Morgunblaðið - 27.05.1964, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 27. amí 1964
[ JOSEPHINE EDGÁR: 1
12
FIAl SYSTIR
Við Marjorie snerum við og
gengum áleiðis í morgunmatinn
i kofanum. — Hvernig lízt þér á
hann mág minn? spurði ég.
— Hann er laglegur, sagði hún,
en bætti svo við glettnislega: —
Hann var eitthvað skrítin, þegar
systir þín var nefnd á nafn. Kom
þeim ekki saman?
— Jú, ég býst við því . . . ann
ars veit ég það ekki.
— Kannski hann hugsi iíka of
mikið um hana?
f>etta var eins og bergmál af
mínum eigin hugsunum. Ég var
full efa og gremju, eins og verða
vill þegar fólk, sem manni er
ekki sama um, er með einhver
leyndarmál, sem maður* fær ekki
að vita.
— Kannski hefur þeim lent
saman, sagði ég kæruleysislega.
Eg vissi, að hann hafði aldrei vilj
að láta hana giftast Dan, að eng
um karimanni var verulega illa
til Fíu og Brendan var ekki sama
um kvenfólk. Og kvenfólkinu
ekki sama um hann. En sjálf réð
ég mér ekki fyrir tilhlökkun að
hitta hann aftur.
Næsta dag fórum við Minna
frænka, til klæðskera til að fá
mér reiðföt og á sunnudag um
þrjúleytið kom Brendan á kiárn
um sínum og teymdi stilltan, grá
an hest.
Eg hljóp til dyra á móti hon-
um og hafði undið siða hárið á
mér upp í snúð og keyrt harða
hattinn fast ofan á það, fór síðan
í hanzkana og fannst ég vera
heldur glæsileg. En þegar ég le'it
á hann, sá ég ekki í augnaráði
hans þessa undrun og aðdáun,
sem ég hafði búizt við, heldur
góðlátlega gamansemi, sem ég
vissi ekki almennilega, hvernig
ég ætti að skilja. Mig iangaði
ekki til að muna litlu telpuna,
sem hann hafð verið að kenna
reiðmennsku. Eg var að gleyma
henni og það vildi ég líka láta
hann gera.
Hann tók liðlega í fótinn á mér
og hjálpaði mér á bak. Eg var
dálítið taugaóstyrk allra fyrst,
því að það var orðið svo langt
síðan ég hafði komið á hestbak,
en sá grái var dauðspakur og við
brokkuðum nú niður sandhól-
ana.
Þetta var yndislegur vordag-
ur og tatararnir voru farnir að
koma, til að vera í nánd við veð
hiaupin, sem áttu fram að fara
eftir svo sem mánuð. Þegar við
fórum fram hjá dómarapallin-
um, benti Brendan með keyrinu
sínu út yfir sandhólana.
— Allt þetta svæði, sem þú
sérð, verður þakið fólki, sagði
hann. — Fólki og hestum, vögn
um og tjöldum.
— Verður þú þar?
— Já. Woodbourne lávarður á
hest í aðalhlaupinu. Eg þarf að
vera þar við.
— Viltu taka mig með þér,
Brendan?
— Þarftu ekki að vera í skól-
anum?
— Eg er búin að skrifa Fíu, að
ég vilji ekki fara þangað aítur.
Eg er orðin átján ára, og þá um
leið of gömul til að sitja í skóla.
Augnabrúnir hans urðu að
beinu striki yfir þvert andlitið
og svipurinn harðnaði. — Og
hvað ætlar hún þá að gera við
þig, Rósa? sagði hann.
-— Það veit ég ekki, svaraði ég
dauflega. — Mér er sama þó að
ég segi þér það, Brendan, en síð-
ustu árin hefur mér fundizt ég
vera eins og böggull í umbúða-
pappír, sem er sendur hingað og
þangað, sem Soffíu finnst ég
eiga að vera. Hann hló að þessu,
en ég hélt áfram: — Hún hefur
alltaf sagt, að ég ætti að geta
valið mér ríkan eiginmann.
— Og vildir þú það sjálf?
— Eg hef aldrei hugsað neitt
um það fyrr en í dag. En mér
væri sama um allt, ef ég gæti
bara losnað úr skólanum.
Brendan sneri sér og leit á mig.
Hann var ekki reiður, en hann
var heldur ekkert hlæjandi. Hann
sagði: — Það væri nú dálítið harð
neskjulegir kostir að eiga að
velja um það. Hefurðu aldrei
hugsað um, hvernig það muni
vera að búa með manni, sem
þér þætti ekkert vænt um?
— Eg blóðroðnaði en svaraði
svo með ákafa: — Vitanlega
mundi mér þykja vænt um hann.
