Morgunblaðið - 27.05.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.05.1964, Blaðsíða 1
24 síður 51 árgangur 116. tbl. — Miðvikudagur 27. maf 1964 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þessi mynd er tekin fáeinum sekúndum eftir að kúlurnar hafa hæft Kennedy forseta, og Connally, ríkisstjóra. Örin bendir á „manninn í anddyrinu“. ínverjar neita af- skiptum í Laos Nýfar tilEögur um alþjöðavið- ræður til lausuar deilunni Vientiane, London, Tokió, 26. maí (AP—NTB). TVÆR nýjar tillögur komu fram í dag um aljþjóðaráð- stefnu til að reyna að koma á friði í Laos. Er önnur til- lagan frá kommúnistastjórn- inni í Kína um fund utan- ríkisráðherra 14 ríkja í Kam bodía í næsta mánuði. Hin iiiiniiii!tiiiiiti3iiiu;:iiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiii!iiiiiiniiiiiii Hver er „maðurinn í anddyrinu?" Lovelady kveðsf vera hann, en Harris er óviss og fœrir lögreglunni frétfir, sem hún hafði spurt daginn eftir morð Kennedys gamall leikstjóri í góðum efn um, rakst einhverntíma í vet- ur á tímarit nokkurt, þar sem sagan af morði Kennedys var rakin í myndum. Fyrst voru myndir af forsetanum, þar sem hann og kona hans veifa mannfjöldanuim, er safnazt hafði saman meðfram götun- Framhald á bls. 15. Bandaríska stórblaðið New York Herald Tribune skýrir frá því í fyrradag, að maður nokkur, að nafni Harris, hafi í febrúar bent Warren-nefnd- inni á mann er stendur í and- dyri hússins, sem skotið var á Kennedy forseta úr, á mynd, er tekin var aðeins fáeinum sekúndum eftir að kúlumar höfðu hæft hann. Er frétta- mynd þessi hefur venð stækk uð verulega, kemur í Ijós, að maðurinn í anddyrinu likist mjög Lee Harvey Oswald. — Fyrir skömmu brast þoiin- mæði Harris, þar sem honum þótti lítið að gert í málinu, en fékk þá að vita, að iög- reglunni hefði verið kunnugt um „manninn í anddyrinu“ þegar eftir morð Kennedys. Hins vegar kvaðst Billy Love lady, sem vinnur í byggingu þessari, hafa staðið á þessum stað, er skotið var á forsetann, og vísar til vitna. Benti hann á „manninn í anddyrinu“ og sagðist vera hann, er lögreglu menn komu til hans daginn eftir morðið með þessa um- töluðu mynd, mjög stækkaða. Lovelady er sagður likur Oswald, en heldur lægri og þyngri. Af skiljanlegum ástæð um vildi Lovelady ekki að þetta kæmist í hámæli og myndir af honum birtust í blöðunum, svo að þessari rann sókn lögreglunnar var ekki haldið á lofti. Jones Harris, sem er 34 ára Mynd af „manninum í and- dyrinu“, stækkuð út úr stóru myndinni. LeeHarvey Oswald. iiiiiiimimöiiiiiiimimiiihiiiiiiimiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiim iiiii!ii:ii;.iiiiiiiiiiiiit,ii!iiiiiiiiiiiiimiiiiiiiifiii:iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Aberdeen, Skotlandi, 26. maí (AP—NTB). TAUGAVEIKl hefur orðið vart í Aberdeen í Skotlandi, og var tala sýktra komin upp í 71 i dag. Fyrstu tilfellin fundust fyrir helgina, og sagði tals- mðaur heilbrigðisyfirvalda borgarinnar, dr. Alexander Duncan, að sjúklingar kæmu úr öllum borgarhverfum. Var þvi óttazt að veikin breiddist út og erfitt yrði að ráða nið- urlögum hennar. 