Morgunblaðið - 03.04.1964, Qupperneq 27
MORCU NBLABiÐ
27
Föstudagur 3. apríl 1964
Kommúnistadaður Goul-
arts varð honum að falli
ENN er ekki fyllilega ljóst
hver verSa úrslitin í átökun-
um í Brasilíu, hvort Joao
Goulart forseti verður hrak-
inn frá völdum eða hvort hon
um tekst að vinna sigur á upp
reisnarmönnum. Goulart á
marga óvini meðal hægri
sinna í landinu, en hann hef-
ur notið stuðnings verkalýðs-
hreyfinganna og vinstri afl-
anna. Hvort pað nægir hon-
um nú er óráðin gáta. Þó
bendir allt til þess að hann
hafi endanlega verið hrakinn
frá völdum.
Það var hálfgerð tilviljun
sem olli því að Goulart varð
forseti Brasilíu, því hann
hafði aldrei verið í framboði
sem forsetaefni. En hann varð
varaforseti 1955, og endur-
kjörinn 1960 þegar Janio
Quadros var kjörinn forseti,
og þurfti að breyta stjórnar-
skrá landsins áður en þingið
samþykkti að Goulart yfir-
tæki forsetaembættið þegar
Quadro sagði af sér í ágúst
1961.
Goulart er fæddur í Sáo
Borja í fylkinu Rio Grande
do Sul árið 1918. Faðir hans
var stórbóndi, og tók Goul-
art við búi á unga aldri. Ar-
ið 1945 sneri hann sér að
stjórnmálpm og varð þing-
maður Verkamannaflokksins.
Fékk hann þar skjótan frama,
var árið 1953 kipaður verka-
málaráðherra og árið 1955
kjörinn varaforseti þegar
Juscelino Kubitschek var kos
inn forseti.
Forseti er kjörinn til fimm
ára, og er honum bannað sam
kvæmt stjórnarskrá að sitja
nema eitt kjörtimabil. Við
forseta kosningarnar í októ-
ber 1960 var Quadros, fram-
bjóðandi þjóðlega demókrata
flokksins, kjörinn forseti, eins
og áður segir, með, 5,6 millj-
ónum atkvæða, en frambjóð-
andi stjórnarflokkanna, Henri
que Teixteira Lott, hlaut að-
eins 3,8 millj. atkvæða. Hins
vegar féll varaforsetaefni
þjóðl. demókrata fyrir Goul-
art. Hlaut Goulart 4,6 millj-
ónir atkvæða, en frambjóð-
andi Quadros 4,2 millj.
Eftir nokkurra mánaða
setu í forsetaembættinu kvart
aði Quadros yfir miklum
erfiðleikum í sambandi við
samstarf sitt við þing og
stjórn. Lauk því svo að Qua-
dros sagði af sér 25. ágúst
1961. Goulart varaforseti var
þá staddur í Peking í verzl-
unarerindum á vegum stjórn
arinnar.
Forsetakosningar áttu ekki
að fara fram fyrr en í októ-
ber 1965, og bar því að skipa
varaforsetann í forsætisem-
bættið. En strax gætti mikill-
ar andúðar i garð Goularts, og
gekk það svo langt að ráð-
herrar þeir, sem fóru með
mál landhers, flughers og
flota, skrifuðu þinginu áskor
un um að banna Goulart að
snúa heim frá Kína. En fylk-
isstjórinn í Rio Grande de
Sul, heimfylki Goularts, og
þriðji herinn, sem þar er
staðsettur, kröfðust þess að
Coulart yrði skipaður forseti.
Voru víða um land haldnir
fjöldafundir og farnar hóp-
göngur, ýmist til stuðnings
Coularts eða móti honum.
STJÖh- ARSKRÁNNI
BREYTT
Á meðan hafði Goulart
snúið heim á leið um París
og New York og kom hann til
Montevideo í Uruguay hinn 1.
september. Þingið í Brasilíu
kom saman um þessar mund-
ir til að leita að lausn í deil-
unum um forsetaembættið.