Eg vissi hvað hann átti við —
svona fræðilega séð — því að
skólastelpur eru alltaf að blaðra
eitthvað um ást. En fram að þess
ari stundu hafði ég aldrei hugs-
að um ástina í raunverulegri al-
vöru. Það höfðu bara verið þoku
kenndir draumar með klukku-
hringingar og hvítt silki og tak-
markalaus auðæfi — en maður
inn var andlitslaus og óáþreifan-
legur.
Stúlkur vaxa upp í rykkjum
og kippum. Þegar Brendan sagði
nú: — Þú getur ekki látið skipa
þér að elska, Rósa, fannst mér-
ég eldast um heilt ár. Eg mundi
eftir svipnum á Fíu, eftir að
franski tónlistarmaðurinn hvarf
af sviðinu, og svo iíka, þegar hún
hafði komið úr brúðkaupsferð-
inni með Dan, og ég vissi ná-
kvæmlega hvað hann var að fara.
Nú vorum við komin á stað,
þar sem skóginum hallaífi niður
í dal, og við fórum af baki og
teymdum hestana. Skógurinn
var fullur af bláklukkum — heil
um breiðum af þeim, rétt eins
og það væri spegilmynd af himn
inum. Eg settist niður á trjábol.
Brendan var að horfa út yfir dal
inn, og ég var að horfa á hann,
á sterklega svipinn á andlitinu,
liðað hárið og sterku, fallegu
hendurnar. Hann ieit um öxl og
augu okkar mættust.
— Þú veizt, að þú ert falleg,
Rósa, sagði hann.
Hjartað hoppaði í mér af gleði,
en mér tókst samt að svara skyn
samlega: — Já, en ég kann ekk-
ert. Eg er ekki gáfuð eins og
Marjorie Morrison. Soffía hefur
alið mig upp til að verða fín
dama, og svo er ég ekki einu
sinni það. Það er ekki nóg að
vera snoppufrið. Eg held ég sé
fremur heimsk, Brendan.
— Ekki heimsk, en bara ung
og voða sæt. Hann þagnaði. —
Hvernig þætti þér að fara til
nýs lands, eins og Ástralíu, þar
sem allt er öðruvísi en hér? Þar
er ekkert til, sem heitir herrar
eða dömur, en hver maður getur
verið hreykinn af að kalla sig
vinnandi mann.
— Eg veit ekki. Eg hef aldrei
hugsað um það.
— En ég hef oft hugsað um
það.
— umi'nr
ALAN MOOBEHEAD
Þetta var yfirleitt allt hörku-
spennandi: á hverri mínútu bár-
ust nýjar fréttir — nýjar æsi-
fregnir. Samt vantaði enn mikið
á, að byltingin hefði heppnazt.
Einhvernveginn hafði verið sett
upp bráðabirgðastjórn, og Ex-
Com varð að gera það upp við
Sig, hvert yrði samband þess og
afstaða til þeirrar stjórnar.
Snemma morgun 15. marz var
Miljukov tilbúinn með ráðherra
lista sinn. Lvov fyrsti átti að
verða forsætisráðherra, Miljukov
sjálfur utanríkisráðherra, Guch-
kov hermálaráðherra, Teresch-
enko (margfaldur milljónari en
frjálslyndur og aðeins 32 ára að
aldri) fjármálaráðherra. Keren
sku hafði látið til leiðast að taka
við embætti dómsmálaráðherra,
en var þó kvíðinn um undirtekt
ir vina sinna í Ex-Com.
Nú var eftir að ákveða stefnu
stjórnarinnar og heil runa af
fundum hófst með nýju ráðherr
unum og Ex-Com. Á talsvert víð
tæku sviði var gott samkomulag.
Báðir aðilar voru á einu máli
um, að í stað héraðastjórnarinn
ar skyidi áður en iyki koma lög
gjafarþing, kosið almennum leyni
legum kosningum. Báðir voru
sammála um, að Nikulás skyldi
láta af völdum. Heldur ekki urðu
neinar alvarlegar stælur um at-
riði eins og prentfrelsi og jafn-
rétti minihlutaþjóðanna í rúss-
neska heimsveldinu').
En Ex-Com lét sér ekki þetta
nægja. Það heimtaði ekki ein-
asta afsögn Nikulásar, heldur og
afnám einveldisins. Það viidi
láta endurskipuleggja herinn frá
stofni, og það vildi láta setuiið
Petrogradborgar (þ.e. hinn upp-
1) íbúatala Rússlands hef-
ur um þessar myndir senni-
lega verið um 175 milljómr,
en í landinu voru um 200
þjóðir og tungumál.
reistarsinnaða hluta þess) vera
kyrrt í borginni. Þetta síðast-
nefnda atriði — yfirráðin yfir
hernum — var hið raunverulega
þrætuepli milli flokkanna
tveggja, og þar hafði Ex-Com
þegar skotið bráðabirgðastjórn-
inni ref fyrir rass. Það hafði
gefið út hina frægu Skipun nr. 1.
