Morgunblaðið - 20.05.1964, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.05.1964, Blaðsíða 25
JlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHilllllllllllllllllllllllllllllllUililHilllllllllllllllllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIHlllllIlllllllllllllllllllJllllllllllllllllllllllllU 1 MiAvikudagur 50 rr>a' 19S4 « f AOl Ð agnús Jónsson IVIinning Frá athofmnni 1 Fossvogskirkjugaroi. 17. maí í Reykjavík Norðmenn minnast þjóðhdtíðar- dagsins EINAR Farestveit hló. — „Nei, ég er ekki lengur for- maður Nordmannslaget. Eg er sko fallinn fyrir aldursgren sen. Ég var búinn að vera for maður í 12 ár, það er meira en nóg. Nú eru yngri menn teknir við“. Einn hinna „yngri manna“ reyndist vera Hans Daniel- sen, skipadeild SÍS, formaður Nordmannslaget, sem sagði okkur frá hinni virðulegu minningarathöfn. 1 Fyrst voru hátíðahöldin kl. 9 um morguninn í kirkjugarð- inum í Fossvogi. Þangað för- um við alltaf 17. maí land- arnir og sendiherrann leggur blómSveig frá norsku rikis- stjórninni og formaður Nord mannslaget annan blómsveig frá félaginu að minnismerki fallinna norskra hermanna í kirkjugarðinum. Og það er rétt við gleymdum því ekki, að þetta minnismerki er ekki reist af Norðmönnum heldur voru það íslendingar, íslenzk ir listamenn, leikarar held ég, með Brynjólf Jóhannesson 1 fararbroddi, sem gáfu okkur Norðmönnum þetta mmms- merki. Eftir athöfnina í kirkjugarð inum fer svo fram barna- skemmtun — því eins og Wergeland sagði, þá er 17: mai framar öilu öðru dagur barnanna’— og í ár fór hún fram í félagsheimili Rafveit- unnar inni við Elliðaár, sem við fengum lánað til þessa. — Börnin, hve mörg? Ja, ég veit ekki, það hafa verið svona 90—100 manns, börn og full- orðnir, og svo mikið veit ég að það voru borðaðar 200 pylsur og kþkurnar sem norsku konurnar í borginni bökuðu húrfu eins og dögg fyrir sólu og gosdrykkirnir líka“. Norski -eiiaiKennannn,' Odd Didriksen, varð fyrir sVörym um athöfnina í há- tíðasal Háskólans, sem að stóðu Nordmannslaget og fé- lagið ísland—Noregur. For- maður hins síðaxnefnda er Haukur Ragnarsson, tilrauna stjóri hjá Skógrækt ríkisins, en hann og Odd Didriksen sagði Hans Danielsen hafa haft mestan vanda af undir- búningi hátíðahaldanna. Athöfnin í hátíðasal Há- skólans hófst kl. 2, með þvi að Karlakórinn Fóstbræður söng undir stjórn Ragnars Björnssonar „Landkjenning“ eftir Grieg. Kristinn Hallsson söng einsöng en undirleikari var Carl Billich. Þá flutti norski sendiherrann, Johan Zeier Cappelen, ávarp og norska óperusöngkonan Eva Prytz söng lög með undirleik Átna Kristjánssonar. Síðan tal aði Dr. Olaf Devik, eðiisfræð ingurinn norski, sem staddur er hér á vegum Ijtaforkumála- skrifstofunnar. Þá las Lárus Pálsson leikari, norsk kvæði. Samkomunni lauk með því að Fóstbræður sungu þjóðsöng Norðmanna, „Ja, vi elsker". •Viðstaddir hátíðahöldin voru m.