenn, en það er ekki ljóst nú. Þeir bátar, sem nú eru gerðir út á línu- og síldveiðar munu flestir verða gerðir út með þorska netum, þegar kemur fram í marz og mun þá mestur hluti bátaflot- ans verða gerður út á þær véiðar eða yfir 300 bátar. Nokkur skip munu þó eingöngu verða gerð út með nót og er þá átt við síldarnót ©g þorsknót. Veiðar með þorsknót voru reyndar nokkuð á síðustu vetrar- vertíð og þóttu gefast vel hjá þeim, sem höfðu til þess góð tæki. Ekki er þar þó um. einhhta reynslu að ræða, vegna þess að loðnugengd var óvenjulega mikil á síðustu vertíð og fiskur því mik ið uppi í sjó. Frá»Austfjörðum eru gerðir út 23 bátar með línu og eru þeir flest allir á útilegu nema Horna- fjarðarbátar. Einn bátur er á síld- veiðum. Allir þessir bátar munu verða gerðir út á veiðar með þorskanetum síðar á vertiðinni. Frá Vestmannaeyjum verða væntanlega gerðir út 80' bátar, ef úr rætist með sjómenn, en nú vantar 4—6 menn á 30 báta, sem venjulega hafa verið gerðir út með línu og netum, en þeir hafa ekki getað hafið veiðar enn. 15 bátar undir 30 rúmlestir, sem gerðir hafa verið út með hand- færum eru mannlausir, 26 bátar eru Éf veiðum með línu og eru 12 af þeim frá Austfjarðarhöfnum, '11 bátar eru á síldveiðum. Hvergi á landinu er við slíka erfiðleika að etja við að manna bátana og í Vestmannaeyjum og virðist vanta verulegan hluta þeirra manna, sem leitað hafa eftir at- vinnu i Vestmannaeyjum undan- farin ár. Reynt mun verða að gera þá báta út á togveiðar, sem ekki fá nægilega marga sjómenn en á togveiðum er hægt að hafa allt niður í 5 menn. Frá Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri verða gerðir út 15 bátar og eru 9 nú gerðir út með línu. Frá Suðurnesjum (Grindavík, Sandgerði, Kefiavík, Garði, Njarð víkum og Vogum) verða gerðir út 90 bátar og eru 67 nú gerðir út með línu og 16 bátar eru á síld- veiðum. Frá Hafnarfirði, Reykjavík og Akranesi verða gerðir út 70 bát- ar, þar af hafa 36 hafið veiðar með línu og 13 bátar-eru á síld- veiðum. Frá Snæfellsnesshöfnum verða gerðir út 24 bátar, 11 eru á veið- um með línu og 2 eru á síldveið- um. Frá Vestfjörðum eru gerðir út 43 bótar á línu og 3 eru á síld- veiðum. Hingað til hafa bátar frá Vestfjörðum róið með línu alla vertíðina, með fáum undantekn- ingum þó, en nú benda allar líkur til þess, að bátar frá Vestfjörðum muni hefja veiðar með þorska- netum í ríkum mæli, eða um 30— 40 bátar. Orsökin mun vera sú, að afli á línu hefur minnkað undan- farin ár og verð á steinbít, sem er uppistaða línuafla Vestfjarða- báta, er mjög óhagstætt fyrir út- gerðina. Á Norðurlandi er lítið um út- gerð á vetrarvertíð og eru bátar þaðan yfirleitt gerðir út frá höfn- Kristján Ragnarsson. um SV-lands. Af stærri bátum munu einhverjir verða gerðir út á línu frá Ólafsfirði, Siglufirði, Skagaströnd og Hólmavík og á togveiðar frá Akureyri og Dalvík. Þorskanetin virðast vera orðin aðalveiðarfæri bátaflotans á vetr- ararvertíð og telja margir það ó- heppilega þróun, vegna þess að þau skila ekki eins góðu hráefni og lína, en þau hafa eigi að síður gefið meiri afla og er það ástæð- an fyrir því, að notkun þeirra hef ur aukizt jafnmikið og raun ber vitni, svo og að verðmunur er ekki mikill á þeim afla, sem fæst á línu og þeim afla, sem fæst í net. Ein ástæðan fyrir því, að línu- útgerð hefur svo til lagzt niður við SV-land siðarihluta vertíðar er, að illmögulegt er §ð leggja línu á þeim svæðum, þar sem veið ar eru stundaðar með netum. — Rætt hefir verið um í mörg ár, að friða ákveðin svæði fyrir öðrum veiðarfærum en línu, en það hef- ur ekki komizt í framkvæmd svo gagn væri að. Til fróðleiks vil ég geta þess, að lína eins báts er um 22 km á lengd með 16.800 önglum, en 105 net, sem er elgengasti