Morgunblaðið - 24.07.1964, Qupperneq 3
MORGU N BLAÐIÐ
3
Föstudagur 24. júlí 1964
VIÐ lögðum um daginn leið
okkar að Vestra-Geldingaholti
í Gnúpverjahreppi, þar sem
Rosemarie Þorleifsdóttir hef-
ur sett á stofn reiðskóla fyrir
krakka. Hún flutti austur í
vor, er maður hennar, Sig-
fús Guðmundsson, búfræðing-
ur, keypti býlið. Sem kunnugt
er hefur Rosemarie kynnt sér
hestamennsku í Þýzkalandi og
kennt börnum hér í Reykjavík
meðferð hrossa, en nú hefur
hún sett upp skóla fyrir aust-
an og þar hittum við 14 táp-
miklar stelpur á aldrinum 8-
12 ára, sem voru fullar áhuga
á að læra um hestinn, sem var
Á æfingasvæðmu fyrir ofan Vestra-Geldingaholt.
Hott, hott á hesti
Rosemarie styttir í ístöðunum fyrir minnstu lmúturnar.
þarfasti þjónninn á fslandi
þar til barþjónar komu til söig
unnar.
Sú var tíðin, að hesturinn
var jafn ómissandi á íslenzk-
um heimilum og ísskápar og
hrærivélar eru í nútíma eld-
húsum. En svo kom bíllinn til
sögunnar og hestarnir í
Reykjavík demonstreruðu á
Laugáveginum með alls kyns
sparki og djöfulgangi, svo að
dömur bæjarins trítluðu fyrir
horn til að forða nýja cache-
miresjalinu frá því að atast
út í aur .Og hrossameirihlut-
inn varð að lúta í lægra haldi
fyrir mótorvaignaminnihluta,
sem óx þó jafnt og þétt. Bíl-
ar og önnur vélknúin tæki
urðu landlæg plága og hrossa-
veldið bar ekki sitt barr fram
ar. Flugvélar sveimuðu um
loftin blá og urðu mikilvægt
samgöngutæki á markaði, sem
var áður allur-undir yfirráð-
um hinna ferfættu grasbíta,
og jafnvel Pegasus kynbróðir
þeirra fékk engu áorkað. Hest
urinn varð að láta sér lynda
það hlutskipti, að tölta með
reykvíska æsku á berjamó
inn við Bústaði og þar með
voru örlög hans ráðin.
•-----
Á síðustu árum hefur færzt
mjög í vöxt til bæja og sveita,
að fólk eignaðist hesta eða
leigði þá til að njóta útiveru
og hvíldar frá dagsins önnum.
Hestamennska virðist ekki
ætla að verða skammvinnt
tízkufyrirbriigði heldur benda
allar líkur til að hún eigi vax-
andi og langvarandi vinsæld-
um að fagna meðal barna og
unglinga jafnt sem hinna full
orðnu. Ungu kynslóðinni er í
blóð borið dálæti á dýrum, og
því er ekki nema eðlilegt, að
henni sé gefið tækifæri til að
umgangast þau. Oft hefur vilj
að bregða við, að vegna fá-
fræði hafi dýrin ekki hlotið
rétta meðferð, og hvað hestinn
snertir sérstaklega, hafa marg
ir svokallaðir hestamenn al-
drei lært að sitja hann. En nú
hefur hún Rosemarie í Vestra-
Geldingaholti stofnað reið-
skóla, þar sem ungu kynslóð-
inni gefst kostur á að kynnast
hestinum frá flipa og aftur í
stert.
Eins og áður segir eru 14
krakkar í hverjum hóp og sl.
sunnudag, er okkur bar að
garði, voru þar eingömgu stelp
ur úr Reykjavík, Borgarnesi,
Selfossi og Hveragerði. Fóru
þær af námskeiðinu sl. þriðju
dag og næst verður þar stráka
íhópur. Til kennslunnar eru
notaðir sjö hestar, og því er
hópnum skipt í tvennt. Annar
helmingur fer í útreiðartúra á
morgnana frá kl. níu til há-
degis, en hinn seinni upp úr
hádegi og er þá á hestbaki
fram að kaffi.
•-----
Þetgar við komum á æfinga-
svæðið, skammt ofan við
Vestra-Geldingaholt, vildu
stelpurnar fyrir alla muni
fara á hestbak og sýna okkur
hvað þær gætu. Rosemarie
gekk ’ á milli hestanna og
grennslaðist fyrir um það,
hvort öll reiðtygi væru í lagi
og svo aðstoðaði hún þær
minnstu við að stíga í ístaðið.
— Eigið þið hesta, stelpur?,
spurðum við.
— Engin nema ég, svaraði
Lóa Leósdóttir úr Reykjavík.
Ég á hálfan.
— Fram- eða afturpart?
— Frampart.
— Eruð þið vanar hestum?
— Já, já, bæði rugguhestum
og alvöru.
Það er Þóra Ólafsdóttir frá
Selfossi, sem verður fyrir svör
um, og það er alveg greini-
legt að hana langar til að
koma máli sínu á framfæri við
almenning.
— Ég vildi nú bara helzt
áegja það, að við höfum lært
allt um hesta hérna- sko, bæði
hvað allt heitir á hnakknum,
ólarnar oig svoleiðis, og líka á
hestinum sjálfum.