á. forseti íslands, menntamálaráðherra og borg arstjórinn í Reykjavík. Síðar ura daginn tók norski sendiherrann á móti gestum, en 17. mai hátíðahöldin fóru fram með heldur meiri alvöru blæ í ár en endranær, þar sem þjóðhátíðarc^aginn bar upp á hvítasunnuna, og hvergi var opinber fagnaður Norð- manna um kvöldið. ÞRIÐJUDAGINN 19. þ.m. var til moldar borinn Magnús Jónsson, Sörlaskjóli 5, Reykjavík. Hann andaðist 12. þ.m. í Landakots- spítala. Magnús var fæddur 23. októ- ber 1876, að Tindi í Tungusveit, foreldrar: Halldóra Halldórsdótt- ir prests í Tröllatungu sömu sveit og Jón Jónsson Magnús- sonar og Karitasar Níelsdóttur, Sveinssonar prests frá Staðar- stað. Ég, sem þessi fáu orð fita kynntist Magnúpi ekki fyrr en á hans efri árum, kominn fast að 70tugu, en mér er hann samt minnisstæður. Um það leyti var ég verkstjóri við frysti'hús Har- aldar Böðvarssonar & Co., Akra- nesi ,þar vann Magnús heitinn um árabil, og .ég verð að segja það að öllum öðrum ólöstuðum, hef ég ekki kynnzt betri starfs- manni. Á sínum yngri árum hefur Magnús verið mikið hraustmenni enda vel á sig kominn að vallar- sýn, hann var eins og alla unga drengi dreyminn um að verða stór og sterkur. En hann var meira en stór og sterkur, verk- lagni, starfsgleði og vilja hafði hann fram yfir marga í ríkum mæli, og framúrskarandi ósér- hlífinn. Síðustu árin var hann í skjóli tengdasonar síns Ingólfs Guð- Norski sendiherrann Johan Z. Cappelen flytur ávarp sitt í hátíðasal Háskólans. — Laos Framhald af bls. 19 farsáttmálinn um Laos legði þeim á herðar. Bretar fóru þess á leit í dag við Pekingstjórnina, að hún beitti áhrifum sínum til þess að Genfarsáttmálinn yrði yirtur og reyndi áð £á Pathet-Lao til þess ina að þessu sinni. að stöðva hernaðaraðgerðir í Landinu. Til þessa hafa Rússar alltaf haft samband við Peking- stjórnina, þegar nauðsyn hefur krafið vegna Genfarsáttmálans um Laos, en vegna deilu Sovét- stjórnarinnar og Pekingstjornar- innar fóru Bandaríkjamenn þess á leit við Breta, að þeir hefðu feinnig samband við Pekingstjórn 1 Thailandi er nú mikill við- búnaður til þess að taka á móti flóttamönnum, sem gert er ráð fyrir að komi frá Laos og fuli- trúar erlendra ríkja og alþjóða- samtaka í Vientiane hafa fengið brottfararleyfi og geta yfirgefið borgina með stuttum fyrirvara, ef ástandið í landinu ' versnar næstu daga. mundssonar og dóttur sinnar Karitasar, sem annaðist hann af frábærri þolinmæði og góðvild. Ég veit það Magnús minn að þér er ekkert um það gefið að hlusta á langar lofræður, og það geri ég ekki heldur að hafa þessi orð fleiri, en ég vil að síðustu þakka þér fyrir samveruna og þína órofa tryggð í minn garð. Að endingu þetta, ég óska þér góðrar ferðar yfir móðuna njiklu og bið þér Guðs blessunar.' Að- standendum þínum votta ég sam- úð mína. Lýðúr Jónssoa. Ferming í Keflavík VEGNA mistáka hjá blaðinu féll s.i. laugardag niður listi yfir ferm- ingarbörn í Keflavíkurkirkju á hvítasunnudag. Okkur þykir leitt að ekki skyldi takast betur til. Börnin sem fermdust eru. DRENGliv: Einar Ólafur Arinbjörnsson, Birki- teigi 