netafjöldi báta, eru 5Vz km á lengd og tæp- ir 5 metrar á dýpt. Eins og ég hefi áður sagt munu fleiri bátar verða gerðir út, þegar kemur fram á netavertíð, en gerð ir eru út nú á línu og síldveiðar, en þetta stafar jáfnhliða af vönt- un á sjómönnum, og því, að eig- endur bátanna telja, að ekki sé hægt að afla fyrir kostnaði á 2ja mánaða úthaldi á línu. Frá Grundarfirði er t.d. enginn af 6 bátum byggðarlagsins gerð- ur út nú í upphafi vertíðar, en það stafar eingöngu af því, að eig endur bátanna 'telja að ekki sé hægt að afla fyrir kostnaði. Er þá illt í efni, þegar ekki er hægt að gera út með þau veiðarfæri, sem sannanlega gefa bezta hráefnið, en það verður ef til vilj svo með alla útgerð innan tíðar, ef kaup- hækkanir eiga að halda áfram, eins og á sl. ári, er kauptrygging hækkar um 30% eða um kr. 119.000.00 yfir vertíðina og allar þarfir útgerðarinnar stórhækka ár frá ári, en fiskverð.til útgerðar helzt óbreytt eða lítið breytt“. Lenti á hvolfi ísafirði, 27. jan.: — Það slys varð laust fyrir mið- nætti á sunnudag, að Volkswag- en-bifreið . hvolfdi á veginum milli Hnífsdals og ísafjarðar. Bifreiðin var á leið til ísafjarð ar og var mjög hált á veginum. Var bifreiðin á 50—60 km hraða þegar ökumaður missti stjórn á henmi og rann hún til og lenti á grjóthnullungi við vegarbrún- ina og fór þá heila veltu upp fyrir veginn, og hafnaði þar á hvolfi. Tveir menn voru í bílnum, en hvorugur meiddist neitt og má það teljast mikil mildi, því að bíllinn er mjög illa leikinn. Svo heppilega vildi til, að nokkuð djújp gryfja var undir þar sem bíllinn 'skall á þakið, svo að skemmdir á því voru mjög litlar og bíllinn lagðist ekki saman yfir mennina. — H.T. (Ljóem. tók Guðfinnux Kjartansson). Átfunda bindi menning- ar$ögu INIorðurlanda' . á miðöldum ÚT ER komið áttunda bindi af Kulturhistorisk Léksikon for nordisk middelalder (Menningarsaga Norðurlanda á miðöldum). Bókaútgáfur á Norðurlöndum sjá í samein- ingu um útgáfu verksins, á ís- landi Bókaverzlun ísafoldar, og í ritnefnd eiga sæti fjórir menn frá hverju Norðurland- anna. Yfirumsjón með útgáfu verksins hefur Daninn Georg Rona dr. jur. Fyrsta bindið af Kulturhistor- isk Leksikon for nordisk midd- elalder kom út 1956, en undir- búningur útgáfu verksins hófst 1953 fyrir forgöngu dr. Lis Jac- obsen. Bæði opinberir aðilar og einkafyrirtæki styrkja útgáfuna. Af íslands hálfu eiga sæti í ritnefnd dr. Jakob Benediktsson, Kristján Eldjárn, þjóðminjavörð- ur, Magnús Már Lárusson, pró- fessor og Ármann Snævarr, há- hskólarektor, en Jakob Bene- diktsson og Magnús Már Lárus- son eru ritstjórar. Kulturhistorisk Leksikon nær frá víkingaöld fram til siðaskipta og samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk hjá Magnúsi Má Lárussyni, verða bindin að minnsta kosti 16, auk-nafnaskrár, og útgáfunni lýkur í fyrsta lagi eftir átta ár. Fyrsta uppsláttarorðið í átt- unda bindi verksins er Judas, en það síðasta konfiskation. Verkið er á þremur tungumálum, dönsku, norsku og sænsku, prentað í Danmörku. Áttunda bindið er rúmar 700 síður og eru níu prentaðar á myndapappír. Auk þess eru margar myndir í textanum til skýringar. Á kápu bókarinnar er litprentuð mynd af kaleik úr Skálholtskirkju frá miðri fjórtándu öld, myndin er einnig fremst í bókinni og eina litmyndin. Kaleikurinn er nú í Þjóðminja- safninu. Aukin menningorsamskipti Færeyingu og Norðmnnnn f FRÉTTABRÉFI frá Norsik Færöysk lag er frá því skýrt að yfirvöldin í Færeyjum hafi veitt 3000 norsjcra króna styrk til norsks stúdents til námsferðar i Færeyjum í þeim tilgangi að kynna sér færeysk málefni. Úm- sóknir eiga að sendast Föroya Landsstyri, Thorshavn í Færeyj- um fyrir 10. janúar. Styrkur þessi er afleiðing af auknum menningarsamskiptum