Morgunblaðið - 27.05.1964, Page 13
Miðvikudagur 27. amí 1364
MORGUNBLAÐIÐ
13
MHIIIIIIIIIilllilllllllllllllillUlllllHIIIIIIIIIIIIHllIllllllllllllllllll!!lllllllllllllilllllllllllllllllllllillllllllllllllii!lllliilllllllllllllliailillllliHilllllllllllllllillllllllllIlilllllllillllHIIIlllllllllilllllllllllilllllll^liUllllllllll!!lll!llltmHlll!!ilif!IIIUn!IIUI!l1l!!l!llllimmilllillll!lllllll!lllllim!llllllll!llllllllini
|„Regnhlífarnar í Cherbourg"
jfékk þrenn verðlaun
1 Síðasta grein Gunnars Larsens frá Cannes
3 SAUTJANDU kvikmyndahá-
3 tíðinni í Cannes lauk svo, að
3 franska kvikmyndin „Regn-
3 hlífarnar í Cherbourg" hlaut
= hvorki meira né minna en
= þrenn verðlaun, þar á meðal
= eftirsóttustu kvikmyndaverð-
M laun Evrópu, gullna pálmann,
S en auk þess verðlaun fyrir
= góða tækni og lití„
Þegar dómnefndin settist á
= rökstóla um gæði og gildi
H hverrar myndar, sem sýnd
= hafði verið á hátíðinni, lá í
= augum uppi að franska kvik-
S myndin bar af þeim öllum.
= Hún var óvenjuleg, hrífandi
S og skáldleg í senn, litirnir
§§ voru góðir, tæknin framúr-
= skarandi og tónlistin einhver
H sú áheyrilegasta sem um lang-
= an tíma hefur komið fram í
= kvikmynd. Kostir hennar
= voru svo margir, að hún og
= engin önnur átti gullna pálm-
|§ ann skilið að þessu sinni.
M Söguþráðurinn er í stuttu
= máli á þessa lund: Tveir ungl-
M ingar fella ást saman (þau eru
= leikin af Catherine Deneuve
S og Nino Castelnuovo), og þau
p eru sannfærð um að þau séu
= sköpuð hvort fyrir anna. Móð
S ir stúlkunnar á regnhlífaverzl
= un í Cherbourg, ungi maður-
= inn vinnur á benzínstöð. En
= þá fær hann bréf þess efnis að
§§ hann verði að gegna herskyldu
§§ í tvö ár. Elskendurnir skilja
3 og heita hvort öðru eilífri
S tryggð. Stúlkan kemst að því
{§ að hún er með barni, og í
|f marga mánuði bíður hún bréfs
f§ frá unnustanum án árangurs.
= Þá giftist hún skartgripakaup
= manni og eignast litla stúlku.
Þegar hermaðurinn snýr
fjj heim aftur, kemst hann að
§§ raun um að móðirin hefur selt
= regnhlífaverzlun sína, dóttirin
H er gift og búsett í París. Hann
§§ hafði allan tímann setið í al-
§§ sírsku fangelsi og ekki getað
= komið frá sér bréfi. En hann
= er fljótur að finna aðra stúlku,
giftist henni og kaupir benzín-
stöð.
Þá gerist það jólakvöld
nokkurt, þegar snjórinn fellur
mjúklega til jarðar, að stúlk-
an úr regnhlífabúðinni ekur
inn á benzínstöðina. Augu
þeirra mætast augnablik, og
það rennur Upp fyrir þeim að
þau erp hamingjusöm hvort
fyrir sig, og leiðir þeirra skilj-
ast að eilífu.
Kvikmyndin er fyrsta
franska myndin, þar sem hver
einasta setning er sungin.
Tvískipt verðlaun
Anna Bancroft hlaut verð-
laUn fyrir bezta kvenhlutverk
ið á hátíðinni, en hún varð að
deila verðlaununum með am-
erísku kvikmyndastjörnunni
Barbara Berrie. Anne Ban-
croft sýndi stórkostlegan leik
í ensku kvikmyndinni „The
pumpkin eater“; þar lék hún
unga konu sem giftist í fjórða
sinn. Hún á sex börn frá fyrri
hjónaböndum. Þau eru ham-
ingjusöm í byrjun, þó þjáist
konan áðeins af afbrýðissemi
í garð manns síns, sem skrif-
ar kvikmyndahandrit. Konan
uppgötvar að hún gengur með
sjöunda barnið. Maðurinn
bregst illa við þessum fréttum
og finnst nóg af krökkum í
hjónabandinu. Hún reynir að
fá fóstrið fjarlægt en eftir þá
aðgerð breytist skapgerð henn
ar. Hjónin ætla að skilja, en
í kvikmyndarlok snýst þeim
hugur og þau lifa hamingju-
sömu lífi til æviloka.