22. Eiríkur Jónsson, Vatnesvegi 11. Guðmundur Jónsson Gunnarsson, Sunnubraut 4. Guðmundur JÖnsson, Sóljtúni 4. Ingimundur Hilmarsson, Birki- teigi 1. Jan Jósef Eiriksen, Kirkjuvegi 27. Jón Ágúst Guðmundsson, Sýrfelli, Bergi. Jón Axel Steindórsson, Austurgötu 16. Jónas Hörðdal Jónsson, Kirkju- teigi 5. Karl Hólm Gunnlaugsson, Hóla- Ófaut 7. Oddur Pjalldal, Túngötu Ólafur Kjartansson, Kirkjuteigi 9. Sigmundur Einarsson, Brekkubraut 13. Sigurður Björgvinsson, Vesturgötu 21. Sigurður Vignir Magnússon Berg- mann, Heiðarvegi 12. Tómas Jónsson, Vatnsnesvegi 11. Vilhjálmur Ketilsson, Túngöju 5. Þórður Gunnar Valdimarsson, Mávabraut 10 D. Erlendur Jónsson, Vesturgötu 7. Friðrik Ingvarsson, Faxabraut 16. Gunnar Gunnarsson, Aðalgötu 21. Guðmundur Elís Magnússon, Kirkjuvegi 29. Guðni Sigurður Halldór Pálsson, Kirkjuvegi 41. Hafsteinn Steinarsson, Sléttu Bergi. Halldór Karlsson, Faxabraut 30. Helgi Ólafsson, Faxabraut 31 D. Jón Kristjánsson, Garðavegi 2. Hólmkell Gunnarsson, SólVallag. 38 F. Oödur Kristmann Sænrundsson, Framnesvegi 14. Sigurbjörn Smári Friðjónsson, Borgarvegi 8, Ytri-Njarðvík. Sigurpáll Sigurðsson, Framnesvegi 12. Snorri Sólon Guðjónsson, Sólvalla- götu 38 D. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Hátúni 26. Sverrir Sigurbergsson, Sóltúni 10. Sæniundur Sæmundsson, Hringbr. 94. Þorvaldur Geir Sveinsson, Fáxa- braut 17. STÚLKUR: Andrea Guðrún Guðnadóttir, Suðurgötu 27. Birna Agnes Skarphéðinsdóttir, Hringbraut 59. Diljá Guðmunda Gunnarsdóttir, Lynghaga 6. Elín Rögnvaldsdóttir, Hólabraut 13. Elínborg Baldursdóttir, Brekku- braut 1. Guðbjörg Ingimundardóttir, Suðurgötu 52. Guðríður Ólafsdóttir, Vatnsnesvegi 27. Guðrún Einarsdóttir, Hringbraut 81. Júlíana Þorleifsdóttir, Faxabraut 37 D. Kristín Rut Káradóttir, Kirkjuvegi 5. María Norðdahl, Vesturbraut 9. Sigríður Helga Sigurðardóttir, Vesturgötu 21. Stefanía Jónsdóttir, Melteigi 8. Þórdís Jóna Kristj ánsdóttir, Hringbr. 79. Bergþóra Káradóttir, Háeigi 9. Elísabet Sigurðardóttir, Framnesr. 12. Hrönn Haraldsdóttir, Faxabraut 33 D. Ragnhildur Kristinsdóttir, Kirkjuv. 37. Sigurdís Þorláksdóttir, Baldurs- götu 10. Drengir brjótast inn UM KL 10 á mánudagskvöldið brutust þrír drengir inn í mjólik- urbúð að Blönduhlíg 2. Komust ’þeir inn með því að brjóta litla rúðu á bakdyrahurð, og seiiast siðan í læsinguna að innanverðu. í búðinni stálu þeir 500-600 kr. í skiptimynt, sælgæti og gos- drykkjum. Börn, sem voru að leik í nágrenninu, urðu vör inn- brotsins, og gerðu lögreglunni aðvart. Málið er í rannsókn. Um miðnættið sama kvöld voru tveir drengir handteknir í portinu að baki Stjörnubíós. Höfðu þeir gangsett bíl, sem þar stóð opinn. Ekki vildu piltarnir viðurkenna að hafa ætlað að gera annað en áð ,,prófa“ bílinn þarna í portinu. Hinsvegar ját- uðu þeir að hafa fyrr um dag- inn sto-lið skellinöðru þarna í portinu, ekið henni 4-5 klst i»ms borgina, og skilað henni siðaa til sama staðar. (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.