Morgunblaðið - 24.07.1964, Page 20

Morgunblaðið - 24.07.1964, Page 20
20 MORCUNBLAÐIÐ i Fostudagur 24. jutí 1964 mig, án þess að nokkur yrði þess var. Banyon yppti öxlum og glotti. — Það lítur helzt út fyrir, að það væri ómaksins vert að líta á kvenmanninn, sagði hann. Nú varð ofurlítil þögn og Yv- onne tók upp snyrtiveskið sitt og málaði á sér varirnar með sjálfandi höndum. — Gerðu það, en gerirðu meira þá skal það verða það síðasta sem þú gerir. Og mér er alvara, Larry! — Æ, í guðs bænum, stilltu þig, Yvonne. Eg ætla að hringja á eitthvað að drekka. Yvonne smellti aftur veskinu. — Gerðu það, ég hef íulla þörf á því. Og múndu það, Larry, að við ætlum að gifta okkur. Og það fyrsta daginn, sem ég er laus við myndatöku. Ertu með? Aftur yppti Banyon öxlum og glotti. Síðan greip hann innna- hússímann. Meðan þessu fór fram, sat Jim Parker í skrifstofu sinni og Jill hinumegin við borðið. Jill var að koma frá að fiytja Susan Barlow til mömmu hennar í gesta húsið. Hún var í góðu skapi yfir afreki sínu, sem engin var furða, en jafnframt bjóst hún við viður kenningu frá Jim, og hugði gott til. En þessu góða skapi var iokið fyrr en hún hafði búizt við. Jim hafði ekki gert annað eða meira en kinka kolli kæruleysislega þegar hún kom inn, og bent henni að setjast. Svipurinn á hon um var eitthvað utan við sig og duttlungafullur, og Jill kannaðist óþarflega vel við þennan svip, sem gaf til kynna, að hann væri að hugsa um eitthvað allt annað. — Jæja, Jim! sagði hún loks- jns. — Jæja, Jill? — Ég sé að þér hefur tekizt að losna við fellibylinn frá Holly wood. V»f hún mjög erfið? — Ojæja. Einhvernveginn slapp ég. — Og þú hefur tryggingu þar sem Barlowstúlkan er. — Já, líklega. Þú skilur, Jill, að hún er verulega falleg — hreinasta opinberun! — Það þarf hún líka að vera, ef hún á að geta farið í fötin hennar Yvonne Holland. — Já, vitanlega er Yvonne fal leg, sagði Jim dræmt, — en samt er nú. þessi fegurð á henni eitt- hvað svikin, eins og persónan — Æskan . . . fegurðin . . . kóralvarir og . . . — Farðu ekki að vera fyndin. Það getur verið þreytandi. Finnst þér það ekki líka? iimiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiniiiu 8 mmiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiii — Þú spyrð nú venjulega lítið um, hvað mér finnst, sagði Jill gremjulega. Ekki að það sé svo sem nein ástæða til þess. En þú ert nú samt of harðneskjulegur fyrir krakka eins og Susan. Og þú ættir að muna eftir honum Joe Burton hennar. Hún varð hissa, að Jim skyldi ekki fyrstast við þetta. — Þú ert víst óþarflega rómantísk, Jill, sagði hann brosandi. Jill brosti á móti og varð gröm við sjálfa sig fyrir það. — Er ekki kominn tími til að fara að athuga upptökuhandritið? sagði hún með uppgerðar strangleik. | Þau fóru svo að fást við hand- ritið. En Jill fann það á sér, að hvorugt þeirra var með hugann við verkið. Auðvitað þurfti að gera hinar og þessar breytingar á upphaflega handritinu — en venjulega komu þær af sjálfu sér hjá Jim. En nú þurfti hann að brjóta heilann um einföldustu hluti og breyta þeim aftur og aft ur. Smám saman var grunsemd tek in að vakna hjá Jill, og sú grun semd var svo ótrúleg, að hún varð að hafa orð á henni, hvað sem það kynni að kosta hana. — Skilurðu, Jim, sagði