Morgunblaðið - 27.05.1964, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 27.05.1964, Qupperneq 17
Miðvikudagur .27. amí 1964 MORCUNBLADID 17 Stefán Jakobsson frá Galtafelli F. 7. man 1895 D. 18. mai 1964 „JAFNAN kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns getið“. í>essara fornu og fleygu orða minntist ég, er ég frétti lát Btefáns Jakohssonar, múrara- meistara, frá Galtafelli. Margir munu þeir, er minnast hans, en allir munu þeir mæla eftir hann á einn og sama veig. Hann var drengur góður í sönnustu og upp- runalegustu merkingu þess orðs. Hjálpsemi og ósérplægni voru ríkustu þættirnir í skapgerð (hans. HetjuLund æðrulausrar, karlmennlegrar rósemi bjó þar að baki. Hinar fornu dyggðir fléttuðust saman, rótfastar í raun sannri alþýðuerfð, skírðar Oig fegraðar í eldi rísandi hugsjóna á morgni þjóðfrelsisins. Á tím- um lausungur í manndómi og manngildi er hoílt ag hafa fyrir sér fordæmi manna eins og Stefáns. Þeir munu margir, er töldu sér það gæfu að hafa kynnzt honum. í þeim línum, sem hér fara á eftir, vil ég af veikum mætti bera vitni um þá gæfu, er mér var að því að kvnnast Stefáni, slíkur sem hann var. Stefán var fæddur 7. marz, 1895, að Kampholti í Flóa, sonur Jakobs Jónssonar frá Galtafelli og konu hans, Guðrúnar Stefáns- dóttur frá Ásólfsstöðum, en að Kampholti bjuiggu þau hjónin um nokkurt skeið, áður en Jak- ob tók við föðurleifð sinni að Galtafelli .Að Stefáni stóð hið mætasta fól'k í báðar ættir. Á Galtafell stafar sérstökum ljóma ai listfræ.gg Einars myndhöggv- ara, bróður Jakobs, en hin syst- kinin, Bjarni bíóforstjóri og Guðný kennslukona áttu og sinn þátt í því að gera garðinn fræg- an. Guðrún, móðir Stefáns, var af góðum ættum komin, afkom- andi séra Jóns Steingrímssonar eldprests. Galtafellsættin býr yfir rikri faneigð og fjölibreyttum igáfum til mótunar efnisins í nytsöm og listræn form. Jakob á Galtafelli var þjóðhagasmiður, er lagði gjörva hönd á flestan efnivið. Hann var lærður söðlasmiður og skósmiður, en fékkst ekki síður við smíðar í tré og járn. Hann var bóngóður til þeirrá verka fyrir sveitunga sína, en miður fvliginn sér um endurgjald. Galt búskapur hans og afkoma þess mokkuð, og hefur viljað hneigjast til hins sama hjá eftirkomendum hans. Stefán ólst upp með foreldrum sínum að Galtafelli í hópi sytkina sinna. Tvö þeirra lifa hann, þær Jenny, 'húsfreyja í Vestmanna- eyjum, og Sigríður, saumakona í Reykjavík, en tvö voru hrifin burt í blóma lífsins, Helga, er dó um tvítugt og séra á Jón á Bíldu- dal, er fórst með Þormóði. Nokk- ur ár frá sex ára aldri var Stefán í fóstri 'hjá ömmu sinni Helgu Jonsdóttur og Stefáni stjúpafa sinum á Ásólfsstöðum. Á þessum fögru og blómlegu æskustöðvum festi Stefán yndi. Náttúrufegurð Þjórsárdals, er hann hafði dag- langt fyrir augum á Ásólfsstöð- um, varð honum æ síðan sérstak- lega hugstæð. Átthagarnir höfðu óhjákvæmileg og ómótstæðileg éhrif á barnið og ungliniginn á mótunarárunum og ófu sterka þætti í skapgerð Stefáns. Þeir þræðir slitnuðu aldrei, er tengdu hann við átthagana. Hann hélt jafnan lifandi og ástúðlegu