Morgunblaðið - 20.05.1964, Side 23

Morgunblaðið - 20.05.1964, Side 23
Miðvikudagur 20. maí 1964 MORGUNBLAÐIÐ 23 IH I tz? Ur Hér hefur lögreglan nóg að gera við að skilja slagsmálahun da. — Hreöavatn Framhald sf bls. 10. ingarnir hafi beint skaðað fé, en húsin voru varin eins og kostur var. Þó grýttu þeir gluggana og glerbrot flugu inn um garðana þar sem lamb fé var inni. Aðra nóttina lágu unglingar uppi á heystabba, án þess þeirra yrði vart fyrr en um morguninn. Það hefði getað orðið slys, því stabbinn var 5 m. hár. Þá sjá allir brunahættuna, sem stafar af ölóðum unglingum í heyi. — Leigubát komu einhverjir með og drukknir menn sigldu hon um um vatnið, gereyðilögðu bæði bát og vél er þeir strönd uðu á hraunskerjum, en menn komust til lands. Þá iðkuðu unglingarnir sund í vatninu. Utgangurinn á þeim var hroðalegur. Þeir veltu sér upp úr rauðamýrardrullu og voru rifnir og tættir. — Um fjölda unglinganna verður ekki rpeð nákvæmni sagt 400—600 þegar flest var en þeir voru furðulega sam- valdir um óþrifnað og sukk. Nokkrir af þeim er ég ræddi við viðurkenndu að hafa ver- ið í Þjórsárdal í fyrra. — Heima á Hreðavanti svaf enginn að kalla meðan á þessu stöð, bæði var hávaðinn mikill og svo óttinn við að þessi múgur skylli á bæinn. Hörður Jóhannesson, yfir- lögregluþjónn í Borgarnesi, segir svo frá: — Við höfðum haft spurnir af því á laugardag að við gæt- um átt von á heimsókn um helgina og var reiknað með að skarinn myndi koma í Húsa- fellsskóg. Sú fregn hafði þá flogið fyrir að bændur þar myndu grafa sundur veginn til að verjast ágangi. Við átt- um því ekki von á hópnum á Hreðavatni, en höfðum þó lof- orð fyrir að við myndum fá af þeim að vita, ef þeir kæmu. En er að kom var búið að loka síma í héraðinu og fengum við boðin um talstöðvar bíla. Við höfðum áður heyrt að við mættum. eiga von á slíkum sendingum sem þessum, en ekki orðið af. — Um kl. 4 á laugardag fór hópur að setjast að við Hreða- vatn, mest unglingar á aldrin- um 16 ára til tvítugs. Strax og komið var á staðinn var um- ferð stöðvuð að Hreðavatni og hafin leit að víni og fundust 40—50 flöskur, mest genever á líters flöskum. Þá þegar voru unglingarnir orðnir drukknir. Lögreglan var þá um kvöldið skipuð 8 mönnum og voru þeir á vakt alla nóttina fram undir morgun og reyndu að forða slysum og verja eigur bænda. Þrír talstöðvarbílar léttu þeim störfin og gerðu kleyft að hafa betri yfirsýn yfir atburði. — Ég taldi ekki rétt að vísa unglingunum á brott þegar í stað, þar sem þá var ekki vit- að hvar þeir myndu setjast að næst. Þarna gátum við haft sæmilegt eftirlit með þeim og þarna voru þeir á tiltölulega litlu svæði. Á hvítasunnudag fórum við að ýta þeim í burtu smátt og smátt og loks lokuð- um við 'allri umferð að staðn- um og skipuðum þeim að fara að tygja sig. Gerðum við þá ráð fyrir að þeir myndu halda heim á leið, sem og varð. ■— Við unnum svo að því að gæta fjárhúsanna á Hreða- vatni og aðstoða í Hreðavatns- skála við að halda þar uppi lögum og reglu, svo sem fært var. — Það var sýnilegt að þessi hópur var samstilltur og væri fróðlegt að vita hvar hann hef ur skipulagt för sína. Ég hef aldrei séð jafn stóran hóp ungl inga þar sem svo margir hafa verið undir áhrifum víns. — Slagsmál urðu ekki telj- andi og slys furðu lítil. — Stúlkur voru í mikluVn minni hluta en þó vel liðtæk- ar við drykkjuna, þær er þarna voru, — Verstu óróaseggirnir voru fluttir í fangahúsið í Borgar- nesi, er þeir sýndu beinan dólgshátt við lögregluna. — Á sunnudagskvöld er við höfðum lokað aðgang að þess- um „skemmtistað" þeirra tókst okkur að koma þeim af stað hægt og hægt og voru þeir að tínast burt fram að hádegi á mánudag, en