Var þar lögð fram tillaga til
breytingar á stjórnarskránni
á þá lund að mjög var dregið
úr völdum forsetans, en þau
fengin í hendur forsætisráð-
herra, sem forsetinn skipaði
í samráði við þingið. Var til-
laga þessi samþykkt með yfir
gnæígndi meirihluta at-
kvæða. Fór þá þingnefnd á
fund Goularts í Montevideo,
og féllst hann á breytingarn-
ar. Tók Goulart síðan við
forsetaembættinu hinn 8.
september 1961, og skipaði
Tancredo de Almeida Neves
forsætisrá 1 herra með sam-
þykki þingsins.
Þessi skipan mála varð
ekki langlíf. Neves sagði af
sér eftir níu mánaða setu í
embætti og spunnust út af af-
sögninni langar deilur milli
Goularts og þingsins um
eftirmann Neves. Felldi þing-
ið tvo þá menn sem Goulart
vildi skipa í embættið, en
samþykktu íoks þann þriðja,
Brochado da Rocha, þing-
mann Sósíaldemókrata. Ekki
tolldi da Rocha í embættinu,
heldur sagði hann af sér
tveimur mánuðum síðar, hinn
13. september 1962. Ástæðan
var sú að hann vildi að for-
sætisráðherraembætið yrði
lagt nðiur, en forsetanum
fengin að nýju fyrri völd.
Vildu da Rocha og Goulart
forseti að þjóðaratkvæða-
greiðla færi fram um mál-
ið urn leið og þingkosning-
ar, em fram áttu að fara
í október. Það vildi þingið
hinsvegar ekki fallast á, en
hinsvegar láta þjóðaratkvæða
greiðsluna bíða þar til í apríl
1963.
Vinstri flokkarnir, sem
studdu Goulart, gengust fyrir
víðtækum verkföllum til
stuðnings við stefnu forset-
ans, og lauk þessum deilum
með því að þingið féllst á að
láta þjóðaratkvæðagreiðsluna
fara fram 6. janúar 1963. Jafn
framt var forsetanum falið
að skipa bráðabirgða ríkis-
stjórn fram yfir kosningarn-
ar í október. Skipaði Goul-
art þá flokksbróður sinn, dr.
Hermes Lima, forsætisráð-
herra, og gegndi hann jafn-
framt embætti utanríkisráð-
herra. Þau urðu öriög da
Rocha, fráfarandi forsætis-
ráðherra, að hann lézt af
heiiablóðfalli nokkrum dög-
um seinna.
KOSNINGAR OG ÞJÓÐAR-
ATKVÆÐAGREIÐSLA
Kosningar fóru fram 1
Brasilíu 7. október 1962. Úr-
slit urðu þau að sósíaldemó-
kratar, sem eru hægri flokk-
ur, hlutu 15 þingsæti af 470,
flokkur Goularts, Verka-
mannaflokkurinn, hlaut 115
sæti og þjóðlegir demókrat-
ar 113. Tíu flokkar aðrir
skiptu svo með sér þeim 97
koma í veg fvrir að borgara-
styrjöld í Brasilíu.
• Síðasta vígið féll
Skömmu eftir að flugvél Goul-
art hóf sig til flugs frá Porto
Alegre, héldu herir byltingar-
manna inn í borgina án þess að
þeim væri veitt mótspyrna. Þar
með var síðasta vígi Goularts
fallið.
í Ríó de Janeiro höfðu bylt-
ingarmenn hrósað sigri yfir hin-
um fráfarandi forseta mörgum
klukkustundum áður en hann
hélt úr landi. Var því lýst yfir
í útvarpi borgarinnar og sagt,
að með sigrinum hefði tekizt að
bægja frá þeirri hættu, að
Brasilía, stærsta land í Suður-
Ameríku yrði önnur Kúba. Bylt-
ingarm. sökuðu Goulart um að
sýna kommúnistum of mikla lin-
kind og kváðu fullvíst að komm
únistar hefðu náð undirtökum ef
Goulart hefði setið lengur við
völd.
