Morgunblaðið - 20.05.1964, Side 12

Morgunblaðið - 20.05.1964, Side 12
12 MORGUN&' *OIÐ Miðviktidagur 20. maí 1964 Á afmæli skáldsins Gunnars Gunnarssonar Á ANNAN dag hvítasunnu, 13. maí, átti Gunnar skáld Gunnarsson 75 ára afmæli. ■fr ÞÁ um morguninn gengu n ikkrir vinir skáldsins á íund þess og færðu Gunnari skjal, þar sem skýrt var frá því, að all- margir vinir hans hefðu ákveðið að gefa honum brjóstlíkan af skáitdinu, sem Sigurjón Ólafsson, rnyndhöggvari, er nú að vinna að, og yrði það steypt í eir. For- sætisráðherra Dr. Bjarni Bene- diktsson, hafði orð fyrir gefend- um. Þá þegar um morguninn tóku að berast að blóm og heiilaóska- skeyti víðs vegar að úr veröld- inni. Vinir skáldsins sóttu hús þess heim og fluttu því ham- ingjukveðjur. Milli kl. 4 og 6 hafði mennta- málaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gísia- Myndin er tekin í Ráðlrerrabústaðnum á 75 ára afmælisdcgi Gunnars Gunnarssonar. Frá vinstri: Gylfi Þ. fiíslason, menntamálaráðherra og kona hans, frú Guðrún Vilmundardóttir, Gunnar Gunn- arsson og kona hana, frú Franzioka Gunnarsson, sonardóttir hjónanna, Katrín Gunnarsdóttir, Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, og kona hans, frú Sigríður Björnsdóttir. (Ljósm. Ól. K. M.). Sigurjón Óiafsson, myndhöggvari, við vinnu að styttu sinni af Gunnari Gunnarssyni. son, boð inni í Ráðherrabús'taðn- um fyrir Gunnar Gunnarsson og vini hans. Var þar mikil gesta- þröng. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, kom í hófið og sæmdi skáldið heiðursmerki íslenzku þjóðarinnar, stórkrossi hinnar íslenzku fálkaorðu, fyrir ritstörf. Þjóðminjavörður, dr. Kristján Eldjárn, gaf skáldinu minjapen- ing frá 100 ára afmæli Þjóð- minjasafnsins. Um kvöidið var skáldsins minnzt í Ríkisútvarpinu. Hafði Stefán Jónsson, fréttamaður, við tal við Gunnar, og Tómas Guð- mundsson flutti erindi um ská'ld- ið. Ennfremur flutti menntamála ráðherra Dr. Gylfi Þ. Gíslason, í fréttaauka ræðu þá er hann hafði flutt skáldinu í ráðherra- bústaðnum. Danska útvarpið minntist Gunnars Gunnarssonar á hvíta- sunnukvöld. Var þá fiutt erindi, sem skáldið hafði lesið á segul- band, og kallar: „Tonen fra Jord- en‘‘. Fjallar það um kynni skálds ins af danskri 1 jóðagerð. Um kvöldið heimsóttu ættingj- ar og vinir skáldið heim. 27 þús. kr. aflahlutur í róðri eða ekkert VOPNAFIRÐI, 19. maí — Hákarlaveiði hefur verið mjög léleg í vetur þrátt fyrir góða tíð, eða 3—8 hákarlar á bát. Undanfarna hálfa aðra viku hefur verið mjög erfið bíð, svo sjómenn hafa ekki getað vitjað um línur sínar. Þegar þeir komust út voru tvær línur tapaðar, en 8 há- karlar fengust á þær línur, sem búið var að vitja um. Einn bátur var svo hepp- inn, að fiá 6 af þessum 8 sem veiddust og mun þ^ð vera mesti aifli, sem hér hefur feng izt í einni umvitjun á bát. Þessir heppnu veiðimenn voru Sigurjón Jónsson og Agúst Jónsson (þeir sömu sem sáu risa&mokkfiskiiui í fyrra). Fleiri hafa verið heppnir á þessum vetri en þeir bræður. Albert Ólafsson í Leiðarhöfn, sem rær einn á trillu sinni, fékk 4 hákarla í einum róðri, að vísu voru þeir víst ekki allir