Morgunblaðið - 27.05.1964, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 27.05.1964, Qupperneq 15
Miðvikudagur 27. amí 19“64 MORGU N BLAÐIÐ 15 Stórmerk myndasýning Gunnar HaBI sýnir í Bogasal myndir úr leiÖangri Gaimard í DAG klukkan 2 verður opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins sýn ing á myndum úr leiðangri Paul Galmard til íslands árið 1836. Árið 1042 birtist sá hluti Gai- mards-leiðangursins, s'em lengst mun halda nafni hans á lofti. Eru það tvö bindi í gríðarstóru arkarbroti, er nefnast „Atlas Historique“. Eru í því riti 150 myndaspjöld með steinprentuð- um myndum af ýmsum stöðum og mannvirkjum hér á landi, sem og ýmsum þjóðháttum vor- um, en örfáar myndanna eru frá Grænlandi. Samtímis kom út þriðja bindið með nafninu „Atlas Zoologique medical et geographique“ með manna- myndum, auk mynda náttúru- fræðilegs og læknisfræðilegs eðlis. — Myndirnar eru allar gerðar af - Hver er maburinn Framhald af bls. 1. um til að fagna þeim. Síðan kom mynd, sera tekin er gegn um framrúðu bifreiðarinnar, og sýnir, að forsetinn hefur fallið fram yfir sig og held- ur hendinni að hálsi sér. For setafrúin hefur teygt hvit- glófaða hönd sína í áttina til hans. Vinstra megin við Kennedy sést Conally, rikis- stjóri, hallast út að hru'ðinni, einnig særður. Tveir lífverð- ir forsetans standa aftan á bif reiðinni og hafa litið um öx! til að reyna að koma auga á morðingjann. Hins vegar eru andlit mannfjöldans brosandi, því að enginn hefur enn þá áttað sig á því, hvað er að gerast fyrir augum þeirra. Allt í einu tók Harris eftir einum áhorfendanna aftast á . myndinni. Hann stóð í for- dyri bókageymsluhússins, sem skotið var frá. Harris fannst maðurinn ótrúlega líkur Os- wald. Ef þetta var Oswald, hver hafði þá myrt forset- ann? Dögum saman hafðist Harr is ekki að. Tveir mánuðir voru liðnir síðan Kennedy var myrtur. Svo tóku áhrif þau, sem myndin hafði haft á Harris, að ágerast. Hann Freyja Búrmeist- er — Minning BÁLFÖS Freyju Búrmeister fer íram frá Fossvogskapellu í dag. Freyju Búrmeister kynntist ég fyrst á Heilsuhæli Náttúrulækn- ingafélags íslands í Hveragerði, og var ég ein af þeim, sem nutu framúrskarandi góðrar hjúkrun- ar hennar þar. Freyja var faedd í Argentínu af þýzku bergi brotin. Faðir hennar var tæknifræðingur þar. Móðir hennar flutti heim til Þýzkalands með börnin, þegar Freyja var tveggja ára. Hún var yngst þriggja systkina. Freyja var hæglát og fátöluð og átti fáa kunningja utan starfs síns. Hún stundaði störf sín af éhuga, dugnaði og kostgæfni og var í uppáhaldi hjá sjúklingum eínum, sem fundu að hún hafði mikla tilfinningu og skilning á þörfum þeirra. Freyja var reglusöm og notaði fristundir sínar til að auka þekk ingu á starfi sínu, til lestrar góðra bóka og síðast en ekki sízt til að kynnast náttúru íslands, sem hún tók ástfóstri við. Hér vildi hún lifa og deyja. Það mun ekki hafa farið fram Framh- á bls. 23. sneri sér til ritstjóra tíma- ritsins, sem hann hafði séð myndina í. Ritstjórinn bcnti honum á Associated Press, og þar fékk hann gott eintak af myndinni, seim send hafði ver ið símleiðis um allan heim á sínum tíma. Þá fékk Harris fagmann til að stækka mynd ina af „manninum í anddyr- inu“ og snemma í febrúar fór hann með hana til lögfræð- ings síns. Löngu áður en Harris rakst á mynd þessa, kom til tals meðal kunnugra manna í New York, Dallas og Was- hington, hver „maðurinn í anddyrinu" væri. AP-frétta- stofan dreifði meira að segjá stækkuðu eintaki af mynd- inni 2. desember til áskrif- enda sinna. Var þá hnngur dreginn um andlitið í and- dyrinu. Lögfræðingur Harris skrií- aði Warren-neifndinni og bað um viðtal við J. L. Rankin, aðalráðgjafa nefndarinnar. Var það veitt. Þeir Harris pndruðust mjög, að Rankin og aðstoðarmaður hans