Morgunblaðið - 24.06.1964, Side 5
Miðvikudagur 24. júní 1964
MORGUNBLAÐIÐ
5
l*essa mynd tók Sveinn Þormóð'sson uppi á Akranesi um daginn. Það er svo sem verið að þrífa
til víffar en í Keykjavík og Keflavík, enda er víffar rusl í görðum. Hér eru það göturnar, sem fá
fyrir ferðina. Og þegar Sveinn Ijósmyndari brosti sínu bliffasta brosi og spuröi af sakleysi þessa
ungu drengi: „Kruð þiff í unglingavinnunni?“ Svöruðu piltar með nokkrum þjósti: „Nei viff erum í
bæjarvinn unni
CAMALT og GOTI
Lenda þeir skipunum
viff svarkin sand,
þar sté fniin ísodd bjarta
fyrst á land.
Miðvikudagsskrítlan
— Ég er kominn til að biðja
nm launahækkunina, sem olli því
að þér hækkuðuð framleiðslu
versmiðjunnar, hr. forstjóri.
lvoftleiðir h.f.: Snorri Sturluson er
▼æntanlegur frá íviY kl. 05:30. Fer til
Osló og Helsingfors kl. 07:00. Kemur
tilbaka frá Helsingfors og Osló kl.
00:30. Fer til NY kl. 02:00. Bjarni
Herjólfsson er væntanlegur frá NY
kl. 08:30. Fer tii Gautaborgar og
Kaupmannahafnar kl. 10:00. Eiríkur
rauði er væntaniegur frá Stafangri,
Kaupmannahöfn og Gautaborg kl.
23:00. Fer til NY kl. 00:30.
H.f. Eimskipaiélag íslands: Bakka-
foss fer frá Caglian í dag 23. þm. til
íslands. Brúarfoss fór frá Vestmanna-
eyjum 22. þm. til Gloucester og NY.
Dettifoss fer frá Hamborg 24. þm.
til Rvíkur. Fjallfoss fór frá Lenin-
grad 22. þm. til Rvíkur. Goðafoss kom
til Rvíkur 22. þm. frá Hull. Gullfoss
fer frá Leith í dag 23. þm. til Kaup-
mannahaCnar. Lagarfoss er í Ham-
borg fer þaðan til Gdynia, Kaup-
mannahafnar og Helsingborg. Mána-
foss fór fra Rvík 19. þm. til Ant-
werpen og Rotteidam. Reykjafoss fór
frá Leith 21. þm. til Vestmannaeyjá
og Rvíkur. Selíoss fór frá NY 17.
þm. til iivíkur. Tröllafoss fór frá
Keflavík 19. þm. til Hamborgar. Tungu
foss fer frá Akranesi í dag 23. þm. til
Keflavíkur, Norðijarðar og Kaup-
mannahafnar.
Kaupskip h.f.: Iivítanes fer væntan-
lega á morgun frá Bilbao áleiðis til
Portugal.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.:
Katla kemur til Flekkefjord í dag.
Askja er á leið til íslands frá Cagli-
ari.
H.f. Jöklar: Drangajökull er í Lond-
on, fer paðan í kvöld til Rvíkur.
Hofsjökull fór frá Vestmannaeyjum
í gær áleiðis til Rússlands. Langjökull
kemur til Montreal í dag, fer þaðan
til London. Vatnajökull er á leið frá
London til Rvikur.
Skipadeild S.Í.S. Arnarfell er í
Haugasund, fer þaðan 26. þm. til
Austfjarða. Jökulfell lestar á Aust-
fjörðum, fer á rnorgun þaðan til Þor-
lákshafnar og Faxaflóahafna. Dísarfell
losar á Vestfjö*ðum. Litlafell er í olíu-
flutningum á Faxaflóa. Helgafell er
væntanlegt í dag til Rvikur. Hamra-
fell er væntanlegt til Rvíkur 26. J>m.
Stapafell er á Akranesi, fer í dag til
Keflavíkur. Mæhfell fór 21. þm. frá
Eskifirði til Archangelsk.
SkipaútgerÖ rikisins: Hekla kom til
Rvíkur í morgun frá Norðurlönd-
um. Esja er á Austfjörðum á suður-
leið. Herjólfur fer frá Rvík kl. 21:00
1 kvöld til Vestmannaeyja og Horna-
fjarðar. Þyrill er l Rvík. Skjaldbreið
er á Vestfjörðum á suðurleið. Herðu-
breið fór frá Rvík í gær austur um
land í hringferð.
Hafskip h.f.: Laxá fór frá Rotter-
dam 23. pm. til Hull og Rvíkur. Rangá
er væntanleg til Rvíkur á fimmtudag.
Selá er í Veslvr.annaeyjum. Reest er
væntanleg til Vestmannaeyja á morg-
un. Birgitte Fiel'sen fór frá Stettin
í gær til Rvíkur.