milli Færeyinga og Norðmanna. Sl. sumar var hópur 20 norskra vísindamarma og stúdenta í kynnisferð í Færeyjum. Farar- stjórar voru norski prófessorinn Svale Solheim og færeyski vís- indamaðurinn Morton Nolsþe. Tekið var mjög vel á móti hópn- „um, sem hafði mikið vísindalegt gagn af ferðinni. Fyrir skömmu var færeyski þingmaðurinn Poul Petersen í kynnisferð í Noregi í sambandi við rannsókn á saka- máli, sem hann hefur með hönd- um. Fór Petersen einkum til Noregs þeirra erinda að ræða við norska prófessorinn í réttarsögu Knut Robberstad við Oslóarhá- skóla. ■IMGI JÓHANNSSON SKRIFAK IJM SKÁKMÓTIÐ 10. UMFERÐ Friðrik — Wade Sikileyjarvöm Friðrik gaf Wade kost á d6—d5 í Dreka aflbrigðinu. Þessi framrás hefur verið tal- in fremur hagstæð hvítum. 1. e4, c5; 2. Rf3, d6; 3. d4, cxd4 4. Rxd4, Rf6; 5. Rc3, g6; 6. f3, Bg7; 7. Be3, 0-0; 8. Dd2, Rc6; 9. 0-0-0. Þetta er' elzta fonmið af hinni ógnþrungnu upp- byggingu hvíts. Venjúlega er leilkið 9. Bc4, til að hindra, eins og skákin tefldist 9. — d5 10. exd5, Rxd5; 11. Rxc6, bxc6 12. Bd4, e5; 13. Bc5, Be6. Þatta er hugmynd sem Wade tekur að lámi úr rússnesku skákpressunni. Ef hvítur tek- ur nú skiptamiunimn, fær svartur nægileg gagnsóknar tækifæri á drottningarvæng. 14. Re4, He8; 15. g4, Rf4; 16. Dc3, Bd5; 17. Bc4, Rd6; 18. Bf2, Rd4; 19. Hhel, Dhb8; 20. f4, Db6; 21. b3, Da5; 22. fxe5? Bezt var 22. Bxd4, exd4; 23. Kbl. 22. — Rf3; 23. Hd7. Eina vonin. 23. — Rxe5; 24. Rf6ý, Kh8! Bftir 24. — Bxf6; 25. Hxe5, Dxe5; 26. Dxf7f, Kh8; 27. Dxh7 mát. 25. Hxe5, Dxe5; 26. Rxe8, Dalf; 27. Kd2, Hxe8; 28. g5. Þegar hér var komið sögu átti Friðrik mjög nayiman tíma. E. t. v. var 28. Bd4 s/kársti möguleikinn. 28. — Dxa2; 29. Bd4, Da5f gefið. Þetta voru einihver ■'■erstu úrslit, sem gátu hent fyrir Friðrik, Guðmund og undirritaðan, því fyrir þragðið er Wade orðinn ógnandi fyrir 5. og 6. sætið. Freysteinn — Tal Kóngsindversk vörn Tal tefldi byrjunina mjöig djarflega. Hann ■ fórnaði snemma peði, sem kostaði Freystin marga leiki að sækja. Að mínum dómi tefldi Lettinn snilldarlega og að ýmsu leyti átti Freysteimn þátt í að skapa þessa fallegu skáik, þegar tekið er tillit til snarprar varnar af hans hállfu í erfiðri aðstöðu. Tal blés snemima til kóngssóknar. — Hann hélt uppi látlausri hríð að kóngi Freysteiims og um síðir þegar Freystinn átti fátt góðra leikja vann Tal af hon- um biskup og þar með Skák- ina. Nona — Guðmundur Sikileyjarvörn Nonu tókst ekki að bláea lífi í sóknaráform sín á kóngs væng, vegna ónógs undirbún- ings. Guðmundur mætti kóngs sókninni með gagnsókn á mið- borði. Sókn Guðmundar reynd ist öflugri. Guðmundur vann síðan peð og litlu síðar skák- ina. Sven — Gligoric Kóngsindversk vörn Frumleg ákak, þar sem Sven stóð betur framan af. Honum urðu þó á mistök, sem kostuðu hann tvö „tempo“. Þetta gat Gligoric notfært sér og styrkti svo varnir sínar að Sver; sá ekki fram á vinnings- vonir sér til handa. Sömdu þeir því jafntefli. Ingvar — Jón Sikileyjarvörn Ingvar náði snemma betra tafli. Seint snemma betra tafli. Seint í miðtaflinu fórn- aði Ingvar biskup, sem átti að leiða til skjóts vinnings fyrir hann,. ein af einhverjum óskiljanlegum ástæðum láð- ist Ingvari að nefna sjálf- sagða hróksskáik, en við þessi mistök fékk Jón kost á björg- un. Þegar skákin fór í bið virtist staða Jóns upplöigð til vinnings. Trausti — Arinbjörn Kóngsindversk ' örn Arinbjörn fékk snemma betra tafl, en Trausti varðist af seiglu og þegar sikákin fór í bið var jafntefli sennilegustu úrslitin, þó Arinbjörn stæði betur. Ingi R. — Magnús Drottningarindversk vöm Snemma urðu stórfelld upp skipti og þegar jafntefli blasti við sömdu keppendur um jafatefli. IRJóh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.