Mazzilli, hinn nýji forseti
Brasilíu, er 53 ára, lögfræðingur
að atvinnu. Sem forseti fulltrúa-
deildar þingsins átti hann sam-
kvæmt stjórnarskránni að taka
við forsetaembætti, ef Goulart
— Brasilla
Framh. af bls. 1.
• Allir nema þriðji
herinn
1 morgun höfðu öll hertylki
Brasilíu utan þriðja hersins, sem
aðsetur hefur í Rio Grande de
Sul, heimafyliki Goularts forseta
í suðvesturhluta landsins, lýst
stuðningi við byltingarmenn, en
leiðtogi byltingarmanna innan
hersins er Amaury Kruel. Kruel
er yfirmaður annars hersins. —
iðji herinn lýsti í morgun stuðn-
ingi við Goulart forseta og for-
setinn hélt til Rio Grande de Sul
frá höfuðborginni, Brasilíu, en
Iþangað fór hann í gærkvöldi, er
byltingarmenn sóttu til Ríó de
Janeiro. Þegar Goulart kom til
Porto Alegre hélt hann beint til
höfuðstöðva hersins. Þar hvíldist
hann í tvær kluikkustundir, en
(hélt síðan fund með fréttamönn-
um. Hann var mjög rólegur og
kvaðst þess fullviss að íbúar
Brasilíu myndu grípa til nauð-
synlegra aðgerða gegn byltingar-
mönnum. Kvaðst hann vilja
(hvetja stuðningsmenn sína til
þess að koma til Rio Grande de
SuL
• Nýr forseti
Sköinmu áður en Goulart
ræddi við fréttamenn höfðu bor-
izt fregnir um að Ranieri Mazz-
illi, forseti fulltrúadeildar þings
ins, hefði svarið embættiseið
sinn sem forseti Brasilíu að við-
stöddum leiðtogum byltingar-
manna, þar á meðal Adhemar de
Barros, fylkisstjóra í Sao Paolo.
De Barros er talinn upphafsmað-
ur byltingarinnar. Goulart sagði
við- fréttamenn, að engu máli
skipti þótt Mazzilli ynni em-
bættiseið. Meðan hann sjálfur
væri enn í landinu væri hann lög
legur forseti nema því aðeins að
hann segði af sér, og það hyggð
ist hann ekki gera. Goulart virt-
ist bjartsýnn á að takast mundi
að brjóta byltingarmenn á bak
aftur.
Skömmu eftir fundihn með
fréttamönnum bárust fregnir um
að innan þriðja hersins hefði
verið gerð bylting gegn Leonel
Brizola, sem er mágur Goularts,
en hann var einn yfirmanna hers
ins. Síðar var talið fullvíst að
allur þriðji herinn hefði snúizt
á sveif með byltingarmönnum
og yfirlýsingar þess efnis var
heldur ekki langl að bíða. Þegar
svo var komið fiýði Goulart til
Monteviedo í Uruguy ásamt 15
herforingjum og nokkrum stjórn
málamönnum, sem honum eru
hliðhollir. Mun hann senniiega
biðjast hælis í iandinu sem póli-
tískur flóttamaður. Kvaðst Goul-
art fara úr landi til þess að
þingsætum, sem eftir voru.
Gegndi dr. Lima áfram em-
bætti forsætisráðherra fram
að þjóðaratkvæðagreiðslunni
6. janúar 1963. Við þá at-
kvæðagreiðslu hlaut stefna
Goulart yfirgnæfandi stuðn-
ing þjóðarinnar, þar sem 6,8
milljónir kjósenda sam-
þykktu að veita forsetanum
aftur sín fyrri völd, en 1,1
milljón kjósenda voru því
mótfallnir. Þegar þessi úrslit
urðu kunn sagði dr. Lima af
sér og Goulart forseti mynd-
aði sjálfur nýja stjórn, sem
hann svo endurskipulagði í
júní í fyrra.