Blöð og tímarit
Símablaðið, 1 tbi. 1964, er komið
út. Af efni þess má nefna: Sjálfvirk
símastöð opnuð á Akranesi, Vankant-
ar á kjarasamningum, Ný fram-
kvæmdastjórn, Um lífeyrismál eftir
Kr. Guðmund Guðmundsson trygg-
ingafræðing, Útdráttur úr skýrslu
formanns F.Í.S. á aðalfundi 1963, Fyrir
tækið L.M. Ericsson eftir Jón Valdi-
marsson, Hvers eiga þeir að gjálda?
eftir Guðmuni Jóhannesson, Um
landsfund eftir Ara Þorgilsson, Um
fjarskipti eftir Helga Hallsson.
VÍ8IJKORN
Um útvarpsþátt
Sveins Ásgeirssonar.
Vísa þessi barzt Dagbókinni
frá Grímsa en hún var stíluð
til stökukarls Moggáns.
Senda ætti Svein á þing
og sjálfa snillingana.
Á Framsókn yrffi útrýming,
og mörgum stæði á sama.
Minningarspjöld
Minningarspjöld Kveniélags Laugar
nessóknar fást á eftirtöldum stöö-
um: Guðmunda Jónsdóttir, Grænu-
hlíð 3, sími 32573, Ásta Jónsdóttir,
Laugarnesveg 42, sími 32000, Sigríði
Ásmundsdóttir Hofteigi 16, simi 34S44
og Bókabúð Laugarnesvegi 52, sími
37560.
Minningarkort Geðverndarféiags ís-
lárvds fást i Maraaönum, Hafnarstræti
11. ----- .
aiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
hrikalegur fjallgarður, sem brattra fja’ia og dimmra =
I austurbrún Vatnajökuls er
straumharðar ár hafa skorið
sundur með ægilegum gljúfr-
um. Fram úr þessari fjalia-
þyrpingu ganga tveir fjall-
garðar til suðausturs allt í sjó
fram og enda í sæbröttum
hyrnum, seru nefnast Eystra-
horn og Ves-trahorn. Milli
hornanna er langt bogadregið
rif, en innan við það tvö
geysistór lón. Kallast það
syðra Papafjörður, en hið
niðra Lón, og af því er
dregið nafn sveitarinnar, sem
þar er í bogadreginni hvilft
inn í hálendið. Hún er í dag-
legu tali nefnd Lón, eða Lóns-
sveit (Bæarhreppur). Um
sveitina rennur Jökulsá í Lóni
og hefir myndað breiða aura.
f þessari sveiit má líta ógn-
þrungna fegurð hárra og
gljúfra. En þar eru einnig
undurfagrar brekkur og
hvammar, sem horfa mót sól,
hlýleg eru mörg bæarstæðin,
eins og sjá má á myndinni.
Þessi bær heitir Hlíð og stend-
ur miðsveitis. Næsti bær fyrir
vestan er Stafafell, sem um
margar aidir hefir verið höf-
uðból sveitarinnar. Þar er
kírkja. Þar sat hinn kunni
fræðimaður séra Jón Jónsson
1891 til æviloka 1920. Nú þjón
ar þar Bjarnanesprestur í
Hornafirði.
ÞEKKIRÐU
LANDIÐ
ÞITT?
TTiuHHwiiiMiiiHiiiiiiiiiwiHitHuiHiiiimiiiiHiiHmiiiiiiiittmimmMHiiiiiiimimmmiiHmiiiiHHHiHttimiiiiim
Iðnaðarhúsnæði óskast
undir léttan iffnaff, ca. 40—
60 ferm. Má vera í Kópa-
vogi. Upplýsingar í sima
41161, frá kl. 2—8 e.h.
Vinna
Ríf og hreinsa timbur. — '
Upplýsingar í síma 19431.
JKeflavík
Vegna flutnings er til sölu
á Faxabraut 24, uppi, elda-
vél, ísskápur o. fl.
Til sölu
Vel með farið sófasett til
sölu. Uppl. í síma 33498
eða að Gnoðarvogi 18,
3. hæð.
Keflavík
íbúðarhæð, 4 herbergja, til
leigu, Hafnargötu 34. Sími
1102.
Til leigu
1. júlí, 4 herb. hæð í Aust-
urbænum. — Fyrirfram-
greiðsla. — Tilboð sendist
Mbl. fyrir föstudag, merkt:
„Austurbær — 503“.
Kartöflumús — Kakómalt
Kaffi — Kakó
Kjötbúðin, Ásgarði
Til sölu
er 5 tonna frambyggð Tames Trader vörubifreið,
árgerð 1962 með vökvastýri, ekinn 44 þús. km.
Skipti á eldri bílum koma til greina. — Upplýs-
ingar í síma 7100, Gerðum.
Peningar - starf
Maður, sem getur lagt fram nokkra fjárupphæð,
vill gerast starfandi meðeigandi í arðbæru fyrir-
tæki. — Tilboð, merkt: „Framtíð — 4643“ sendist
afgr. Mbl. fyrir 28. þ.m. — Algert trúnaðarmál.
Handsaumaðar
Mokkasíur
Trésmiðir
Trésmiðir óskast til að slá upp mótum fyrir 3ja
hæða húsi í Hlíðunum. Upplýsingar í síma 41459
eftir kl. 8.
Vanur bifreiðarstjóri
óskast nú þegar til að aka mann- og vöruflutninga-
bifreið. — Upplýsingar eru ekki gefnar i sima.
Landssmiffjan.