1 dag var hinsvegar tilkynnt að fundizt Framhald á bls. 2. Minni þátttaka Nor&manna í síldveiðum við Island Heimlla söBf&in viku fyrr en venjulega Bergen, 26. maí (NTB) FUNDUR var haldinn í dag í samtökum norskra útvegsmanna, sem senda skip sín til síldveiða við ísland á sumrin. Var þar m.a. samþykkt að heimila söltun á ís- Iandssíld frá 8. júlí í stað 15. júlí áður. Talið er að færri norsk skip muni stunda veiðar við ís- land í sumar. Formaður samtakanna er Sör- en Vermundsen, útgerðarmaður, enhann mun sitja norrænu fiski- málaráðstefnuna, sem hefst í Reykjavík í næsta mánuði. Skýrði Vermundsen frá þvi að samningum um verð á saltsíld og bræðslusíld væri að mestu lok- ið, en niðurstöður viðræðnanna verða ekki birtar að sinni. Einn- ig er lokið samningUm um sölu á íslandssild tl Sviþjóðar. Varðandi saltsíldina sagði Ver mundsen að ákvörðun um að hefja söltun 8. júli hafi verið tek in með tilliti til reynzlu undan- farinna ára, og í fullu samráði við síldarkaupendur. Einnig var ákveðið á fundinum að ekki yrði tekið á móti saltsíld frá íslandi eftir 5. október. Eftirlitsskipið „Draug“ verður norsku bátunum til aðstoðar á íslandsmiðum, og um borð í skip inu verða sérfræðingar til að annast viðgerðir, m.a. á fiskleit- artækjum og radar. Engu að síð- ur hefur bátaeigendum verið ráð lagt eindregið að láta fara vel yfir vélar pg hjálpartæki áður en bátarnir verða sendir að heiman. Bonn, V.-Þýzkalandi, 26. maí (AP). FORSETAKOSNINGAR fara fram í Vestur-Þýzkalandi 1. júli n.k. Virðist öruggt að Heinrich Lúbke verði endur- kjörinn til næstu finun ára, tillagan er frá Bretum um að fundur sendiherra ríkjanna 14 verði haldinn í Vientiane í Laos. Kínverska stjórnin neitaði í dag að verða við ósk Breta um að beita áhrifum sínum til að stöðva aðgerðir Pathet Lao-kommúnista í Laos. Tillaga Kínverja kemur fram í orðsendingu frá Chen Yi mar- skálk og utanríkisráðherra, til allra þeirra 14 ríkja, sem áttu fulltrúa á ráðstefnunni í Genf 1962 um Laos. Leggur ráðherr- ann til að utanríkisráðherrar allra ríkjanna verði kvaddir til nýrrar ráðstefnu í Phnom Penh, höfuðborg Kambodia, í júní. Segir Chen Yi í orðsendingunni að ástandið í Laos fari sí-versn- andi, og nauðsynlegt sé að grípa til skjótra aðgerða. Sakar hann Bandaríkin um að hafa staðið að byltingunni, sem gerð var í Laos fyrir nokkru, og segir að með því hafi Bandaríkin grafið undan einingu í landinu og beiti nú Souvanna Phouma, for- sætisráðherra, þvingunum. Einn- segir ráðherrann að ógnaröld ríki í Vientiane síðan byltingin Framhald á bls. 23 Ný finnsk stiórn Helsinigfors, 26. maí (NTB) FULLTRUAR borgaraflokkanna fjögurra í finnska þinginu hafa náð samkomulagi um sameigin lega stefnuskrá fyrir væntanlega ríkisstjórn flokkanna, og nv.mu þeir leggja niðurstöður sínar fram til nánari athugunar flokk anna. Eins og er fer embættismanna stjórn með völd í Finnlandi, og hefur gert frá því ríkisstjóm Ahti Karjalainens fór frá fyrir jól. Er þetta samkomulag flokks fulltúanna talið stórt spor í átt- ina til myndunar nýrrar sam- steypustjórnar, sem nýtur stuðn ings meirihluta þings. Þá hafa fulltrúar flokkanna einnig rætt um skipun væntan legrar rikisstjórnar og skiptingu embætta milli flokka. Er þar miðað við skiptingu ráðherra- sæta milli flokkanna í stjóm Karjalainens, þegar bændaflokk urinn hafði 7 sæti í stjórninni, ihaldsiflokkurinn þrjú, og finnsku og sænsku þjóðarflokk arnir tvö sæti hvor. Viðræðum um stjórnarmynd- un verður haldið áfram á fimmtudag. Náist endanlegt sam komulag er talið að bændaflokk urinn skipi í embætti forsætis- ráðherra, og þá að það verði annað hvort Karjalainen eða Johannes Virolainen, fyrrum ut anrikisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.