skrif uðu ekkert hjá sér, en spuröu aðeins, hvar Harris hefði fundið myndina, sem þeir tóku með sér. Er hann hefði skýrt frá því, dró Rankin fraim risastóra mynd af „manninum í anddyrinú* og sýndi Harris og lögfræðingi hans. Rankin sagðist ekki vita hvort þetta væri Oswaid, en nefndinni hefði fundist mynd in mjög athyglisverð. Þeir höfðu greinilega skoðað hana mjög gaumgæfilega", sagði lögfræðingurinn. Nokkrum vikqm síðar komst Harris loksins að þvi, að fundið hafði verið út fyr- ir löngu, án nokkurs vafa, að „maðurinn í anddyrinú* var Billy Lovelady, starfsbróðir Oswalds. Ekki var þetta þó nægilegt tU að kæfa grun- semdir þeirra félaga. „Guð veit, áð ég vildi að þetta væri ekki Oswald“, sagði lógfræð ingurinn, „en ég vil fá á- þreifanlegar sannanir“. Harris sendi fyrir um það bil mánuði ungan ljósmynd- ára til Dallas þeirra erinda að reyna að ná mynd af Lovelady, sem komst á snoð- ir um þessa fyrírætiun og tókst alltaf að komast und- an ljósmyndaranum, enda var honum ekkert um að fá mynd af sér í blöðunum fyrir það að vera líkur Oswald. Hann segir að fósturbörn hans trvö hafi bent á sjón- varpsskerminn, er Oswald birtist á honum hvað eftir annað dagana eftir morðið, og sagt: „Þarna er pabbi“. Lovelady var ekki einn í and dyrinu á myndinni, helaur var þar margt af samstarts- fólki hans, sem vitnað gctur um það, hver „maðurinn í anddyrinú* er: Warren-nefndin mun inn- an skamms birta skýrslu um morð Kennedys forseta, senni lega fyrir lok júnímánaðar. Jones Harris vonast til þess, að skýrslan muni taka af all an vafa um „manninn í and dyrinu". Fyrr segist hann ekki haetta að efast. Auguste Mayer, sem var drátt- listarmaður leiðangursins. Myndasýning þessi er stór- merk. Vel má vera að unga kyn- slóðin á íslandi viti ekki í dag, hver Paul Gaimard var, en þess ber að geta, að Jónas Hallgríms son orkti til hans hið fræga kvæði sitt: Þú stóðst á tindi Heklu hám, og Háskóli íslands hefur yfirskrift Hátíðarsalar síns einmitt úr því kvæði, en það ef: VÍSINDIN EFLA ALLA DÁÐ. Gunnar Hall hefur safnað saman öllum myndum úr þess- um leiðangri. Það eru þær mynd ir, sem nú eru til sýnis í Bogasal Þjóðminjasafnsins frá 27. maí til 31. maí og er sýningin opin frá kl. 2—10. Það má segja án allrar hræsni, Gunnar Hall á sýningu sinni. Myndir sjást í baksýn. að þessi sýning er hin merkasta sem hér hefur verið sett upp. Systursonur Gunnars, Ingvar Kristinsson, setti þessa sýningu upp og hefur vel tekizt. Myndirnar á sýningunni eru 201 talsins. Flestar myndirnar kosta 1000 krónur, en manna- myndir kosta 3000 krónur. Er ekki að efa, að íslendingar kunna vel að meta sýningu þessa, enda eru myndir þessar hin mesta veggjaprýði, fyrir utan þjóðlegt glidi þeirra. MELKA Gold Express og Red Express skyrtan er sænsk úrvalsfram- leiðsla. Ótrúlega endingargóð, létt í þvotti, flibbi og líningar haldast hálf- stíft, þrátt fyrir marga þvotta. melka Hvítar í 3 ermalengdum. Mislitar í mörgum gerðum. Sportskyrtur úr nælon Velour. ÚTSÖLU STAÐIR: Reykjavík: Herradeild P & Ó, Pósthússtræti og Laugavegi. Akranes: Verzlunin Drífandi. Keflavík: Verzlunin Fons. Vestmannaeyjar: Verzlun Sigurbjargar Ólafsdóttur. Akureyri: Herradeild J. M. J. Neskaupstaður: Verzlunin Fönn. Sakura Marv 13.500 tonn. Viðkomustaðir: Genoa: 27. maí — 1. júní. Barcelona: 2. — 7. júní. Le Havre: 11. — 16. júní. London: 19. — 24. júni. Rotterdam: 24. — 29. júni. Hamborg: 30. júní — 5. júlí. Kaupmannahöfn: 7. — 11. júlí. Osló: 12. — 18. júlí. Gautaborg: 18. — 22. júlí. Antwerpen: 24. — 29. júlí. Lisabon: 1. — 5. ágúst. Efnt verður til ferða á sýninguna meðan skipið er í London og Kaupmannahöfn. — Upplýsingar, aðgöngupmiða og alla fyrir- greiðslu veita einkaumboðsmenn sýningarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.