þá var allt farið og eftir það tíðindalaust. — Það gegnir furðu að svo stór hópur unglinga geti tekið sig upp og spillt helgi frið- sams fólks úti um landsbyggð ina, sagði Hörður að lokum. Fréttamaður blaðsins gekk um þennan „skemmtistað“ unglinganna á Hreðavatni. — Lýsingar þær sem fram hafa komið um útganginn á hon- um eru sízt of harðar. Þar eru engin merki þess að um hafi gengið fólk, sem alizt hef- ur upp í siðuðu þjóðfélagi. Öll merki báru vott ölóðs skríls. Þó höfðu í gær verið týndar ölflöskur fyrir þúsundir króna. Lokt ræddi blaðið við sýslu mann Mýra- og Borgarfjarðar sýslu, Ásgeir Pétursson. Sýslumaðurinn kvaðst vilja taka það fram að framkoma og umgengni unglinganna hefði vissulega verið óverj- andi. Þó sagði hann að ekki væri ástæða til þess að ör- vænta um þessi ungmenni, flest þeirra. Aðalatriðið væri að reyna að gera sér ein- hverja grein fyrir samhengi þessara hluta og skyggnast um eftir jákvæðum leiðum út úr vandanum. Hann yrði ör- ugglega ekki leystur með neinum töframeðulum, held- ur með vknnu og hugkvæmni þeirra, sem eru í forsvari fyr ir æskulýðsmálum, einkum í Reykjavík. — Æskunni er eðlilegt, að vilja skemmta sér, sagði sýslu maður. Það þýðir því ekkert að ætla sér áð leysa vandann með banni einu saman. Það gerir einungis illt verra. Sumir telja að þeim ung- lingum, sem hneigjast til þess ara ofboðs-skemmtana fari hlutfallslega fjölgandi. Ef til vill er það svo. En víst hafa unglingarnir ekki úr mörgu að velja í sambandi við ferðir út á land. Það skiptir máli í þessu sambandi að þeir hafa meiri peningaráð og tals,verð- an farkost. Þeir geta því nú á dögum farið hvert sem þeir vilja, og haldið. hópinn. Það þarf að vera unnt að bjóða upp á eitthvað annað en þessar slarksamkomur. Þannig væri hægt áð þynna hópinn. Fjöldipn er ungling- unum nokkur vörn. Þeir sefja sig á það, að fyrst svo margir aðrir hagi sér þannig, sé þeim líka stætt á því. Yið gerðum tilraunir hér í Borgarfirði í fyrrasumar, seg- ir Ásgeir sýslumaður, með að breyta um skemmtanahald fyrir unglinga. Enn er of snemmt að spá um hvernig það gefst, en ef framhald verð ur á því, sem var í fyrra, spáir það góðu. Við stofnuðum æskulýðsnefnd fyrir héraðið. Hún skipulagði tvær meiri- háttar skemmtanir fyrir ung- linga. Sýslunefndirnar lögðu fram nokkurt fé í þessu skyni. Allt var gert sem unnt var til þess að þessar skemmtanir yrðu frjálslegar og voru fengn ir góðir skemmtikraftar og góðar hljómsveitir. Auglýst var, að húsinu yrði lokað kl. 10. Aðgang fengu einungis unglingar frá 14—21 árs. — Áfengi var bannað og auglýst, að þeir, sem brytu í bága við þetta, fengju ekki framvegis aðgang að slíkum skemmtun- um. Síðan voru fengnir nokkr ir úr hópi unglinganna sjálfra til þess að hafa eins konar lögreglueftirlit, undir umsjón héraðslögreglunnar. Þetta gafst þannig, að við erum ákveðnir í því að halda þessari starfsemi áfram. Við fengum um 600 unglinga á þessar skemmtanir. Enginn þeirra neytti þar áfengis og aðeins einn reyndi að brjóta þessar leikreglur, sem settar voru. Þetta var ný reynsla hér. Foreldrar eru ánægðir með þessa starfsemi. Það var nú ekki ætlunin að ræða þessa starfsemi strax. Við vildum áður fá frekari reynslu, en ég skýri frá þessu nú að gefnu tilefr.i. Það er um frarr, allt nauð synlegt að gera séy grein fyr ir því að fyrsta skilyrðið er að kljúfa þessa ofboðs-starf- semi unglinganna. Ná út úr hópnum nægilega mörgum, sem vilija ef til vill aðrar og hollari skemmtanir. Þá ein- angrast hinir, sem raunveru- lega, standa fyrir þessu, og geta ekki eins látið fjöldann skýla sér. í því efni má margt aðlað- andi gera. Bara >ekki vera með eilífar predikanir. Þá er þetta