vin- áttusambandi við fól'kið þar og þaðan og vitjaði átthaganna svo oft sem hið mi'kla annríki hans leyfði. Heimili hans stóg fólkinu úr heimasveitinni jafnan opið. Hugur Stefáns stóð til búskap- *r. Hann fann sig í ætt við gró- andann og gróðunmoldina og hafði ríkar sonartilfinningar gagnvart fósturjörðinni. Hann vann foreldrum sínum dyggileiga heima á Galtafelli. En það var vor í lofti í þjóðlíifinu og mikil gerjun hugmynda og hugsjóna. Búökaparhættir allir í voru deiigl Minning unni. Stefán var framur um að nema hið nýjasta og fullkomn- asta. Hann sigldi után, er ísa fyrri heimstyrjaldarinnar leysti, og vann um skeið á herragarði á Jótlandi oig aflaði sér gagnlegrar búskaparreynslu. En jafnframt opnaði hann dyr sínar út í heim- in, náði tökum á má'li frændþjóð- anna og var æ siðgan opinn fyrir hugmyndun nýjunga og endur- bóta, þótt á öllu slíku tæki hann af varkáru raunsæi. Stefán tók skömmu síðar við 'búskap af fóður sínum, er helga?5i sig þá allan smíðum. Árið 1926 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Guðjónsdóttur, fjölgáf- aðri og mikilhæfri konu af góð- um ættum. Hjónaband þeirra var farsælt. Þau skildu hvort annað út í æsar og studdu hvort anngð til sjálfstæðs, persónulegs þroska og skapandi athafna. Þeirra var nútímahjónaband í þeztu merkingu þess orðs. Ekki hafði Stefán setið lengi að búi sínu, er hann varð að taka þá þungbæru ákvörðun að skipta um ævistarf. Þótf hann væri hraustmenni að burðum og atorku, hafði heilsa hans beðið hnekki þegar á barnsaldri. Hafði hann tekið mein, er hann fé'kk aldrei fulla bót á og gerði honum illbærilegt að stunda heyskapar- vinnu að þeirra tíma hætti. Upplag hans og erfðir beindu hug hans að byggimgarstarfsemi, að búsikap frágengnum. Þau 'hjón in fluttust því til Reykjavíkur árið 1927 með elzta soninn kornabarn. Stefán brauzt í því að nema múraraiðn, þótt erfiðir tímar færu í hönd, og gerðist nemi hjá 'kunnum múrarameist- ara, Óla Ásimundssyni. Var það uppihaf traustrar, óslitinnar vin- áttu við það fól'k. Stefán tók sveinspróf árið 1932 og vann sem sveinn í nokkur ár, en leysti meistarabréf árið 1938. Þar með var brautin rudd til umsvifa- mikilla athafna Stefáns í bygg- ingarstarfsemi á því mesta upp- bygginigarskeiði, sem yfir þjóð- ina hefur runnið. Enginn, sem séð hefur, hver hamhleypa Stefán gat verið við múrverk og aðra byggingar- vinnu, gat látið sér koma í hug, að þangað leitaði hann hlífðar frá áraun sláttarins í sveitinni. Enda sást hann vart fyrir. Hann bar að jafnaði þyngstu byrðarn- ar, gekk undir þyngsta horninu, fór fyrir öðrum til atlögu við erfiðustu verkefnin, xvar átaks- góður og snarpur, svo að af bar. Það var hluti af hans persónu- töfrum, að hann taldi aldrei orkuskammtana, gekk ætíð feti lengra í átaki sínu og hjálpsemi en nokkrum bauð í grund. Orð- in sem fylgdu voru fá, en hrein- skilin og uppörvandi. Hið orð- fáa fordæmi er óbrigðulast til uppeldis og mannbætandi áhrifa. Starfsvettvangur Stefáns var einkum í íbúðabyggingum, bæði við uppsteypingar, múrverk og almenna verktöku. Þær bygging- ar, sem Stefán hefur lagt hönd