Skipun nr. 1 átti sér óljósan
uppruna á fundi sovétsins í Taur
ishöliinni skömmu eftir hádegi
14. marz. Á fundinum hafði á-
stand hersins verið rætt og marg
ir hermennirnir höfðu bonð
fram klögumál gegn foringjum
sínum. Loksins hafði verið sam
þykkt tillaga þess efnis, að her
mennirnir skyldu halda vopn-
um sínum, skyldu kjósa nefndir
og sendimenn til sovétsins, og
skyldu svo aðeins fara eftir
þeim skipunum, sem sovéttið
gæfi þeim. Það var einnig á-
kveðið, að hermennirnir skyldu
hlýða foringjum sínum meðan
KALLI KUREKI
^suee x'lltaxe youto
TM’COCTOR, PROFESSOBf
VOU'RE LUCKY TH’OL’-
TIMER DID SUCH A GOOD
joe spuNTiwe-YouR
BU ST£DEEG-L
~X~ -*•
Teiknari; FRED HARMAN
^ÍfitÆSS HISÁ-/NOW, DOM’T YOU SNEAk OFF' '
pKIDE HURTS O YOU'RE SONNA HELP TH’WOMEW'S
WOeSE’W HIS ) / COMMITTEE DECORATE TH’ ,
LE&f J—~S I SCHOOL HOUSE FORTH’MEWj
YEAR'S EVE PANCE' :
•— Auðvitað skal ég koma yður til
læknis, prófessor. En mikið hafið þér
nú verið heppinn, að Gamla skyldi
takazt svona vel upp með spelkurn
ar, sem hann setti við fótinn.
— Þakka skyldi honum! Hann ber
ábyrgð á þessu öllu saman. Hðnn
leigði mér hestinn sem henti mér af
baki.
— Enginn dómstóll hér vestra
myndi nokkru sinni dæma yður
skaðabætur fyrir byltu af hestbaki.
— Þessi hestur var bamameðfæri.
Þér hreinlega duttuð af baki.
— Gamli maður, ef ég væri ekki
til alls ónýtur þessa stundina þá
skyldi ég svo sannarlega ganga í
skrokk á yður fyrir þetta.
— Mér sýnist stolt hans særðara
en fótleggurinn. Svona, ekki laumast
burtu. Þú ætlar að hjálpa kvenfélags
nefndinni að skreyta skólahúsið fyrir
nýársballið.
— Drottinn minn! .
þeir væru við skyldustörf, en
utan þeirra skyldu þeir tejjast
jafningjar foringjanna og njóta
allra borgaralegra réttinda.
Þegar þessar tillögur bárust
Guchkov og öðrum í bráðabirgöa
stórninni, var þeim auðvitað haín'
að. Og einkum var Guchkov gall
harður gegn annarri kröfu: að
hermennirnir skyldu sjálfir
kjósa sér foringja.
En Sovéttið var hvergi hrætt.
Það skipaði nefnd til að gera upp
kast að beinni skipun fyrir her-
inn. Níu hermenn og einn sjó-
liði sátu í þessari nefnd, en hið
raunverulega uppkast, sem fram
kom að Skipun nr. 1, var verk
Sokolovs, sem var í Ex-Com en
stóð mjög nærri bolsjevíkum.
Þ«ssi skipun gekk nokkru lengra
en upphafleg ákvörðun sovéts-
ins: hún náði yfir alla herfiokka
og flotann með, og þar sagði, að
um öll pólitísk atriði væru menn
irnir undir stjórn sovétsins og
sinna eigin nefnda. Þeir skyldu
hlýða öllum skipunum velferðar
nefndar Dúmunnar, en því að-
eins þær væru ekki í andstöðu
við skipanir sovétsins. Ennfrem-
ur skyldu hermannanefnUiinar
hafa eftirlit með öllum vopnum
og ekki afhenda foringjum vopn.
Heilsanir voru afnumr.dar utan
þjónustutíma og þarna var meira
að segja klausa um, að foringjar
skyldu vera kurteisir við menn
sína og ekki þúa þá í ávarpi,
eins og siður hafði verið til.
Þessi skipun, sem hafði ekk-
ert vald að baki sér nema sovéts
ins, var send út í útvarpinu í
Tilboð
AUGLÝSENDUR, sem tilbofl
eiga í afgreiðslu Morgun-
blaðsins, eru beðnir að biðja
um samband við númer 40
(innanhússsímans) ef þeir
hringja og vilja spyrjast fyrir
um tilboð sin.
JWorðtmMúbií*