Sumum þótti þessi kvik-
mynd gamaldags, aðrir sögðu
að þetta væri einkum mynd
fyrir konur. En raunin er samt
sú að þetta er stórmynd sem
geymast mun í kvikmyndasög
unni, og á Anne Bancroft
stærstan þáttinn í því.
Trompásinn frá Ítalíu
ítalski leikarinn Saro Urzi
hlaut verðlaun fyrir bezta
karlhlutverkið, en hann varð
einnig að deila verðlaununum.
Hinn hlutann fékk ungverski
leikarinn Antal Pager.
Saro Urzi hlaut verðlaunin
fyrir föðurhlutverkið í kvik-
afvegaleiðir stúlkuna, og eftir
nokkra mánuði kemur í ljós
að hún á von á barni. Stúlk-
án neitar að segja til um fað-
ernið, en faðir hennar ken.st
þó að hinu sanna og heimtar
að pilturinn kvænist yngstu
dóttur sinni í stað þeirrar
elztu. En kauði er ekki á þeim
buxunum. ,-Eftir mikið stíma-
brak, ævintýri og misskilning
lætur hann loks tilleiðast. Fað
irinn náði þó ekki að vera við-
staddur brúðkaupið, sem
hann barðist sem mest fyrir,
því hann fékk hjartaslag og
Catherine Deneuve og Nino Castelnuovo í myndinni „Regn-
hlífarnar í Cherbourg“
myndinni „Sedotta e abbando
nata“ — mynd, sem kitlaði
hláturtaugar áhorfenda. —
Kvikmyndarásin er nokkuð
flókin; fyrst í myndinni sjáum
við venjulega italska fjöl-
skyldu við hádegisverðarborð:
föðurinn, sem er húsbóndi á
sínu heimili, móðurina, for-
eldra þeirra beggja, þrjár gjaf
vaxta dætur, son og tilvon-
andi tengdason, sem er trú-
lofaður elztu dótturinni. Þau
fara að sofa eftir matinn,
nema tengdasonurinn og
yngsta dóttirin. Og það er
ekki að sökum að spyrja, hann
dó rétt áður. Á leiði hans var
komið fyrir höggmynd af hon
um svohljóðandi áletrun:
„Hann var góður heimilisfað-
ir.“ — Þetta var skemmtileg-
asta kvikmynd hátíðarinnar,
þó endirinn sé sorglegur.
Hálfgerð kvikmynd hlaut
verðlaun gagnrýnenda
Kvikmyndagagnrýnendur
verðlaunuðu pólsku kvik-
myndina „La passagére", og
olli sú verðlaunaveiting
mikilli ólgu meðal viðstaddra,
því pólska kvikmyndin var
ófullgerð. Pólverjarnir sýndu
Stúlkan, sem á barn í von- l§
um í ítölsku kvikmyndinni 2
„Sedotta e abbandonata". — §§
Faðir hennar (leikinn af 3
Saro Urzi) reynir að koma =
henni í hjónaband, og fékk M
verðlaun fyrir bezta karl- 3
mannshlutverkið á hátíðinni jj§
í Cannes. =
kvikmynd þessa til heiðurs =
fyrir leikstjóra hennar, sem =
lézt áður en honum tókst að 3
ljúka við myndipa. Það kom 3
því öllum á óvart að hún 3
skyldi fá verðlaunin, því 3
myndin er á köflum mjög 3
dökk, svo erfitt var að greina 3
leikendur ,og á sumum stöð- ~
um var hún óskýr. Myndin 3
snýst um tvær konur sem hitt 3
ast á skipsfjöl. Það er ekki í 3
fyrsta skipti sem þær hittast. 3
Þegar þær sáust síðast voru 3
kringumstæðurnar aðrar: önn 3
ur konan var fangi í þýzkum 3
fangabúðum, hin gæzlukona. 3
í hátíðarlok 3
Sautjánda kvikmyndahátíð- =
inni í Cannes er nú lokið. Hún 3
hefur verið með óvenjulegum 3
glæsibrag, og margar myndir 3
óvenjulega góðar. Lítur nú út §§
fyrir að evrópskar kvikmynd- 3
ir séu að rétta úr kryppunni. 3
Margir kvikmyndastjórar 3
fara sigri hrósandi heim. Allir 3
þeir, sem sitja nú yfir gjald- 3
þrotabúi, sýndu myndir þar 3
sem aðaláherzlan var lögð á =
kynhvatir en minna lagt upp =
úr öðrum hlutum.