að, eru orðnar ótalmargar, og geta fáir með betra rétti talið sig hafa byggt þessa borg. Senni- lega naut Stefán sín bezt í um- svifum sínum fyrstu árin eftir heimsstyrjöldina síðari. Hann var þá í blóma manndómsáranna og verkefnin kölluðu 'hvaðanæva að. Hann var einn af stofnend- um Byggingarfélagsins Goða og hafði á hendi umfangsmikla verkstjórn og umsjón í stórbygg- ir.gum félagsins. Fjölmöng verk tók hann á eigin spýtur eða í samvinnu við aðra meistara, þ. á. m. starfsmannahús Sogs- virkjunarinnar. Stefán sýndi af sér þá einstöku ósérplægni í starfi, að hann var ekki ánægður með minna en að skila fullu dagsverki, auk þeirrar verk- stjórnar, er hann hafði á hendi og var ærið starf. Ofan á það bættist kvöldvinna við reiknings- hald, en fyrir allt þetta vildi hann í hæversku sinni tæpast taka ful'l meistaralaun, heldur vildi láta sem mest koma til skipta meðal sveinanna. Lær- lxngum sínum, sem voru all- margir, reyndist hann í alla staði vel. Þótt Stefán væri vel bjarg- álna, var það lanigt frá því, sem orðið gat, hefði hann hirt jafn niikið um viðskiptakjör sín sem um afköstin. En hann var frá- bitinn viðskiptahagnaði, og fjármagns'hagnaður af eigna- viðskiptum o. þ. h. átti sér tæp- asit nokkra stoð í lífsviðhorfi hans. Fyrir honum sneri rétt- lætislÖgmálið á báða vegu. Hann var vandaður og reiknaði í lengstu lög með því, að aðrir væru það jafnt á móti, jafnvel eftir að reynsla var fengin af hinu gagnstæða. Því fóru margir með feitari kepp frá Stefáni en þeir létu þar eftir. Á tímum eiginvinnubyggingarhátta hafn- aði margt kvabbið hjá svo bóngóðum manni sem Stefáni, og sumt af því ekki auðvelt til reikningsfærslu. Eftir skipti við Stefán stendur því margur í þak'karskuld, sem að réttu lagi væri fjárskuld. En hann var ekki mikið að sýta það. Hann var aiþýðuhollur með afbrigðum og taldi sér viss laun í að vita sig hjálpa lítils megnugum um fet fram á við. Þeim Stefáni og Guðrúnu varð auðið þriggja sona, sem al'lir hafa komizt til mikils þroska og eru hinir vænstu menn. Þeir eru: Hreggviður, sem til skamms tíma var fulltrúi á skrifstofu Skeljungs, en er nú við tækni- fræðinám í Svíþjóð, kvæntur Þórunni Björfgúlfsdóttur; Hrafn- kell lyfjafræðingur, kvæntur Guðbjörgu Jónsdóttur; og Ste- fán Már, sem nú hefur nýlokið löigfræðiprófi, kvæntur Kristínu Ragnarsdóttur. Sonarbörnin eru nú 11 að tolu. Óþarft er að taka fram, hve annt Stefán lét sér um þroska og fremd sona sinna og umfram allt, að þeir yrðu góðir drengir og gegnir þjóðfélagsþegnar. Ekki er það heldur mitt að hlaupa í blöð- in með þakkir fyrir þann til- styrk, er hann veitti þeim til náms og húsbyggirugar. En svo hjartfólgin var velferð þeirra honum, að ljós lífs hans slokkn- aði í þeim töluðum orðum, er lýstu gleði hans yfir námsárangri sonar og tengdadóttur. Þannig bera hin góðu verkin launin í sjálfum sér. Þegar rætt er um syni Stefáns, gefst mér tilefni til að vikja að erindu mínu á þennan ritvöll. Saman tróðum við skólagötuna, Hreggviður og ég. Þá var ég í nok'kur ár heimagangur á heim- ili þeirra hjóna. Naut ég þar óviðjafnanlegrar