Morgunblaðið - 27.05.1964, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 27.05.1964, Qupperneq 3
Mi'ðvikudagur 27. amí 1964 MORGUNBLAÐIÐ 3 HINU nýja skipi Patreksfirð- inga var hleypt aí stokkunum í Molde í Noregi miðvikudaginn 20. maí. Var því gefið nafnið „Helga Guðmundsdóttir". Skipið er um 220 tonn, 110 feta langt (33,5 m), 22 feta og 6” breitt (6,86 m) og ristir 11’ 6” (3 51 m.). Eigandi skipsins er Vesturröst hf á Patreksfirði (Finnibogi Magnússon, Jósafat Hinriksson o. fl.). Verður Finn- bogi, hinn þekkti aflakóngur, skipstjóri á „Helgu Guðmunds- dóttur“. Kl. 16.30 á miðvikudag var skipið skírt. Dómhildur Eiríks- Dómhildur Eiríksdóttir skírir liið nýja skip Patreksfirðinga „Helgu Guðmundsdóttur“. § í miðið (til hægri við Dómhildi) er eiginmaður hennar, Finnhogi Magnússon, skipstjóri 2 hins nýja skips. Einnig sjást á myndinni Jósafat Hinriksson, útgerðarmaður og eigendur | skipasmíðastöðvarinnar, Odd M. Grönningsæter og Arne E. Grönningsæter. Helga Guömun dsdóftir' hið nýja skip Patreksfirðinga dóttir, kona Finnboga, gaf skip- inu nafn og óskaði því heilla og hámingju á öllum leiðum. Skipið, sem smíðað er hjá Bol sönes Verft í Molde, fór siðan í reynsluferð . Reyndust vélar, tæki og útbúnaður allur í bezta lagi. Meðalhraði var 10,8 sjó- mílur á klst. Innrétting er úr harðviði og plasti og vélar allar af nýjustu gerð. Þetta er tíunda skipið, sem Bolsönes Verft smíðar fyrir ís- lendinga. „Helga Guðmundsdóttir“ í reynsluför. Aðalfundur Almenna bóka- félagsins og Stuðla hf. í AÐALFUNDIR Almenna bóka- félagsins og Stuðla h.f. voru haldnir í gær, þriðjudaginn 26. maí, í Þjóðleikhúskjallaranum. í upphafi aðalfundar Almenna bókafélagsins minntist formaður þess, dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Davíðs skálds Stefánssonar frá Fagraskógi, sem var einn af stofnendum og for- vígismönnum félagsins og heiðr- uðu fundarmenn minningu skáldsins með því að rísa úr sætum. Framkvæmdastjóri félagsins, Baldvin Tryggvason, las reikn- inga Almenna bókafélagsins og gaf yfirlit um starfsemi þess sl. ár. Félagið gaf út átján bækur á árinu og gekk sala þeirra yfir- leitt mjög vel, þótt verkföllin síðari hluta ársins hafi dregið allmjög úr bókasölu almennt. Hagur félagsins er góður og fé- lagsmenn nú um 6000. Þá gat framkvæmdastjórinn þess, að á sl. ári hefði verið lok- ið heildarútgáfu á skáldverkum Gunnars Gunnarssonar og hefði sala gengið mjög vel. Félagið rak Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar eins og áð- ur og jókst velta verzlunarinnar mjög á árinu. Loks var á fundinum gerð grein fyrir þeim bókum sem Almenna bókafélagið hefur gefið út á þessu ári og ennfremur fyrir þeim bókum sem nú eru i undir- búningi. í stjórn Almenna bókafélags- ins voru kjörnir: Dr. Bjarni Benediktsson, formaður, dr. Alex ander Jóhannesson, dr. Gylfi Þ. Gíslason, Jóhann Hafstein og Karl Kristjánsson. Til vara voru kjörnir: Davíð Ólafsson og Geir Hallgrímsson. í bókmenntaráð félagsins voru kjörnir: Tómas Guðmundsson, formaður, Guðmundur Gíslason Hagalín, Kristján Albertsson, Birgir Kjaran, dr. Jóhannes Nor- dal, Matthías Johannessen, Hösk- uldur Ólafsson, Þórarinn Björns- son og dr. Sturla Friðriksson. Aðalfundur Stuð'la h.f. var haldinn að loknum aðalfundi Al- menna bókafélagsins, en Stuðlar starfa, eins og kunnugt er, sem styrktarfélág þess. Framkvæmda stjórí félagsins, Eyjólfur Konráð Jónsson, gaf yfirlit um afkomu þess sl. ár og gat um fyrirhug- aðar framkvæmdir, sem allar miða að því að eflá aðstöðu Al- menna bókafélagsins. Hefur fé- lagið nú fest kaup á mestum hluta fasteignarinnar í Austur- stræti 18, en þar er ætlunin að starfsemi bókafélagsins verði til húsa í framtíðinni.' Jafnframt gerði Baldvin Tryggvason grein fyrir starfsemi Almenna bókafélagsins. f stjórn Stuðla voru kjörnir: Geir Hallgrímsson, formaður, Halldór Gröndal, Kristján