Morgunblaðið - 30.01.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.01.1964, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 30. jan. 1964 MORCUNBLADIÐ 15 OKKAR A MILLI SAGT STUTTA STUND skulum við bregða okkur til Parísar og skyggn ast inn í tvö leikhús og eitt söng- leikahús. t leikhúsunum voru fyrir skömmu frumsýnd ný leikrit eftir Francois Sagan og Peter Ust- inov, og um þessar mundir dvelj- ast „The Beatles4*. fjórir brezkir unglingar, sem skemmta með gítar leik og söng í París. Þessir ungu menn njóta gífurlegra vinsælda f heimalandi sínu, og eru orðlagðir fyrir að framleiða meiri hávaða en áður var talið á færi jafn fárrk manna. x-x-x EDUARDS VII leikhúsið verður fyrst á vegi okkar. Þar standa yfir sýningar á nýju leikriti eftir Fran- cois Sagan „Bonheur Impair et Passe.“ Fjallar það um ástina eins og tvö fyrri leikrit skáldkonunn- ar, f<Chatcau en Suede“ og „La Robe Mauve de Valentine,“ gerist I Rússlandi á síðasta tug nitjándu aldar. En persónurnar eru ékki sagðar likjast börnum nitjándu aldarinnar heldur fólki, sem hitt- ist á veitingahúsum í París á okk- ar tímum t.d. hvað talsmáta snert- ir. í upphafi leiksins sfezt prins nokkur að á heimili léttúðugs greifa, sem eytt hefur öllum eig- um sinum og heimanmundi konu sinnar í fjárliættuspil. Greifinn er mjög afbrýðisamur vegna hinnar fögru konu sinnar og skorar alla, sem líta hana hýru auga á hólm. Hann er góð skytta og hefur rutt öllum hættulegum keppinautum úr vegi. Prinsinn er kunnugt um þetta og án þess að hafa litið greifafrúna augum segir hann manni hennar, að hann sé frá- vita af ást til. hennar. Það kemst fljótt upp um ósannsögli prinsins, sem skýrir með þjakandi lífsleiða og segist fremur viljað falla í ein- vígi en fremja sjálfsmorð. Greif- inn, móðir hans og bróðir, feitur drykkjurútur. leggjast á eitt um að telja prinsinum hughvarf og vekja lífslöngun hans og hann og greifinn verða nánir vinir. En á- hugi greifafrúarinnar á prinsinum er vakinn og hún fellur fyrir hon- um. Síðan kemur í ljós innri mað- ur prinsins, sem er mesti ruddi og hefur beitt brögðum til þess að ná greifafrúniTi á sitt vald, en augu hennar opnast og hún snýr von. svikin til manns síns eftir stutt ást aræfintýri. Þetta leikritf Sagan hefur ekki fengið góða dóma. x-x-x L.EIKRIT Peters Ustinovs, ,aPhoto- Finish“, er sýnt í Ambassadeur- leikhúsinu. Það er heims-pekilegur gamanleikur um mann, sem alltaf er fyndinn, en oft felst dapurleg vizka í orðum hans. Leikritið hef- ur verið sýnt i London og New York og fengið mjög góðar viðtök- ur. Aðalpersónan, mikilsme(x.nn ritliöfundur. sem orðinn er átt- ræður, lifir einmanalegu lífi í bóka safni sínu háður hjólastól og um- hyggju drottnuna rgjarnrar og sí- nöldrandi eiginkonu sinnar. Á dimmri nóttu er hann andvaka og þá rýfur þögnina rödd úr fortíð- inni og hann *ar 60 ára, 40 ára og 20. Hann sér sjálfan sig eins ára, og fortíð og nútíð renna sam- an þegar inetorðagirnd og tapaðar orustur lifs hans standa honum ljóslega fyrir hugskotssjónum. Hann heyrir heróp æskunnar hljóma í öldungseyrum sínum og ungur í. hjarta í annað sinn, á- •kveður Ilann að rita sjálfsævisögu sína í Ijósi' hinnar endurfengnu reynzlu áður en það er um sein- an. Sagt hefur verið, að „Photo- Finish“ sé eitt bezta, skemmti- legasfta og hugsaðasta verk Ustin- ovs. x-x-x OG svo eru það ,.The Beatles.