vinsemdar og gestrisni. Stefán kallaði mig stundum fóstursoninn í gamni. En það var hlýja í því gamni, og naut ég þeirrar hlýja í mörgu síðan. Mun éig jafnan telja mig í hópi hinna mörgu, er standa í þakkarskuld við Stefán. Félagslyndur var Stefán með ágætum og félagslegur þroski hans slíkur, að nægja mundi til fullrar forskriftar í þeim efnum. Samt tók hann ekki mikinn þátt í félagsstörfum, meðan ég þe'kkti til, enda var annríkið mikið. Hann 'hafði mi'kið yndi af söng og þeim félagsskap, er samsönig- uv færir með sér. Var hann með- al stofnenda Hreppakórsins og Karlakórs iðnaðarmanna og söng í báðum kórunum, í hinum síðar nefnda meðan raddar hans naut við. Guðrún hefur verið mjög virkur þátttakandi í félagsmál- um, og tók Stefán lifandi þátt í þeim áhugaefnum. Gestkvæmt var á heimili þeirra, og var þar vettvangur fjörugra umræðna oig skoðanaskipta um hin fjöl- breytilegustu viðfangsefni lífs og listar. Átthagar. starf. heimili og fjölskylda, allt steúdúr þetta nærri manninum. En maðurinn er þó fyrst og síðast einn. Stærsta spurnin og dýpsti skilnimgurinn varðar manninn sjálfan. Stefán var heilsteyptur maður. Þar var hreinn málmur a'llt í gegn. Mér kemur hann helzt fyrir hugar- sjónir með góðlátleiga kímni á vörum og bros, sem er að breið- ast yfir andlitið, í þann veginn að bresta út í hjartanlegum hlátri. Jafn vel man ég hrjúfa höndina, er vissi að verkefnun- um, og hlýja hjartað, sem vissi að mönnunum. Hann var svo sannur maður, að ég fæ vart skilið, hvernig hann megnaði það.' Sem sannur maður mun hann lengi í minnum hafður. Honum fylgja fyrirbænir um heill hinztu farar. Bjarni Bragi Jónsson. „ÞVÍ að hann vænti borgar á traustum grunni, þeirrar sem Guð er smiður að og byggingar- meistari“. Þessi orð ritningarinnar koma í huga minn nú er ég minnist með söknuði vinar míns, Stefáns Jakobssonar frá Galtafelli. Þau segja mér meira um lífsstarf hans en allar þær taldar bygg- ingar, sem hann reisti og nú vitna um dugnað hans og ósérhlífni. Og þótt verðmæti þeirra bygg- inga sé mikið í dag þá eru þær lítils virði hjá þeirri uppbygg- ingu sem hann vann að í hugum og hjörtum þeirra er nutu starfs- krafta hans. Sá þáttur í bygging- arstarfi hans mun lengst halda nafni hans á lofti og vitna um ágæti hans. Þeir voru ófáir efna- litlu mennirnir sem leituðu á náðir hans án þess að geta tryggt greiðslu fyrir verkin, sem hann vann fyrir þá, en traustið, sem hann bar til þeirra, veitti þeim ekki aðeins uppörvun í lífsbar- áttunni heldur einnig trú á mátt hins milda og sanna í hrjúfum heimi. Þær voru ófáar stundirn- ar sem hann bætti við langan starfsdag þeirra vegna og einni^ ófáar aðfinnslurnar sem hann fékk að heyra frá einum og öðr- um- vegna þessarar iðju sinnar. „En hann vænti borgar á traust- um grunni, sem Guð er smiður að“ og því bauð guðsneistinn í brjósti hans honum svo að vera og þannig að starfa. Þess vegna var hann okkur öllum sem hon- um kynntust, hvort sem við nut- um verkkunnáttu hans eða ekki, sönn fyrirmynd í hjálpsemi og fórnfýsi. Ég átti því láni að fagna að vera næstum daglegur gestur á heimili