hún. — Ég held að þetta gangi ekki neitt hjá okkur. Við erum ekki á sömu öldulengd, eða finnst þér það? Ég hélt að við værum að reyna að hafa það gagn af Yvonne Hol- land, sem við gætum — og helzt meira en hún getur — en allt sem þú kemur með, gerir hlut- verkið hennar ómerkilegra. Þú ert sama sem að reyna að gera hana vonda, svo að hún hlaupi frá okkur. Jim hleypti brúnum og leit und an. — Þér er þó væntanlega ekki að detta í hug, nauðaði Jill, — að það gæti verið sniðugt — og mikill uppsláttur — ef Yvonne Holland styngi okkur raunveru- lega af og þú bjargaðir málinu við með því að koma með glæ- nýja smástjörnu, þar sem Susan Barlow er, og bjargaðir þann- ig málinu fyrir fyrirtækið. Ef þú skerð hlutverkið svóna nið- ur eins og þú ert nú að gera, er ég ekki frá því, að hún gæti vald ið því. Nú loks leit Jim upp úr hand- ritinu. — Þú mátt nú ekki vera of sniðug, Jill. Til hvers skoll- ans ætti ég að gera það? -OJLJí' 00 ^ /A / J-J- — Ert þetta þú pabbi! í hádegismatinn. 339V Segðu mömmu, að ég komi með ges Eitthvað í svipnum á honum kom Jill til að gleyma allri var kárni. — Susan yrði þér þakk- lát, er það ekki? Og gæti heldur ekki annað. En í þínum sporum skyldi ég nú samt ekki búast við miklum árangrL Jill hafði jafnvel búizt við, að hann þyti upp í vonzku, og eytt þannig spennunni, sem þarna ríkti. En það varð ekki, heldur varð þögn og Jim tók pípuna sina og tróð í hana, vel og vand lega. En hún tók eftir því, að fingurnir á honum skulfu. Hins- vegar var röddin fullkomlega ró leg, er hann tók til máls. — Ef það er þitt álit, þá held ég, að ég ætti heldur að fremja þessa endurskoðun einn. Við svona vinnu getur ofmikið f- myndunarafl verið jafn skaðlegt og of lítið. Hann kveikti í pípunni og hall aði sér aftur á bak í stólnum. —- Fyrir gefðu, Jim, sagði hún. — Ég hefði ekki átt að segja þetta. Jim yppti öxlum og sagði: — Það er er rétt hjá þér, elskan. En við skulum gleyma því. Og heldurðu ekki, að það gæti verið gott ef þú færir að undirbúa þetta sjónvarpsviðtal við Yv- onne? Strákarnir reikna með því, og við erum ekki enn búin að ganga frá því við hana, eða er það? BYLTINGIN RUSSLANDI 1917 ALAN MOOBEHEAD öll. En það er eitthvað dásam- var dimmt frá kl. 3 e.h. og til kl. legt við þessa Susan . . . var að vera þarna, einkum þó fyr ir þann, sem var útlendingur og ákafur stuðningsmaður bolsje- víka. Hann ségir: „Undir þungbúnum, gráum himni daga, sem urðu æ styttri, féll regnið stanzlaust. For in undir fæti var djúp, hál og límkennd, öll útspörkuð af þung um stígvélum, og verri en endra- nær, vegna þess að allar fram- kvæmdir í borginni höfðu stöðv azt. Rakir, nistingskaldir vindar blésu utan af Kirjálabotni, og hrollköld þokan streymdi gegn um strætin. Á kvöldin var lítið um götulýsingu, bæði í sparnað- arskyni og af hræðslu við Zeppe lína; í einkaibúðum var ljósa straumurinn á frá klukkan sex til miðnættis, en kerti, sem kost uðu fjörutíu sent og steinolía, var hvorttveggja ilifáanlegt. Þarna 10 að morgni. Rán og innbrot fóru í vöxt. í leiguhúsum skipt- ust menn á um að standa á verði, allan sólarhringinn, vopnaðir riffium". Matar-biðraðir hófust fyrir dögun, og gífurlegt verð var greitt fyrir ávexti, sykur og jafn vel brauð. „Konur óæðri skrifstofumanna komu saman