** Þeir komu til Parísar til þess að skemmta ásamt öðrum söngvurum og hljóðfæraleikurum í Olympía- »The Beatles" í París. Einn fjór- menninganna er í felum bak við póstkortin. söngleikahúsinu og vegna fram- lags þeirra til skemmtunarinnar var hifn nefnd sú hávaðamesta, 'sem borgarbúar hafa orðið vitni að. ,.The Beatles* semja flest lög sín sjálfir og mörg þeirra likjast lögunum, sem Elvis Prestley söng á fyrstu árum frægðarferils síns, en sagt er að hvorki Cole Porter né aðrir frægir dægurlagahöfundar þurfi að óttast samkeppni þeirra. Þessir ungu menn fcafa hins veg- ar einstakt lag á því að vekja hrifningu áheyrenda og hvar sem þeir láta til sín heyra ætlar allt um koll að keyra. Gudmundur Sveinsson skólastjóri um Kennedy í Borgaríirði SÍÐASTLIÐINN sunnudag var að frumkvæði æskulýðsnefndar Mýra- og Borgarfjarðarsýslu haldinn minningar fundur um Kennedy Bandaríkjaforseta að Bfiröst í Borgarfrði. Var boðið þangað nemendum í öllum fram- haldsskólum héraðsns og fleira ungu fólki. Samkoman hófst með því að Guðmundur Sveins- son, skóiastjóri, bauð gesti vel- komna en þeir voru. á fjórða hundrað. Síðan flutti Ásgeir Pét ursson, sýslumaður, foiönaður æSkulýðsnefndar, erindi um Kenedy. Þá var sýnd kvikmynd um ævi og störf hins látna for- seta og einhig frá útför hans. Að fundinum löknúm voru bornar fram veitingar á vegum æskulýðsráðs og Samvinnuskól Ásgeir Pétursson sýslumaður - Vísíndi og tækni Framhald af bls. 10 flaugin flytja þá alla þrjá heim, eftir að tvdmenningarn- ir hafa náð til baka til henn- ar. Þótt Saturnus sé tröllvax- inn, er hann samt ekiki nó’gu stór til þess að flytja geim- farana fram og til baka í hinni fyrirhuguðu tunglför. Til þess i>arf miklu öflugri eldflaiug. Enn einu sinni hefur verið gripið. til „kínverja- bragðsins." í tunglflauginni verða 5 Saturnus-eldflaugar „hnýttar“ saman, og notaðar sem fyrsta þrep. Með ægi- legum „hvellí" mun hin til- búna þriggj a-þrepa, tungl- flaug flytja til tunglsins hinn 40.000 kílóa útbúnað, sem nauðsynlegur er til þess að framkvæma tungllendinguna. "Sjálf tunglbjallan, sem fer niður á yfirborði® og upp aftur, er þó ekki nema um 14.000 kg. að þyng'd. Enn þurfum við líklega að bíða í 4 ár til þess að sjá, hvernig keppni stórþjóðanna lyktar. Það er ekki löng bið, þegar tekið er tillit til þess, að það eru, aðeins 6 ár síðan geimöldin hófst. Á meðan get- um við fylgst með því hvernig hinni „göfugu" sjálfsvarnax- keppni einstaklinganna lykt- ar, þegar drumburinn Sonny Liston oe montrassinn Cass- iius Cday mætast í febrúar , ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. I Kópavogi Afgreiðsla Morgunblaðsins í Kópavogi er að Hlíðar- vegi 61, sími 40748. ♦ ♦ / Hafnarfirði Afgreiðsla Morgunblaðsins í Hafnarfirði er að Arnar- hrauni 14, sími 50374. / Garðahreppi Afgreiðsla Morgunblaðsins í Garðahreppi er að Hof- túni, sími 51247. * * Arbæjarblettum Umboðsmaður Morgunblaðsins fyrir Árbæjarbletti pr að Árbæjarbletti 36. Selási Umboðsmaður Morgunblaðsins í Selási er að Selásbletti 9, sími um Selásstöðina. * á> ' / Smálöndum Umboðsmaður Morgunblaðsins í Smá- löndum, er að Eggjavegi 3, sími um Selásstöðina. Matsnefnd athugar veiðimá/ Korpu — vegna vatnstöku Abufðar- verksmiðjunnar Mývetiiiiígar sýna Allra meina bót HÚSAVÍK, 