hans á annan tug ára, sem vinur og skólafélagi sonar hans og kynntist honum og heim- ili hans því betur fiestu öðru vandalausu fólki á unglingsárum mínum. Heimili hans var óvenjulega menningarlega sinnað, enda var Stefán heitinn kvæntur gáfaðri og áhugasamri konu og voru þau samhent í því að veita sonum sín- um og þeirra vinum það eitt sem þau vissu hollast Og bezt. Svo sem « ður er að vikið hlaut starfsdagur Stefáns heitins alltaf að verða lengri en hollt var heilsu hans, en hversu þreyttur sem hann var að kveldi þá gaf hann heimilinu sinn tíma. Ögun hans við okkur drengina var á- kveðin og orðfá en alltaf svo ein- staklega hlý og jákvæð. Hann var opinn fyrir öllu nýju og hann tók virkan þátt í gleði okkar og sigrum. Hann bar traust til manns á þeim árum, sem það var manni hvað mest virði. Þetta með öðru sýnir ljóslega uppeldishæfi- leika hans. Og víst er það að mik- ið hefði maður viljað til vinna að valda honum ekki vonbrigðum vísvitandi. Slík er minningin um hann í hugum þeirra er honum kynntust. ' Ég sendi eftirlifandi konu hans, sonum hans og fjölskyld- um þeirra innilegar samúðar- kveðjur og bið þá hugga sig við það í sorg sinni, að við vinir Stefáns heitins eigum allir ljúfa minningu og lærdómsríka að geyma að honum gengnum. Árni Pálsson. Isl. bændur í utanför f NÆSTA mánuði munu 16 bændur og starfsmenn landbún- aðarins fara í tíu daga kynnis- för til Skotlands. Lagt verður af stað héðan að morgni 16. júní með flugvél Flugfélags íslands, en snúið heimleiðis frá Glas- gow að kvöldi þess 25. Um Skot- land verður ferðalagið skipulagt af Stéttarsambandi skozkra bænda. Verður það í aðalatrið- um þannig, að gist verður 4 næt- ur í Forres í Norður-Skotlandi og fimm nætur í Lanmark í Suð-' ur-Skotlandi. Frá þessum stöð- um verður farið í ýmsar ferðir, heimsótt fjárbú, tilraunastöðvar, landbúnaðarsýning og að lokum verða skoðuð háskólabúin í ná- grenni Edinborgar. Áætlaður ferðakostnaður er 11 þús. kr. Færri komust í ferð þessa heldur en vildu, en í hana hafa valizt bændur víðs vegar að af landinu og frekast þeir, sem I stunda sauðfjárrækt, enda munu ferðalangarnir kynnast bezt þeirri grein búskaparins. Þátttakendur verða þessir: Aðalbjörn Benediktsson hér- aðsráðun., Laugabakka, V-Hún„ Ágúst Jóhannsson, Teigi, Fljóts- hlíð, Árni Jónasson, Skógum, Eyjafjöllum, Árni Jónsson, til- raunastjóri, Akureyri, Böðvar Jónsson, Norðurhjál., Álftaveri, Eggert Ólafsson, Laxárdal, N,- Þing., Guðmundur Guðmunds- son, Efri-Brú, Gunnar Guðbjarts son, Hjarðarfelli, Ingvar G. Jóns- son, Gígjarhóli, Skag., Jakob Jónsson, Varmalæk, Borg., Pétur Daníelsson, Þórukoti, V.- Hún., Sigurður J. Líndal, Lækja- móti, Sveinn Eiríksson, Steins- holti, Árn., Sevinn Kristjánsson, Efra-Langholti, Árn. Fararstjóri verður Ólafur . E. Stefánsson, settur búnaðarmála- stjóri. Skrifstofumaður Síldarsöltunarstöð á Austurlandi, óskar eftir að ráða reglusaman skrifstofumann yfir síldarvertíðina. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 1. júní nk., merkt: „Sumarvinna — 9565“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.