hver hjá annarri til tedrykkju síðdegis, og hver bar með sér iitla sykuröskju úr guV.i, silfri eða gimsteinum setta, og hálft brauð, falið í handstúkunni sinni, og þær sókuðu þess heitast að keisarinn væri aftur kominn til valda, eða að Þýzkararnir kæmu — eða hvað sem vera vjldi, sem gæti leyst vinnukonuvand- ræði þeirra. . . . Dóttir eins kunningja míns kom heim einn daginn hágrátandi af því að kven vörðurinn í strætisvagninum hafði kallað hana „félaga". Þjónar í gistihúsum afþökk- uðu þjórfé, og stytta Katrínar miklu fyrir framan Alezandrisky- leikhúsið var með rauðan fána hendinni. Samt var enn margt, sem minnti á Petrograd fyrir byltinguna og jafnvel fyrir styrj öldina. Reed segir, að allir hafi enn verið í einkennisbúningi af mismunandi stigum, alveg eins og á keisaratímanum, með skjald ar merkjum keisarans á. Fjár- hættuspil um miklar upphæðir viðgekkst enn í klúbbunum, alla nóttina, og enn voru vændiskon- ur, kampavín og tatarasöngvarar í fullum blóma. í Mariinskyleik- húsinu — því að leikhús og kvik myndahús störfuðu stöðugt með an á byltingunni stóð — var Kar savina að koma fram í nýjum balletti. Og Sjaljapin var að syngja. í Alexandrinsky var end urupptaka á sýningun Meyer- holds á „Dauða Ivans grimma“, og í Krivoye Zerkalo „var skraut KALLI KÚREKI ~>f’ -X- -X' Teiknari; J. MORA TALK TOTtf 9AK)K CLERK, IF H£ CAME TO YET' SHERlFF MEWT 601BACK, TELL HIM I'M TRAILIM' STKANéES..' MAY8E IT'S A WILO SOOSE CHASE "" '— Dokið þið við augnablik. Þekkt uð þið nokkuð marminn sem við mættum á leiðinmi hingað, annar hvor ykkar? — Ekki ég! — Ekki ég heldur! — Hedurðu að hamn hafi rænt bankann? — Ekki getum við anmað en tek- ið það með í reikninginn. Hamm hvatti hestinn sinm óspart. Ég ætla að reyna að eHa hanm uppi. — Talaðu við bamkamanminm, ef hamn hefur nú fengið ráð og ræm-u á ný. Ef lögreglustjórimn er koan- inn aftur til bæjarins, segðu honum þá að ég sé að elta ókumna manm- imn. Það er kanmske ekki tál neims, sýning" á Reigen Schnitzlers. Ein einkennileg breyting hafði orðið úti við á götunum: Hjálp- ræðisherinn hafði nýskeð verið leyfður í Rússlandi og nú voru allir borgarveggir útbíaðir af aug lýsingum frá honum. Reed fór út til Smolny í stræt- isvagni, sem „snerist eins og snigill með hávaðastunum eftir steinlögðum, forugum götunum, troðfullur af fólki“. Honum var leyfð innganga í skólann og þar reikaði hann um, innan um vofur hinna horfnu skólastúlkna. Herbergin þeirra voru „hvít og auð, og á hurðun- um gleraðar plötur, sem gáfu komumanni til kynna að hér væri „Kvennabekkur nr. 4“, eða „Kennarastofa", en uppi yfir þess um plötum héngu spjöld með grófum stöfum á, sem tilkynntu tilveru hinna nýju skipunar, „Miðstjórn Petrgoradsovétsins", o. s. frv. Löngu hvelfigangarnir, lýstir st{jálum rafmagnsljósum, voru fuílir af verkamönnum og her- mönnum, sem flýttu sér áfram, sumir í keng undir heljarstóruni Kópavogur Afgreiðsla Morgunblaðsins í , Kópavogi er að H'íðarvegi G3, ’sími 40748. 1 Garðahreppur Afgreiðsla Morgunbiaðsins | fyrir Garðahrepp er að Hof- . túni við Vífilsstaðaveg, sími 51247. 1 Hafnarfjórður Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Hafnarf jarðarkaupstað er að Arnarhrauni 14, sími 50374.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.