fullorðnir, en erfiður ■ mun sá róður samt hafa ver- ið einum manni. Það er talið að fullorðinn hákarl geri fullverkaður ca. 9000.oo kr. Verður því brúttó aflahlutur í þessum tilfellum ca. 27 þús. kr. á maon. Ekki má þó draga þær ályktánir af þessari frásögn, að hákarla veiði sé tómur gróði, því fleiri eru þeir róðrarnir, sem ekki skila öðru en koetnaði og erf- iði. Sem Sagt þorrablót ætti að geta farið fram með þjóðleg- um hætti á komandi vetri, ef fleiri afladagar koma líkir þessum — S. J. Bræðumir Ágúst og Sigurjón á Vopnafirði með feng sinn, 6 hákarla í einum róðri, Gunnar Gunnarsson og forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, takast í hendur við veitiugu stórkross hinnar islenzku fálkaorðu. Jón Jónssoii Smyrlabjörgum áttræður í DAG á áttræðisafmæli Jón Jónsson bóndi á Smyrlabjörgum Suðursveit. Á Smyrlabjörgum hefur hann átt heima alla æfi og þar er hann fæddur 20. maí 1884, sonur hjón- anna þar Sigríðar Hálfdanardótt- ur frá Odda á Mýrum d. 23. apríl 1945 og Jóns Jónssonar bónda á Smyrlabjörgum, d. 14. júní 1922. Að Jóni standa traustar bænda ættir austur þar. Jón ólst upp í foreldrahúsum ásamt 5 systkin- um sínum, eru þrjú þeirra lát- in, en á lífi eru Ingunn fyrrum húsfreyja á Uppsölum og Sigur- björn smiður sem hefur átt heima í Reykjavík nú um nokkurt ára bil. 10. júlí 1920 var mikill ham- ingjudagur í lífi Jóns er hann kvæntist-Lúcíu Guðnýju Þór- arinsdóttur frá Breiðabólsstað í Suðursveit. Foreldrar hennar voru búandi hjón þar Guðleif Benediktsdóttir frá Hala af hinni alkunnu Hólaætt í Nesjum, og Þórarinn Steinsson sem var frá Breiðabólsstað. Jón og Lucía tóku við búsfor- ráðum á Smyrlabjörgum og hafa búið þar síðan. Barnaláni hafa þau hjón átt að fagna og eru börn in 8 öll uppkomin og myndarfólk, eru þau þessi: Sigurjón ógiftur heima, Nanna Halldóra gift Karli Ágústi Bjarnasyni, búa þau 6 Smyrlabjörgum og eiga þau S börn, Þóra Guðleif gift Þorsteini Jónassyni bónda í Borgarhöfn eiga þau 3 börn. Þorbjörg gift Ragnari Júlíusi Sigfússyni bónda á Skálafelli eiga þau 2 börn. Jör- undur ógiftur hefur mikið stund- að sjómennsku, Snorri ógiftur heima, Baldur ógiftur heima, Ing- unn unnusta Þórarins Guðjórrs Gunnarssonar, Vagnsstöðum. Jón á Smyriabjörgum hefur skift sér Mtt af obinberum mál- um en í sóknarnefnd Kálfafells- staðarsóknar átti hann sæli um áratugi, en hefur nú látið af því starfi. Jón hefur viljað hvers manns vandræði leysa og hef ég heyrt því viðbrugðið hvað hann hefði verið einltar hjálpfús þegar ná- grannar hans og sveitungar þurftu einhvers með. Er hann enn við beztu heilsu þó hann hafi fyrir nokkrum árum lagt flest ráð oúsins í hendur sona sinna. Heimili þeirra Jóns og Lúcíu á Smyrlabjörgum er í röð fremstu sveitaheimila, þar situr rausnin og höfðingsskapurinn í öndvegi. Er sveitungum þeirra og vinum einkar ijúft að sækja þau heim, og munu ekki þeir dagar vera margir sem ekki ber gest að garði þeirra. Á þessu merkisafmæli Jóns senda fjölmargir vinir og frænd- ur honum oeztu árnaðaróskir. Lifðu heill. ) Kunnugur. ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.