Einni smástjörnu tókst að 3
skera sig úr fjöldanum. Það 3
var litla svissneska stúlkan, =
Carla Marlier, sem nú hefur 3
fengið hlutverk í Lemmy- =
mynd. Draumur hinna rættist f§
ekki, og þær hafa nú yfirgefið 3
Cannes. Lífið í bænum er aft- H
ur að færast í eðlilegt horf. §§
lllllHllllllllllllllllilllllllllllllllllllHIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlillllllllllllilllllllllllllillllilHliliilllllllllllUliiliHIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIilllltlMIHIHIilHIIIIU
Visindastarisemin æ nauðsyn-
legri og umiangsmeiri
Fjolskyldaa í kvikmyaOMMl „The Fumpkin Eater“. Anne
Bancroft hlaut ein verðlaun Cannes-hátíðarinnar fyrir túlk-
un sina á hlutverki móðurinnar.
DAGANA 29. og 30. janúar sl.
efndi Evrópuráðið til fundar til
að fjalla um „skipti milli þjóða á
háskólakandidötum, er leggja
stuhd á framihaldsnám og rann-
sóknarstörf" og sat Bjarni Vil-
hjálmsson, skjalavörður og fram-
kvæmdas'tjóri hugvísindadeildar
Vísindasjóðs fund þennan af
hálfu menntamálaráðuneytisins.
Ráðstefnu þessa sóttu fulltrúar
frá nærri öllum aðildarríkjum
Evrópuráðsins. Á ráðstefnunni
kom fram einróma álit allra full-
trúa, sem hana sátu, að þörfin
fyrir framihaldsnám og rannsókn
arstörf þeirra manna, sem lokið
hefðu háskólaprófi, væri sívax-
andi, þar eð vísindastarfsemi
væri sífellt nauðsynlegri og um-
fangsmeiri þátlur í lífi hverrar
þjóðar. Mjög oft væri • óhjá-
kvæmilegt, að menn leituðu út
fyrir heimaland sitt eða það land,
þar sem þeir hefðu lokið venju-
legu háskólanámi, til fyllri sér-
menntunar og vísindalegrar
þjálfunar, enda færu sístækikandi
þeir hópar fiá aðildarríkjUm Ev-
rópuráðsins, er dveldust um
lengri eða skemmri tíma í öðru
Evrópulandi í þessu skyni.
Það kom fram á ráðstefnúnni að
þessi þróun væri á ýmsan hátt
mjög æskileg, en henni fylgdu
þó ýmisleg vandamál, er þurfa
mikillar athugunar við, og var
rætt um samvinnu r samtoandi
við lausn þeirra. Einnig var rætt
um styrkjamálin sjáf, hver fjár-
hæð styrkja skuli vera, lengd
styrkjatímabilsins, húsnæðismál
styrkþega o. s. frv.
Á ráðstefnunni kom fram, að
nauðsynlegt væri að sem ræki-
legastar upplýsingar fylgdu þeim
kandidötum, er fara til fram-
haldsnáms við háskóla, eða rann-
sóknarstarfa við stofnanir í öðr-
um löndum.
Að síðustu var rætþ um • al-
menna upplýsingaþjónustu um
þessi mál. Var talið nauðsynlegt,
að Evrópuráðið hefði jafnan á
reiðum höndum sem rækilegastar
handbækur um allt það, er þessi
málefni varðar, og eirnkum há-
skóla, rannsóknarstofnanir og
styrkjamál. Jafnframt þyrfti að
reka upplýsingastarfsemi um
þessi mál í öllum aðildarríikjum
Evrópuráðs, miðaða við þarfir
hverrar þjóðar um sig.
(Frá menntamálaráðuneytinu)