20. jan. — Mý- vetningar sýndu gamanleikinn „Allra meina bót“ í Húsavík í gær. Voru tvær sýningar og færri komust aS en vildu. Verður þriðja sýningin á ‘ þriðjudag. Leikendur eru allir ungt fólk úr Mývatnssveít og með aðalhlut verkin fara Þráinn Þórisson, Böðvar Jónsson, Pétur Þórisson, Steingerður Jónsdóttir og Stein- grímur Jóhannesson. Leikstjóri er Birgir Brynjólfsspn úr Reykja vík, en undirleik með söng ahnast sr. Örh Friðrikssön. Kvenfélag Mývetninga stendur fyrir þessum sjónleik til fjár- öflunar til kaupa _á snjóbíl, sem hugsaður er til sjúkraflutninga, þegar aðrar leiðir eru íokaðar. Fréttaritari Á NÆSTUNNI mun sérstök mats nefnd fá til athugunar veiðimál Úlfarsár eða Korpu á sl. 10 ár- um, eða síðan samningur var gerðúr um að Áburðarverksmiðj- an fengi að nýta vatn úr ánni til framleiðslu sinnar 1953. Árið 1953 var byggð stífla í Korpu vegna vatnstöku Áburð- arverksmiðjunnar, sem áður hafði verið samið um. Hófst vatnstaka er verksmiðjan tók til starfa, en- vatnsnotkun hennar mun vera um 200 sekúndulítrar. Að samkomulagi varð milli verksmiðjunnar og veiðieigenda að athugað yrði hvort vatnstaka Úr-ánni gæti valdið tjóni á fiski- stofni hennar. Samkomulag varð einnig um að skipuð skyldi sér- stök matsnefnd í ’þetta mál. —■ Skyldi fylgzt með gangi veiðanna næstu ár, og ef séð yrði að um tjón væri að ræða, mundi mats- nefnd úrskurða um tjónabætur. % Nú eru liðin 10 ár síðan vatns- taka hófst, og um þessar mund- ir er verið að.rannsaka ástand árinnar á þessu tímabili. Er gert ráð fyrir að matsnefnd fáí málið til athugunar á næstunni. Fram skal tekið að hér er á engan máta um kærumál að ræða, heldur að- eins málstilhögun, sem aðijar komu sér saman um í upphafi. Að sögn Þórs Guðjónssonar, veiðimálastjóra,-veiddust tæplega 200 laxar í Korpu á sL sumri. VIKAi Forfeður forsetans nema land. Forfeður John F. Kennedys áttu heima við Barrowfljót á írlandi,; er lartgafi hans fluttist vestur, um 1850. Með þrautseigju og smlli tókst afa hans og föður að vinna sig upp til auðs og valda. Við heiðrum minningu hins látna for- seta með því að birta greinarflokk um uppruna og ævi hans. Ásmund ur Einarsson blaðamaður tók sam- - j „Vegurinn lokast eftir þrjá tíma“. „Ef mannvirkm við Elliðaárnar fara“, sagði rafmagnsstjóri, .,miss- um við allt rafmagn af Suðvest- urlandi. — Það þarf að reyna að bjarga spennubreytunum þar. Þeir J eru þrír, og ég trúi ekki öðru. cn það takist að bjarga einum peirra á þessum sólarhring, sem er til stefnu.** — Þriðji hluti hinnar spennandi frásagnar: Brennur hraun við Bláfjöll. Við upphaf nýrrar aldar. Mér er illa við óþæingdi. Hann vildi bara fá að vera i friði. í Honum var nefnilega mjög Ula við : óþægindi. En það var ekki svot vel, að hann væri látinn eiga sig,: og þá var ekki um annað að ræða en grípa tU galdranna. Með því ’ að breyta sumum í sumt og öðrum ' í annað, er kannske von til að þetta bjargist, en er þá. búið með óþægindin? Sérstæð og skemmtileg smásaga. FriðartímaMlið, sem endaði fyrir 50 árum. árið 1914, var í rauninni framlengingarskeið af 19. öldinni. Það var glæsUegt skeið áhyggju- leysis og framfara, lokaskeið kon- ungaveldis víða i Evrópu og upp- hafsskeið íslenzkrar sjálfsstjórnar. Grein með myndum eftir Gísla Sigurðsson. VIKAHI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.