— Lærið þið að járna
hesta?
— Nei, guð. Maður getur
orðið svo svakalega skítugur
á því. Við lærum bara að taka
um löppina á þeim, eins og við
ætluðum að fara að járna.
— Eru hestarnir nok-kuð
hrekkjóttir?
— Nei, það er bara bleika
hryssan eins og við köllum
hana. Hún ‘heitir Fjóla og
sparkar svolítið frá sér, þegar
klárarnir nálgast hana, enda
er hún orðin 22 vetra.
— Fáið þið einkunnir fyrir
kunnáttuna, Þóra?
— Ég er ekki alveg viss.
— En þú yrðir öruggleiga
efst?
— Nei, ég hugsa að ég yrði
nú ekki nema önnur eða
þriðja. Og svo bregða Þóra og
allar hinar sér á bak og hest-
arnir mynda röð og ganga svo
af stað í hring um æfinigasvæð
ið. Rosemarie gefur þeim skip
anir um ganginn og hestarnir
Framhald á bls. 23.
Einn þáttur í kennslu Rosemarie eru leikfimiæfingar á hestbakL
8TAKSTEINAR
Talnablekkingar
Tilhneiging sumra blaða ©g
stjórnmálamanna til þess að
rugla með tölur og staðreyndir,
sem máli skipta í stjórnmálabar-
áttunni, er slæmur steinn í götu
skynsamlegra skrifa og umræðna
um stjórnmál.
Orsakir slíks talnarugls geta
verið tvennar. Misskilningur eða
þekkingarskortur og blekkingar
visvitandi. Ýmsar tölur og sam-
anburður eru svo þýðingarmikl-
ar um stjórnmálaástandið, að
blekkingar geta varla talizt ann-
að en vísvitandi truflun á þjóð-
skipulaginu skv. stjórnarskránni.
í lýðræðisþjóðfélagi er nauðsyn-
legt fyrir hinn almenna borgara
að hafa aðgang að slíkum heim-
ildum til þess að geta dregið þær
ályktanir um stjórnmálin, sem
ætlast er til í frjálsu þjóðfélagi.
Þessar talnablekkingar eru
einkum tíðar, þegar fjallað er
um skatta og tollamál, en þau
málefni eru einmitt mjög þýð-
ingarmikil, þegar meta skal
stjórnmálaástandið.
Þegar Tíminn reiknar
1 leiðara sl. miðvikudag er þvi
haldið blákalt fram í Timanum,
að álögurnar, sem ríkið leggur á
þegnana hafi aukizt enn meira í
tíð núverandi stjórnar en var á
meðan vinstri stjórnin var við
völd.
Hið rétta er, að núverandi ríkis
stjórn hefur beitt sér fyrir stór-
felldum endurbótum í skatta og
útsvarsmálum með lögum sam-
þykktum á síðasta þingi, einnig í
tollamálum með nýju tollskránni.
Er Timanum bent á að kynna sér
heimildir um þetta efni. Þá má
geta þess, að viðbótarskattar
vinstri stjórnarinnar voru 2200.00
kr. á minútu allt stjórnartímabil-
ið. Þetta er ótrúleg tala, en sönn.
Skattur einstaklinga eða heild
arskattheimtan getur hækkað
vegna aukinna tekna, en það eru
ekki hækkaðir skattar í þeirri
merkingu, sem lögð er í hugtakið
í stjórnmálaumræðum.
Heildartekjur ríkisins af tollum
geta hækkað, þótt tollarnir hafi
verið lækkaðir. Ástæðan er auk-
inn innflutningur.
Klippt eða skorið
í eldhúsdagsumræðunum frá
Alþingi í maí sl. fór Gunnar
Thoroddsen, fjármálaráðherra,
nokkrum orðum um rugling og
blekkingar um þessi mál. Hann
sagði in.a.:
„En ósköp væri það æskilegt,
ef stjórnarsinnar og stjórnarand-
stæðingar gætu t.d. komið sér
saman um hvað felst í hugtakinu
að hækka tolla eða skatta og
hvað felst í hugtakinu, að lækka
tolla og skatta. Kerlingarnar
körpuðu um það, hvort grasið á
þúfunni væri klippt eða skorið.
Og fólkið í landinu verður að
hlusta á karp islenzkra stjórn-
málamanna um það, hvort tiltek-
in ráðstöfun í skatta eða tolla-
málum sé hækkun eða Iækkun.
Til skamms tíma hefur það að
vísu verið viðurkennt, að þótt
óbreyttir eða lækkaðir skattstig-
ar skiluðu ríkissjóði eða sveitar-
sjóðum hærri heildarupphæð
vegna aukinna tekna manna héti
það ekki skatta- eða útsvarshækk
un. Á sama hátt hefur það verið
kölluð tollalækkun, þegar hundr-
aðshluti tolla hefur verið lækk-
aður af vörueiningu, þó að heild-
arupphæð tollsins í rikissjóð væri
hærri, vegna þess að innflutn-
ingurinn vex. Og til skamms tíma
hefur það ekki verið talin hækk-
un á söluskatti, þó að aukin velta
I þjóðfélagihu skili með óbreyttri
hundraðstölu söluskatts fleiri
krónum í ríkissjóð og sveitasjóði.
Á þessum skilningi byggi ég að
sjálfsögðu það, sem ég segi um
skatta- og to!lamál“.