En andstaðan gegn Goulart
og stefnu hans hélt áfram að
þróast, og hjálpaði þar til að
mikil verðbólga var í land-
inu. Hægri menn höfðu auk
þess illan bifur á þjóðnýting-
arstefnu forsetans og þótti
hann hlaða um of undir
kommúnista. Ekki var Goul-
art sjálfur þó sakaður um að
vera kommúnisti, en hann
skipaði yfirlýsta kommú.nista
í ýmsar áhrifastöður. Þótti
hægrimönnum þetta ill tíð-
indi, ekki sízt með tilliti til
þess að starfsemi kommúnista
flokksins í landinu hafði-ver-
ið bönnuð með dómsúrskurði
árið 1947.
NEITAB UM
ALRÆÐIS V ALD
í ágúst í fyrra var Ijóst
að áform Goularts um endur
bætur á fjárhagskerfi lands-
ins höfðu farið út um þúfur,
og verðbólgan fór sí-vaxandi.
Fór forsetinn þess þá á leit
að þingið veitti honum nokk-
urskonar alræðisvald til að
vinna bug á erfiðleikunum.
Þessu neitaði þingið. í byrj-
un þessa árs endurtók Goul-
art kröfur sínar, efndi til
fjöldafunda til stuðnings kröf
um sínum og undirritaði for-
setaúrskurð um þjóðnýtingu
á stórum landsvæðum og
þeim sjö olíuvinnslustöðvum,
sem enn voru í einkaeign.
Olli þetta miklum ágreiningL
og efndu andstæðingar for-
setans til útifunda víða um
land til mótmæla. Ekki bætti
það úr skák þegar svo Goul-
art krafðist þess að komm-
únistaflokkurinn yrði viður-
kenndur að nýju og fengi
óáreittur að starfa eins og
aðrir flokkar. f öllum stór-
borgum Brasilíu var efnt til
hópgangna til að mótmæla að
gerðum forsetans, og voru
þær víða mjög fjölmennar.
Þannig fóru t. d. um 500 þús-
und manns hópgöngu um Sao
Paulo hinn 19- marz s.l. og
um 150 þúsund í borginni
Santos. Voru uppi háværar
raddir um að Goulart væri að
afhenda kommúnistum yfir-
ráð i landinu.
Leiddi síðan hvað af öðru
þar til á miðvikudag og and-
stæðingar Goularts gerðu upp
reisn. Og andúðin gegn for-
setanum virðist hafa verið
orðin það mikil að hann eigi
varla afturkomu auðið.
færi frá, því að enginn varafor-
seti er nú í Brasilíu.
Ekki er enn vitað hvar kona
Goularts og börn þeirra tvö eru
niðurkomin. Fregnin um dvalar-
stað þeirra ber ekki saman. Segja
sumir að fjölskylda foretans hafi
farið flugleiðis til Spánar í gær,
en aðrir, að hún sé enn á búgarði
sínum í Rio Grande de Sul.
Slökkviliðið
gabbað
LAUST eftir kl. hálf níu í gær-
morgun var brotinn brunaboði
við Sunnutorg. Er slökkviliðið
kom á staðinn, var þar engan
mann að sjá né eld að finna
BLAÐBURÐAFOLK
ÓSKAST
f þessi blaðahverfi vantar Morgunblaðið nú
þegar unglinga, röska krakka eða eldra fólk,
til þess að bera blaðið til kaupenda þcss.
HJALLAVEGUR
Gjörið svo vel að tala við afgreiðslu blaðsins
eða skrifsíofu.
V
SIMI 2 2 4 80