Gests- son, Loftur Bjarnason og Magnús Víglundsson. (Frá Alemnna bókafélaginu). Saintök leikrita- höíunda Á SUNNUDAGINN kemur er í ráði að stofna til samtaka leik- ritahöfunda. Félagsmenn geta þeir orðið, sem fengið hafa flutt eftir sig leikrit á sviði eða í út- varpi. Helzta hlutverk samtak- anna verður að gæta réttinda félagsmanna gagnvart þeim, sem taka sjónleiki þeirra til flutn- ings, leikhúsum, leikfélögum og útvarpi. | /* fiA /5 hnúior W SV SOhnúti. '/////R*q»\WJ KvUoikil H M»| | K Snjóicmð . /•/*.. V Skúrir E Þruisur í GÆR var hægviðri og bjart Um 500 km. fyrir sunnan land hér á landi Hitinn var hér um var regnsvæði, en álíka' langt 10 stig, en á Norðurlöndum, norðaustur í hafi voru él. All- þar sem eínnig var hægviðri, ar horfur eru á þurru og stilltu var hitinn um 10 stigum meirL veðri áfram. 8TAKSTEINAR Glögg spegilmynd Vísir birti í fyrradag forystu- grein undir þessari fyrirsögn. Er þar m.a. komizt að orði á þcssa leið: „Gjaldeyrisstaða bankanna er spegilmynd af ástandinu í efna- hagslífinu á hverjum tima. Und- irstaða trausts efnahags er veru- leg gjaldeyriseign, sem þjóðin getur notað til kaupa á atvinnu- tækjum erlendis. Þess vegna er fróðlegt að bera það saman, hver gjaldeyriseignin er nú á tímum viðreisnarinnar og hver hún var áður en viðreisnin tók við völd- um. Árið 1957 áttu bankarnir gjaldeyrissjóði erlendis, sem námu 38 millj. Vinstri stjórnin rúði svo framleiðsluna og þjóð- ina að árið eftir að hún fór frá völdum var eignin engin, en gjaldeyrisskuldin orðin 144 milij. kr. Eftir að viðreisnin tók við völdum jukust hinsvegar gjald- eyrissjóðirnir jafnt og þétt, og í lok síðasta árs voru þeir orðnir 131 millj. kr. Þetta er ein ótví- ræðasta sönnunin um það, hve heilbrigð sú stjórnarstefna hefur verið, sem fylgt hefur verið und- anfarin ár“. Að þinglokum Blaðið fslendingur á Akureyrt birti nýlega forystugrein undir fyrirsögninni „Að þinglokum". Er þar m.a. komizt að orði á þessa leið: „Alþingi hefur nú lokið störf- um sínum á þessu þingári og hef- ur haft um mörg merkileg mál að fjalla. Ein merkasta löggjöf þingsins eru hin nýju vegalög, sem hafa munu stórkostlega þýð- i ingu í samgöngumálum þjóðar- innar um næstu framtíð. Ný skatta- og útsvarslög hafa einnig sína þýðingu, svo og ný löggjöf um loftferðir. Síðustu dagana, sem þing sat að störfum, fóru fram útvarpsumræður um al- menn stjórnmál, sem koma nú í stað eldhúsumræðna, er á árun- um áður voru látnar fara fram við síðustu umræðu fjárlaga. Væntanlega hafa margir getað fylgzt með umræðum þessum í útvarpi þótt þær fari fram á fremur óhentugum tíma — í byrj un sauðburðar á vori. Frammistaða stjórnarandstöð- unnar var eins og við mátti bú- ast næsta auvirðuleg. Aðalásak- anir liennar á ríkisstjórnina var aukin dýrtíð og hækkun f járlaga. Gamalreyndur fjármálaráðherra Framsóknar, sem er þekktasti skattheimtumaður sem í ríkis- stjórn hefur setið hér á landi, fjargviðraðist yfir söluskatts- hækkun sl. vetur, þar sem nógir peningar hefðu verið fyrir í ríkis- kassanum. Öðru vísi mér áður brá, má þar segja, því ræðumað- ur hefur ekki þótt sérlega and- stæður álögum í sköttum og toll- um, þegar hann situr á stjórnar- stóli“. Yfirboð Framsóknar Alþýðublaðið birti í gær for- ystugrein, þar sem gerð er að umtalsefni hin neikvæða yfir- boðsstefna Framsóknarflokksins. Kemst Alþýðublaðið m.a. að orði á þessa leið í forystugrein sinni: „Stefna Framsóknarmanna í þingsölum hefur einkennzt af taumlausum yfirboðum og undir- boðum eftir því hvort við átti. Hafði ríkisstjórn flutt frumvarp um hækkun almannatrygginga, hafa Framsóknarmenn sam- stundis flutt tillögur um enn meiri hækkanir og er þetta því furðulegra sem áhugi Framsókn- armanna á almannatryggingum hefur reynzt næsta lítill þegar þeir hafa sjálfir setið í ríkisstjórn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.