vonlítið allt saman. Því ekki að skipuleggja, t.d. um verzl- unarmannahelgiha, veiðiferðir upp að fjallavötnum, með t. d. varðeldum, söng og leikj- um. Skipuleggja annars stað ar útidansleiki, þar sem dans- að er á palli og unglingamir hafa sjálfir löggæzlu, undir eftirliti lögreglu. Eins mætti skipleggja hóp- ferðir á hestum, eða göngu- ferðir. Eða þá einungis ein- faldlega hópferðir í bifreið- um með tiltekin markmið, undir leiðsögn góðra manna. Hvað sem öðru liður er ljóst að ekki þýðir að sitja einungis auðum höndum og hneykslast. Sennilega er æskan ekkert mikið verri en hún hefur allt- af verið. Hún býr við nýjar og breyttar aðstæður. Því þurfum við að átta okkur á, ef unnt á að vera að koma fram ein’nverjum úrbótum. Það má nærri geta að fólk á sveitabæjum hrekkur við, ef það uppgötvar allt í einu, að hundruð óstýrilátra, drukk inna unglinga, sem fara ekki að neinuin umgengnisreglum, hefur umkringt það. Það ósk- ar ekki slíkra heimsókna. En á hinn bóginn er það sann- færing mín að prúðir ungl- ingar, sem vilja njóta úti- vistar eru jafnan velkomnir hlngað. Þem eru líka margir, sem þanmg koma. Mun fleiri en hinir, sem betur fer, sagði sýslumaður að lokum. Fjárhúsið, sem halda varð vörð um. 33 ]riiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiniiiiitiiHiiiHiiiímiiiH<iiiiiiiiiiiiit!i:iiiniiiiiiMHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiniiiHHiiiiiniiiiiiiiiiiHiiiHii:HHii!i!iiiiiiiiiiiii<iiiHHiiiiini>iiiiiiiniiiiHiiHiiiiiii!HiHiiiii!imiiiiiiniiHiiniiiiniiiiiinHiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiii3 Hér getur að Hta það safn af áfengisflöskum, sem Hafnarfjarðarlögreglan tók af unglingum i Helgadal um hvítasunnuna. (Ljósm.: Sv. Þ.) 30 flöskur teknar af unglingum í Helgadal t M hvitasunnuna höfðu hafn- firzkir unglingar næturdvöl í Helgadal skammt ofan Hafnar- fjarðar. Var þar slegið upp 35 tjöldum og á laugardagskvöldið voru þarna á annað hundrað manns, á aldrinum 10 ára til tví- tugs. Bar allmikið á ölvun er líða tók að kvöldi, og gerði Hafnar- fjarðarlögreglan um 30 flöskur af áfengi upptækar af ungiingunum. Flestir unglinganna í Helgadal voru á aldrinum 14—16 ára, og eins og fyrr getur bar töluvert á ölvun meðal þeirra. Þrír lögreglu menn úr Hafnarfirði voru sendir á vettvang í bíl. Leituðu þeir í bílum á leiðinni að Helgadal og gerðu upptækar um 30 flöskur af ýmsum tegundum áfengis, bæði í bílunum og hjá unglingum á staðnum. Lögregluvörður var á staðnum allt til morguns er ró komst á. Voru allmargir unglingar fluttir heim til sín um nóttina, bæði drukknir, og ódrukknir, sem eng- an viðleguútbúnað höfðu með- ferðis. Þá gerðist það einnig í nokkrum tilvikum, að foreldrar höfðu fregnir af hvar börn þeirra væru niður komin og hversu á- statt væri. Voru nokkrir ungíing- ar sóttir í Helgadal af foreldrun- um. Lögreglan í Hafnarfirði telur. að ver hefði farið, ef umrætt áfengismagn hefði ekki verið gert upptækt. Stýrimaður missti Iiandlegg UM HÁDEGIÐ sl. laugardag varð það slys í Keflavíkurhöfn, að Halldór Þórðarson, Klappar- stíg 5, Kefla.vík, stýrimaðu-r á Viðey RE 12, varð milli hval baks skipsins og ljósastaurs á bryggju Viðey var að koma með 180 tunnur af síld, og varð að færa m.b. Vögg frá bryggjunni, til þess að Viðey kæmist að til lönd unar. Á bryggjuhorninu stóð ljósastur, en mjög var hásjávað. Stýrimaður stóð frammi á hval- bak með „stuðpúða" ti þess að teka af mesta höggið er skipið legðist að. Á einhvern hátt varð hann síðan á milli brúarinnar á hvalbaknum og ljósastaursins. Stýrimaður var fluttur í sjúkra- húsið í Keflavík. þar sem taka varð af honum handlegginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.